Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 30.06.1988, Blaðsíða 9
8-DAGUR-30. júní 1988 30. júní 1988 - DAGUR - 9 Hótel Edda Hrafnagili: - spjallað við Hauk Pálsson hótelstjóra „Mig iangaði að breyta til og sótti því um komast að á eitt- hvert hótel hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og fékk þetta. Mér líst mjög vel á mig hérna,“ sagði Haukur Pálsson hótelstjóri á Hótel Eddu við Hrafnagil. Hótelið var opnað nú fyrir skömmu, en það starfar nú fjórða sumarið í röð. Haukur sagði útlitið gott varðandi bókanir í sumar og var því bjartsýnn. Gestum hótelsins í sumar gefst kostur á eins konar málverkasýn- ingu, því Haukur samdi við fjóra unga Akureyringa sem nám stunda í Myndlistarskólanum um lán á málverkum. Petta eru þau Gunnlaug Sigurðardóttir, Seíma Sverrisdóttir, Erika ísaksen og Þórarinn Blöndal. Um er að ræða átta verk sem prýða veggi hótels- ins og sagði Haukur það lífga mjög upp á umhverfið. Hvað bókanir varðar, sagði Haukur að júní væri nokkuð góður, von var á ólympíulands- liði fatlaðra í sundi en lið- ið ætlaði að dvelja í æfinga- búðum að Hrafnagili og fara í sund þrisvar á dag. Þá var von á tveimur stórum hópum aldraðra, frá Keflavík annars vegar og Akranesi hins vegar og eru þeir væntanlegir næstu daga. Fastir hópar erlendra ferðamanna koma að Hrafnagili þrisvar í viku í allt sumar. Einnig er talsvert um að fólk komi án þess að eiga pantað fyrirfram. „Það er eitt- hvað um afföll á pöntunum, en ekki það mikið að það geti talist óeðlilegt,“ sagði Haukur. Bókanir í júlí eru einnig ágæt- ar, sem og í fyrstu viku ágúst- mánaðar, en upp úr því fer að hægjast um. Hótelinu verður síð- an lokað þann 22. ágúst. Á Edduhótelinu að Hrafnagili eru 35 herbergi, 22 tveggja manna, 10 fjögurra manna og tvö herbergjanna eru ætluð einum manni. „Þetta er mjög viðráðan- leg stærð á hóteli,“ sagði Hauk- ur, sem undanfarin fimm sumur hefur starfað í gestamóttöku á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Haukur er annars menntaður kennari og starfar sem slíkúr í Búðardal að vetrinum, sem og einnig kona hans Una Björg Bjarnadóttir. Hún starfar einnig á Hrafnagili í sumar og eru þau hér ásamt þriggja ára gömlum syni sínum. „Þetta er mjög friðsæll staður og gott að dvelja hérna. Hingað kemur mikið af fjölskyldufólki og það hefur nóg við að vera. Sund- laugin er prýðileg og hentar börnum vel þar sem hún er frekar grunn. Þá er leikvöllur hér fyrir utan og við erum með svokallað kubbahorn hérna inni þar sem börnin geta dundað sér,“ sagði Haukur. Að Hrafnagili er matsala fyrir gesti og gangandi, en salurinn tekur á milli 80-90 manns í sæti. Á sunnudögum er boðið upp á kaffihlaðborð, þar sem kökur af ýmsu tagi sveigja borðin og fyrir yngstu gestina er á boðstólum þar til gerð „nammiterta“. Kokkur- inn er sérlega góður,“ sagði hót- elstjórinn og gaf honum háa einkunn. Kokkurinn heitir Jó- hann Sigurðsson og er frá Blönduósi, hvar hann lærði list- ina á hóteli staðarins. „Við leggjum aðaláhersluna á svína- kjötið, en við bjóðum upp á fjöl- breyttan matseðil,“ sagði Jóhann kokkur, sem einnig er leikinn í að matreiða silung og segist hafa steikt nokkur tonn af honum. Húsgögn í setustofu og matsal voru endurnýjuð fyrir tveimur árum og sagði Haukur það mikil- vægt að bjóða upp á góða aðstöðu fyrir gesti. „Við erum bjartsýn á sumarið. Það er gott að vera hérna,“ sagði hótelstjór- inn að lokum. mþþ Hótelstjórinn Haukur Pálsson, sem á veturna er kennari í Búðardal, Hjördis Valgeirsdóttir starfsstúlka og nýrakaður og strokinn stjörnukokkur frá Blönduósi, Jóhann Sigurðsson. Mynd: mþþ Allt í útileguna Hústjöld 4ra manna Tjöld 2ja-5 manna Svefnpokar Kælitöskur 24 og 32 I Matarsett fyrir 4 og 6 Pottasett Aukasúlur í 3ja og 5 manna tjöld Tjaldhælar og fleira og fleira VISA Opið laugardaga kl. 9-12. EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 li E Nú ætlar þú líka að vinna! I í Fjarkanum nýju skafmiðahappdrætti - geturþú unnið bgótal Ford Escort utanlandsferðir margt f'jarkinn er nýtt og spennandi hraðhappdrætti Handknattleikssambands íslands og Skáksam- bands íslands og í því áttu von á vænum vinningi. í Fjarkanum eru 54.844 vinningar í boði og bíða eftir að þú skafir ofan af þeim. Vertu með og skafðu til vinnings því í Fjarkanum hefuralltaf einhver heppnina með sér. Vinningslíkur eru með ólíkindum. Pín bíður vinningurað jafnaði í fjórða hverjum Fjarka og vinningshlutfall er 51 %. Fjarkinn býður þér tvo skemmtilega og spennandi leiki. ÞÚ GETUR UNNIÐ FORD ESCORT í FJARKA-HAPPDRÆTTI ú skefur afskákreitunum og efþú færð fjórar r myndir eins hlýturðu vinning. Fjórir handbolt- ar gefa gullfallegan Ford Escort að verðmæti kr. 580.000. Nýjan glæsivagn - hvorki meira né minna. Fjórir kóngar gefa þér Accord skáktölvu að verð- mæti kr. 10.000; fjórir hrókar gefa Goal hand- bolta að verðmæti kr. 2.000 og fjórir riddarar Adidas Miami íþróttatösku að verðmæti kr. 500. annað Fyrir vinning í Fjarka-happdrætti að verðmæti kr. 10.000, kr. 2.000 og kr. 500 færðu VISA-vöruúttektarseðil, sem þú getur framvísað í verslunum og hjá þjónustu- aðilum VISA um land allt. Möguleikarnir í Fjarkanum eru óteljandi. FJARKINN BÝÐUR BÓNUS - UTANLANDSFERÐ MEÐ FLUGLEIÐUM /\llir safna einhverju, hvort sem það eru servíettur, frímerki eða myndir af frægum kvikmyndaleikurum? En hefurðu safnað liði? I Fjarkanum skefur þú af handboltavellin- um og þá kemur í Ijós nafn stórmeistara í skák eða landsliðsmanns í handknattleik. Safnaðu Fjörkum með nöfnum sex stór- meistara í skák eða nöfnum sjö lands- liðsmanna í handknattleik og þú ert lukkunnar pamfíll - þú hefur. unnið utan- landsferð að eigin vali með Flugleiðum. Það vinna fleiri í Fjarkanum - fjórði hver Fjarki ber að jafnaði vinning. Fáðu þér fjóra Fjarka í einu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.