Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 10. ágúst 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stofnanastefna á undanhaldi í öldrunarmálum Því hefur verið haldið fram að hér á landi hafi verið fylgt „stofnanastefnu" í málefnum aldr- aðra í stað þess sem fram kemur í lögum um málefni aldraðra, þ.e. að þeir eigi að fá að búa heima eins lengi og þeir kjósa. Þetta er alvar- leg ásökun - og því miður á hún við rök að styðjast. Þetta sjónarmið kemur m.a. fram í grein sem Halldór S. Guðmundsson, forstöðu- maður Hlífar, íbúa aldraðra á ísafirði, ritar í tímaritið Almannatryggingar, sem Trygg- ingastofnun ríkisins gefur út. „Stofnana- stefna," segir Halldór „felst í því að ná hinum aldraða inn á stofnun, taka af honum nánast allt sjálfstæði t.d. fjárhagslegt, steypa hann inn í ákveðið mynstur sem hentar stofnuninni í þjónustu, láta hann þiggja þjónustu hvort sem hann þarf á því að halda eða ekki, og þannig með skipulögðum hætti gera hann að þiggjanda en ekki gefanda, og gjörsamlega án nokkurs annars hlutverks en þess að vera lifandi dauður að því er virðist til lífsviðurvær- is stofnunarinnar. “ Því miður eru til fjölmörg dæmi um stofnan- ir fyrir aldraða sem eru nákvæmlega eins og Halldór lýsir þeim. Eldra fólk situr þar og horf- ir í gaupnir sér - fátt eða ekkert er við að vera sem uppbyggilegt getur talist. Eldra fólk er ekki vant að vera meðhöndlað eins og brúður. Þannig hefur kerfið talið að málum væri best háttað — en hugsunarhátturinn er að breyt- ast. Stofnanastefnan er á hægu undanhaldi — sem betur fer. Reynslan sýnir að það fólk sem á efri árum getur búið í eigin íbúð, annaðhvort þeirri sömu og undanfarin ár eða áratugi, eða fær litla íbúð í eða við dvalarheimili og hugsar um sig sjálft að svo miklu leyti sem heilsan leyfir, er ekki í eins miklum mæli hrjáð af sjúkdóm- um sem gjarnan fylgja ellinni. Með öðrum orðum þá er þetta fólk bæði lífsglaðara og heilsuhraustara. Halldór segir réttilega að í framtíðinni eigi stefna landsmanna í öldrun- arþjónustu að vera sú sem hann nefnir „manneskjustefnu" í andstöðu við stofnana- stefnuna. „Við skyldum í framtíðinni leggja meiri rækt við að byggja upp og veita ein- staklingnum aðstöðu til að vera manneskja, vera hann sjálfur en með möguleikum til ákveðinnar þjónustu og samhjálpar." Undir þessi orð tekur Dagur. ÁÞ. i viðtol dagsins Einar Árnason, ritstjóri. Mikill áhugi fyiir tengslum við gamla landið - spjallað við Einar Árnason, ritstjóra Lögbergs-Heimskringlu Einar Árnason, ritstjóri Lög- bergs-Heimskringlu, var nýlega á ferð hér á landi og kom hann m.a. við á Akureyri. Einar er Vestur-íslendingur, fæddur í Winnipeg, en foreldr- ar hans voru íslendingar, faðir- inn úr Munaðarnesi í Borgar- fírði en móðirin frá Leirá, hinu forna höfuðbýli í Leirársveit, Borgarfirði. - Einar, var faðir þinn upp- alinn í Munaðarnesi? „Nei, hann ólst upp á Vatns- leysuströnd og var sjómaður þar. Mamma fór vestur með ömmu minni þegar hún var fimm ára gömul. Mamma var skyld Þórði á Leirá en faðir hennar var Einar Sæmundsen, kennari á sama bæ, en Einar var náskyldur Eiríki Magnússyni í Cambridge." - Hvað hefur þú aðallega starfað við um dagana? „Þegar ég var unglingur starf- aði ég við bústörf og við fiskveið- ar. Eg hóf nám í verkfræði og lauk því námi fyrir heimsstyrjöld- ina síðari. Ég sinnti herþjónustu í rúmlega sex ár en stofnaði að henni lokinni mitt eigið fyrirtæki. Fyrir þremur árum hætti ég með fyrirtækið en á síðasta ári tók ég við ritstjórn Lögbergs-Heims- kringlu.“ - Ert þú mikill áhugamaður um tengsl Vestur-íslendinga við ísland? „Á seinni árum hefur áhugi minn á þessum málum aukist mikið en þegar ég var yngri var hann ekki svo mikill. Þetta er sjötta íslandsferðin mín frá árinu 1974. Ég hafði áhuga á því að fara til íslands í mörg ár þar áður en ýmislegt varð þess valdandi að ekkert varð úr því fyrr en 1974. Konan mín er frá Patreksfirði og hana langaði líka til að sjá gamla landið. Mér finnst svo gaman að heimsækja ísland að ég fer eins oft og ég get til að sjá landið og tala við fólkið.“ - Þú talar góða íslensku, varst þú alinn upp við að tala málið? „Já, að vissu leyti. Þegar ég var barn og unglingur ólst ég upp í íslenskri byggð og þar voru gömlu íslendingarnir. Þetta var orðið aldrað fólk, landnáms- mennirnir, en ég þekkti það og reyndi að vanda mál mitt meðan ég talaði við það. Svo var ég mik- ið með pabba og við töluðum íslensku og ensku sitt á hvað. Ég las líka töluvert af íslensku efni þegar ég var strákur." - Hvernig gengur útgáfa Lög- bergs-Heimskringlu? „Þetta gengur nokkuð stirt en þó þolanlega. Efnahagurinn er frekar þröngur en ég held að við getum aukið fjölda áskrifenda. Blaðið er nú nær allt á ensku en mikið er fjallað um íslenskar ætt- ir og æviágrip fólks af íslenskum ættum. í þessum æviágripum kemur vel fram að íslensku fólki hefur oftast vegnað vel, bæði hér á landi og fyrir vestan. Útbreiðsla blaðsins er um 1500 blöð á mánuði og til íslands send- um við um 160 blöð.“ - Er almennur áhugi fyrir því að viðhalda tengslunum við ísland? „Já, vegna þess að fólk ferðast alltaf að vestan til íslands, jafnvel í stórum hópum, til að skoða landið. Ég hef hitt fólk hérna, Vestur-íslendinga, sem hefur ekki áður komið til Islands. Þetta fólk er mjög hrifið af landinu og þjóð- inni. Alltaf er nokkuð um að íslend- ingar komi vestur og heimsæki okkur. Við tölum stundum um að íslendingar ferðist til sólarlanda eins og Spánar og Ítalíu. Við höf- um líka sól í Kanada, að vísu ekki á veturna. Bændur hafa far- ið í heimsóknir til Kanada og bændasamtökin virðast hafa áhuga á meiri samskiptum milli landanna. Flugferð til Kanada tekur aðeins hálftíma lengur en til sólarlanda þannig að okkur finnst að fleiri gæru látið sjá sig.“ - Hvaða áhrif hefur íslensku- deildin í Manitobaháskóla á við- hald íslenskunnar í Kanada? „Það hafa margir lært íslensku í háskólanum en samt ekki marg- ir þannig að þeir geti talað málið vel. Að vissu leyti hefur þetta borgað sig vel en íslenska er nú meira stunduð sem fræðimennska á okkar tímum vestra meðal yngra fólksins." - Viltu segja eitthvað að lokum? „Við erum ánægðir með að fá Dag vestra og við og við finnum greinar í Degi sem Vestur- íslendingar hafa gaman af. Þó er mjög mismunandi hversu efnið í Degi hentar lesendum vestra. ísland er sjálfstætt ríki og stjórnarfar þar er sambærilegt við það sem gerist hjá stórþjóðum. Það vekur athygli vestra að íslendingar eru snjallir í fiskverk- un og duglegir við að koma fiskinum á markað vestra þar sem þeir selja einni stærstu þjóð heimsins mikið af fiski. Fólk er því stolt af því að vera af íslensk- um ættum og þegar unga fólkið fræðist um þessa hluti þá fær það oft áhuga á að fræðast meira um landið. Margt ungt fólk veit ekk- ert um ætt sína annað en að það er af íslenskum ættum, það hefur ekki vitneskju um hvaðan afar þeirra og ömmur voru o.s.frv. Hlutverk þeirra eldri er því að fræða yngra fólkið um ættir sínar og viðhalda áhuganum á íslandi ög íslendingum. Blaðið sem við gefum út er aðeins átta síður og því er ekki mikið pláss í því fyrir stórar greinar en við reynum alltaf að hafa eitthvert efni frá íslandi og í blaðinu eru líka greinar á íslensku fyrir þá sem vilja við- halda tungunni." EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.