Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 15
10. ágúst 1988 - DAGUR - 15 Undankeppni 5. flokks íslandsmótsins í knattspyrnu: KS-ingar í úrslitin A-lið KA ásamt þjálfara sínum, Arnari Frey Jónssyni. Mynd: TLV Krakkamót KEA: A og B lið KA léku til úrslita Árlegt Krakkamót KEA í knattspyrnu fór fram á KA- vcllinum á Akureyri um síð- ustu helgi. Mótið er fyrir 6. flokk og er óhætt að segja að KA-menn hafi verið í sviðs- Ijósinu á mótinu því það voru A og B lið félagsins sem léku til úrslita í mótinu. Þeim leik lauk með sigri A liðsins, 4:0. í úrslitaleik um 3. sætið léku Leiftur frá Ólafsfirði og B lið Þórs og lauk þeim leik með öruggum sigri Leifturs, 3:0. 11 lið tóku þátt í mótinu sem heppnaðist mjög vel. Það var Kaupfélag Eyfirðinga sem veitti öll verðlaun í keppnina, farand- bikar og verðlaunapeninga. JHB Undankeppnin í 5. flokki Islandsmótsins í knattspyrnu fór fram á Valsvellinum í Reykjavík um síðustu helgi. Þau lið sem lentu í 2. sæti í sín- um riðlum sendu lið í undan- keppnina og fulltrúar Norð- lendinga á Valsvellinum voru Siglfirðingar. Þeir stóðu sig með afbrigðum vel, lentu í 2. sæti í keppninni og tryggðu sér þannig sæti í úrslitakeppn- inni sem fram fer á KR-vellin- um í Reykjavík helgina 19.-21. ágúst. Eins og áður hefur komið fram urðu Siglfirðingar í 2. sæti í Norðurlandsriðlinum á lakari markatölu en Þór, þrátt fyrir að A lið félagsins fengi fullt hús stiga, og var þessi árangur því kærkominn. Fyrsti leikurinn var leikur A liðs KS og Þróttar frá Reykjavík. Sigl- firðingar sigruðu með yfirburð- um, 7:1. Ragnar Hauksson skor- aði þrjú mörk fyrir KS og þeir Kjartan Sigurjónsson og Gísli Helgason tvö mörk hvor. B lið KS sigraði Þrótt 3:1 og í þeim leik skoraði Bjarki Flosa- son tvö mörk og Róbert Pálsson eitt. Næstu leikir voru gegn ÍK. A lið KS sigraði 7:1 og þar skoraði Agnar Sveinsson þrjú mörk fyrir KS, Ragnar Hauksson tvö og Kjartan Sigurjónsson og Guðni Haraldsson eitt mark hvor. Leik B liðanna lauk með 3:2 sigri KS og skoruðu þeir Ingvar Kristjáns- son, Róbert Pálsson og Bjarki Flosason mörk KS. í leiknum gegn Sindra sigraði A lið KS með fimm mörkum gegn þremur. Agnar Sveinsson og Kjartan Sigurjónsson skoruðu tvö mörk hvor og Ragnar Hauks- son eitt. B lið KS sigraði 1:0 og skoraði Bjarki Flosason eina mark leiksins. Næstu mótherjar voru Vals- menn en þeir hafa geysisterku liði á að skipa. KS tapaði báðum leikjunum, A liðið tapaði 0:5 og B liðið 1:4. Það var Bjarki Flosa- son sem skoraði mark B liðs KS. Tindastóll Síðasti leikurinn í D-riðli 3. flokks í knattspyrnu fór fram á Sauðárkróksvelli sl. miðviku- dagskvöld og léku þar Tinda- stóll og KS. Heimamenn unnu stórsigur á Siglfírðingum, 5:1, og voru það sanngjörn úrslit. Orri Hreinsson var hetja Tinda- stóls í þessum leik og skoraði 4 mörk og eitt mark gerði Ingi Þór Rúnarsson. Gottskálk Kristjáns- Síðustu leikirnir voru gegn BI og höfðu KS-ingar mikla yfir- burði. A liðið sigraði 8:0 og skor- aði Agnar Sveinsson fjögur mörk, Gísli Helgason þrjú og Kjartan Sigurjónsson eitt. B liðið sigraði 7:2 og skoraði Bjarki Flosason fjögur mörk fyrir KS, Róbert Pálsson tvö og Sindri Guðnason eitt. Lokastaðan í keppninni varð sú að Valsmenn sigruðu með 20 stigum, KS varð í öðru sæti með 16 stig, Þróttur í þriðja með 12, ÍK í fjórða með 8, Sindri í fimmta með 4 stig og BÍ í síðasta sæti með ekkert stig. Sagt verður frá undankeppn- inni í 3. og 4. flokki í blaðinu á morgun. JHB malaði KS son klóraði í bakkann fyrir Sigl- firðinga og gerði eitt mark undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í leik- hléi var 3:1. Það setti slæman blett á þennan leik að senda þurfti einn leikntann KS-inga beint á sjúkrahús með brotinn ökkla, eftir samstuð í byrjun leiksins. Þar með er leikjum þessara liða lokið í íslandsmótinu og komst hvorugt þeirra í úrslit. -bjb Knattspyrna 3. ílokkur: Bikarkeppni FRÍ, 2. deild: UMSK sigraði í speimandi keppni Bikarkeppni FRÍ fór fram í 23. sinn um síðustu helgi. Að þessu sinni fór keppni í 2. deild fram á Akureyri með þátttöku 6 liða. Keppnin var mjög jöfn og spennandi, eins og fyrir- fram hafði verið búist við, og ekki varð Ijóst fyrr en í síðustu tveimur greinunum hvaða tvö lið kæmust í 1. deild að ári. Leikar fóru þannig að UMSK sigraði með 135,5 stigum og USAH varð 12. sæti með 131,5 stig. UMSE og Ármann verða áfram í 2. deild að ári en HSH og UMFK falla niður í 3. deild. Þess má geta að eitt Eyjafjarð- armet var sett á mótinu en það var Sigurður Matthíasson sem varpaði kúlu 14,76 m. Annars urðu helstu úrslit þessi: Karlar: 400 m grindahlaup: sek. 1. Aðalsteinn Bernharðsson UMSE 57,5 2. Sigurjón Valmundsson UMSK 59,7 3. Agnar B. Guðmundsson USAH 62,6 200 m hlaup: sek. 1. Einar Þ. Einarsson Á 23,7 2. GuðmundurS. Ragnarss. USAH 24,1 3. Sigurður Magnússon UMSE 24,5 800 m hlaup: mín. 1. Guðmundur Sigurðsson UMSK 2.06,3 2. Daníel Guðmundsson USAH 2.07,6 3. Bragi Sigurðsson Á 2.08,5 Langstökk: m 1. Hörður Gunnarsson HSH 6,27 2. Cees van der Ven UMSE 6,19 3. Sigurjón Valmundsson UMSK 6,12 Kúluvarp: m 1. Helgi Þór Helgason USAH 15,93 2. Sigurður Einarsson Á 15,24 3. Sigurður Matthíasson UMSE 14,76 3000 m hlaup: mín. 1. Már Hermannsson UMFK 9.06,8 2. Daníel Guðmundsson USAH 9.17,9 3. Bragi Sigurðsson Á 9.19,6 4x100 m hlaup: sek. 1. UMSE 44,5 2. UMSK 45,3 3. USAH 46.0 Hástökk: m 1. Guðmundur Ragnarsson USAH 1,90 2. Kristján Hreinsson UMSE 1,90 3. -4. Sæþór Þorbergsson HSH 1,85 3.-4. Kristján Erlendsson UMSK 1,85 Spjótkast: m 1. Sigurður Einarsson Á 70,78 2. Sigurður Matthíasson UMSE 67,32 3. Björgvin Þorsteinsson HSH 54,52 Sleggjukast: m 1. Guðni Sigurjónsson UMSK 47,06 2. Helgi Þ. Helgason USAH 38,00 3. Björn Jóhannsson UMFK 36,32 Konur: Hástökk: m 1. Kristjana Hrafnkelsdóttir HSH 1,63 2. Svanhildur Kristjánsdóttir UMSK 1,55 3. Þorbjörg Kristjánsdóttir Á 1,55 400 m hlaup: sek. 1. Svanhildur Kristjánsdóttir UMSK 59,6 2. Valdís Hallgrímsdóttir UMSE 62,6 3. Hildur Inga Björnsdóttir Á 62,7 1500 m hlaup: mín. 1. Fríða Rún Þórðardóttir UMSK 4.49,9 2. Sonja van der Kaa HSH 5.23,8 3. Hrefna GuðmundsdóttirUSAH 5.40,8 4x100 m boðhlaup: sek. 1. UMSK 50,4 2. Ármann 52,3 3. UMSE 53,2 400 m grindahlaup: sek. 1. Valdís Hallgrímdóttir UMSE 67,2 2. Hildur I. Björnsdóttir Á 67,9 3. Berglind Erlendsdóttir UMSK 70,7 Spjótkast: m 1. Unnur Sigurðardóttir UMFK 40,74 2. Kristjana Jónsdóttir USAH 31,06 3. Sólveig Sigurðardóttir UMSE 29,06 100 m Idaup: sek. 1. Guðrún Arnardóttir USAH 13,4 2. Hólmfríður Erlingsdóttir UMSE 13,7 3. Kristjana Hrafnkelsdóttir HSH 14,3 Kúluvarp: m 1. Guðbjörg Gylfadóttir USAH 13,68 2. Kristjana Hrafnkelsdóttir HSH 10,80 3. Unnur Sigurðardóttir UMFK 9,31 Konur: 100 m grindahlaup: sek. 1. Fanney Sigurðardóttir Á 16,5 2. Kristjana Hrafnkelsdóttir HSH 17,1 3. Berglind Erlendsdóttir UMSK 18,8 800 m hlaup: mín. 1. Fríða Rún Þórðardóttir UMSK 2.18,5 2. Hildur I. Björnsdóttir Á 2.31,8 3. Valdís Hallgrímsdóttir UMSE 2.34,3 Kringlukast: m 1. Guðbjörg Gylfadóttir USAH 37,46 2. Halla Heimisdóttir Á 31,92 3. Kristjana Hrafnkelsdóttir HSH 27,28 Langstökk: m 1. Fanney Sigurðardóttir Á 4,88 2. Jóhanna Jóhannsdóttir USAH 4,80 3. Kristjana Hrafnkelsdóttir HSH 4,77 Karlar: 110 m grindahlaup: sek. 1. Cees van der Ven UMSE 16,5 2. Sigurjón Valmundsson UMSK 16,7 3. Jón H. Gunnlaugsson Á 18,5 Kringlukast: m 1. Helgi Þór Helgason USAH 53,34 2. Sigurður Matthíasson UMSE 43,62 3. Sigurður Einarsson Á 42,62 1500 m hlaup: mín. 1. Davíð Guðmundsson USAH 4.05,8 2. Már Hermannsson UMFK 4.06,8 3. Bragi Sigurðsson Á 4.24,6 Þrístökk: m 1. Sigurður Einarsson Á 13,37 2. Guðmundur Ragnarsson USAH 12,64 3. Kristján Hreinsson UMSE 12,59 100 m hlaup: sek. 1. Einar Þ. Einarsson Á 11,4 2. Aðalsteinn Bernharðsson UMSE 11,5 3-4. Hörður Gunnarsson HSH 11,9 3-4. Sigurjón Valmundsson UMSK 11,9 Stangarstökk: m 1. Steindór Tryggvason UMSK 3,20 2. Kristján Sigurðsson UMSE 3,00 3. Karl Lúðvíksson USAH 3,00 400 m hlaup: sek. 1. Sigurður Magnússon UMSE 52,5 2. Einar Þ. Einarsson Á 53,3 3. Sigurjón Valmundsson UMSK 53,9 5000 m hlaup: mín. 1. Már Hermannsson UMFK 15.19,7 2. Bragi Sigurðsson Á 15.50,6 3. Daníel Guðmundsson USAH 16.23,9 Konur: 200 m hlaup: sek. 1. Guðrún Arnardóttir UMSK 26,2 2. Snjólaug Vilhelmsdóttir UMSE 27,5 3. Hafdís Björg Sigurðardóttir Á 27,6 3000 m hlaup: mín. 1. Fríða Rún Þórðard. UMSK 10.02,3 2. Sonja van der Kaa HSH 11.33,5 3. Bryndís Brynjarsdóttir UMSE 11.46,9 1000 m boðhlaup mín. 1. UMSK 2.22,7 2. Á 2.27,3 3. UMSE 2.29,9 Karlar: 1000 m boðhlaup: mín 1. UMSE 2.02.7 2- HSH 2.08,2 3. USAH 2.09,1 Lokaúrslit: stig 1. UMSK 135,5 2. USAH 131,5 3. UMSE 130,0 4. Ármann 129,0 5. HSH 102,5 6. UMFK 81,5 Sigurður Magnússon stóð sig vel um helgina. Hann var í báðum sigursveitum UMSE í boðhlaupunum og sigraði auk þess í 400 m hlaupi á sínum besta tíma til þessa. Mynd: tlv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.