Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 16
mmm Akureyri, miðvikudagur 10. ágúst 1988 TEKJUBREF• KJARABREF rFJÁRFESTINCARFÉlAGIÐ FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR Ráðhústorgi 3, Akureyri Aldrei hafa fleiri unnið við framkvæmdir á Gunnólfsvík- urfjalli, en þar vinna nú um 70 manns. í fyrrahaust var rat- sjárstöðvarhúsið gert fokhelt, en það er um 1200 fermetrar að stærð, á einni hæð og er lofthæðin um 4 metrar. Nú er unnið við að innrétta húsið, leggja lagnir og einnig er verið að steypa vatns- og olíutanka. Almennri byggingavinnu á að mestu að vera lokið í oktober. Ratsjárstöðin verður að lík- indum tekin í notkun eftir tvö ár. Kristinn Pétursson fram- kvæmdastjóri Gunnólfs hf. sem sér um framkvæmdir á fjallinu, sagði að framkvæmdir hefðu gengið samkvæmt áætlun. Á síð- asta ári var unnið við stöðvarhús- ið fram í nóvember og oft við erf- ið skilyrði þar sem ísing var mikil á fjallinu. Á næsta ári á að setja upp ratsjárhvelfinguna. Fyrirtæk- ið Gunnólfur hf. var stofnað utan um þetta verkefni og sagðist Krist- Fjársöfnun vegna sundlaug- arbyggingar við Sólborg: Lokaátakið á fóstu- daginn - 2 milljónir vantar til að ljúka byggingunni Nefnd áhugafólks úr röðum starfsmanna Sólborgar, sem stofnuð var fyrir rúmum mán- uði, ætlar á föstudaginn að standa fyrir lokaátaki í söfnun fyrir byggingu sundlaugar á Vistheimilinu Sólborg. Þetta átak er gert í samvinnu við Ríkisútvarpið Rás 2 en um 2 milljónir króna vantar til að hægt sé að Ijúka við byggingu laugarinnar. Nefndin hefur sent út bréf til sveitarfélaga og fyrirtækja á Norðurlandi þar sem söfnunin er kynnt. Útsending Rásar 2 á föstudaginn verður tileinkuð söfnuninni og mun dagskrárgerð- arfólk kynna söfnunina og bjóða upp á efni tengt henni. Þá verður útsending Svæðisútvarpsins á Akureyri á föstudagskvöld einnig tileinkuð þessari söfnun en henni lýkur kl. 19 sama kvöld. Hægt er að hringja inn framlög hjá Rás 2 og Svæðisútvarpinu á Akureyri og einnig getur fólk lagt fé inn á póstgíróreikning 544655. Fjórði og síðasti áfangi bygg- ingarinnar kostar um 3,6 milljón- ir króna, samkvæmt nýrri áætlun arkitekta hússins. Nokkur upp- hæð hefur þegar fengist upp í þennan kostnað þar sem Fram- kvæmdasjóður fatlaðra veitti í fyrsta sinn fé til framkvæmdanna nú í vor. Sjóðurinn veitti 1,5 milljónum króna og í júní færði Lionsklúbbur Akureyrar stofn- uninni 420.000 kr. í samtali við Dag sögðust nefndarmenn vera fullvissir um að fólk taki þessari söfnun vel. „Við stefnum að því að safna þessum 2 milljónum og erum ákveðin í að það tekst. Sundað- staða fyrir þroskahefta og fatlaða er engan veginn fullnægjandi hér á svæðinu í dag en ef vel tekst til gæti sundlaugin við Sólborg orðið til um áramót,“ sagði þetta fram- takssama starfsfólk Sólborgar. JÓH Skyld’ann bíta á? Gunnólfsvíkurfjall: Aldrei fleiri verið í viimu við ratsjárstöðina - „eigum í sömu rekstrarerfiðleikunum og annar atvinnurekstur,“ segir framkvæmdastjóri Gunnólfs inn ekki geta sagt neitt fyrir um hver framtíð fyrirtækisins yrði þegar framkvæmdum á fjallinu lyki. Kristinn sagði að miklar gæða- kröfur væru gerðar varðandi bygginguna og væru eftirlitsaðilar frá íslenskum aðalverktökum á staðnum auk fulltrúa frá Banda- ríkjamönnum. Hann sagði kröf- urnar hærri en almennt tíðkaðist hér á landi og erfitt að uppfylla þær. Nákvæmlega er athugað að steypan sem notuð er í bygging- una sé sú besta sem völ er á og eru teknar prufur úr hverjum steypubíl, svo eitt dæmi sé tekið. „Það má segja að við vinnum þetta verk á gjörgæslu,“ sagði Kristinn og bætti við að hann liti svo á að það að kynnast þessum kröfum væri góður verkmennta- skóli. Hingað til hafa starfsmenn við byggingu ratsjárstöðvarinnar staðist allar þær kröfur sem gerð- ar hafa verið. „Okkur er þröngur stakkur skorinn varðandi þessa fram- kvæmd og við eigum í sömu rekstrarerfiðleikum og annar atvinnurekstur í landinu vegna sífelldra kostnaðarhækkana innanlands," sagði Kristinn. mþþ Nokkuð góð aðsókn hefur ver- ið að Borgarbíói á Akureyri í sumar að sögn Sigurðar Arn- finnssonar bíóstjóra. Hann sagðist ekki hafa yflr neinu að kvarta nema ef helst væri umgengni bíógesta. „Ég er óhress með umgengn- ina í bíóinu,“ sagði hann. „Það hefur borið á því að sæti hafa ver- ið skorin í sundur og til þess eru sennilega notaðir flipar af gos- dósum. Mér gremst þetta mjög og við ætlum að fara að fylgjast mjög vel með hverjir gera þetta.“ Sigurður taldi aðsóknina að bíóinu vera betri í sumar en í fyrra. Þakkaði hann það helst góðum myndum en einnig hefði veðrið nokkuð að segja. „Þegar rigndi sem mest um daginn þá lifnaði yfir aðsókninni,“ sagði hann. í fyrrasumar var bryddað upp á þeirri nýjung að hafa ókeypis á barnasýningar í júní, júlí og ágúst. Sigurður sagði þetta hafa reynst mjög vel þótt ekki væri mikið upp úr því að hafa. Þetta væri gert til að ekki þyrfti að hætta barnasýningum á sumrin. „Sumarið hefur alltaf verið veik- ur tími hjá okkur en mér finnst ekki hægt annað en krakkarnir komist í bíó,“ sagði hann. KR Svínakjötsframleiðendur: Þakka auglýsingu aukningu í sölu gerðu þeir allt sem þeir gætu til þess að auka söluna. Þeir ætluðu samt ekki að fara að undirbjóða hver annan- í vitleysu eins og gerst hefði hjá kjúklingafram- leiðendum. „Þess vegna fórum við út í auglýsinguna þó svo hún væri dýr.“ Hann taldi að þar sem margir íslendingar ættu nú orðið útigrill þá væri það tilvalinn markaður fyrir svínaframleiðendur eins og kemur fram í auglýsingunni. „Þetta er tiltölulega nýr markað- ur og þvf keppa allir kjötfram- leiðendur um hann,“ sagði Halldór. KR Svínakjötsbirgðir voru farnar að safnast upp í landinu í vor vegna aukinnar framleiðslu. Framleiðendur ákváðu því að gera sjónvarpsauglýsingu þar sem Flosi Ólafsson leikarinn góðkunni sést vera að grilla svínakjöt. Halldór H. Kristins- son formaður Svínaræktarfélags Islands segir að auglýsingin hafi haft tilætluð áhrif því sala hefði aukist og því grynnkað á birgðunum. Aukning hefur verið bæði í framleiðslu og á markaði fyrir svínakjöt undanfarin ár. En birgðir söfnuðust síðan upp á tímabili í vor vegna aukinnar framleiðslu milli ára. Mynd: TLV „Það spilar líka inn í að sumar- ið er alltaf lakari sölutími og þess vegna var ákveðið að prófa þetta. Það gekk upp, þannig að við erum að komast í jafnvægi þó svo að framleiðslan sé enn of mikil mið- að við markað," sagði Halldór. Hann bætti við að þar sem svína- kjötsframleiðendur hefðu enga tryggingu fyrir verði eða afkomu Borgarbíó Akureyri: Góð aðsókn, en slæm umgengni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.