Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 5
10. ágúst 1988 - DAGUR - 5 Hannes Örn Blandon: Hrafnagilsrallið - Ein lítil hugleiðing !! ,:j'| t1 —, ! í' ., !■-. - ■ -I ,m\ i ., } Arnarneshreppur: Útimarkaður í Reistarárrétt Ég undirritaður hef undanfarin ár verið þátttakandi í Hrafnagils- rallinu svonefnda, sem er svona óopinber keppni hér í Eyjafirði fram. Ég er að vísu ekki vanur rallmaður, því síður á nógu góð- um bíl til þess arna (sem er Lada 1600, ’79, án vökvastýris og velti- grindar) en reynslan vex með degi hverjum. Ékki veit ég út í hörgul hvernig góð rallbraut á að vera en þori jafnframt að fullyrða ef ekki veðja að vegur sá sem við höfum hér í Hrafnagilshreppi er sá almerkilegasti og skemmtileg- asti á öllu landinu og þótt víðar væri leitað og er jafnvel rallveg- urinn í Kenya, sem við sjáum stundum hjá Bjarna í Sjónvarp- inu þar sem menn aka í myrkvið- um innan um ljón og gíraffa,1 hreinasti barnaleikur í saman- burði við okkar rallveg. Svo ég lýsi aðstæðum ókunn- um ökumanni þá eru á leiðinni hólar og hæðir, hvörf og lægðir, brekkur, holur, urð og grjót, þá skyndilega sæmilegur kafli sem endar allt í einu í freðmýrum og fenjum þangað til að komið er á beinu brautina við flugvöllinn. Refsistig eru reyndar ekki reikn- uð en tíminn er misjafn allt frá 10 mínútum upp í þrjú korter. Hið alskemmtilegasta við þennan rallveg er að við keppendur vit- um aldrei hvernig hann er að morgni svo spennan er í hámarki við upphaf hverrar ferðar. t*ar sem t.d. var hóll að kvöldi er allt í einu hvarf að morgni og þar sem áður var sendin freðmýri er óvænt urð og grjót. Þannig var keppandi frá Grund Bjarni, bóndi, Aðalsteinsson (keppir á Skoda, tékkneskum rallbíl) fyrir því óhappi um daginn að lenda í svona glænýju hvarfi með þeim afleiðingum að bílinn stefndi til himins og brotlenti skömmu síð- ar og flestir höggdeýfar undir bílnum lömdust til ónýtis. En slíkum atvikum taka menn með jafnaðargeði, gera við ökutækið og búast til næsta dags. Hið eina sem ég finn þessari rallkeppni til foráttu er að hún er ekki nógu vel skipulögð. Þar á ég við að þarna eigast við í senn smábílar, skafarar og vörubílar, hverra ökumenn fara eftir ein- hverjum allt öðrum reglum en við hinir. Þeir eiga það til dæmis til að þegar þeir mætast á miðri leið stöðva þeir bílana og spjalla eins og þeir hafi ekki hist svo árum skiptir. Þetta er auðvitað alveg forkastanlegt og fer ég auð- mjúklegast þess á leit að einhver ábyrgur aðili taki að sér að skipu- leggja rallið næstu árin. Ég vil þó að lokum leyfa mér að lýsa því yfir að ég á varla orð yfir umburðarlyndi þeirra íbúa í Hrafnagilshreppi sem ekki hafa viljað taka þátt í rallinu en þolað mótlætið í langan tíma. Það er í senn hákristilegt athæfi og hinn besti náungakærleikur. Eiga þeir aðdáun mína alla. Hannes Örn Blandon. Árlegur útimarkaður í réttinni að Reistará í Arnarneshreppi nálg- ast nú óðum. Markaður þessi hefur notið mikiila vinsælda og verður hann að þessu sinni laug- ardaginn 20. ágúst og hefst kl. 13.30. Þarna hefur mætt mikili fjöldi seljenda með margvíslegan varning og kaupendur hafa skipt mörgum hundruðum. Þarna er selt allt sem nöfnum tjáir að nefna og er hugmyndaflugið látið ráða. Sumir seljendur hafa verið með aflóga dót, sem ýmsum þyk- ir drasl en öðrum dýrgripir. Aðrir seijendur hafa verið með heima- tilbúnar gersemar, stórar og smáar, ætar eða óætar. Það eru ungmennafélögin í Möðruvallasókn og Skriðuhreppi sem standa að markaðinum, en öllum er frjálst að koma og selja varning. Seljendur geta pantað dilka í síðasta lagi 17. ágúst hjá Árna Arnsteinssyni (s. 26783) eða Bjarna E. Guðleifssyni (vinna 24733 - heima 26824). Dilkaleigan verður 300-400 krónur. Um kvöldið verður svo að venju haldið körfuball að Mel- um í Hörgárdal. Verðköimun NAN Neytendafélagi Akureyrar og nágrennis þótti ástæða til að kanna verð á þvottaefnum ýmiss konar, talsverður munur er á milli verslana á svæðinu og virðist KEA Hrísa- lundi koma best út núna er með 8 vörutegundir af 16 á lægstu verði. Verðkönnunin var gerð dagana 3. og 4. ágúst 1988. Skrifstofa Neytendafélags Akureyrar og nágrennis er opin 2 daga ■ viku þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13-17. Símatími er alla virka daga milli 13-14. Ef skrifstofutími breytist verður það auglýst síðar. Vörutegundir KEA Hrisalundi 1 Matvöru- markaðurinn Hagkaup 0KE Grenivik Svarfdæla- búö Siða Brynja Mismunur á hæsta og Xaq- sta verði Mismunur % Vex þvottaduft 700gr 84.90 x 88.00 104.00 85.00 112.00 104.00 27.10 31.9 „ Milda þvottaduft 700qr 84.90 x 104.00 85.00 112.00 104.00 27.10 31.9 Iva þvottaduft 550gr 92.90 98.00 107.70 87.00 x 20.70 23.8 C-ll bvottaduft 650ctr 79.10 79.00 81.90 fi7.nn x id nn 2? 2 Dixan þvottaduft 900or 208.90 x 246.40 219.00 242.10 216.30 37.50 18.0 Ajax þvottaduft 20 dl(700gr) 134.30 145.00 155.70 139.00 127.00 x 2ÍL2Q 22.6 Ariel þvottaduft 960qr 178.00 x 215.40 199.00 206.30 37.40 2U3 Blik uppþvottaduft 950qr 128.90 162.00 133.00 158.00 128.00 X 171.00 43.00 26.6 Finish uppþvottaduft lkg 175.20 X 180.40 199.00 181.40 23.80 13.6 Upp uppþvottaduft 600gr 141.30 X 146.00 157.20 171.00 29.70 21.0 Vex uppþvottcLLögur 660gr 66.20 83.50 75.00 89.00 fifi.00 x 88.00 89.00 23.00 34.8 Þvol uppþvottalögur 505gr 64.40 75.20 64.00 x 74.70 11.20 17.5 Hreinol uppþvottalöqur 500ml 44.70 X 51.80 47.00 7.10 15.9 Plús mýkingarefni 1L 78.30 98.50 81.00 96.00 78.00X 104.00 95.00 26.00 33.3 Dún mýkingarefni 1L 89.70 X 96.00 98.00 8.30 9.3 Milda mýkingarefni 1L 98.60 78.00 X 104.00 90.00 26.00 33.3 X merkir Lægsta verð i 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.