Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 13
10. ágúst 1988 - DAGUR - 13 „Þagnar- umsátur“ - Bók júlímánaðar hjá Bókaklúbbi AB Þagnarumsátur, BAB-bók júlí- mánaðar, segir frá töku banda- rísks sendiráðs í tilbúnu Suður- Ameríkuríki sem nefnt er San Carlo og er fyrirmyndin greini- lega hertaka bandaríska sendi- ráðsins í Teheran. Pagnarumsátur er þriðja spennusagan eftir A.J. Quinnell sem boðin er í Bókaklúbbi AB en verk Quinnells hafa hlotið góðar viðtökur meðal íslenskra lesenda. Margir koma við sögu í Þagn- arumsátri en aðalpersónurnar eru þrjár, Peabody, sendiherra Bandarfkjanna í San Carlo, Jorge sendimaður og njósnari Fidels Castros á Kúbu og Slocum, ofursti í Bandaríkjaher. Sagan gerist á 20 sólarhringum og er þannig saman sett að frásögn- inni er skipt niður milli þessara þriggja manna. Fyrstu tveir kafl- arnir eru til dæmis sagðir af Peabody, þriðji kaflinn er frá- sögn Jorges og svo framvegis. Þagnarumsátur gerist að mikl- um hluta í sendiráði Bandaríkj- anna sem er á valdi byltingar- manna. Par á sér stað þrátefli milli Peabodys sendiherra og Jorges. Sendiherranum er hald- ið í einangrun við heldur slæma vist. Jorge á að veiða upp úr hon- um Kobraáætlunina, sem sendi- herrann hefur átt þátt í að semja og fjallar um hvernig koma skuli Castro frá völdum á Kúbu. Lík- amlegar pyndingar eru ekki not- aðar heldur fremur andlegar og verður þetta mikið þrátefli. Allt sem Slocum ofursti, þriðji sögumaðurinn, segir frá snertir undirbúning að töku sendiráðsins og frelsun gíslanna og gerist ýmist í Washington eða í bæki- stöðvum bandaríska hersins. Hershöfðingjar hafa samið sína áætlun, sem Slocum for- dæmir og semur nýja, miklu ein- faldari. í þessum köflum snýst spennan um hvora áætlunina forsetinn fyrirskipar að nota. Pað verður einnig þrátefli. Og svo hefst árásin til að frelsa sendiráð- ið. Þagnarumsátur er sem sagt spennubók en um leið alvörusaga um ástand heimsins nú og lýsir vel aðstæðum og sálarlífi þeirra sem þátt taka í slagnum. A.J. Quinnell er dulnefni og enginn veit, nema líklega útgef- andi hans í Bretlandi, hvaða maður og hvers lífsreynsla leynist að baki hans mögnuðu sögum. En víst er um það að margt hefur þessi höfundur séð og hann þekk- ir vel ástand heimsins nú og and- rúmsloft á æðri stöðum - hann ritar alvörusögur með aðferð spennusagnahöfundar. Þýðandi þessarar bókar er Helga Þórar- insdóttir. Þagnarumsátur er 237 bls. að stærð. Setning og filmuvinna: Filmur og prent hf., prentun: Grafík hf., bókband: Félagsbók- bandið-Bókfell. ■'ff a veginn! Flestir slasast í umferðinni á sumrin. Þá er enn meiri þörf á að halda athyglinni vak- andi en ella. Látum ekki of hraðan akstur eða kæruleysi spilla sumarleyfinu. Tökum aldrei áhættu! yp™ FfeiqÖF OG FAÐNINGAR Við leitum að starfsmanni í hálft starf fyrir Neytendafélag Akureyrar og nágrennis. Meðal fjölbreyttra verkefna er að veita upplýsingar, taka við kvörtunum og leysa úr málum, gefa út frétta- bréf og vinna að verðkönnunum. Þarf að hafa frumkvæði og geta unnið sjálfstætt í samvinnu við stjórn félagsins. Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni að Brekkugötu 1, sími 27577, opið kl. 13-16. Stefanía Arnórsdóttir Valgerður Magnúsdóttir. Ritstjórn • Afgreiðsla • Auglýsingar Strandgötu 31 - Sími 24222. Frá Hrafnagilsskóla Starfsfólk óskast við Hrafnagilsskóla næsta skólaár. Um er að ræða störf í mötuneyti og við ræstingar. Upplýsingar veita: Sigurður Aðalgeirsson skólastjóri, sími 31230 og Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður skólanefndar, sími 31227. Atvinna - Konur Viljum ráða nú þegar konur til starfa í vetur Bónusvinna. Hálfs- eða heilsdagsstörf. Ennfremur viljum við ráða konur á kvöldvakt, vinnu- tími: 17.00-22.00. Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum. K. Jónsson & Co hf. Niðursuðuverksmiðja. UTSALAN ER HAFIN! Allt að 70% afsláttur í SKÓDEILD: Barna-, dömu- og herraskór. Mikið úrval, stórkostleg verðlækkun. Peysur Áður Nú 3.670 - 1.900.- 2.980,- 1.490.- 2.920,- 1.490.- Stakkar Áður Nú 3.870,- 1.990.- 7.590.- 2.990.- 4.390.- 2.220.- Frakkar Áður 9.590,- 9.390.- Nú 4.790.- 4.690.- Stuttermabolir Áður Nú 790,- 390.- 890.- 490.- VEFNAÐARVÖRUDEILD: Jakkar ..... Bolir ..... Gallabuxur Gallajakkar Peysur .... Kakíbuxur . Pils ...... Áður kr. 5.590.- Nú kr. 1.990. Áður kr. 2.795.- Nú kr. 990. Áður kr. 3.990.- Nú kr. 1.890. Áður kr. 3.530.- Nú kr. 1.290. Áður kr. 3.290.- Nú kr. 1.590. Áður kr. 3.590.- Nú kr. 1.390. Áður kr. 2.190.- Nú kr. 990. HERRADEILD Buxur Áður Nú 3.950,- 1.290.- 2.590,- 990.- 2.790.- 990.- 3.690. Langermabolir Áður Nú 3.895 - 1.900.- 2.995,- 1.450.- 1.850.- Skyrtur Áður 2.190.- 1.850.- 1.490,- Nú 990.- 950.- 600.-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.