Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 7
ágús* :.19jB6 -cRAQUR -»;A1 Óskar Guðmundsson ritstjóri Þjóðlífs. Þjóðlíf hóf göngu sína fyrir tæpum þremur árum. Það hef- ur nokkra sérstöðu á markað- inum fyrir að vera eina frétta- tímaritið sem gefið er út hér landi. Tímaritið átti við nokkra erfiðleika að etja í byrjun, en hefur nú náð sér vel á strik og að sögn forráðamanna blaðsins er það í mikilli sókn á markað- inum. Dagur ræddi við Óskar Guðmundsson ritstjóra Þjóð- lífs um útgáfuna. „Tilgangur Þjóðlífs var að fjalla um þjóðfélagsmál í víðum skilningisagði Oskar um hver hefði verið tilgangur útgáfunnar í byrjun. „Það voru hátt á annað hundrað einstaklingar sem stofn- uðu Þjóðlíf með það í huga að fjalla um þjóðfélagsmál, óháð stjórnmálaflokkum, á djúptækari hátt en fjölmiðlar hvunndagsins, þ.e. blöð, útvarp og sjónvarp, gera.“ Þjóðlíf fékk í byrjun þann stimpil að vera blað vinstrisinn- aðrar „intelligensíu", enda voru menn þar í forystusveit sem löng- um hafa verið vinstra megin á stjórnmálasviðinu. Óskar viður- kenndi að tímaritið hefði í byrjun verið hugsað sem grundvöllur fyrir gagnrýna pólitíska umfjöll- un. „En öll blöð og tímarit þróast með lesendum sínum og það hef- ur Þjóðlíf gert,“ sagði hann. „Á þessu rúma ári sem blaðið hefur starfað sem alhliða fréttatímarit, hefur það skapað sér grundvöll sem vandaður og ábyggilegur fjölmiðill sem höfðar til flestra landsmanna. í Þjóðlífi er fjallað um jafn mismunandi efni og nátt- úruvernd, vísindi, viðskipti, heil- brigðismál, sögulegt efni, upp- eldis- og kennslumál, efnahags- mál og innlend og erlend stjórnmál. Einnig erum við með barnaefni í blaðinu, þannig að segja má að þetta sé alhliða fjöl- skyldutímarit.“ - Það er rnikil samkeppni á tímaritamarkaðinum en samt virðist sem Þjóðlífi hafi tekist að festa sig í sessi. Hver er ástæðan fyrir þessu? „Það er rétt að samkeppnin er mikil á fjölmiðlamarkaðinum. Hins vegar hefur Þjóðlíf sérstöðu fyrir að vera eina fréttatímaritið á markaðinum. Það er því ekkert annað tímarit í beinni samkeppni við okkur. Þróunin á fjölmiðlamarkaðin- um hefur verið okkur hagstæð. Fólk er orðið þreytt á hraðanum og fréttahasar ljósvakafjölmiðl- anna. Fréttir eru oft yfirborðs- kenndar og illa unnar. Þjóðlíf er andsvar við þessari fjölmiðlun og hefur hlotið hljómgrunn hjá þjóðinni. Það er oft sagt að Þjóðlíf sé stjórnað af einhverri vinstrisinn- aðri menntamannaklíku, en sam- setning eigenda blaðsins segir aðra sögu. Hlutháfár eru nálægt tvö hundruð og koma úr öllum stjórnmálaflokkum landsins, fyr- ir utan alla þá sem eru utan flokka," sagði Óskar. - Hver verður þróun íslenskr- ar tímaritaútgáfu í náinni framtíð? „Eg held að það sé óhjákvæmi- legt að tímaritum eigi eftir að fækka í framtíðinni. Það er ekki endalaust hægt að birta viðtöl við „fræga og ríka" íslendinga. Flest- ir úr þeim hópi eru þegar búnir að rekja úr sér garnirnar og það er ekki hægt að tala við sama fólkið aftur og aftur. íslensk tímarit standa verr að vígi en flestir aðrir íslenskir fjöl- miðlar að því leyti að þau eiga í tvöfaldri samkeppni. í fyrsta lagi sín á milli og öðru lagi er hörð samkeppni við erlend tímarit. íslensk tímaritaútgáfa er því að hluta til spurning um íslenska menningu og sjálfstæði þjóðar- innar. Hins vegar er ég bjartsýnn á framtíð Þjóðlífs. Við komum vel út úr könnun félagsvísindadeild- ar Háskólans á lestri tímarita sem Verslunarráð lét gera í fyrra. Við höfum sótt mjög í okkur veðrið síðan þá og erum þess fullvissir að útkoma okkar mun verða enn betri í næstu könnun sem von er á fljótlega,“ sagði Óskar Guð- mundsson ritstjóri Þjóðlífs í sam- tali við Dag. AP „ Tíma- ritum mun fœkka“ - segir Þórarinn Jón Magnússon hjá Sam-útgáfunni Sam-útgáfan gefur út blöðin Hús & híbýli, Vikuna, Samúel og Frístund/Krossgátublaðið. Það voru þeir félagarnir Olaf- ur Hauksson, núverandi útvarpsstjóri á Stjörnunni, og Þórarinn Jón Magnússon sem stofnuðu útgáfuna formlega árið 1973, ásamt Sigurði Fossan Þorleifssyni prentara, sem nú er framkvæmdastjóri útgáf- unnar. Þórarinn hafði áður gefið út blaðið Samúel frá 1969. Starfsemin stækkaði smám saman og árið 1979 keypti Sam-útgáfan Hús & híbýli. í fyrra keypti hún síðan Vikuna og gefur því út fyrr- nefnd fjögur blöð. Dagur ræddi við Þórarin Jón Magnús- son eiganda Sam-útgáfunnar. Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir Þórarin var hvers vegna þeir hefðu keypt hið gamalgróna blað Vikuna. „Staðan á þessum markaði er þannig að stærri einingar borga sig. Við höfum mjög góða aðstöðu til þess að fullvinna blöð okkar og við sáum fram á að ná betri nýtingu út úr fyrirtækinu með því að bæta við blaði. Við erum með setningu og umbrot á staðnum, sem þoldi meira álag og dreifingarkerfi Sam-útgáfunnar sem dreifir til um 600 sölustaða. Við reyndum fyrst að gefa Vik- una út sem fréttamagasín og prenta hana á ódýran pappír. Eftir dálítinn tíma sýndi það sig að fólk vildi hafa meira glans í kringum svona tímarit þannig að við settumst niður og spáðum í hlutina. Við fórum í gegnum all- ar lesendakannanir og gerðum eina slíka sjálf í gegnum síma. Þar kom í ljós að meirihluti þeirra sem lesa tímarit er konur og ákváðum við því að gefa út Vikuna sem kvennablað. Sú ákvörðun hefur sýnt sig að vera rétt og hefur útgáfan gengið framar björtustu vonum. Vikan er nú prentuð í sama upplagi og Hús og híbýli, en í öllum lesenda- könnunum hefur það tímarit ver- ið eitt það mest lesna í landinu. Það er því spá mín að í næstu les- endakönnun verði Vikan í 1. eða 2. sæti yfir mest lesnu tímarit á íslandi." Þórarinn Jón Magnússon hjá Sam-útgáfunni. - Hvað með tímarit eins og Hús og híbýli og Samúel. Eiga þau framtíð fyrir sér? „Hús og híbýli hafa alltaf kom- ið vel úr lesendakönnunum og salan er jöfn og góð. í könnun sem við létum Hagvang gera í maí í fyrra kom í ljós að tímaritin Mannlíf, Nýtt líf og Hús og híbýli voru með mestu lesningu allra tímarita á landinu. Hús og híbýli var það mest lesna í aldurshóp- unum 25-29 ára og hjá fólki eldra 50 ára. Það er hraðari breyting í tísku á híbýlum en jafnvel í fata- tísku. Þetta þýðir að sífellt er af nógu að taka á þessu sviði og allt- af er að koma ungt fólk inn á hús- byggjendaaldurinn. Það þarf því engu að kvíða í sambandi við útgáfu Húsa og híbýla. Samúel stendur alltaf fyrir sínu. Blaðið verður tuttugu ára á næsta ári og það er stór lesenda- hópur sem alltaf heldur tryggð við Samúel. Hann hefur fylgt blaðinu frá byrjun og gerir enn, þannig að segja má að blaðið hafi elst með lesendum sínum. Gott dæmi um hvað blaðið stendur vel og er haldið uppi af lausasölu er að við seljum einungis eina aug- lýsingu í blaðið og það er á bak- síðuna. Þá stefnu tókum við strax í byrjun og höfum haldið henni allar götur síðan.“ - Hvernig líst þér á framtíð íslenskrar tímaritaútgáfu? „Þeir hæfustu munu lifa af. Á næsta ári ráðgera stjórnvöld að leggja virðisaukaskatt á sölu tímarita og auglýsingar þeirra og þá er ég hræddur um að margar minni útgáfurnar leggi endanlega upp laupana. Það er sífellt verið að bjóða okkur hér á Sam-útgáf- unni blöð til sölu og það sýnir ástandið á markaðinum. Tímaritum mun fækka en ég vil ekki spá um hvaða tímarit munu hætta að koma út. Sam er á traustum grunni og það er ekki von á miklum breytingum hjá okkur á næstu árum,“ sagði Þór- arinn Jón Magnússon eigandi Sam-útgáfunnar. AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.