Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 1
Þetta var mátulegt á þig! Mynd: TLV Múlagöngin: Framkvæmdir að hefjast Þessa dagana eru framkvæmd- ir við jarðgöng í gegnum Ólaf's- fjarðarmúla að hefjast. í fyrra- kvöld var skipað upp í Ölafs- firði stærstu jarðýtu landsins en lagning vegar að gangaopi er fyrsti verkþátturinn sem ráðist verður í. Sem kunnugt er átti verktaka- fyrirtækið Krafttak lægsta til- boðið í verkið en að Krafttaki standa Ellert Skúlason hf. og norska fyrirtækið Astrup-Hoyer A/S. Nú er unnið að nákvæmri verkáætlun fyrir verkið sem til- búin verður um miðjan mánuð- inn. Undir mánaðamót er vænt- anlegt til Ólafsfjarðar skip frá Noregi sem flytur um 80 gáma fulla af búnaði sem notaður verð- ur við gangagerðina. Fjárveiting til verksins á þessu ári er um 120 milljónir króna og á verkinu að verða lokið í mars- byrjun 1991. JÓH Loðnuvertíðin: Bátar famir á imðin Loðnuvertíðin er að hefjast og þeir bátar sem verið hafa á rækju eru nú yfirleitt að skipta yfir í loðnuna. Búast má við að fyrstu loðnubátarnir komi inn til löndunar eftir viku og sagði Geir Zoéga, forstjóri Krossa- nesverksmiðjunnar, að senn yrði verksmiðjan tilbúin til að taka á móti loðnunni. Landbúnaðarráðuneytið afgreiðir sláturleyfi: Átján löggiltiim húsum heimiluð slátrun í haust - þrjú undanþáguhús á Norðurlandi hafa enn ekki fengið leyfi í fyrradag sendi landbúnaðar- ráðuneytið leyfi til löggiltra sláturhúsa fyrir slátrun í haust. AIIs var um 18 hús að ræða en Húsnæðisstofnun: Umsóknir um 472 kaupleigu- íbúðir Umsóknir um byggingu kaup- leiguíbúða hafa streymt til Húsnæðisstofnunar ríkisins og alls hefur verið sótt um bygg- ingu á 472 slíkum íbúðum vegna ársins 1988. Þar af er 51 íbúð á Norðurlandi vestra og 46 á Norðurlandi eystra. Að sögn Hilmars Þórissonar hjá Húsnæðisstofnun mun það væntanlega liggja fyrir á næstunni hverjir hefja framkvæmdir við byggingu kaupleiguíbúða á þessu ári. Hilmar sagði einnig að ekki væri enn ljóst hve margar íbúðir hefði verið sótt um fyrir árið 1989 en verið væri að vinna úr þeim umsóknum. SS engin ákvörðun hefur verið tekin um hús sem rekin hafa verið á undanþágu. Alls sóttu 45 aðilar um sláturleyfi að þessu sinni. Samkvæmt upplýsingum Níels- ar Árna Lund hjá landbúnaðar- ráðuneytinu er líklegt að slátur- húsið á Dalvík fái undanþágu m.a. vegna þess að þar fer fram mikil slátrun í haust vegna niður- skurðar á riðufé. Kaupfélagshús- in á Kópaskeri, Akureyri, Húsa- vfk, Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga eru öll löggilt og fá sláturleyfi en óvíst er enh um sláturhúsið á Þórshöfn, hús Slát- urfélags Skagfirðinga auk hússins á Dalvík. Níels Árni segir að ástandið í sláturhúsamálum á Norðurlandi verði að teljast gott en sömu sögu er ekki að segja af Austfjörðum. Sláturhúsið á Vopnafirði fær að líkindum undanþágu en löggild hús eru aðeins á Breiðdalsvík og Höfn í Hornafirði. Ólöggilt hús eru hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, Verslunarfélagi Austurlands og á Fáskrúðsfirði. Níels Árni segir því ljóst að mikil þörf sé á upp- byggingu sláturhúsa á Austur- landi í framtíðinni. Öllum undanþáguhúsum var sent bréf þess efnis að forsenda fyrir sláturleyfi í haust sé að gerð- ar verði þær breytingar og lag- færingar sem viðkomandi dýra- læknir óskaði eftir. Níels segir að sláturleyfi verði veitt strax og staðfesting viðkomandi dýra- læknis berist landbúnaðarráðu- neytinu. JÓH „Nei, ég vil ekkert segja til um verðið sem við bjóðum," sagði Geir, „það væri annað mál ef þú værir með loðnu á leiðinni í land. Þá skyldi ég gefa þér það upp.“ Hann tók það fram að allt benti til þess að ákveðin skip myndu alltaf landa í sömu höfn, fyrir- komulagið yrði í fastari skorðum en á síðustu vertíð og verðstríð milli loðnuverksmiðja minna áberandi. Geir sagði að bátar frá Austfjörðum hefðu farið á loðnumiðin á mánudag og þeir myndu landa á Eskifirði. Aðrir væru hins vegar í viðbragðsstöðu og biðu frétta af miðunum. Hann sagðist vona að loðnan léti sjá sig og vertíðin gæti hafist sem allra fyrst. SS Kartöflurækt: Hringrotstilfelli stað- fest á Eyjafjarðarsvæðinu - hætta á að einhverjir bændur missi leyfi til sölu stofnútsæðis í sumar var staðfest hringrot í kartöflum hjá einum fram- leiðanda í Eyjafirði. Þetta er annað tilfellið á Eyjafjarðar- svæðinu sem upp kemur á síðustu tveimur árum en hringrot hefur verið útbreitt hjá kartöflubændum í Þykkva- bæ. Tólf kartöflubændur á svæðinu hafa haft leyfi til að selja stofnútsæði en sá bær þar sem hringrotið kom upp nú er ekki í þeim hópi. Vegna nágrennis og samnotk- unar á tækjum munu einhverjir af þeim tólf bæjum sem hafa söluleyfi á stofnútsæði missa það a.m.k. næstu tvö árin. Ólaf- ur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, segir að ekki sé ljóst hvaðan smit hefur komið í þessu tilfelli. Fyrir tveimur árum kom upp hringrotstilfelli hjá einum fram- leiðanda í Höfðahverfi en þá hafði verið um að ræða kaup á útsæði úr Þykkvabæ, skömmu áður en hringrot uppgötvaðist þar. En spillir þetta tilfelli nú fyrir sölu á stofnútsæði frá Eyjafjarðarsvæðinu? „Vissulega eru menn hræddir við að hringrot sé komið á fleiri staði þar sem vélar og tæki eru mikið samnýtt. Því miður er veruleg hætta á smiti og því munum við taka reglulega sýni °g fylgjast með útbreiðslunni. Hvað varðar sölu á stofnútsæði þá hafa bændur úr Þykkvabæ leitað eftir útsæði héðan að norðan með það fyrir augum að losna við hringrotið úr sínum kartöflum og væntanlega verða þeir ekki eins öruggir um að fá ósýktar kartöflur," segir Ólaf- ur. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.