Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 10. ágúst 1988 Skipan íjarskipta- mála endurskoðuð Matthías Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, hefur ákveðið að endurskoða skuli skipan Qarskiptamála á íslandi. Lýtur endurskoðunin annars vegar að stjórnun og rekstri Póst- og símamálastofnunar og hins vegar að löggjöf um fjarskipti. í þessu skyni hefur ráðherra skip- að nefnd, sem á að hafa umsjón með athugun á stjórnun og rekstri Póst- og símamálastofn- unar með tilliti til þeirra breyt- inga, tæknilegra og rekstrarlegra, sem orðið hafa og fyrirsjáanlegar eru á fjarskiptaþjónustu. For- maður nefndarinnar er Árni Vil- hjálmsson, prófessor, en auk hans eiga þar sæti Guðmundur I. Björnsson, aðstoðarpóst- og símamálastjóri, og Sigurður Þórðarson, vararíkisendurskoð- andi. Starfsmaður nefndarinnar verður Leifur Eysteinsson, deild- arstjóri í Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun. Nefndin á að skila ráðu- neytinu áfangaskýrslu fyrir 1. janúar 1989. Þá hefur ráðherra skipað nefnd til að endurskoða gildandi fjarskiptalög nr. 73/1984. Nefnd- inni er sérstaklega ætlað að taka afstöðu til einkaréttar til fjar- skipta og hvaða þættir fjarskipta- þjónustunnar eru þess eðlis að samkeppni gæti talist eðlilegri. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, en auk hans eru í nefndinni Guðmundur Ein- arsson, framkvæmdastjóri, Har- aldur Sigurðsson, verkfræðingur, Þórður Ingvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri, og dr. Þor- geir Pálsson, verkfræðingur. Starfsmaður nefndarinnar verður Ragnhildur Hjaltadóttir, deildar- lögfræðingur. Nefndin á að ljúka störfum fyrir 1. janúar 1989. Nefndirnar starfa sjálfstætt, en er ætlað að hafa samvinnu um almenna stefnumörkun á sviði fj arskiptaþ j ónustu. Bygginganefnd hefur veitt eigendum þessara skúra frest til 15. ágúst til að fjarlægja þá. Á myndinni að ofan er skúr sem stendur efst ■ Búðargili og innfellda myndin sýnir bakhús á lóð við Strandgötu sem einnig skal hverfa. Þetta er liður í áætlun bæjaryfirvalda á Akureyri að losa íbúa og gesti bæjarins við hrörlega og fánýta skúraræfla. Myndir: GB ■nn Skúraræflar látnir hverfa: Afrani verður haldíð segir byggingafulltrúi Vinabæjamót: Akureyringar íjöl- menna til Randers Á síðasta ári og þessu hefur verið í gangi hjá bæjaryfir- völdum Akureyrar áætlun um að losa íbúa og gesti bæjarins undan þeirri áþján að þurfa að hafa hrörlega og fánýta skúraræfla fyrir aug- unum. Eigendum þeirra hef- ur verið gert að fjarlægja hús- in innan ákveðins frests elleg- ar sjái bærinn um það á kostnað eigenda. Bygginganefnd samþykkti að veita eigendum tveggja slíkra húsa frest til 15. ágúst. Stuðst er við ákvæði byggingarreglugerð- ar þar sem segir að „ef hús sé svo hrörlegt að nefndin telji að ekki muni svara kostnaði að gera við það,“ þá séu slíkar aðgerðir heimilar. Þessi hús eru hesthús efst í Búðargili og bakhús á lóð núm- er þrettán við Strandgötu, bæði afar hrörleg. Að sögn Jóns Geirs Ágústs- sonar byggingafulltrúa eru þessi mál oft viðkvæm og ótrú- lega erfið viðureignar. Oft sé fólk hreinlega búið að gleyma þessum skúrum og hirði því ekki um viðhald þeirra. I kring- um afmæli Akureyrarbæjar síð- astliðið sumar var eigendum skúra boðið að losna við húsin þeim að kostnaðarlausu og segir Jón að ef til vill sé hægt að semja um slíkt núna. Hann segir að áfram verði haldið á þessari braut enda sé núverandi ástand algjörlega óþolandi og öllum til skammar. ET Á föstudag heldur stór hópur Akureyringa utan til Randers í Danmörku, en þar verið hald- ið vinabæjamót. Þátttakcndur héðan eru 55 og hefst mótið á sunnudag og stendur í viku. Á meðan á mótinu stendur verð- ur haldin svokölluð Randers- vika, en það er heilmikil hátíð sem haldin er árlega. Stærsti hluti þátttakenda frá Akureyri eru meðlimir í Big Band sveit Tónlistarskólans og mun hljómsveitin halda tónleika á vinabæjamótinu. Þá verða í hópnum þrír hópar ungra mynd- listarmanna og einnig munu verða sýnd verk nokkurra akur- eyrskra listamanna. Tveir full- trúar Akureyrarbæjar munu og fara utan og einnig fulltrúar frá Norræna félaginu. Vinabæir Ákureyrar eru fyrir utan Randers, Álasund í Noregi, Vásterás í Svíþjóð og Lahti í Finnlandi. Vinabæjamót eiga sér langa sögu, en samskipti land- anna hafa einkum verið á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Mótið sem nú er að hefjast er hið fyrsta í fimm ára áætlun þar sem fyrir- hugað er að stefna að víðtækari samskiptum. Á mótinu í Randers verður myndlistin í fyrirrúmi, þó að tónlist skipi einnig stóran sess. í Vásterás verður tónlistin í önd- vegi og einnig verður þingað um safna- og félagsmál. Á mótinu sem haldið verður á Akureyri verður fjallað um bókmenntir og leiklist á mótinu í Lahti í Finn- landi. Hótelnýting minnkar: Hátt verðlag fælir ferðamenn frá landinu - dæmi um að hópar dragi pantanir sínar til baka Dýrtíð og tíð verkföll á íslandi virðast, að mati hótelstjóra, vera helsta ástæða þess, að nokkuð ber á samdrætti í hótelnýtingu víðast hvar í sumar. Það eru aðallega er- lendir ferðamenn dregið hafa úr komum sínum hótelin og eru þess jafnvel dæmi að heilu Á Raufarhöfn er nú unnið af fullum krafti við að undir- byggja götur, en leggja á bund- ið slitlag á fjórar götur seinna í þessum mánuði. Gunnar Hilmarsson sveitar- stjóri sagði að á fjárhagsáætlun hóparnir hafí dregið bókanir sínar til baka. Inga Hafsteinsdóttir á Hótel Akureyri sagði nýtingu í sumar ekki eins góða og í fyrrasumar. Töluvert hafi verið um afbókanir og þar eigi aðallega í hlut erlend- ir ferðamenn. Þá sagði hún það hafa aukist að íslendingar gisti á þessa árs væru um fjórar milljón- ir króna áætlaðar í gatnagerðina. Auk þess að leggja slitlag á göt- urnar fjórar er ætlunin að leggja einnig ofan á malbik sem fyrir er á aðalgötu bæjarins, eða á tæpa tvo kílómetra. mþþ hótelum á ferðalögum sínum. Á Hótel KEA var heildarnýt- ing í júní 78,5% sem má telja nokkuð gott að sögn Gunnars Karlssonar hótelstjóra. Framan af júlí var nýting sömuleiðis góð, en hún datt niður úr 91% í 61% seinnihluta mánaðarins. Heildar- nýting í júlí varð því um 71% en var í fyrra 86%. Þrátt fyrir það voru gistinætur um 200 fleiri í júíí í ár en í fyrra en vegna fjölgunar herbergja er nýtingin hlutfalls- lega lakari. Þá er útlitið fyrir ágúst mjög gott, að sögn Gunnars. Aðspurður sagði hann geysilega mikið hafa verið um afbókanir snemma í sumar og þar væri verkfalii verslunarmanna að ein- hverju leyti um að kenna. Rafn Kjartansson hótelstjóri Hótel Eddu á Menntaskólanum á Akureyri sagði sumarið heldur lakara en í fyrra. Júní skilaði sömu krónutölu og á síðasta ári, en til þess að hafa hliðstæða nýt- ingu, vantaði 30% hærri tekjur. „Það vantaði greinilega verð- bólguna hjá okkur,“ sagði Rafn. Júlí var nokkuð góður þrátt fyrir slæma byrjun, en Rafn sagði ferðamannastraumi'rin heldur að glæðast nú og að hann væri bjart- sýnn varðandi ágúst. „Það er sjálfsagt að bæta við því sem allir í ferðaþjónustu kvarta yfir nú, en það er verðlagið. Skattheimtan sem veldur hækkandi verðlagi, er að fæla erlenda ferðamenn frá landinu." Á Hótel Stefaníu hefur nýting- in verið nokkuð góð miðað við önnur hótel, að sögn Ingunnar Árnadóttur hótelstjóra, en minni en í fyrra. Þar hafði sömuleiðis orðið vart við töluverða fækkun erlendra ferðamanna. Arnfinnur Arnfinnsson á Hótel Varðborg sagði þetta sum- ar heldur verra en í fyrra og kenndi um háu verðlagi og fjölg- un gistirýma á hótelum bæjarins. VG í næstu viku, þegar vinabæja- mótið stendur yfir verður svo- kölluð Randersvika í gangi. Slík- ar vikur hafa verið haldnar undanfarin 12 ár og skartar bær- inn hátíðarbúningi við það tilefni. Sannkölluð karnival- stemmning er yfir öllum bæjar- bragnum og fjölmörg dagskrár- atriði í boði. Akureyringarnir eiga því eflaust eftirminnilega daga í vændum. mþþ DAGIIR Sauðárkróki S 95-5960 Norðlenskt dagblað Raufarhöfn: SUtlag á götur - unnið af fullum krafti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.