Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 10.08.1988, Blaðsíða 6
-8ÍQ-T áa«f.|;ia?8 ISLENSK 1IMA HIT Á TÍMA.MÓTUM ísienska tímaritaflóran er fjölskrúðug. Tímaritaútgáfa hefur staðið í miklum blóma undanfarin ár. Ekki eru mörg ár síðan örfá tímarit voru gefin út sem höfð- uðu til almennings. Þar má fyrst nefna Vikuna sem bráð- lega verður fimmtug. „Sér- hæfðari“ tímarit, eins og Sann- ar sögur, Sakamál, Eros og Tígulgosinn, höfðuðu til viss hluta fólks, en stærstan hluta markaðarins áttu „dönsku blöðin“ svokölluðu. En svo fór skriðan á stað með Nýju lífi, Mannlífi, Húsi og híbýlum, Gestgjafanum, Heimsmynd og fleiri blöðum. Samkvæmt tölum frá Lands- bókasafninu eru um 300 tímarit gefin út á íslandi í dag. Flest þeirra eru sérfræðitímarit og höfða til vissra starfsstétta. Þetta eru t.a.m. rit kennara, iðnaðar- manna og verkfræðinga. íþrótta- og áhugahópar gefa líka út mikið af ritum. Þau hafa takmarkaða útbreiðslu og eru oft innan vissra félaga eða bæjar- félaga. Dæmi um slíka útgáfu er Sagnir, rit sagnfræðinema við H.Í., Skinfaxi, rit Ungmenna- félags íslands, kvennablaðið Vera og ársrit/leikskrár íþrótta- félaga. í næsta hóp er hægt að setja nokkuð útbreidd blöð sem þó höfða oft til vissra starfsstétta eða hópa í þjóðfélaginu. í þessum hópi eru blöð eins og t.d. Sjó- mannablaðið Víkingur, sem Farmanna- og fiskimannasam- band íslands stendur að, Fiski- fréttir og Bóndinn, sem Frjálst framtak gefur út. Síðan eru það tímaritin sem reyna að höfða til sem flestra landsmanna og hafa tekið drjúg- an hluta af þeim markaði sem erlendu blöðin, „dönsku blöðin“, höfðu áður. Samkvæmt flestum lesendakönnunum eru þar vin- sælust, Mannlíf, Nýtt líf, Hús&híbýli, Gestgjafinn og Heimsmynd. Ný blöð sem eru komin í þennan hóp eru Vikan og Þjóðlíf. Fyrir utan þennan hóp eru tímarit eins og Samúel, sem virð- ist eldast með ’68 kynslóðinni, og tímarit sem höfða tií vissra líkams- parta eða kynferðis, eins og t.d. Við karlmenn og Við konur. Reyndar skarast þessir hópar mikið og er þessi flokkun ekki gerð eftir ströngustu akademísku reglum. Vikan er til að mynda auglýst sem kvennablað en marg- ir karlmenn lesa þó blaðið. Þjóð- líf er gera athyglisverða tilraun að skapa íslenskt „fréttamagasín“ eftir erlendum fyrirmyndum, þ.e. hinu þýska Spiegel, breska blað- inu The Economist og banda- rísku blöðunum Times og News- week. í stuttri blaðagrein er ekki hægt að gera raunhæfa úttekt á íslenska tímaritamarkaðinum. Flest bendir þó til að fækka muni á markaðinum, sérstaklega ef lagður verður á virðisaukaskattur á sölu og auglýsingar í tímaritum á næsta ári. Til að ræða þessi mál fór Dagur á stúfana og heimsótti þrjár ritstjórnarskrifstofur og tal- aði við Steinar J. Lúðvíksson hjá Frjálsu framtaki, Þórarinn Jón Magnússon hjá Sam-útgáfunni og Óskar Guðmundsson hjá Þjóð- lífi. AP „ Tímarita- markadurinn var alltaffyrir hendi" - segir Steinar J. Lúðvíksson aðalritstjóri hjá Frjálsu framtaki Risinn á íslenska tímarita- markaðinum er fyrirtækið Frjálst framtak. Það gefur út hvorki meira né minna en 16 tímarit, m.a. Mannlíf, Nýtt líf, Gestgjafann, Bóndann, Fiski- fréttir og íþróttablaðið. Við litum inn í höfuðstöðvar fyrir- tækisins á Bíldshöfða og rædd- um við Steinar J. Lúðvíksson aðalritstjóra. Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir Steinar var hver væri ástæðan fyrir hinu góða gengi fyrirtækisins. „Það er fyrst og fremst góð stjórnun og skynsamlegar fjár- festingar á réttum tíma. Frjálsu framtaki hefur smám saman vax- ið fiskur um hrygg og með stækk- un fyrirtækisins hefur tekist að ná betri nýtingu úr sameiginlegum kostnaði. Þar má t.d. nefna að ekki hefur verið fjölgað í bók- haldsdeildinni, þrátt fyrir aukinn fjölda tímarita hjá fyrirtækinu. Dreifing, auglýsingasala og inn- heimta er einnig mun markvissari í svona stærri einingu. í stuttu máli má segja að sameiginlegur kostnaður sé svipaður við að gefa út eitt blað og mörg.“ - Nú eru ekki mjög mörg ár síðan einungis eitt eða tvö tímarit voru gefin út á íslensku fyrir almennan markað. Hver er ástæð- an fyrir þessari „sprengingu“ á markaðinum? „Það var alltaf tímaritamark- aður til staðar hér á landi. Hon- um var bara sinnt af erlendum tímaritum, „dönsku blöðunum" svokölluðu. Frjálst framtak var eitt af fyrstu fyrirtækjunum til að sækja inn á þennan markað og festi sig fljótlega í sessi. Markaðurinn hefur í sjálfu sér ekkert stækkað og sókn íslensku tímaritanna hefur verið á kostn- að þeirra erlendu. Hins vegar er þetta sífelld barátta við þau útlensku því þau eru gefin út í svo miklu stærra upplagi en þau íslensku. Kostnaðurinn við hvert eintak er því miklu minni, en við getum ekki verið mikið dýrari en þau ef við ætlum okkur að selja þau til íslenskra neytenda." - Nú gefið þið út tvö tímarit, Mannlíf og Nýtt líf, sem virðast höfða til svipaðs markaðar. Er skynsamlegt að gefa út tímarit, sem e.t.v. eru í samkeppni hvort við annað? „Bæði tímaritin ganga vel og miðað við lesendakannanir höfða þau ekki til alveg sama hóps af fólki. Auðvitað skarast lesenda- hópurinn eitthvað, en það kemur ekki niður á sölunni. Við munum því halda áfram að gefa út Mann- líf og Nýtt líf meðan það er mar- kaður fyrir þau bæði.“ - Nú eru öll ykkar blöð prent- uð hér á landi. Hefur það komið til greina að prenta blöðin erlendis? „Það hefur verið „prinsip" mál hjá okkur að prenta blöðin hér heima. Tímaritaprentun skapar töluverða vinnu hér á landi og við viljum leggja okkar af mörkum til að halda þessum iðnaði gang- andi á íslandi. Hins vegar höfum við látið kanna hvað það myndi kosta að láta prenta þessi tímarit erlendis og að meðaltali myndi það kosta 20-25% minna. Við vonum að stjórnvöld láti ekki verða að því að leggja virðis- aukaskatt á sölu tímarita, því þá er hætt við því að við yrðum að ná kostnaði niður á annan hátt t.d. með því að prenta erlendis.“ - Framtíðin á íslenska tíma- ritamarkaðinum. Steinar J. Lúðvíksson aðalritstjóri hjá Frjálsu Framtaki. „Ég sé ekki mikla breytingu1 framundan. Það er að vísu alltaf erfitt að spá fyrir um framtíðina, en ég held að það verði alltaf ein- hverjir bjartsýnismenn sem muni reyna fyrir sér á þessum markaði. Ef stjórnvöld láta verða af því að setja álögur á sölu og auglýsingar tímarita, gæti þetta þó eitthvað breyst og þá er hætt við því að hart verði í ári hjá útgáfufyrir- tækjum." AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.