Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 1
Nýja Filmuhúsið
Hafnarstræti 106 - Simi 27422 - Pósthólf 196
Hrað-
framköllun
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Landburður af fiski
á Dalvík:
Togararnir
landa 430
tonnum á
einni viku
Landburður er af fiski á Dalvík
þessa dagana. Frá því á
fimmtudag í síðustu viku hafa
allir togarar staðarins landað,
samtais um 430 tonnum. Afl-
inn er aðailega þorskur, veidd-
ur á miðunum fyrir Vestfjörð-
um.
í gær var landað um 80 tonnum
úr Baldri en í fyrrakvöld kom
Dalborgin ti heimahafnar með
um 90 tonn og beið skipið
löndunar í gær. Björgvin og
Björgúlfur lönduðu fyrir helgi.
Um 70% aflans verða unnin í
salt sem er nokkuð hagstæðara
en frystingin, „skilar minna
tapi,“ eins og Gunnar Aðal-
björnsson frystihússtjóri á Dalvík
orðaði það.
Gunnar segir að vinna hafi ver-
ið nokkuð róleg í sumar þangað
til um verslunarmannahelgi. Síð-
an þá hefur vinna í fiski aukist og
nær væntanlega hámarki í þessari
viku. Unnið er í salthúsi KEA til
kl. 22 öll kvöld og auk þess á
laugardögum. í frystihúsinu er
unnið frá kl. 7-18 en þessi tvö hús
vinna um 50 tonn á dag þannig að
þennan mikla afla tekst væntan-
lega að vinna í vikunni. JÓH
Hross skall á bíl í Víkurskarði:
Tjón upp á annað
himdrað þúsund
- eigendur bílsins fá að borga brúsann
Það var heldur óskemmtileg
reynsla sem þau lentu í hjónin
sem voru að koma heim úr
helgarferð í Atlavík. Laust fyr-
ir miðnætti á sunnudagskvöld
voru þau á leið niður Víkur-
skarðið og vildi þá svo óheppi-
lega til að hestur skaust upp á
veginn og lenti á bílnum, með
þeim afleiðingum að hann er
stórskemmdur eftir.
Neðarlega í Víkurskarði, rétt
við Mjóadal mættu hjónin bifreið
og lækkuðu því ljósin. Þegar bif-
reiðin var komin framhjá þeim
sáu þau skyndilega hross koma
upp á veginn og skall það á bif-
reið þeirra. í fyrstu lenti annar
framfóturinn á stuðaranum, síð-
an skall hrossið á húddinu og fór
með snoppuna í framrúðuna sem
fór í mask og hausinn fór loks á
þakið og er það líka stórskemmt.
Hjónin voru ásamt sonum sín-
um tveimur í bifreiðinni og sagði
konan að höggið þegar hrossið
lenti á bílnum hefði verið þó
nokkurt, en strákarnir voru
spenntir í öryggisbclti sem og
hjónin og hlutust því engin
meiðsli af þessum sérkennilega
árekstri. Bíilinn er hins vegar
stórskemmdur og ætla þau hjónin
að láta meta tjónið, sem þau telja
vera hátt á annað hundrað
þúsund krónur.
Eftir áreksturinn fengu þau
lánað sterkt ljós og leituðu hests-
ins sem fannst ómeiddur. Að því
er best er vitað er hann við hesta-
heilsu! „Við vorum ótrúlega
róleg, sagði hún er við inntum hana
eftir viðbrögðum við samstuðinu.
Hún sagði að þau hefðu ekið
rólega niður skarðið, á um 40 km
hraða og það hefði að líkindum
bjargað að ekki fór verr.
Hjónin bera sjálf tjónið sem
hlaust af völdum þessa árekstrar
og ef hrossið hefði drepist þá
hefði þeim einnig verið gert að
borga það. „Mér finnst tími til
korninn að eigendur búfjár fari
að bera einhverja ábyrgð á
skepnum sínum,“ sagði konan í
samtali við blaðið. „Skepnurnar
virðast vera rétthærri en
mennirnir í svona tilvikum og
manni finnst það ekki alltaf
sanngjarnt." mþþ
Bíllinn er stórskemmdur eftir áreksturinn við hestinn í Víkurskarðinu.
Mynd: GB
Raufarhöfn:
Vatnsbólið enn óvarið
- mikil óhreinindi í vatninu
Nú er tæpt ár liðið frá því frétt-
ir bárust af því að loka ætti
vatnsbólinu á Raufarhöfn og
girða í kringum það vegna
mengunarhættu. Heilbrigðis-
fulltrúi hafði gert athugasemd-
ir við opið vatnsbólið og farið
fram á úrbætur. Þessar úrbæt-
ur hafa enn ekki komið til
„Jú, það átti að vera búið að
kippa þessu í lag, en það hefur
ekki tekist betur en þetta,“
sagði Gunnar Hilmarsson,
sveitarstjóri á Raufarhöfn, er
hann var spurður um ástand
vatnsbólsins, sem er enn óvar-
ið og ógirt. Nú er tæpt ár síðan
rætt var um að ganga frá vatns-
bólinu að beiðni heilbrigðis-
fulltrúa.
í Degi 22. september 1987 er
haft eftir Gunnari Hilmarssyni:
framkvæmda, að sögn Þor-
steins Steingrímssonar á Hóli,
sem hefur fylgst grannt með
ástandi vatnsbólsins í Síkis-
tjörn.
„Vatnsbólið er ennþá opið og
óvarið að öllu leyti og við vatns-
notendur höfum miklar áhyggjur
„Það verður byrjað á að girða í
kringum vatnsbólið núna fljót-
lega og síðan verður stefnt að því
að loka vatnsbólinu fyrir vetur-
inn.“
Er Gunnar var inntur eftir því
hvers vegna þetta hefði ekki
gengið eftir svaraði hann því til
að ekki hefði verið hægt að gera
þá hluti sem gera þurfti og því
yrði að „fara aðrar leiðir,“ eins
og hann orðaði það.
Þorsteinn Steingrímsson á Hóli
af því að ekkert skuli hafa verið
gert í málinu. Meiningin var að
girða 2.000 fermetra svæði en
landeigendur komu í veg fyrir
það og þrátt fyrir kröfu lögmanns
um gerðardóm í apríl hefur ekk-
ert gerst í málinu. Kannski má
líka segja að girðing kæmi ekki í
veg fyrir rykmengun frá Ormars-
upplýsti okkur að krafist hefði
verið gerðardóms í málinu vegna
þess að landeigendur komu í veg
fyrir að svæðið væri girt af. Þetta
mun hafa verið í aprílmánuði á
þessu ári og síðan hefur ekkert
frést af málinu, en það mun síður
en svo vera dautt.
„Það hefur ekki verið hægt að
girða þetta ennþá, en það kemur
vonandi að því,“ sagði Gunnar,
en hann vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um framhald þessa deilu-
máls. SS
árvegi sem er ekki í nema um
fjögurra metra fjarlægð frá vatns-
bólinu og ekki kæmi hún í veg
fyrir að minkar og fuglar böðuðu
sig í tjörninni,“ sagði Þorsteinn.
Hann lýsti ástandi Síkistjarnar
þannig að það þyrfti að hreinsa
inntakssíu hálfsmánaðarlega til
þess að fá vatn, því vegrykið væri
gífurlegt yfir veiðitímann, en
Ormarsá er vinsæl af veiðimönn-
um. Hann sagði að hins vegar
væri dælum beitt til að veita vatn-
inu til Raufarhafnar og rennslið
því betra þangað, en það myndi
þó stoppa að iokum ef sían væri
ekki hreinsuð.
Burtséð frá deilum um eigna-
rétt og girðingar svo og mengun
tjarnarinnar hefur Þorsteinn
verulegar áhyggjur af ástandi
vatnsbólsins. Hann segir að ef
ekkert verði að gert geti fólk átt
von á því að verða skyndilega
vatnsiaust með öllu.
„Nú er svo komið að vatnið er
hætt að renna yfir yfirfallið, sem
stafar af því að veggur sem
steyptur var í tjörnina til að halda
vatninu að inntakssíunni lekur.
Það er kominn mikill botnleki og
vatnið rennur niður í gegnum
hraunið. Allir sem skoða þetta
sjá að innan tíðar mun inntaks-
sían standa á þurru og ekkert
vatn að hafa,“ sagði Þorsteinn.
SS
Magnús Gauti
aðstoðarkaup-
félagsstjóri
A stjórnarfundi Kaupfélags
Eyfirðinga í gær var samþykkt
að fela Val Arnþórssyni kaup-
félagsstjóra KEA að ráða
Magnús Gauta Gautason sem
aðstoðarkaupfélagsstjóra frá
1. september.
í framhaldi af því yrði gengið
til samninga við Magnús Gauta
um að taka við stöðu kaupfélags-
stjóra KEA þegar Valur tekur við
stöðu bankastjóra Landsbanka
íslands.
Stjórn KEA átti í viðræðum
við Axel Gíslason aðstoðarfor-
stjóra Sambandsins um að hann
tæki við stöðunni en hann gaf
afsvar á mánudag. Magnús Gauti
Gautason hefur starfað sem fjár-
málastjóri KEA undanfarin ár og
þekkir því mjög vel til mála hjá
félaginu. -KK
Vatnsbólið á Raufarhöfn:
Landeigendur komu í
veg fyrir girðingu
- „Förum aðrar leiðir“ segir sveitarstjóri