Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 13
Iðnaðardeild og Álafoss endanlega í sundur Síðasdiðinn mánudagur var I nú er til staðar í sútunarhúsi fyrsti vinnudagur skrifstofu- Iðnaðardeildar. Aðsetur skrif- fólks Iðnaðardeildar Sam- stofu var áður við Glerárgötu, bandsins í nýju húsnæði sem | en þar eru nú skrifstofur Ala- Jakob Björnsson fjármálastjóri segir öll samskipti verða þægilegri eftir flutn- inginn. Mynd: TLV foss hf. til húsa. Með þessum flutningum, varð aðskilnaður fyrirtækjanna endanlegur. A skrifstofu Iðnaðardeildar, sem nú sér aðeins um skinnaiðn- aðinn, vinna 12 manns. Nýja húsnæðið er allt hið vistlegasta, en þegar blaðamenn bar þar að á fyrsta vinnudegi, var enn verið að ganga frá ýmsu smávægilegu vegna flutninganna. Húsnæðið er á tveimur hæðum og á efri hæð er m.a. glæsileg fundaraðstaða með sýningarsal þar sem skinnin eru sýnd kaupendum. í haust verður tekið í notkun nýtt og fullkomið tölvukerfi á skrifstofunni. Jakob Björnsson fjármálastjóri sagði skrifstofuna nú fá mun meira rými en áður. Með þessum flutningum verði öll samskipti þægilegri þar sem nú fari öll starfsemin fram á sama stað og betri tengsl verði á milli verk- smiðjunnar og stjórnenda. VG 17. ágúst 1988 - DAGUR - 13 ---1.' —----•• u'Cj.1 'I--- Á skrífstofu Iðnaðardeildar vinna nú 12 manns. Mynd: TLV Vélsleðamenn á Akureyri: Ábending frá garðyrkjustjóra Á sumrin kemur alltaf í Ijós að einhver þeirra trjáa sem gróðursett voru sumarið á und- an hafa skemmst af völduni vélsleða. Arni Steinar Jóhannsson garð- yrkjustjóri Akureyrarbæjar sagði að núna væri kjörið tækifæri fyrir vélsleðamenn að fara um bæinn og sjá hvar búið væri að setja nið- ur tré. Þá gætu þeir lagt svæðin á minnið svo þeir keyrðu ekki þar yfir í vetur. „Við verðum alltaf fyrir tjóni á veturna. Plönturnar eru svo litlar að þær standa stundum ekki upp úr snjónum og þá sjá þeir sem keyra sleðana þær ekki. Pess vegna er gott að vita hvar þær eru,“ sagði hann. KR Eigendur nýju snyrtistofunnar, Jenný Jónsdóttir og Eva Úlfsdóttir. Sauðarkrokur: Ný snyrtistofa opnuð Fyrir skömmu var opnuð á Sauð- árkróki ný snyrtistofa að Aðal- götu 25 og heitir hún Snyrti- stofan Jennýjar og Evu. Eigend- ur stofunnar erú snyrtifræðing- arnir Jenný Jónsdóttir og Eva Úlfsdóttir. Þær hafa látið inn- rétta bjart og hlýlegt húsnæði þar sem áður voru skrifstofur RARIK. Þær Jenný og Eva bjóða upp á ýmislegt og má nefna andlitsböð, húðhreinsun, hand- og fótsnyrt- ingu, fótaaðgerðir, slökunar- nudd, litun á augnhárum og augnabrúnum, förðun, háreyð- ingu með vaxi og margt fleira. Einnig eru þær með snyrtivörur frá Sothys og Clarens. Snyrtistofa Jennýjar og Evu er opin frá kl. 10-18 alla virka daga og tímapantanir eru teknar eftir hádegi. -bjb Áð í Bræðrafelli. Herðubreið í baksýn. Hraundrekinn. Ferðafélag Akureyrar: Ein af ferðum Ferðafélags Akur- eyrar í sumar verður núna um næstu helgi, en það er ferð um Dynjufjalladal, Bræðrafell og í Herðubreiðarlindir, einnig mun verða farið inn í Öskju. Ferðin hefst á föstudag kl. 19.00 eða 20.00 og verður ekið inn í Bárðardal, um Svartárkot og í Suðurárbotna og verður gist þar í gangnamannakofa. í Suður- árbotnum eru upptök Suðurár, þar er allvel gróið og fallegt hraun. Úr Botnunum er leiðin um úfið hraun og sanda að mynni Dynjufjalladals sem er á milli Dyngjufjalla og Dyngjufjalla ytri. Hafi einhverjir áhuga fyrir göngu að Bræðrafelli fara þeir af bílnum og ganga um hraun og sanda, áætlað er að gangan í Bræðrafellsskálann taki 6 til 8 klst. Göngumenn munu koma nokkuð seint á laugardagskvöld- ið í Bræðrafellsskálann. Daginn eftir skoða þeir Bræðrafellið og ganga síðan að uppgöngunni á Herðubreið, þar sem bíllinn mun bíða eftir þeim. Hin sem í bílnum eru halda áfram um Dyngjufjalla- dal, suður og austur fyrir Dyngju- fjöllin að skála Ferðafélags Ákureyrar, Dreka við Drekagil. Gist verður í Dreka síðustu nótt- ina. Seinnipart laugardagsins - 19.-21. ágúst Álfakirkjan í Herðubreið. verður annaðhvort gengið í Drekagil eða inn að Öskjuvatni og Víti. Þeir sem eru hugrakkir fara gjarnan f vítisbað. Á sunnu- daginn verður ekið að uppgöng- unni á Herðubreið og göngufólk- ið sótt. í Herðubreiðarlindum verður stoppað nokkra stund á heimleiðinni og þvínæst ekin leið- in vestan Jökul niður á þjóðveg nr. 1 og ekið til Akureyrar. Dyngjuíjalladalur-Bræðrafell -Herðubreiðarlindir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.