Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 15
17. ágúst 1988 - DAGUfi’- 15 Sigurvegarar í 5. flokki á Króksmótinu, lið Leifturs frá Ólal'sfirði. Mynd: bjb Króksmótið í knattspyrnu: 160 pollar mættu til leiks - Velheppnað mót þrátt fyrir leiðindaveður KS-ingar fá að leika gegn UBK á nýja grasvellinum á laugardaginn. Mynd: ss Króksmótið í mini-knatt- spyrnu fór fram á Sauðárkróki um helgina og tókst mjög vel. Opna Esso-Volvo mótið í golfi: Vallarmetið jaftiað - formaður GSS 12 cm frá holu í höggi Opna Esso-Volvo mótið í golfi á Hlíðarendavelli Golfklúbbs Sauðárkróks fór fram um helg- ina og tókst í alla staði vel. Veður var þokkalegt báða mótsdagana og strekkingsvind- ur var á keppendum. 43 kepp- endur mættu til leiks, ein hætti keppni í kvennaflokki. Björn Axelsson GA vann í karla- flokki, Andrea Ásgrímsdóttir GA í kvennaflokki og Guð- mundur Sverrisson GSS vann unglingaflokkinn. Vegleg aukaverðlaun voru veitt á mótinu. Viðar Þorsteins- son GA notaði fæst pútt báða mótsdagana, eða 56, sem er um eitt og hálft pútt á braut. Næst holu í karlaflokknum var Árni Björn Árnason GA á 6. braut með 76 sm og Steinar Skarphéð- insson GSS á 3. braut. Hann var mjög nálægt því að fara holu í höggi, kúlan rann utan í holuna og stoppaði 12 sm frá henni. í unglingaflokki fór Guðmundur Sverrisson GSS næst holu á 6. braut, eða 373 sm. Bráðabani fór fram um 3ja sæt- ið á milli Hreins Jónssonar GH og Pórarins Jónssonar GA og hafði Þórarinn það á 3ju braut- inni, fór hana einu höggi undir pari og átti langt og glæsilegt pútt ofan í holuna. Björn Axelsson jafnaði vallarmet Hlíðarenda- vallar fyrri daginn, fór á 74 höggum, þrem yfir pari vallarins. Tveir aðrir golfarar hafa farið á sama höggafjölda, báðir á opna Esso-Volvo mótinu, þeir Sigurð- ur Ringsted GA og Áxel Reynis- son GH. Úrslit mótsins urðu þessi: Kvennaflokkur án forgjafar: 1. Andrea Ásgrímsdóttir GA 186 högg 2. Málfríður Haraldsd. GSS 222 högg Kvennaflokkur með forgjöf: 1. Andrea Ásgrímsdóttir GA 144 högg 2. Málfríður Haraldsd. GSS 162 högg Unglingaflokkur án forgjafar: 1. Guðmundur Sverriss. GSS 181 högg 2. Magnús Skúlason GHH 183 högg 3. Sigurpáll Sveinsson GA 184 högg Unglingaflokkur með forgjöf: 1. Sigurpáll Sveinsson GA 132 högg 2. Guðmundur Sverriss. GSS 153 högg 3. Magnús Skúlason GHH 155 högg Karlaflokkur án forgjafar: 1. Björn Axelsson GA 155 högg 2. Viðar Þorsteinsson GA 156 högg 3. Þórarinn Jónsson GA 166 högg Karlaflokkur með forgjöf: 1. Hreinn Jónsson GH 138 högg 2. Örn Sölvi Halldórsson GSS 140 högg 3. Magnús Rögnvaldsson GSS 141 högg -bjb Um 160 pollar mættu til leiks og leiknir voru 38 leikir í þrem flokkum, 5., 6. og 7. flokki. Auk Tindastóls mættu lið Leifturs, Dalvíkinga, Hofsós- inga og Blöndósinga. Fram- kvæmd mótsins var í höndum Tindastóls og foreldra krakk- anna sem kepptu fyrir félagið. Strekkingsvindur var á kepp- endur á laugardegi en leikmenn sýndu tilþrif þrátt fyrir það. Að leikjum loknum fyrri daginn fór fram vítaspyrnukeppni milli fyrirliða liðanna og í 5. flokki vann Neisti Hofsósi, Leiftur vann 6. flokkinn og Dalvík þann sjö- unda. Fyrirliðar fengu forláta úr að gjöf fyrir frammistöðuna. Þá var farið í pokahlaup, reiptog og fleiri leiki. Að þeim loknum voru grillaðar pylsur í Grænuklauf- inni, keppendum til mikillar ánægju. Áfram hélt keppnin á sunnu- degi og veðrið lítið betra. En mótið kláraðist á tilsettum tíma og glæsileg verðlaunaafhending fór fram. Allir keppendur fengu viðurkenningarspjald og liðin í fyrstu þrem sætunum fengu verð- launapening. Króksmótið á að gera að árlegum viðburði og var almenn ánægja með hvernig til tókst nú. Lokastaðan í flokkununt varð þessi: 7. flokkur. 1. Tindastóll C 2. Dalvík 3. Tindastóll B 4. Tindastóll A 7. flokkur lék tvöfalda ó.flokkur. 1. Leiftur 5 29:5 10 2. Tindastóll A 5 30:6 8 3. Hvöt 5 17:13 6 4. Dalvík B 5 5:14 4 5. Dalvík A 5 8:13 2 6. Tindastóll B 5 2:36 0 5.flokkur. 1. Dalvík 4 12:4 8 2. Tindastóll A 4 17:6 6 3. Tindastóll B 4 11:8 3 4. Leiftur 4 10:9 3 5. Neisti 4 11:30 0 -bjb 6 44:6 10 6 39:5 10 6 2:34 2 6 4:41 2 umferð Knattspyrna: HaJldór og Þorvaldur í landsliðshópnum - gegn Svíum á morgun Bjarna Sigurðsson Brann 21 Guðntund Hreiðarsson Víking 0 Arnljót Davíðsson Fram 0 Atla Eðvaldsson Val 49 Guðna Bergsson Val 18 Gunnar Gíslason Moss 33 Halldór Áskelsson Þór 20 Ólaf Pórðarson ÍA 21 Ómar Torfason Fram 29 Pétur Arnþórsson Fram 17 Pétur Ormslev Fram 28 Ragnar Margeirsson ÍBK 30 Sævar Jónsson Val 41 Viðar Porkelsson Fram 18 Þorstein Þorsteinsson Fram 9 Þorvald Örlygsson KA 6 Dómari leiksins verður W.N.M. Crombie 'frá Skotlandi, en línuverðir verða þeir Sveinn Sveinsson og Magnús Jónatans- son. Þeim til aðstoðar verður Haukur Torfason. AP Verðlaunahafar á opna Esso-Volvo mótinu í golfi á Hlíðarendavelli um helgina. íslenska landsliðið í knatt- spyrnu leikur landsleik gegn Ólympíuliði Svía á Laugar- dalsvellinum, fimmtudaginn 18. ágúst og hefst hann kl. 18.30. Tveir norðanmenn, þeir Halldór Áskclsson Þór og Þor- valdur Örlygsson KA eru í landsliðshópnum að þessu sinni. Mynd: bjb Leikur þessi er liður í undir- búningi íslenska liðsins fyrir leiki liðsins í undankeppni HM, sem hefst með leiknum gegn Sovét- ríkjunum 31. ágúst. Svíar eru hins vegar að ljúka undirbúningi sínum fyrir Ölympíuleikana í Seoul nú í september. Siegfried Held landsliðsþjálfari hefur valið eftirtalda leikmenn til þátttöku í leiknum: Siglflrðingar á skilorði! Aganefnd Knattspyrnusam- bands íslands sem dæmdi einn heimaleik af 2. deildarliði KS á Siglufírði fyrir skömmu vegna óláta áhorfenda þar, breytti þeim dómi sínum í gær í tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Þetta þýðir að ekkert má koma upp á í heimaleikjum KS í ár eða næsta keppnistímabíl því þá á liðið á hættu að missa heimaleik, einn eða fleiri. í raun má segja að þessi dómur sé strangari en sá fyrri, því hefðu KS-ingar leikið leikinn gegn UBK á laugardag í 100 km fjar- lægð frá Siglufirði eins og sagði í upphaflega dómnum, væri málið þar með úr sögunni. En eftir að dómnum var breytt í tveggja ára skilorð, má ekki koma kvörtun frá dómara eða eftirlitsmanni þeirra frá og með deginum í dag og út næsta keppnistímabil. Að sögn Páls Júlíussonar skrif- stofustjóra KSÍ er ástæða þess að dómnum var breytt, einungis sú að leikurinn á laugardag er liður í 70 ára afmælishaldi Siglufirðinga og fyrsti deildarleikurinn á nýja grasvellinum. Óeirðaseggir í röðum áhorf- enda á Siglufirði verða því að halda aftur af sér í náinni framtíð, svo ekki komi til þess að lið þeirra missi heimaleiki. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.