Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 7
17. ágúst 1988 - DAGUR - 11 Valgerður Kristjánsdóttir deildarstjóri í vefnaðarvörudeild. Kristján Jóhann Jónsson lagermaður, öðru nafni Kiddi Bif. Ferðafólk ánægt með verð Valgerður hefur starfað hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í sam- tals 12 ár. Hún vann fyrst í eitt ár, frá ’66 til 67, í Gránu. 10 árum síðar byrjaði hún aftur hjá KS, og þá í stuttan tíma í Gránu. Fór þá í kjörbúð KS við Smára- grund, þar sem verslun Á.T.V.R. er núna, og vann þar til ’81 sem útibússtjóri. Pá fór Valgerður að vinna í vefnaðar- vörudeildinni við Aðalgötu, þar sem Hótel Torg er núna, sem deildarstjóri og fluttist síðan í Skagfirðingabúðina sem og flestir starfsmenn KS. Valgerður hefur verið deildarstjóri vefnaðarvöru- deildar hennar síðan. Hún var spurð að því hvort fólk keypti mikið af vefnaðarvörum.. „Pað er búið að vera þokkalegt í sumar, alveg þolanlegt myndi ég segja. Sérstaklega finnst mér fólk vera að leita að ódýrari fatn- aði, það er meiri sókn í svoleiðis fatnað heldur en verið hefur undanfarið. Síðustu vikurnar hafa verið góðar, mikið af ferða- fólki sem er að leita að sumar- fatnaði á góðu verði. Ferðafólk- inu finnst verðið vera betra heid- ur en heimafólkinu finnst, það er greinilegt þar af leiðandi að við erum að bjóða vöru á góðu verði,“ sagði Valgerður. Valgerður sagði að það væri aldrei að vita nema hún skipti um starf. „Kannski er kominn tími á það, maður veit aldrei.“ Að lok- um var hún spurð að því hvernig henni líkaði deildarstjórastarfið. „Mér líkar það mjög vel, ann- ars væri ég ekki í því.“ Miklu meiri hagræðing Eftir að hafa talað við deildar- stjóra og aðstoðardeildarstjóra ákvað blaðamaður að lokum að eiga tal við „óbreyttan“ starfsmann. Hann fannst inni á lager Skagfirðingabúðar, maður- inn heitir Kristján Jóhann Jónsson, betur þekktur undir nafninu Kiddi Bif. Eða er það ekki? „Jú, stundum kallaður það já,“ sagði Kiddi aðspurður við blaðamann. Kiddi tók vel í smá spjall en þegar hann sá myndavél blaðamanns brá hann sér aðeins frá og kom aftur vatnsgreiddur og góður til baka. Pví var rétt að hefja yfirheyrslu. - Hvað ertu búinn að vinna lengi hjá kaupfélaginu Kiddi? „Ja, ég þori nú ekki að segja. Ætli það séu ekki að nálgast 40 ár. Ég byrjaði hjá Gvendi Gull að byggja mjólkursamlagið og síðan húsið þar sem saumastofan er núna fyrir neðan rafmagns- verkstæðið. Pá tók við bygging gamla sláturhússins við Freyju- götu og að henni lokinni fór ég að vinna við slátrun þar. Svo var ég í skipavinnu þess á milli. Á slát- urhúsinu var ég í það heila 16 ár, fram til 1971. '12 byrjaði ég svo hjá Fidda, Friðrik Guðmunds- syni, í móttökunni fyrir neðan byggingavörudeildina sem þá var. Þegar Skagfirðingabúð var opnuð fluttist ég svo með bygg- ingavörudeildinni og fór að vinna hérna á lagernum.“ - Hvernig finnst þér svo að vinna í stórri Skagfirðingabúð? „Það er alveg lúxus maður, ó elskan min. Það kemur allt á brettum og síðan er vörunum ekið inn á lager með lyfturum. Áður þurftum við að taka hvert einasta stykki niður á gólf af bíl- unum. Þetta er miklu meiri hag- ræðing hérna maður.“ Kiddi sagðist aðspurður ætla að vinna áfram svo lengi sem heilsa gæfist. „Maður fer að drepast bráðum þannig að ég fer ekki að skipta um vinnu héðan af,“ sagði Kiddi kankvís. Hans starf á lagernum felst í að taka á móti vörum sem vörubílar kaupfélagsins koma með og koma þeim inn í búð, einnig að setja vörur á bílana sem fara eiga eitthvað annað. En þú gerir eitthvað fleira Kiddi? „Já, ég sé einnig um að fylla á kartöflupoka í neytendaumbúð- ir. Ég hef gert það frá því búðin var opnuð og er orðinn hálf- þreyttur á því. Það eru komnir nokkrir pokarnir sem ég hef fyllt á og ef ég fengi þúsund kall fyrir pokann þá væru þeir orðnir margir í dag drengur minn,“ sagði Kiddi Bif og horfði yfir gleraugun. Blaðamaður kvaddi Kidda og þakkaði honum fyrir gott spjall. Þá var heimsókninni að ljúka í Skagfirðingabúð Kaupfélags Skagfirðinga, sem hefur tekið nýja mynd á sig að utan að undanförnu og er orðið hið myndarlegasta stórhýsi eftir að það var málað og umhverfið bætt verulega. Það fer því vel að vera andlit Sauðárkróksbæjar þegar ferðalangar eiga leið inn í bæinn. -bjb Halldór Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson frá Vatnsveitu Sauðárkróks með skóflu í hönd, á milli þcirra er gröfumaðurinn Símon Skarphéðinsson. Grafan var á vinstri hönd Ijósmyndara! 'Þremenningarnir komnir í kaffiskúrinn með „listaverkið“ í baksýn og forláta síma (ótengdan), farsíminn hans Símonar hafði leyst hann af hólini. verða tíundaðar hér og nú. Þegar búið var úr kaffibollan- um fóru menn að tygja sig til heimferðar og fékk blaðamaður að fljóta með niður að bílnum, sem hann. s.kildi við. .150 metturp. frá . m 11.. t rrretTt’L FTmniT'm i 11 ■ 1 ■ i! ■ vatnsbólinu vegna ófærðar. Þeir þremenningar gerðu grín að blaðamanni fyrir að hafa skilið bílinn eftir, en þeir gátu trútt um talað á jeppa með drifi á öllum hjólum! ................. .. ,-bjb 4 »"r*'TTTT77TT , 1 1 I. . 11 . t.\ - Dagur heimsækir nýtt vatnsból Sauðárkróksbúa Framkvæmdir við nýtt vatns- ból í Molduxaveitu Yatnsveitu Sauðárkróks hófust fyrir skömmu í Sandskarði, á miili Sandfells og Gilsbungu í landi Gils. Leggja á vatnslögn úr þeirri lind að núverandi lögn úr Molduxa, sem verður V/i kílómetri að lengd. Lindin sem verið er að vinna í er um 7 kílómetra frá Sauðárkróki og á dögunum fór blaðamaður Dags þarna upp eftir að kíkja á framkvæmdir. Hægt er að aka eftir ágætum vegi nær alla leið upp að lindinni og hefur verið komið upp kaffiskúr við hana, þar sem starfsmenn vatnsveit- unnar drekka sitt kaffi og með því. Stefnt er að því Ijúka vinnu við lögnina í næsta mán- uði. Ástæðan fyrir því að þessi við- bótarlögn er sett á Molduxaveit- una er sú að undanfama vetur hefur brugðið við vatnsskorti í Hlíðahverfinu sem veitan þjónar og hefur rennslið farið niður í 3 lítra á sekúndu. Rennslið á nýju lögninni úr Sandskarði er 10 lítr- ar á sekúndu þannig að með henni ættivatnsskortur ekki að hrjá íbúa Hlíðahverfis á næst- unni. Þeir starfsmenn vatnsveitunn- ar sem voru að störfum við nýju lindina þegar blaðamann bar að garði, þeir Halldór Jónsson og Gunnar Bragi Svéinsson, sögðu að þetta vatn væri hörkugott og nóg væri rennslið upp úr lindinni. Símon Skarphéðinsson gröfu- maður tók heils hugar undir það með „vatnskörlunum“. Verið var að undirbúa lögnina og munduðu Halldór og Gunnar skóflurnar af krafti, sér í lagi þegar blaðamað- ur lyfti myndavélinni. Þeir voru ánægðir með að vinna svo hátt yfir bænum, eða um 500 metra yfir sjávarmáli, og lofuðu kyrrð- ina og góða veðrið mikið. En það er spurning með kyrrðina því á meðan blaðamaður staldraði þama við var hringt í Gunnar úr farsíma, sem Símon var með í gröfunni. Þegar búið var að smella nokkrum myndum af svæðinu og virða fyrir sér vatnsbólið var blaðamanni boðið í kaffi í kaffi- skúrnum. Komið var að kvöldi og dagsverki „vatnskarlanna“ að ljúka. Kaffiskúrinn er myndar kofi á hjólum sem dreginn var upp eftir og gekk sú ferð ævin- týralaust. Skúrinn býður upp á flest þau þægindi sem þarf í kaffi- og matartímum, nema hvað kælir er bara næsti lækur þar sem komið hefur verið upp gömlum mjólkurbrúsa í miðjum læknum. Síðan er hlaupið í brús- ann ef vantar mjólk í kaffið, frumleg kælitækni! Þeir þre- menningar voru hressir yfir kaffi-1 bollanum og fuku margar gam- ,ansögurnar yfir borðið, sem ekki Vatnið rennur í stríöum straumum frá lindinni, þarna eftir læknum en síðar meir mun það renna eftir vatnslögnum. Sjö kílómetra frá Sauðárkróki og 500 metra yfír sjó

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.