Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 17; ágúst 1988 Unglingalandsliðið í skák: Tveir Akureyringar tíl Bandaríkjanna Um næstu helgi fer unglinga- landslið íslands í skák til Bandaríkjanna og etja piltarn- ir þar kappi við bandaríska jafnaldra sína. Tveir Akureyr- ingar eru í þessum hópi, þeir Rúnar Sigurpálsson 15 ára og Þorleifur Karlsson 13 ára. Að sögn Gylfa Þórhallssonar, formanns Skákfélags Akureyrar, er landsliðið skipað skákmönn- um 13 ára og yngri nema hvað tveir eru eldri. Rúnar mun tefla á 1. borði fyrir íslands hönd og Þorleifur á 4. eða 5. borði, en alls verður teflt á 14 borðum, 4 viður- eignir við unglingalandslið Bandaríkjanna. Unglingalandslið þjóðanna hafa leitt saman hesta sína oft á undanförnum árum, eða annað hvert ár síðastliðin 10-15 ár, að sögn Gylfa. Hann gat þess jafn- framt að Þorleifur væri yngsti skákmaður frá Akureyri sem val- inn hefði verið í landslið. SS Birkidauði: Engimi á Norður- og Austurlandi Birkidauði viröist hvorki hrjá norðlensk né austfírsk tré sam- kvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá Skógræktarfélagi Eyfírðinga í Kjarnaskógi og Skógrækt ríkisins að Hall- ormsstað. Birkidauði hefur aftur á móti verið nokkuð algengur sunnan- lands og sagði Guðmundur Bald- ursson hjá Skógræktarfélagi' Ey- firðinga að verið gæti að veður- farið og loftraki hefði haft áhrif í því efni þótt hann þyrði ekki að fullyrða um það. KR Alþjóðlegt mót í London: Skákfélag Akureyrar á íjóra fulltrúa Fjórir skákmenn úr Skákfélagi Akureyrar taka þátt í alþjóð- legu skákmóti í London sem hefst um næstu helgi. Þetta eru þeir Arnar Þorsteinsson, Bogi Pálsson, Jón Garðar Viðars- son og Tómas Hermannsson. Mót þetta er kennt við Lloyds bankann í London. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad kerfi og verða margir stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar á meðal keppenda á þessu opna móti sem standa mun yfir í 10 daga. Jón G. Viðarsson tefldi nýlega á alþjóðlegu skákmóti í Noregi og fékk hann 5 vinninga af 9 mögulegum. Hann er nú að tefla á öðru móti í Noregi og þaðan fer hann til Englands og mætir vænt- anlega grimmur til leiks ásamt félögum sínum frá Akureyri. SS Akureyri: Hjúknmarfræðinga vantar til starfa Nýlega voru auglýstar lausar stöður hjúkrunarfræðinga við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Svava Aradóttir hjúkrun- arframkvæmdastjóri sagði þetta vera árlegan viðburð því mikið væri um hreyfíngar á haustin. verið mjög heppin með það,“ sagði Svava. „Við erum rétt að fara af stað með auglýsingarnar um stöðurn- ar og höfum fengið nokkrar fyrir- spurnir og vonum bara það besta,“ sagði hún. KR Á hvítum reitum og svörtum, allt eftir kúnstarinnar reglum. Mynd: GB - ástæðan eflaust minni umferðarhraði Árið 1985 létust 24 íslending- ar í umferðarslysum hérlend- is. Samkvæmt erlendum reiknistuðlum samsvarar þetta því, að af hverjum 100.000 íbúum, látist 9,9 manns og að 2,1 látist á hver 10.000 ökutæki. Sambærilegar tölur fyrir Bandaríkin eru að 18,5 látast á hverja 100.000 íbúa og 2,7 á hver 10.000 ökutæki. Samanburður sem þessi er afar erfiður, þar sem fjöldi slysa sem skráð eru í lögregluskýrslur er margfaldaður með gefnum stuðlum eftir því hvort um er að ræða dauðaslys, slys með mikl- um meiðslum, litlum meiðslum eða einungis eignatjóni. Reikna verður með því að því alvarlegri sem slysin eru, þeim mun meiri líkur eru á að gerð sé lögreglu- skýrsla um málið. Má því ætla að tíðni dauðaslysa eða fjölda látinna gefi einna nákvæmastan samanburð milli landa. Samkvæmt ofangreindu, virðist ástandið á íslandi fremur gott miðað við það sem er víð- ast erlendis. Vafalaust er ekki til nein einhlít skýring á því, af hverju tíðni dauðaslysa virðist lág á íslandi samanborið við önnur lönd. Þó má ætla að umferðarhraði sé almennt lægri hér en víða erlendis, sem eykur líkur á að manntjón minnki í umferðarslysum. Það verður því að teljast grundvallaratriði í baráttunni við umferðarslys, að umferð- arhraða sé í fyrsta lagi haldið eins mikið niðri og aðstæður krefjast eða leyfa og í öðru lagi að umferðarhraðanum sé haldið sem jöfnustum. VG Samkvæmt reiknistuðlum látast 10 íslendingar af hverjum 100.000 árlega í umferðarslysum. Háskólinn á Akureyri: Stúdentagarðar í sjónmáli „Fólk er að minnka við sig vegna heimilisaðstæðna, það er að fara í framhaldsnám og annað slíkt,“ sagði hún. „Þetta er því ekkert meira en verið hefur.“ Að sögn Svövu hefur alltaf gengið vel að útvega húsnæði fyr- ir starfsfólk. Sjúkrahúsið hefur verið með tvö einbýlishús á leigu með herbergjum fyrir einstakl- inga. „Húsnæðismál hafa ekki verið því til fyrirstöðu að við höf- um getað fengið fólk. Við höfum Nýlega var stofnað undirbún- ingsfélag vegna kaupa á hús- næði, sem nota á sem stúd- entaíbúðir fyrir nemendur Háskólans á Akureyri. Áhuga- mannafélagið Skjöldur sem stofnað var á sínum tíma um málefni Háskólans er ekki formlegur aðili að stofnun félagsins, en það hefur unnið ötullega að þessu málefni frá stofnun félagsins. Guðmundur Stefánsson formað- ur Skjaldar sagði að upphaflega hafi félagið ætlað að taka Ián og koma framkvæmdum af stað til þess að byrja með, eða þar til búið væri að stofna Félagsstofnun stúdenta á Akureyri. „Við ætluð- um aldrei að verða eignar- né rekstraraðilar að þessu, því það hefði ekki verið framtíðarlausn.“ Hann sagði að lánveiting hefði strandað á formgalla, þ.e. félagið Skjöldur féll ekki undir ákvæði húsnæðislaga um félagslegar íbúðir, sem Félagsstofnun stúd: enta hefði gert. Þess vegna stofn- uðu stúdentar og Háskólinn nýtt félag í samstarfi við Skjöld, sem vinnur sem undirbúningsfélag fyrir stofnun Félagsstofnunar stúdenta og sem hlekkur í hús- næðismálum þar til Félagsstofn- un kemst á laggirnar. Guðmund- ur sagðist vonast til þess að form- legt svar um lánshæfni fengist þessa dagana svo framkvæmdir gætu hafist. Væntanlega verður byrjað á því að kaupa fáar íbúðir sem hægt yrði að taka strax í notkun. VG Dauðaslys í umferðinni: HlutfaJlslega færri á íslandi en eriendis

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.