Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 17. ágúst 1988 T-rrS-----■'»Íi>L . > ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRfMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Mengun ógnar mannkyni Hvarvetna berast nú fréttir um aukna mengun á jarðarkringlunni. Hver ráðstefnan á fætur ann- arri skorar á stjórnir iðnríkja að grípa í taumana áður en mengunin hefur náð því stigi að ekki verður úr bætt. Skógar eru í hættu, fiskur drepst og heilsu fólks er ógnað. Hvort ríkisstjórnir - hvar svo sem þær eru í heiminum - bregðast við hættunni, taka saman höndum, er með öllu óvíst enda afspyrnu kostnaðarsamt að gera við- eigandi ráðstafanir. Þar ríkir sama viðhorf og við íslendingar þekkjum svo vel: Skattborgararnir gætu orðið fýldir og neitað að kjósa okkur ef við gerum það sem þarf að gera. En þetta er rangt mat á aðstæðum. Fólk er orðið hrætt við þá ógn sem felst í menguninni og vill að hafist sé handa. Jafnt í litlu sjávarþorpi á íslandi sem í stórborg í miðri Evrópu. Á alþjóðlegri umhverfismálaráðstefnu sem haldin var í Kanada ekki alls fyrir löngu var sam- þykkt lokaályktun þar sem skorað var á iðnríkin að hækka skatta á eldsneyti, olíu og kolum og nota féð til að draga verulega úr koltvísýrings- mengun í andrúmsloftinu. Og í ræðu sem haldin var á flokksráðstefnunni í Moskvu fyrir skömmu sagði yfirmaður sovéskra umhverfisverndar- mála að mengun hefði valdið vistfræðilegum hörmungum. Sá sami sagði að loftmengun í sovéskum borgum væri umfram hættumörk og Aralvatnið mætti kalla vistfræðilega rúst. Ekki er langt síðan fjölmiðlar fluttu okkur fréttir um eitraða þörunga við strendur Noregs - og ekki er langt síðan ríkissjónvarpið sýndi okkur mynd sem einnig var tekin neðansjávar við strendur sama lands. Myndin lýsti ástandinu í dag og fyr- ir nokkrum árum. Þá iðaði allt af lífi en í dag var ekkert að sjá nema auðn. íslendingar eiga að láta mun meira til sín taka á sviði umhverfisverndar en þeir gera - og hafa gert. Að sjálfsögðu eigum við fyrst af öllu að ganga þannig frá málum að við verðum til fyrir- myndar á þessu sviði - við eigum að setja lög sem skylda iðnfyrirtæki að búa svo um hnúta að þau mengi ekki umhverfi sitt og við eigum að hreinsa skólp sem nú í dag rennur beint í hafið svo nokkuð sé nefnt. Við verðum með öðrum orðum að hafa náttúruvernd - í víðasta skilningi þess orðs - ætíð í fyrirrúmi. Vel má vera að einhverjir telji að það skipti afar litlu sem lítil þjóð norður á hjara veraldar er að bardúsa. Það er rangt. Miklu skiptir að hver einasta þjóð leggi sitt af mörkum til þess að ver- öldin verði lífvænleg fyrir komandi kynslóðir. ÁÞ Hljóðlátir eðalvagnar taka snöggum umskiptum á umræddum vegarkafla. Þessi mynd er þó ekki tekin á veginum fram að Hrafnagili. Hvar er brosið? - Vangaveltur ýtustjórans í Hrafnagilsrallinu Eins og flestir vita gengu í gildi ný umferðarlög í vor sem leið. Megin markmið þeirra laga var að bæta svokallaða „umferðar- menningu“ okkar íslendinga með nýjum viðhorfum. Þyngsta áherslan var lögð á afslappað og jákvætt viðhorf við aksturinn og þá sérstaklega að brosa í umferð- inni. Eins og tær bergvatnsá Ég er aðkomumaður af Stór- Reykjavíkursvæðinu og hef séð áhrif þessara laga fyrir „sunnan“. Þar heyrist varla bílflaut lengur, umferðin líður áfram eins og tær bergvatnsá og allir sitja brosandi í bílnum, bæði ökumenn og far- þegar (ef farþegi er í bílnum, en fyrir sunnan er yfirleitt aðeins einn í hverjum bíl). Svo lá leið mín norður á Akur- eyri þar sem ég af góðmennsku og bræðraþeli tók að mér að stjórna jarðýtu við vegagerð, nánar tiltekið Hrafnagilsbraut. Fyrstu dagana var leiðinlegt veður, rigning og hávaðarok svo ég hugsaði sem svo þegar eyfirsk- ir ökumenn og aðrir komu ösl- andi framhjá ýtunni og brostu ekki: Þetta hlýtur að vera veðr- inu að kenna. En svo rofaði til og einn daginn var komið glampandi sólskin með heiðum himni og fuglasöng. Þetta var því tilvalinn dagur til að brosa í umferðinni. En hvað gerðist? Það var sama hvaða bíll komst framhjá ýtunni, enginn brosti. Angist og örvænting Nú fór ég að fylgjast með öku- mönnum og farþegum af vísinda- legri nákvæmni. Bílarnir sem þarna áttu hlut að máli voru flest- ir nýir og eflaust rándýrir. Á dag- inn voru ökumenn bílanna í meirihluta konur sem hefðu auð- veldlega getað verið virkilega fallegar ef ekki hefðu þær allar borið sama svipinn, svip angistar og örvæntingar. Sem dæmi má nefna unga og fagra blómarós með tvö börn í nýja bílnum sínum, er vó salt á malarbingnum fyrir framan ýtuna, sem hafði ekki fyrir því að brosa til mín þó svo að augu okkar mættust góða stund meðan bíllinn var að gera upp við sig hvort hann ætti að steypast framyfir sig eða velta á hægri hliðina. Eftir á gerði ég ráð fyrir því að hún hefði ekki brosað vegna barnanna sem grenjuðu tryllingslega í aftursætinu. Umskipti eðalvagnsins Annað dæmi má nefna en það var þegar gljáandi eðalvagn sveif eftir nýjum burðarlagskafla, dálítið stórgrýttum þó, og skildi eftir sig alls konar járnarusl á veginum sem ýtan síðan malaði niður í svörðinn. Sú kona gaf sér ekki heldur tíma til að brosa þó svo að hún stæði við hliðina á ýtunni í rykmekki og stórgrýti og reyndi að átta sig á þeim umskiptum sem hinn hljóðláti eðalvagn hafði allt í einu tekið. Seinni hluta dagsins eru karl- menn í meirihluta ökumanna. Þar tekur ekki betra við. Af óskiljanlegum ástæðum skín aðeins hatur úr augum þessara manna. Hvað hef ég nú gert af mér? Ég sem hef ekki einu sinni farið á ball hér fyrir norðan, svo það er ekki ástæðan. Það örlaði ekki á brosi þó að þeim tækist að ná stjórn á ökutækinu á síðustu stundu áður en það kyssti stálið framan á ýtunni. Ekki tekið út með sældinni Einu ökumennirnir sem sýnt hafa ýtumanninum svipbrigði sem gætu með góðum vilja flokk- ast undir bros eru ferðamenn sem ferðast um á sérhönnuðum fjalla- bílum. Þeir hafa eflaust kynnst þróaðri umferðarmenningu í heimalandi sínu. Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera ýtustjóri hér fyr- ir norðan. Eina sem maður sér eru afskræmd andlit fólks, grát- andi börn með ísinn um allt and- litið og hundar sem sýna tennurn- ar þegar ýtan birtist. Brosum í umferðinni! Ýtustjóri. Eins og ástand vegarins fram að Hrafnagili hefur verið í sumar er hann ekki beint til þess fallinn að kæta geð vegfarenda. Mynd: TLV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.