Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -17. ágúst 1988 Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki við Ártorg. Skagfirðingabúð er á allri neðstu hæðinni og skrifstofur á annarri hæð. ,Álveg lúxus að viima hér" - heilsað upp á starfsfólk í Skagfirðingabúð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki Vöruhús Kaupfélags Skagfirðinga, Skagfirðinga- búð, átti 5 ára afmæli fyrir nokkru. Það var opnað í júlímánuði 1983 og fluttust þá flestar deildir kaupfélagsins þangað úr gömlu búðunum. í dag er Skagfirðingabúð skipt í 8 deildir, sem hver hefur sinn deildarstjóra. Hver deild er gerð upp daglega og síðan er reikningsuppgjör á 38 vöruflokkum innan deildanna. Um 40 manns vinna að staðaldri í Skagfirðingabúð. Stærsta deildin er matvöru- deild, sem er með um helming af veltu búðarinn- ar. Blaðamaður Dags heimsótti Skagfirðingabúð á dögunum og hitti að máli nokkra „rótgróna“ starfsmenn. Gunnar Haraldsson deildarstjóri í matvörudeild. Þrír ættliðir að störfum! Fyrst á vegi blaðamanns varð Margrét Árnason í búsáhalda- deild. Margrét hefur starfað í 7 ár hjá kaupfélaginu og byrjaði sem deildarstjóri í Gránu og vann þar þangað til Skagfirðingabúð var opnuð. Hún hefur síðan verið deildarstjóri yfir búsáhalda-, gjafavöru-, leikfanga- og ritfangadeild, eða deild 107. Hvernig líkar henni svo starfið? „Mjög vel. Mér finnst fólk hafa tekið þessari verslun vel, a.m.k. hvað mína deild snertir. Sala í búsáhöldum hefur vaxið mjög mikið, svo og í leikföngum og rit- föngum. Við reynum að vera með mikið og gott úrval og inn- lent ferðafólk hefur lýst yfir ánægju með það hjá okkur,“ sagði Margrét. Aðspurð sagðist hún ætla að vinna í nokkur ár ennþá a.m.k. hjá kaupfélaginu. Næst rakst blaðamaður á Helgu Haraldsdóttur sem varð aðstoðardeildarstjóri í matvöru- deild um þarsíðustu mánaðamót. Helga er dóttir Margrétar og dóttir Helgu, Berglind, er einnig að vinna í Skagfirðingabúð, þannig að þrír ættliðir eru að störfum þar. En hvenær byrjaði Helga að vinna hjá KS? „Eg byrjaði haustið 1981 í Margrét Árnason deildarstjóri ■ bús- áhalda- og gjafavörudeild. Gránu en þá var ég búin að vinna nokkra mánuði á saumastofu KS. Var svo í Gránu þangað til Skag- firðingabúð var opnuð. Byrjaði í raftækjadeild, en var stutt þar. Fór að mig minnir þá í bús- áhaldadeild og var líka stutt þar. í>á fór ég á kassa og hef verið lengst við hann, eða þangað til ég byrjaði hér í matvörudeild. Mér líkar þetta starf ágætlega." - Hvað er það svo sem aðstoð- ardeildarstjóri í matvörudeild gerir? „Ég sé um pantanir og annað slíkt. Gríp svo í að raða í hillur og aðstoða viðskiptavini. Síðan Helga Haraldsdóttir aðstoðardeild- arstjóri í matvörudeild. reynir maður að hafa stjórn á starfsfólki deildarinnar." Aðspurð um hvort hún hafi þurft að grípa í afturendann á því sagði Helga að það hafi ekki reynt á það ennþá. „Vonandi kemur það aldrei til, þetta er dugnaðarfólk hér,“ sagði Helga að lokum. Raflnagnsleysi það versta, en þó spaugilegt Deildarstjórinn í matvörudeild- inni, Gunnar Haraldsson, varð næstur fyrir svörum. Gunnar byrjaði í Skagfirðingabúð í júlí á síðasta ári, en þá voru liðin 11 ár frá því hann vann síðast hjá KS. Gunnar byrjaði árið 1963 hjá kaupfélaginu, fyrst í bygginga- vörudeild og var þar í hálft ár. Þá fór hann í Gránu og vann þar næstu 13 árin, eða til 1976. Hvað gerði Gunnar svo á árunum ’76 til ’87? ''■ :|i|.Vi.|j'i v. iit „Eftir að ég hætti í Gránu fór ég að vinna á næturvöktum á símstöðinni og var í því til ’83. Þá breytti ég til og fékk vinnu í nýopnuðu útibúi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þar vann ég í tæp fjögur ár, eða þar til ég byrjaði aftur hjá KS í Skag- firðingabúð. Var þá í sumaraf- leysingum í byggingavörudeild og síðar í matvörudeild. Um síð- ustu áramót byrjaði ég svo sem deildarstjóri." - Hvert er starfsvið deildar- stjóra? „Ég sé um innkaup, verkstjórn og allt sem því fylgir, svona þennan daglega rekstur. Þetta er geysilega margþætt starf.“ Gunn- ar var spurður að því hvort hann myndi ekki eftir spaugilegu atviki úr vinnunni, en hann sagði svo ekki vera. „Hins vegar man ég eftir rafmagnsleysi hér í búðinni, og það var alveg hrikalegt. Það fóru allir kassarnir úr sambandi nema einn og ástandið í búðinni var alveg rosalegt. Þetta er það versta sem ég man eftir, það var ekkert spaugilegt, en þó, það gat nú verið spaugilegt að vissu marki,“ sagði Gunnar Haralds- son deildarstjóri í matvörudeild að lokum. Frá matvörudeild arkaði blaðamaður um búðina í leit að „fórnardýri" og eftir mikla Ieit náðist loks eitt í vefnaðarvöru- deild. Það var deildarstjórinn sjálfur, Valgerður Kristjánsdótt- ir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.