Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 3
17. ágúst 1988 - DAGUR - 3 0 Gengíslækkun nú aðeins frestun á hruni - segir Guðmundur J. Guðmundsson Fyrirsjáanlegar efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar á næstunni hafa vakið talsvert umtai og þá helst svokölluð niðurfærsluleið í stað gengis- feliingar, en með því er átt við að lækka jafnhiiða þætti eins og laun, verðiag, þjónustu og vexti. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands sagði erfitt að gera sér grein fyrir þessari tillögu án þess að vita nákvæmlega um útfærslu á hliðarráðstöfunum. „Ég veit því ekki hvort þetta yrði verra en hrein gengislækkun upp á 20- 25% sem ég skelfist mjög. Hún yrði ekki bætt í vísitölu, heldur aðeins frestun á hruni. Erfiðasti pósturinn við niðurfærslu yrði erlenda varan en ég sé ekki að um yrði að ræða lækkun á henni. Menn virðast í svo djúpri gryfju að allt sé komið í öngþveiti og engin leiðin góð.“ Aðspurður um hvort hann héldi ekki að launalækkun yrði erfið í framkvæmd, sagðist hann telja það. „Hætta er á því að eitt myndi ekki yfir alla ganga. J*eir sem eru á háum yfirborgunum héldu eflaust sínum launum. Hins vegar mætti hafa launalækk- unina misjafna eftir tekjum eða breyta skattstiganum, en mér virðist það mikil óánægja hjá fólki að það verður ekki létt að breyta þessu.“ Guðmundur sagðist ekki telja að fólk leggði allt upp úr krónu- tölu ef samsvarandi lækkanir kæmu til. Dæmið mætti bara ekki verða þannig, að aðjiláhersla verði lögð á lækkun launa, því þá myndi allt springa í loft upp. VG GóðkjörI Bjóðum nýja og notaða bíla í eigu umboðsins með 50% útborgun, rest án vaxta og vísitölu í 12 mán. Bílasalan StórhoH Símar 23300 - 25484. Toyota fc—------ ---------í Sauðárkrókur: Utíinarkaður Tilraunaboranir vegna sjótöku til fiskeldis - hefjast í lok mánaðarins hjá vatnsveitunni Á fundi veitustjórnar Sauðár- króks í síðustu viku Iögðu for- maður veitustjórnar og veitu- Heilsugæslustöðin á Akureyri: Inflúensan hætt að hrjá Akureyringa í júlí voru 186 manns skráðir með kvef og hálsbólgu á svæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Þetta kemur fram í skýrslu um smitsjúkdóma, en taka verður upplýsingum hennar með fyrirvara um mis- munandi mat lækna á hvort skrá eigi ýmsar vægari sýking- ar. Inflúensan sem geisaði síðla vetrar virðist hætt að hrjá fólk, því enginn er skráður með flensu í síðasta mánuði. Lungnabólgu fengu 17 aðilar, 11 slæma háls- bólgu, 77 magakveisu, 14 kláða- maur og 11 fengu flatlús. Þá eru 2 tilfelli um mislinga skráð í þess- um mánuði, en að sögn Hjálmars Freysteinssonar yfirlæknis heilsu- gæslustöðvarinnar, er það fátítt að mislingatilfelli komi upp nú til dags. Ekki er hætta á að faraldur breiðist út, því nú eru öll börn bólusett gegn þessari veiki strax á unga aldri. VG DAGUR Akureyri ® 96-24223 Norðlenskt dagblað stjóri fram skýrslu um fund sem þeir áttu með ráðgjöfum Orkustofnunar fyrr í sumar. Tilefnið var fyrirhugað fiskeldi á Sauðárkróki á Borgarsandi sem ýmsir aðilar hafa sýnt áhuga á að hefja, og er það sjóeldi sem menn horfa eink- um á. Veitustjórn samþykkti að fram fari tilraunaborun vegna sjótöku til fiskeldisins. Borað verður á svæðum austan Sauðárkróksbrautar og sunnan þjóðvegar, eftir nánari staðsetn- ingu Orkustofnunar. Vatnsveita Sauðárkróks mun sjá um þessar boranir og áætlaður kostnaður við þær er um hálf milljón króna. Að sögn Páls Pálssonar veitu- stjóra er stefnt á að hefja boranir í lok þessa mánaðar. Fiskeldisfyrirtækið Hafrún hf. á Sauðárkróki sýndi áhuga á að hefja boranir á þessum stað, en vatnsveitan ákvað að taka slíkar boranir að sér. „Tilraunaholan verður boruð til þess að sjá hvort þarna er vatn undir eða sjór. Við þurfum að vita um jarðlögin þarna, hvað þau eru sjólegg, og hvað djúpt er niður á bergið. Síð- an ætlum við að fá úrskurð Orku- stofnunar hvernig þetta er, þann- ig að við höfum eitthvað í hönd- unum til að byggja á, heldur en leyfa einhverjum að bora hér og þar. Við erum hræddir við ef menn fara að bora ofan í bergið að þá komist þeir í samband við jarðhitakerfi hitaveitunnar, sem við erum lítið hrifnir af að verið sé að krukka í,“ sagði Páll Páls- son veitustjóri. -bjb Húsavík: Allar götur merktar í sumar verða sett upp 55 skilti með götunöfnum á Húsavík og verða allar götur í bænum vel merktar að þeirri framkvæmd lokinni. Þegar hafa nokkur skiltanna verið sett upp en vegna anna hef- ur dregist að ljúka verkinu. Að sögn Sigurðar Hafsteinssonar, bæjartæknifræðings nemur kostnaður við götumerkingarnar um 430 þúsund krónum. IM Eitt þeirra 55 skilta, sem sett hafa verið upp á Húsavík ■ sumar. Mynd: im í Reistarárrétt á laugardag Við minnum á útimarkaðinn sem hefst kl. 13.30 á laugardag. Þeir sem vilja koma og selja varning geta pantað dilka á kr.400.- í síðasta lagi fimmtudaginn 18. ágúst hjá Árna (sími 26783) eða Bjarna (sími 26824). Allir velkomnir. Nefndin. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Innritun í öldungadeUd Wfst miðvikudaginn 17. ágúst á skrifstofu VMA á Eyrarlandsholti (inngangur að austan) og stendur til föstudags 26. ágúst. Skrifstofan er opin frá kl. 8.00-12.00 og kl. 13.00- 17.00. Auk þess verður opið dagana 24. og 25. ágúst kl. 17.00-19.00 og verður deildarstjóri þá til viðtals. Námsgjald er kr. 6.200,- og greiðist við innritun. Kennsla hefst í öldungadeild mánudaginn 12. september. Skólameistari. Útsölunni lýkur 19. ágúst Enn er hægt að gera góð kaup Veríð velkomin. HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.