Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 17.08.1988, Blaðsíða 16
DACtUR Akureyri, miðvikudagur 17. ágúst 1988 UTILJOS AKURLJÓS AKURVÍK Framkvæmdastjóra- staða ÚA: 13 umsóknir Umsóknarfrestur um um stöðu framkvæmdastjóra Utgerðar- félags Akureyringa hf. rann út á miðnætti í fyrrinótt. Þá höfðu að sögn Sverris Leóssonar stjórnarformanns fyrirtækisins, borist einar 13 umsóknir um stöðuna. Á þessu stigi er ekki ljóst hvort sú tala umsækjenda er endanleg þar sem enn gætu verið umsóknir á leiðinni sem póstlagðar voru áður en fresturinn rann út. „Nöfn umsækjenda veit ég ekki þar sem umslögin hafa enn ekki verið opnuð. Það verður hins vegar gert á stjórnarfundi fyrirtækisins í dag kl. 15 og þá kemur í ljós hverjir sóttu um,“ sagði Sverrir einnig. Hann sagði að þetta mál yrði skoðað í dag og að farið yrði yfir .nöfn umsækjenda. „Þó að erfitt sé að tímasetja það nákvæmlega hvenær nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn, vona ég samt að það taki ekki langan tíma,“ sagði Sverrir einnig. -KK Sjúkraliðar útskrifast frá VMA í gær voru 10 sjúkraliðar útskrifaðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þetta er all óvenjulegur árstími til útskriftar en sjúkraliðarnir luku verklegum hluta námsins í suntar. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Steinborg Hlín Gísladóttir, Laufey Haraldsdóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir, Sólveig Hallfríður Svein- björnsdóttir, Sigríður Hreiðarsdóttir, Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir, Sigrún Þórisdóttir, Rósa Ösp Ásgeirsdóttir, Elísabet Gestsdóttir og Bryndís Dag- bjartsdóttir. Mynd: GB A Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar: Ágreiningur um bygginga- skilmála í Búðafjöru Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var tillögu um skipulag Búöafjöru vísaö aftur til skipulagsnefndar. Ágrein- ingur hefur verið uppi í skipu- lagsnefnd Akureyrarbæjar um skipulags- og byggingaskilmála við Búðafjöru og Hafnarstræti númer 4, 8 og 10. Á fundi í síð- asta mánuði samþykkti nefnd- in tillögur skipulagsstjóra en Tómas Ingi Olrich óskaði bókað, að hann teldi skilmál- ana of þrönga, bæði að því er varðar staðsetningu húsa og húsagerð, sem ekki væri í sam- ræmi við heildaryfirbragð bæjarins. Hann telur þá skerða um of frelsi hönnuða og húseigenda til Skiptir Súlan um eigendur? - Þrír starfsmanna Súlna hf. hafa sýnt því áhuga að kaupa skipið Þrír af starfsmönnum Súlna hf. þeir Sverrir Leósson útgerðar- stjóri, Bjarni Bjarnason skip- stjóri og Finnur Kjartansson vélstjóri, hafa sýnt því áhuga að kaupa sameiginlega 75% hlut í Súlunni EA, skipi fyrir- tækisins. Þeir félagar hafa einnig farið þess á leit við stjórn Krossa- nesverksmiðjunnar að hún standi undir kaupum á 25% eignarhluta skipsins á móti þeim. Þremenn- ingarnir hafa náð samningi við Leó Sigurðsson eiganda Súlna hf. og var hann kynntur á stjórnar- fundi Krossnesverksmiðjunnar í gær. „Það er rétt að við erum að skoða þennan möguleika um kaup á skipinu en þar sem ennþá eru nokkrir endar lausir, er ekki tímabært að ræða þetta mál nán- ar að sinni,“ sagði Sverrir Leósson í samtali við blaðið í gær. Súlan fór í slipp á mánudag og verður þar í einhvern tíma. Og þar sem eftir væri að gera sitt lítið af hverju við skipið á næstunni, átti Sverrir ekki von á því að það héldi á loðnumiðin fyrr en um miðjan september. Er Sverrir var spurður um það hversu mikið verð hann vildi fá fyrir loðnuna, sagði hann að um það atriði væri best að vera þögull sem gröfin. -KK þess að ákveða hvernig húsin skuli líta út. „Það eru engin rök fyrir því að hafa skilmálana svona stífa og þrönga. Eitt helsta einkenni byggðarinnar í Innbæn- um og Fjörunni er fjölbreytni hús- anna og tiltölulega mikil aðlögun að umhverfinu,“ sagði Tómas Ingi í samtali við blaðið. Hann nefnir sem dæmi að í skilmálunum er gert ráð fyrir að í Búðafjöru skuli öll hús snúa norður og suður því þannig hafi einnig verið unnið í Duggufjöru. Fyrir þessu séu engin haldbær rök og því síður söguleg því ef lit- ið er á ljósmyndir frá Ákureyri frá því fyrir árið 1900 er mjög algengt að hús snúi ýmist norður- suður eða austur-vestur. Dæmi um þetta er Aðalstræti 10, Krambúð og fyrsta skólahúsið sem stóð sunnan Laxdalshúss og Gudmanssensverslun sem var stokkbyggt og tvílyft hús sem sneri gafli til austurs. Þá er bann- að að hafa húsin portbyggð án þess að sterk rök séu fyrir því. „Eins má geta þess, að ekki er talið æskilegt að þakskegg standi lengra en 40 cm út af húsi sem þýðir að hús eins og Aðalstræti 80b, sem er nýtt hús og fellur vel að gamla skipulaginu, brýtur þessa byggingaskilmála. Skilmál- arnir bera með sér litla tiltrú á hönnuðum á Akureyri og byggjast ekki á sögulegum rökum.“ VG Öldrunarþj ónustan: Bjami ráðinn Bjarni Kristjánsson hefur verið ráðinn deildarstjóri öldrunar- þjónustu Akureyrarbæjar í stað Cecils Haraldssonar sem sagði starfinu upp fyrir skömmu. Ráðning Bjarna var staðfest samhljóða á fundi Bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Bjarni var einn sex umsækjenda um stöðuna og mælti öldrunarráð með því að hann yrði ráðinn. Bjarni er fæddur á Akureyri árið 1944. Hann hefur gegnt starfi for- stöðumanns vistheimilisins Sól- borgar á Akureyri frá árinu 1972. Hvammstangi: Bændur stofiia hlutafélag - um rekstur sláturhúss þrotabús VSP Síðastliðinn fimmtudag komu 15 bændur í Vestur-Húna- vatnssýslu saman til að stofna hlutafélag um áframhaldandi rekstur sláturhúss þrotabús Verslunar Sigurðar Pálmason- ar á Hvammstanga. Ákveðið var að stofnfé félagsins yrði 800 þúsund krónur og stjórn heimilt að hækka þá fjárhæð ■ 1200 þúsund ef ástæður leyfa. Fleiri bændur hafa sýnt málinu áhuga. Til að byrja með tóku bænd- urnir húsið á leigu til eins árs hjá þrotabústjóra verslunarinnar. Að sögn Friðriks Böðvarssonar bónda á Syðsta-Ósi hafa bænd- urnir sótt um undanþágu til land- búnaðarráðuneytisins fyrir sláturleyfi fyrir hið nýstofnaða félag. Dýralæknirinn á Hvamms- tanga telur að ekki þurfi að gera neinar breytingar á húsinu vegna undanþágunnar en hins vegar er stefnt að því að fá löggildingu fyrir húsið fyrir árið 1990 og til að svo megi verða þarf að gera viss- ar endurbætur á sláturhúsinu. Að sögn Friðriks er ráðist í þetta til að halda þeim markaði fyrir ófrosið kjöt sem verslun Sigurðar Pálmasonar hafði kom- ið á. Fáum kindum var þá slátrað í senn, á ýmsum árstímum, og gekk sala á nýslátraða kjötinu alltaf vel. Það mun vera nær ófram- kvæmanlegt að opna stór slátur- hús fyrir svo litlar slátranir og nauðsyn að halda þessu slátur- húsi í gangi til að halda unnum markaði. Bændur hafa náð betra verði fyrir kjöt af fé sem slátrað hefur verið utan hefðbundinnar sláturtíðar og eru nú með fé til- búið til slátrunar ef leyfi fæst. fh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.