Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 19. nóvember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fiskvinnslaii komin í þrot Staða fiskvinnslunnar er afar slæm um þessar mundir, jafnvel verri en hún hefur verið um áratugaskeið. Þegar haft er í huga að hráefnis- skortur er víða yfirvofandi, þar sem aflakvótinn er á þrotum, er ljóst að staðan mun síst batna fram til áramóta. Þjóðhagsstofnun áætlar að hallinn á fisk- vinnslunni í heild nemi nú um 6% og miðað við þær forsendur, sem liggja til grundvallar þjóðhagsáætl- un næsta árs, er svartnætti framundan. Verulegur samdráttur er fyrirsjáanlegur í sjávarafla á næsta ári því sjávarútvegsráðuneytið hefur tekið ákvörð- un um að minnka sóknina í þorsk- og karfastofninn um 10%. Svo mikill samdráttur hefur auðvitað gíf- urleg áhrif til hins verra á stöðu útgerðar og fisk- vinnslu í landinu. Forystumenn fiskvinnslunnar hafa sagt að fisk- verð á erlendum mörkuðum þurfi að hækka um tugi prósenta til þess að fiskvinnslan standi af sér þá erfiðleika, sem framundan eru. Engin von er til þess að svo verði. Staðreyndin er sú að í fiskvinnsl- unni, eins og öðrum rekstri, eru einungis tvær leið- ir færar þegar endar ná ekki saman. Annars vegar að lækka kostnaðinn og hins vegar að hækka tekj- urnar. Við blasir að tekjurnar verða ekki hækkaðar nema með gengisfellingu, eins og málum er komið og sú krafa heyrist æ oftar þessa dagana. En spurningin er bara sú hvort gengisfelling hafi ein- hver áhrif. Reyndar er það rétt að raungengi krón- unnar hefur ekki verið hærra um margra ára skeið en jafnframt er ljóst að gengið hefur þegar verið fellt um rúmlega 20% á þessu ári. Sú gengisbreyt- ing hefur ekki hjálpað upp á sakirnar. Reynslan sýnir að gengisfelling er því miður haldlaus skammtímalausn, nema henni fylgi mjög öflugar og víðtækar hliðarráðstafanir. Áhrif gengisfellingar verður að taka algerlega út úr hagkerfinu ef hún á að koma að gagni. Það má því fullyrða að í gengis- fellingu felst engin lækning meðan vísitölubinding er við lýði. Sem fyrr segir er hin leiðin sú að lækka kostnað- inn. Fjölmargt er hægt að gera til þess. Brýnasta og veigamesta aðgerðin er að lækka fjármagns- kostnað fiskvinnslufyrirtækja, en sá kostnaður er geigvænlegur. Annað veigamikið atriði er að draga enn frekar úr þenslu og verðbólgu innanlands. Fullreyna þarf þessa leið áður en gripið verður til óyndisúrræða á borð við gengisfellingu. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði í ræðu á aukafundi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna á miðvikudag, að líklega værum við nær þjóðargjaldþroti en nokkru sinni fyrr. Það gjaldþrot blasir við ef ekki tekst að rétt hag fisk- vinnslunnar á næstu vikum. BB. myndbandarýni Stórbrotið meistara- verk Vidcoland: Das Boot (The Boat) Útgcfandi: Myndbox Leikstjóri: Wolfgang Petersen Aðalhlutvcrk: Jurgen Prnchnow, Hcrbert Grönemeyer, Klaus Wennenmann Þýsk, 1981, 128 mínútur Aldurstakmark: 12 ár Pessi þýska stórmynd skaut leik- stjóranum Wolfgang Petersen upp á stjörnuhimininn og það ekki að ástæðulausu. Það er nefnilega ekki á hvers manns færi að gera rúmlega tveggja tíma spennumynd um lífið í kafbáti án þess að svæfa áhorfendur. Wolf- gang greiðir út öllum helstu vandamálunum með aðstoð frábærra tæknimanna og leikara. Das Boot, eða The Boat eins og hún er kynnt á kápu spólunnar, er mynd sem hægt væri að skrifa langa og lærða ritgerð um en ég læt mér nægja að drepa á helstu atriðunum. Við kynnumst áhöfn kafbátsins U-96 fyrst á veitinga- húsi í Frakklandi þar sem gleðin og ærslin eru alls ríkjandi. Uti fyrir geisar seinni heimsstyrjöldin og ekki líður á löngu þar til U-96 er kallaður á vettvang. Aðalsöguhetjurnar í þessari mynd eru skipherrann (Jurgen Prochnow), liðsforingi og frétta- maður sem fékk að fljóta með (Herbert Grönemeyer) og yfir- vélstjórinn (Klaus Wennemann). Þessir ágætu menn sýna allir stór- leik og það sama má segja um aðra leikara. Áhrifahljóð eru líka með þeim ósköpum að þegar myndin var sýnd í kvikmynda- húsum urðu áhorfendur ýmist sjóveikir eða fylltust innilokunar- kennd. Þessi þáttur kemst ekki eins vel til skila í 20 tommu mónó sjónvarpstæki. Félagarnir í U-96 eru lengi á sjó án þess að finna nokkurt breskt skip til þess að skjóta í kaf. Lífið í svona sardínudósum er ólýsan- legt, t.a.m. er aðeins eitt salerni fyrir hátt í 50 manns. Menn verða að trúa á tilganginn til þess að brotna hreinlega ekki niður. Loks kemst U-96 í feitt, en lendir þá í bardaga við breska freigátu. Bardagaatriðin eru sérlega vel útfærð og trúverðug. Ekki vildi ég vera lokaður í svona dós neð- ansjávar þegar djúpsprengjur skekja allt og tæta. Orvæntingin og margvísleg áhrif innilokunar- innar komast sérlega vel til skila hjá leikstjóranum og leikurunum og útkoman er sú, að Das Boot er ein af betri myndum sem mað- ur hefur séð. Auðvitað eru þetta hetjur, en þarna er enginn Schwarzenegger eða Stallone. Og endirinn, hann er rosalegur. Já, maður svitnaði, táraðist, hló og skalf, slík voru áhrifin. Stór- brotinn endir á stórgóðri mynd. SS Afbrýði- semi, ást og morð Vidcolund: Blood Kelatives Leikstjóri: Claude Chabrol Byggö á skáldsögu Ld McBain Aðalhlutverk: Donald Sutherland, David Hcmmings, Donald Pleasence Sýningartínii: 90 inínútur Aldurstakmark: 16 ár Söguþráðurinn í Blood Relatives er býsna slunginn og lausnin kemur mörgum á óvart.'Samt sem áður gefur titill myndarinnar til kynna ákveðin blóðbönd sem gera það að verkum að hringur- inn um morðingjann þrengist mjög. Þetta finnst mér draga nokkuð úr spennu myndarinnar og mátti hún varla við því. Blood Relatives fjallar um leit að morðingja ungrar stúlku. Lík hennar er þannig útleikið að talið er fullvíst að hún hafi orðið fórn- arlamb kynferðisglæpamanns. Stjúpsystir hennar sleppur naum- lega og tilkynnir glæpinn og lög- reglumaður sem Donald Suther- land leikur tekur að sér málið. Eftir þessa kynningu segir mynd- in tvenns konar sögur. Annars vegar lýsir hún rannsókn málsins og hins vegar aðdragandann að morðinu. Þar koma hin myrta við sögu, stjúpsystir hennar og -bróðir svo og stjúpforeldrar. Einnig vinnuveitandi stúlkunnar. Þarna er rakin ástarsaga, hinn klassíski þríhyrningur, sem þó er sveipaður hulu sifjaspella. Þessar sögur eru að mörgu leyti vel sagðar og leikstjóranum tekst vel upp, að því undanskildu að spennan hefði mátt vera meiri og ekki eru allir leikararnir jafn öruggir í hlutverkum sínum. I kynningu á bakhlið spólunnar segir: „Hinn ískaldi Donald Sutherland og hinn ógnvekjandi Donald Pleasence sýna stórbrot- inn leik í þessari dularfullu lög- regluspennumynd. “ Þetta er bull. Auðvitað stendur Donald Sutherland yfirleitt fyrir sínu, en þó hef ég vart séð hann eins áhugalausan og í þessari mynd, a.m.k. eru tilþrifin engin. Donald Pleasence er hér í algjöru aukahlutverki og kemur málinu lítið við. Það er margt gott við Blood Relatives, en sem spennumynd rís hún ekki upp úr meðal- mennskunni. SS MARCOTKITOER BARRY BOSTWICI MSaTONYLOBlANCO 250 Kfí. 18 wmuvmm,.,. immimm Lævís o g lipur kvenna- morðingi Videoland: Body of Evidence Útgcfandi: Steinar Leikstjóri: Roy Campanella II Aðalhlutverk: Margot Kidder, Barry Bostwick, Tony Lo Bianco Bandarísk, 90 mínútur Aldurstakmark: Bönnuð yngrí en 16 ára Kvennamorðingjar eru gríðar- lega algengir í bandarískum bíó- myndum. Fögur kona, alein í stóru húsi, karlkyns morðingi læðist að henni, þrúgandi spenna, tónlist, skelfing, morð. Síðan endurtekur þetta ferli sig uns morðinginn næst eða lætur lífið. En auðvitað eru þessar kvennamorðingjamyndir ákaf- lega misjafnar. Body of Evidence er í betri kantinum, enda frumlegri að uppbyggingu og vandaðri en flestar myndir í þessum dúr og moll. Sumum kann að finnast það óþarfi hjá Roy Campanella II (handritshöfundi, framleið- anda og leikstjóra) að svipta hul- unni af morðingjanum svo snemma sem raun ber vitni en þessi taktík hefur gefið góða raun, sbr. Frenzy , og gerir það sánnarlega hér. Áhorfendur vita hver morðinginn er, en fórnar- lömbin ekki. Meginþráður myndarinnar er spunninn í kringum krufninga- lækninn (Barry Bostwick), sem fær fórnarlömb getulausa kvennamorðingjans og kyrkjar- ans til rannsóknar, eiginkonu hans (Margot Kidder) og rann- sóknarlögreglumanninn Evan (Tony Le Bianco). Leitin að morðingjanum geng- ur illa. Hann er slunginn. Þó vita menn að hann myrðir bara fagrar konur með brúnt hár. Morðing- inn er kynferðislega brenglaður. Það eina sem kemur honum til eru hreyfingarlausar konur, eða algjörlega lífvana. Margot Kidder sýnir ágæt tilþrif, verst hvað hún er lík Völu Matt til munnsins. Hún túlkar skelfinguna vel, en hins vegar finnst mér barnalega unnið úr grunsemdum hennar. Aldrei hef ég verið hrifinn af Barry Bostwick, þeim stífa og væmna leikara, en hér kemur hann á óvart. Tony Lo Bianco er góður. Það er margt gott við Body of Evidence og Roy Campanella II má vel við sinn hlut una, sérstak- lega handritið. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.