Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 7
19. nóvember 1988 - DAGUR - 7 Nokkrír úr hópnum á gondólasiglingu í Feneyjum. Hópurinn á göngu eftir dæmigerðri götu í Feneyjum. Torfi Jóhannesar hjá einum af andlitsteiknurum Flórens. Sirra og landslagið í San Gimignano. Af borðþjónustu Borðþjónustan á Ítalíu er nú alveg kapítuli út af fyrir sig, þjón- arnir skilja oftast lítið í ensku, hafa lítið skipulag þegar þjóna þarf stórhópum til borðs (við þurftum einu sinni að bíða í kort- er milli aðalréttar og deserts!), auk þess tala þeir óspart sín á milli og geta verið mjög uppá- þrengjandi. - Gefum þeim tvær stjörnur. 11.09. Þessi dagur var ekkert skipulagður fyrir hádegi enda margir hálfþreyttir - sérstaklega þeir sem komu við á krá eða diskóteki við heimkomuna kvöldið áður. Sumir voru ansi iðnir við skemmtanalífið og slepptu ekki úr kvöldi alla ferð- ina. í Chioggia, við norðvestanvert Adríahaf, er ekta hvít sand- strönd þar sem sólþyrstir Frón- búar notuðu þessa fríu morgun- stund til að flatmaga sællega í sandinum. Nokkrir fóru líka og sprikluðu í sjónum sem reyndist ansi kaldur svona fyrir hádegið svo sundtökin urðu ekki mörg. Um hádegisbilið var síðan lagt af stað í þeim tveimur rútum sem við höfðum til umráða. Rúturnar voru vel útbúnar með loftkælingu o.s.frv. og minibar var í annarri þeirra. Það er annars ákaflega óskynsamlegt að hafa fullan bar í rútu á langferðalagi en ekkert klósett, það sýndi sig oftar en einu sinni. Þótt ferðamannarúturnar væru yfirleitt af betra taginu er bíla- kostur ítala almennt lélegur (sér- staklega á Suður-Ítalíu, þar sem efnahagsástandið er verra). Um 3A hlutar bílanna eru af Fíat gerð og margir eiga vespur. Bílar virðast ekki vera stöðutákn á Ítalíu enda er ekki hægt að vera á breiðvagni á þessum þröngu götum innan um þessa brjáluðu umferð. Eftir hádegi þennan dag var haldið frá Chioggia til Flórens. Við komum til Flórens seinni partinn og ókum þá til Pontas- ieve, þorps í 15 km fjarlægð frá borginni og komum okkur fyrir á hóteli. Þetta kvöld var síðan haldið aftur til borgarinnar í kynnisferð. Prúttað í Flórens Það getur verið alveg meiri háttar upplifun að skoða mannlífið í Flórens á kvöldin. Við gengum um aðaltorgið og göturnar út frá því. Þarna voru biksvartir götu- salar frá Afríku að selja belti og alls konar glingur, smáhljóm- sveitir eða einstakir hljóðfæra- leikarar að spila, spilaspámenn, teiknarar, töframenn og ýmsir undarlegir vegfarendur. Það var þrælgaman að ganga á milli götu- salanna og prútta við þá, dæmi eru þess að menn hafi keypt eitthvert rusl bara til að þjálfa sig í prúttinu. 12.09. Nú var Flórens skoðuð fyrir hádegi með fararstjórunum en auk Halldórs voru alltaf ein- hverjir ítalskir fararstjórar með í för frá ítölsku ferðaskrifstofunni sem Útsýn samdi við. Þeirra á meðal var Renosto, ferðaskrif- stofueigandinn sem kunni að segja: „Góðan daginn“ og „Já, já allt í Iagi“ - með ítölskum hreim. í Flórens var að sjálfsögðu margt athyglisvert að sjá, m.a. dómkirkjan, skírnarkapellan og öll meistaraverk Michaelangelo, þ.á m. Davíðsstyttan. Flórens hefur lengi verið fræg fyrir leður og gull svo mikið er af þess konar verslunum þar, nánast önnur hver búð. Við fórum öll saman inn í eina stóra leðurversl- un en í henni eins og öðrum í Flórens er hægt að fá upphafs- stafi sína prentaða á vöruna með 24 karata gulli, sér að kostnaðar- lausu. Það voru ekki fáir sem keyptu sér eitthvað úr rúskinni eða leðri þennan dag. Seinni part dagsins í Flórens skoðuðu menn ýmist frægar byggingar, gerðu hreint ekki neitt eða fengu kaup- æði í öllum leður- og skartgripa- búðunum. Eftir kvöldmat á hótelinu héldum við aftur til Flórens að líta á lífið. Til Rómar 13.09. Lagt var upp til Rómar snemma um morguninn. Á leið okkar þangað komum við í fjalla- þorpið San Gimignano sem frægt er fyrir turna og góð vín. Eftir stoppið í San Gimignano var næst komið við í Sciena, hinni fornu miðaldaborg, þar sem mikilvægustu byggingar borgar- innar voru að sjálfsögðu skoðað- ar undir leiðsögn Halldórs farar- stjóra og þeirra ítölsku. Siestan stóð yfir meðan við höfðum frjálsan tíma í Sciena. Siesta þýðir hvíldartími og er yfirleitt tímabilið frá kl. 13.00 til 15.00 á daginn þegar heitast er í veðri en þá er verslunum lokað og aðeins veitingahús eru opin. Það hefði verið allt í lagi að lenda í siestunni í Sciena ef ekki hefði komið skúr þar sem við stóðum undir berum himni. Siestan fór í taugarnar á mörgum, sérstaklega til að byrja með, enda er voðalega leiðinlegt að lenda í siestunni þegar maður er í verslunarleiðangri í miðri stórborg og getur ekki hlaupið heim á hótel á meðan á henni stendur. - Þá var bara að tylla sér inn á næsta „snackbar" og panta pizzu eða spagetti meðan beðið var. Að lokinni heimsókninni til Sciena var haldið til áfangastað- arins Rómar, borgarinnar eilífu á hæðunum sjö, þar sem gist var á hótelinu Ergife Palace Hotel. Framhald í nœsta helgarblaði Sjómenn athugið! Ávallt til línuefni og ábót. Setjum upp línu. Ennfremur flestar aðrar útgerðarvörur SANDFELL HF v/Laufásgötu • Akureyri • s. 26120 Laus staða Við tannlæknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar hlutastaða lektors (37%) í almennri handlæknisfræði. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 16. desember nk. Menntamálaráðuneytið, 16. nóvember 1988. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins OPIÐ HUS í tilefni Norræns tækniárs verður opið hús hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins útibúinu Akureyri, sunnudaginn 20. nóvember kl. 13-17. Stofnunin er í húsnæÖi K. Jóns- sonar & Co. viÖ Laufásgötu. Verið velkomin að koma og kynnast starfseminni. Kaffi á könnunni. Jólin nálgast ★ Einangrunargler ★ Smellurammar ★ Öryggisgler ★ Plastgler ★ Speglar X' .** ISP —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.