Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - 19. nóvember 1988 Stefán Valgeirsson, alþingismaður, segir að ekki hafi farið saman seta í ríkisstjórn og undirbúningur kosninga: STERKARIAÐSTAÐA EN SETA IFJARSVELTU RAÐUNEYTI Aldursforseti starfandi þingmanna er Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka jafnrétt- is og félagshyggju. Hann er Hörgdælingur, fæddur í Auðbrekku fyrir réttum sjötíu árum, nánar tiltekið 20. nóvember 1918. Hann heldur því upp á sjötugsafmælið á morgun, sunnudag. Stefáni hefur gjarnan verið lýst sem fyrirgreiðslupólitíkus sem þoki málum áfram í kerfinu vegna sinna lykiláhrifa innan stórra peningastofnana. Stefán hefur og verið sagður í meira lagi fastur fyrir og á tíðum óhagganlegur í málum sem hann hefur tekið upp á sína arma. Hann hefur setið samfleytt á löggjafarsamkundu þjóðarinnar síðan á árinu 1967 og að hans sögn hyggst hann bjóða sig fram í næstu kosningum svo fremi að eftir því verði leitað og heilsa leyfi. Stefán Valgeirsson er á helgarbeini Dags að þessu sinni. Stefán segist hafa snemma haft áhuga á pólitík og pólitískri umræðu. Fyrstu skrefin voru stigin á þessari grýttu braut strax á 12. aldursári. Haldinn var fundur í ungmennafélaginu í Hörgárdal og þar mætti pattinn frá Auðbrekku ásamt öðrum ungmennum sveitarinnar. Bindindismál voru á dagskrá, málefni sem Stefáni var og er enn kært. Hann bað um orðið og notaði tækifærið til að skamma oddvita sveitarinnar vegna áforma um að afnema bindindisheitið úr bindindishreyfingunni. „Petta var mín fyrsta ræða,“ segir Stefán brosandi, þegar hann rifjar þetta upp. A þessum árum var mikil pólitísk vakning meðal ung- menna í borg og byggð. Framsóknarflokkurinn naut fylgis ungra sem gamalla, einkum til svéita. Og hjarta Stefáns sló vitanlega í takt við atorku Hriflu-Jónasar. „Ég var alinn upp í Gefjunarfötum og með Iðunnarskó á fótum. Faðir minn var mikill framsóknar- og samvinnumaður. Þeir sem mundu eftir aldamótabaráttunni og ekki síður kreppuárun- um gátu ekki fundið sér annan flokk en Framsóknarflokk- inn. Hann var fyrst og síðast merkisberi samvinnu- og ung- mennafélagshugsjónar. “ Stefán segist hafa starfað mikið með ungum framsókn- armönnum í kjördæminu og þeir hafi haft það á sinm stefnuskrá að styðja vel við bakið á þeim mönnum sem voru þá í eldlínunni fyrir flokkinn. Hann segist síður en svo hafa haft áhuga á að helga sig pólitísku starfi og til marks um það fór hann í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi árið 1942. Stefán snéri þó ekki strax aftur í Hörgárdalinn heldur hélt suður til Reykjavíkur og stundaði þar ýmis störf í nokkur ár, m.a. var hann verkstjóri hjá borginni. Frá árinu 1948 hóf hann félagsbúskap í Auðbrekku með Þóri bróður sínum og vann á vetrum við ýmis störf á Suður- nesjum allt til ársins 1962. f>á hélt hann norður yfir heiðar og hafði í hyggju að helga sig búskap í Auðbrekku. „Ég ætlaði að einbeita mér að búskap og hætta þar með öllum afskiptum af félagsmálum. Ég ásetti mér að fara ekki einu sinni á hreppsfundi til þess að lenda ekki í hreppsnefnd. Árið 1965 fór ég þó á Mjólkursamlagsfund KEA, ekki til þess að tala heldur til þess að hlusta. Þá var til umræðu mjög viðkvæmt mál, innvigtunargjald á mjólk. Ætlunin var að leggja 50 aura á hvern innlagðan mjólkurlítra. Þetta var auðvitað ekkert annað en skerðing á kaupi bóndans og undraðist ég litla andstöðu bænda við gjaldinu. Ég bað því um orðið, eiginlega án þess að átta mig á því, og hélt ræðu um málið. Að loknum flutningi hennar tóku fleiri til máls og í ljós kom að afstaða manna var sú sama og mín. Sam- þykkt var tillaga um að kjósa fjögurra manna nefnd sem skyldi reyna að ná samstöðu með öðrum sýslum um að hrinda gjaldinu. Síðar var haldinn stór fundur um málið á Hótel Sögu og var ég meðal annarra valinn til þess að fylgja málinu eftir fyrir hönd Eyfirðinga. Niðurstaðan var sú að hætt var við innvigtunargjaldið. Hvort þetta mál hafði áhrif á að ég var síðar fenginn til þess að fara í fram- boð skal ósagt látið. Það er ákaflega erfitt að dæma um hver er orsök eða afleiðing af hinu eða þessu.“ Blessaður láttu ekki svona Stefán! Á haustdögum árið 1966 var efnt til fundar í Framsóknar- félagi Eyjafjarðar. Sérstök framboðsnefnd hafði lagt til að efnt yrði til skoðanakönnunar á þessum fundi, um hverja menn vildu fá í framboð í kosningunum 1967. Fyrir fund- inum lá bréf frá Hirti E. Þórarinssyni á Tjörn í Svarfaðar- dal, sem skipaði fjórða sæti á lista Framsóknar í kosning- unum 1963, um að hann gæfi ekki kost á sér við komandi kosningar. Þá lá það og í loftinu að þáverandi þingmaður flokksins, Karl Kristjánsson, myndi láta af þingmennsku. Þannig þótti sýnt að þriðja sætið á framboðslistanum losn- aði, en í samræmi við þágildandi reglur fluttust kandídatar úr öðru og þriðja sæti, þeir Gísli Guðmundsson og Ingvar Gíslason, upp um eitt sæti og vermdu því tvö efstu sæti listans. „Ég var ekki ginnkeyptur fyrir skoðanakönnun á þessum fundi en féllst á að menn skrifuðu einhver nöfn á lista sem síðan yrði afhentur framboðsnefnd. í þessari nefnd voru þeir Jón Jónsson á Böggvisstöðum, Kristinn á Arnarhóli og Ármann Þórðarson í Olafsfirði. Þeir komu til mín eftir talninguna og tjáðu mér að ég og Jón í Villingadal hefðum hlotið flest atkvæði. Þeir höfðu eftir Jóni að hann myndi styðja mig til framboðs ef ég gæfi kost á mér. Ég sagði þremenningunum að ég væri fráhverfur þingsetu og ef þeir fyndu einhvern eyfirskan bónda til þess að fara í framboð myndi ég styðja hann. Ef þeir hins vegar fyndu hann ekki vildi ég fá að hugsa mig um í hálfan mánuð eða svo. Á þessum vikum hvöttu mig ýmsir til þess að láta undan. Meðal annars man ég það að Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, sagði við mig: Blessaður láttu ekki svona Stefán. Þú veist að við fáum ekki neinn annan eyfirskan bónda til þess að gefa kost á sér. Segja má að eitt af því sem ég setti fyrir mig með fram- boð hafi verið sú staðreynd að ég hafði ekki notið mikillar skólagöngu. Mér fannst því að ég hlyti að standa illa að vígi innan um lögfræðingastóðið á Alþingi. Ég hef hins vegar komist að allt annarri niðurstöðu, reynslan hefur kennt mér allt annað. Skóli lífsins er ennþá nauðsynlegri en lang- skólanám. Til þess að sitja á Alþingi þurfa menn að þekkja slagæðar þjóðfélagsins. Hins vegar hefur það vissulega háð mér að ég er ekki tungumálamaður. En það verður ekki á allt kosið.“ Fjöbniðlar rugla fóik í ríminu Eftir miklar bollaleggingar ákvað Stefán að taka sæti á lista Framsóknar í kosningunum 1967. Og inn á Alþingi fór hann sem þriðji þingmaður flokksins á Norðurlandi eystra og náði í skottið á viðreisnartímabilinu, því fræga tíma- skeiði í stjórnmálasögunni sem kennt er við völd krata og Sjálfstæðisflokks. Þá var hart deilt á þinginu, ekki síður en nú. Stefán minnist margra pólitískra höfðingja þeirra* ára. „Alþingismenn þessara ára voru menn sem stóðu mun nær atvinnulífinu en nú. Þar má t.d. nefna Ingólf landbúnaðar- ráðherra á Hellu, Magnús á Mel, Sigurð í Vigur og Gísla Guðmundsson. Ég minnist þess að fyrsta kjörtímabilið mitt skaut ég mikið á Ingólf og Gylfa Þ. Gíslason. Þetta gekk svo langt að Ingólfur kveinkaði sér og gekk jafnvel úr þingsalnum þegar ég bað um orðið. Hann hvorki talaði við mig eða tók undir kveðjur mínar eftir hörðustu rimmurnar. Gylfi tók þessu hins vegar öðruvísi. Hann kom hlæjandi til mín eftir slíkar orrahríðir. Um þetta gerði ég vísu sem ég fór með í þingveislu: Ingólfur á Hellu hefur/hátt og þykist öllu ráða./Undan honum Gylfi grefur/gröf sem nægir fyrir báða.“ Stefán sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn samfleytt til loka kjörtímabils árið 1987. Auk kosninganna árið 1967 háði hann fimm sinnum kosningabaráttu undir merki þess flokks, árið 1971, 1974,1978, 1979 og 1983. Stefán segir að baráttuaðferðir Framsóknarflokksins hafi breyst mikið á þessum árum í takt við breyttan bakgrunn forystusveitar hans. Gott dæmi um þessar breyttu áherslur segir hann mismunandi „gleraugu" formanna flokksins í gegnum árin. Þannig hafi Hermann Jónasson horft á landið frá Ströndum, Eysteinn Jónsson frá Austurlandi, Ólafur Jóhannesson úr Skagafirðinum og Steingrímur Her- mannsson frá Vestfjörðum í fyrstu en síðar frá Arnarnes- inu. Stefán segir flokksforystu Framsóknarflokksins stefna að því að höggva á gömul tengsl við strjálbýlli byggðir landsins. Hann segist telja þetta misráðið hjá flokknum og bætir síðan við: „Þeir menn sem ekki hafa tilfinningu fyrir óréttlætinu í þjóðfélaginu eiga ekki heima á Alþingi. Pólitík er barátta um leiðir, barátta um að jafna aðstöðu- muninn í þjóðfélaginu, barátta fyrir því að ekki sé troðið á einstaka hópum í þjóðfélaginu. Það er umhugsunarvert að meirihluti tekur slíku með tómlæti. Kannski eru það fjöl- miðlarnir sem rugla fólkið svo í ríminu að það hugsi ekki sjálft lengur. Því miður hef ég á tilfinningunni að málum sé nú svo komið. Ríkisfjölmiðlarnir eiga að vera hlutlausir en eru það ékki, langt frá því. Það er ekki frétt ef menn segja eitthvað jákvætt. Það er einungis frétt ef menn misstíga sig á einhvern hátt. Það er beinlínis leitað eftir því. Sumir fréttamenn ríkisfjölmiðla leggja marga menn, þ.á m. mig, í einelti. Þessu hefur fólk tekið eftir að undanförnu. Útvarpsráði berst fjöldi kæra. Það bendir allt til þess að þar ráði pólitík ferðinni en ekki hlutleysi.“ „Aftökufundurinn“ á Húsavík Húsavíkurfundurinn frægi, þar sem Stefán hélt aftöku- ræðuna eftirminnilegu, markaði tímamót á pólitískum ferli hans. Hann segir forystusveit Framsóknarflokksins hafa borið stærsta ábyrgð á því hvernig mál þróuðust, þ.e. að hann sagði skilið við flokkinn og bauð fram undir nafni Samtaka jafnréttis og félagshyggju. „Ég ber engan kala til þeirra manna sem að þessu stóðu. Ég taldi þá og tel enn að þeir hafi verið skammsýnir. Leiðir skildu vegna þess að ég hafði aðrar skoðanir en þeir,“ segir Stefán. Hann segir áðurnefnda ræðu á Húsavíkurfundinum hafa verið undir- búna, það hafi vart farið framhjá neinum. „En ég var þá ekki farinn að undirbúa framboð Samtaka jafnréttis og félagshyggju. Það voru aðrir sem sögðu mér að til þess gæti komið. I kosningunum árið 1983 urðu sumir varir við svip- aða andstrauma í minn garð. Þá orðuðu nokkrir minna stuðningsmanna sérframboð. Ég svaraði þeim þannig að til þess kæmi ekki, við skyldum bara hafa hægt um okkur.“ Stefán telur að stærsta skýringin á því að flokksforysta Framsóknarflokksins hafi unnið á móti sér, eins og hann orðar það, sé sú að hann hafi alltaf reynst henni erfiður. „Ég hef mínar skoðanir og fylgi þeim eftir. Kannski sýndi ég forystunni of mikla tillitssemi. Ég hefði kannski átt að vera miklu harðari," segir hann og heldur síðan áfram: „Það hefur mikið verið reynt að fá mig aftur til liðs við Framsóknarflokkinn. Þetta hefur verið orðað við mig í fullri alvöru. Það er hins vegar þýðingarlaust." Stefán segir það ásetning sinn og sinna stuðningsmanna að bjóða fram í næstu kosningum. Vilji sé fyrir því að stilla upp framboðslista í öllum kjördæmum landsins. Hann seg- 19. nóvember 1988 - DAGUR - 11 Texti: Óskar Þór Halldórsson Mynd: Jóhann Ólafur Halldórsson „Málið er það að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar komst aldrei á laggirnar. Það voru stjórnarmyndunarviðræður í gangi allan þann tíma sem hún sat. Hún náði aldrei tökum á málum, endu snéru flest markmið hennar öfugt. Málefn- um þjóðarinnar var þannig komið, að við blasti lokun fjöl- margra fyrirtækja. Ég vildi ekki bera ábyrgð á því. Ég vildi fá ríkisstjórn sem tæki strax á bráðum efnahagsvanda og láta síðan reyna á hvort hún tæki á öðrum málum. En til þess að við getum áfram stutt þessa ríkisstjórn verður hún að sýna réttlæti. Svona samsett ríkisstjórn og með jafnlít- inn meirihluta og raun ber vitni kemur ekki fram málum nema hún sýni réttlæti. Ef hún sýnir það þarf hún engu að kvíða.“ Með puttana á sjóðakerfinu Þingmaðurinn frá Auðbrekku er oft sagður fremstur meðal fyrirgreiðslupólitíkusa á Alþingi. Bent er á að hann geti komið sínu fram vegna lykilaðstöðu í stjórnum hinna og þessara lánastofnana og sjóða. Og víst er Stefán í mörgum áhrifastöðunum í kerfinu. Nægir þar að nefna formennsku í bankaráði Búnaðarbankans, sæti í stjórn Byggðastofnun- ar og formennsku í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins. Þá má ekki gleyma hinum nýja Atvinnutryggingasjóði útflutningsgreina, en formennska í stjórn hans kom í hlut Samtaka jafnréttis og félagshyggju. Gunnar Hilmarsson, einn af dyggum stuðningsmönnum Stefáns, gegnir for- mennsku í stjórn sjóðsins auk þess að vera eini starfsmaður hans. Gárungarnir voru fljótir að upphugsa nýtt nafn á Atvinnutryggingasjóð. Þeir kalla hann einfaldlega Auð- brekku. Skýringar ættu að vera óþarfar. Að sama skapi hefur Stefán verið uppnefndur yfirmaður Spilverks sjóð- anna. Stefán fer ekki dult með það að hann hafi leitast við að komast í þá aðstöðu í kerfinu að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum sem kostur er. „Eins og þjóðfélagið er þarf að ráðleggja einstaklingum og atvinnurekstri vegna þess mis- réttis sem er í þjóðfélaginu. Sagt er að ég sé með puttana á sjóðakerfinu og hafi lykilaðstöðu. Hvað er lykilaðstaða? Ég fylgist með en ræð ekki. Ég hef aðstöðu til þess að fylgj- ast með því hvort menn sitji ekki við sama borð og reyni að koma í veg fyrir að troðið sé á fólki. Ég er í stjórnmálum fyrst og fremst til þess að hafa áhrif á að þjóðféíagið þróist til betri vegar. Ef ég hef ekki aðstöðu til þess hef ég ekkert að gera í pólitík. Ef fólk er að missa íbúðir sínar eða atvinnurekstur þess að stöðvast, þá reyni ég að liðsinna því eins og kostur er. Því miður get ég það ekki nema í ein- staka tilfellum. Margir tala um að ég hafi góða aðstöðu. Hvernig stendur á því? Ég sagði við Borgaraflokkinn, Kvennalistann og Alþýðubandalagið að ég skyldi kjósa með þeim í nefndir ef ég fengi setu í stjórn Byggðastofnun- ar. Það var orðið við þessu. Þetta var ekki ósk mín, þetta var ósk minna stuðningsmanna.“ Eins og áður hefur komið fram gerir Stefán ráð fyrir framboði hans manna í næstu kosningum í öllum kjördæm- um landsins. Þeirri spurningu er þó ósvarað hvort hann hyggst sjálfur fara í framboð? Stefán hugsar sig eilítið um þegar þessi spurning er borin upp en segir síðan: „Það hef- ur verið lögð mikil áhersla á það af hálfu einstaklinga úr öllum kjördæmum, sem vilja stuðla að framboði í næstu kosningum, að ég haldi áfram. Þeir telja að framboðið standi og falli með því. Margt af þessu fólki telur sig ekki hafa reynslu á sviði stjómmálanna, hvorki í vinnubrögðum eða málafylgju. Þó hafa nokkrir reynslu af sveitarstjórnar- málum en þjóðmálaumræðan er þeim að nokkru leyti ný. Ég gerði ráð fyrir því fyrir ári að ég færi ekki fram í næstu kosningum en ég er búinn að segja það að ef fólk tel- ur að okkar málstað sé betur komið á framfæri með því að ég fylgi honum eftir, og ef heilsa mín leyfir, þá mun aldur minn ekki hamla því. Ef það fólk sem leitað hefur eftir mínu framboði verður sama sinnis þegar þar að kemur, þá held ég að sé enginn vafi að ég verði við óskum þess.“ óþh ir það ekki endilega sjálfgefið að framboðið verði undir merki Samtaka jafnréttis og félagshyggju, málefnasamn- ingur og markmið séu aðalatriðin, ekki merkið. Stefán seg- ir fréttir um viðræður milli hans samtaka, Þjóðarflokks og Borgaraflokks um sameiginlegt framboð í næstu kosning- um vera rangar. „Ég hef aldrei staðfest að Borgaraflokkur- inn sé aðili að viðræðunum. Við höfum verið að ræða við menn úr öllum flokkum, þ.á m. fjölda framsóknar- og alþýðubandalagsmanna. Ég skal ekki segja um til hvers þessar viðræður leiða en það má slá því föstu að boðið verði fram í næstu kosningum á svipuðum nótum og Sam- tökin buðu fram á Norðurlandi eystra í síðustu kosningum. Við leggjum áherslu á landsbyggðarmál og þá sem standa höllum fæti í þessu þjóðfélagskerfi. Ég get sagt með vissu að Reykjavík verður ekki síðasta kjördæmið þar sem við bjóðum fram. Mér er nær að halda að það verði þriðja eða fjórða í röðinni. í Reykjavík er stór kjarni sem fylgir okkur að málum, alls konar fólk. Ég get nefnt að Tómas Gunnars- son, hæstaréttarlögmaður, var allan tímann með okkar samtökum í ríkisstjórnarmynduninni." Stefán segist ekki geta gert sér grein fyrir því hvar á landinu hann og málstað- ur samtaka hans njóti mesta stuðnings kjósenda. „Ég átta mig ekki á því hvort Norðurland eystra verður áfram höfuðvígið. Mér er tjáð að ef vel tækist til með framboð á Vestfjörðum værum við nær því að ná þar inn tveimur mönnum en einum. Þá er mér kunnugt um miklar hreyfing- ar á Austurlandi. Til hvers þær leiða skal ég ekki segja um en þar eru menn úr öllum flokkum að ræða málin, m.a.s. menn úr forystusveitum hinna flokkanna." Sterkari án ráðuneytis Óneitanlega vekur athygli hversu ríka áherslu Stefán og hans stuðningsmenn leggja á komandi kosningar. Skýring- in er einföld, að hans sögn. „Mér hefur ekki dottið í hug að þessi ríkisstjóm lifi út þetta kjörtímabil," segir hann. „Hefði ég álitið það geri ég ráð fyrir að ég hefði ekki fengið stuðning minna umbjóðenda fyrir þeirri ákvörðun að taka ekki ráðuneyti samgöngumála í núverandi ríkisstjórn. Því er ekki að neita að margir voru ósáttir við þessa ákvörðun en rökin fyrir henni eru þau að það er erfitt að að vera í ráðherrastól á sama tíma og verið er að undirbúa kosning- ar. Auðvitað var mikil andstaða hjá mörgum þingmönnum Framsóknar- og Alþýðuflokks við að ég settist í stól sam- gönguráðherra. En þeir reiknuðu málið skakkt. Auðvitað er ég sterkari í þessari aðstöðu en að vera með eitthvert ráðuneyti, svelt af fjármagni." Stefán segir allt benda til þess að ríkisstjórnin sitji ein- ungis fram á vor eða þangað til að verðstöðvunartímabilinu lýkur. Hann segist óttast að „þá verði komið svo mikið í pípurnar“ að verðbólgan fari aftur af stað með nokkrum hraða. Þá bendir Stefán á að rikisstjórnin hafi nauman meirihluta á þingi og því verði erfitt að koma málum fram. Og þá má að hans sögn ekki gleyma blikum á lofti um sam- starfið í ríkisstjóminni. Þar vísar Stefán til breyttrar afstöðu utanríkisráðherra til atkvæðagreiðslu hjá Samein- uðu þjóðunum svo og hugmynda hans um varaflugvöll NATÓ í Aðaldal. „Þetta er auðvitað sprengja og kemst aldrei fram í þessari ríkisstjórn," segir hann. Vegna þess hve ríkisstjórnin hefur nauman meirihluta á þingi er hvert atkvæði stjórnarliða bráðnauðsynlegt. Indriði G. Tímaritstjóri hefur orðað það svo að ríkisstjórn- in samanstandi af þremur flokkum og einum Stefáni. Það má kannski til sanns vegar færa. Stefán er fjórða hjólið undir ríkisstjómardrossíunni og hefur þannig mikil völd, eða hvað? „Ég gæti haft þau, en hins vegar hefur mér aldrei dottið í hug að misnota aðstöðu mína. En hins vegar er það ekkert launungarmál að við viljum fá einhver viðbrögð í þá átt að jafna aðstöðumuninn og kjörin í landinu. Það er ljóst að það verða ekki stór spor stigin en við viljum þó fá einhver viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Hvað sem ég segi og geri stendur ríkisstjómin og fellur með því hvort hún kem- ur fjármagnskostnaðinum niður. Því neðar sem við komum honum því minna þarf að fella gengið. Ef gengið verður fellt um 10-15% sjáum við að ríkisstjómin hefur ekki tök á málum. Ef stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar hafa ekki skilning á þessu verður að kjósa f vor. Það verður sennilega gert hvort sem er.“ Af þessum orðum Stefáns sýnist mega ráða að í huga hans sé mikill efi um ríkisstjórnarsamstarf undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Sú spurning vaknar því af hverju hann og stuðningsmenn hans í Samtökum jafnréttis og félagshyggju hafi ákveðið að styðja þessa ríkisstjórn?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.