Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - 19. nóvember 1988 poppsíðan Umsjón: Valur Sæmundsson. „Hljómar alveg eins og hún átti að hljóma - alveg eins og við vildum“ - segja konungar „speed-metalsins“ um nýjustu afurð sína Þreyttir en ánægðir Metallicumenn, eftir að hafa útdeilt réttlætinu. Það er nokkuð viðurkennt i rokk- heiminum að hljómsveitin Metallica sé fremst meðal þeirra hljómsveita sem leika svokallað „speed-metal“. Það er því um að gera að veita henni ofurlítið rými hér í dálknum. Metallica sendi nefnilega frá sér nýja plötu fyrr í haust. Aður hafði sveitin gefið út einar þrjár skífur eftir því sem ég kemst næst. En nýja platan er hér til umfjöllunar, hún heitir... And justice for all og mein- ingin er að skyggnast inn í hljóðver- ið þar sem platan var tekin upp og fræðast um hvernig gripurinn varð til. í sambandi við hljóðver, þá eru margar hljómsveitir haldnar þeirri áráttu að taka plöturnar upp á ein- hverjum óvenjulegum stöðum, „til að finna rétta andann", en þeim í Metallica er alveg sama í hvaða hljóðveri þeir vinna. „Það skiptir engu máli hvort við tökum upp í Kaupmannahöfn, Los Angeles eða Reno. Þetta er ekkert nema puð og enginn tími til að skemmta sér eða slappa af. Við erum í stúdíóinu 26- 27 tíma á dag (!) og fáum kannski tækifæri til að skreppa út til afslöpp- unar á fjögurra vikna fresti. Fáum okkur þá léttan drykk og spjöllum saman. Að öðru leyti er þetta stöð- ugt púl,“ útskýra þeir, og bæta því við að það sé lítið „speedy" þegar þeir eru að taka upp þessi annars „speedy“ lög. Svona til fróðleiks. „Við viljum endilega halda í góða hluti eins og t.d. upptökustjórann okkar, Flemming Rasmussen. Hann starfaði með okkur þegar við hljóðrituðum plötumar Master of Puppets og Ride the lightning í Danmörku og hann kláraði ... And justice for all með okkur í Los Angeles núna. En það var Mike Clink, sá sem tók upp Guns ’N Ros- es plötuna, sem byrjaði. Þannig var mál með vexti að þegar við tókum upp Master of puppets plötuna, þá höfðum við bókað stúdió og upp- tökustjóra löngu fyrirfram. Þegar síðan tíminn kom, þá vorum við engan veginn reiðubúnir með efni og allt saman dróst þetta von úr viti. Það tók í það heila um fjóra mánuði að semja lögin á þá plötu, þannig að við höfum vaðið fyrir neðan okkur þegar við undirbjuggum nýju plöt- una. En það merkilega gerðist, þeg- ar við byrjuðum að semja þá kom þetta allt á færibandi og við vorum búnir með efnið langt á undan áætl- un og vorum tilbúnir að fara í hljóð- ver um miðjan janúar sl. En Flemm- ing var hins vegar ekki laus fyrr en í mars. Þá var ákveðið að Mike Clink myndi vinna með okkur til að byrja með. Mike stóð sig með prýði en þegar Flemming kom, þá sáum við að það er einungis einn maður sem getur tekið upp Metallicu-plötu. Vinnubrögð okkar í stúdíói eru svo gjörsamlega frábrugðin vinnubrögð- um annarra hljómsveita. Við höfum afskaplega spes sánd og reynum að ná eins miklu af því og kostur er. Flemming er eini maðurinn sem getur þaö. Það er undarlegt að hugsa til þess að hljómsveit eins og Metallica sem reynir að hljóma eins „live“ og hægt er, er eins „unlive” í hljóð- veri og hugsast getur. Hvert hljóð- færi er tekið upp algjörlega sér, og það er ekki heiglum hent að koma þessu saman í sæmilega hrátt form. Með öðrum orðum þarf að samræma tvö sjónarmið, að skapa tónlistarlega þétta plötu, án þess að glata hinum eina sanna neista, líf- inu í tónlistinni. Enda tókum við okk- ur allan þann tíma sem við þurftum við vinnsluna, til að fá plötuna til að hljóma nákvæmlega eins og við vildum. Og okkur finnst að það hafi tekist,” segja þeir Metallicumenn, drjúgir yfir afrakstrinum af þrotlausri vinnu. Þegar ég lít yfir greinina sé ég að tilvitnunin varð mun lengri en eðli- legt getur talist og þess vegna verð- ur punkturinn að koma hér. Allt það sem þig langaði ekki að vita um Bros - nokkrar fánýtar staðreyndir Glæsilegir ungir menn, frábærlega dressaðir og ábyggilega mjög vel dann- aðir líka. Fullkomnir. Tríóið Bros hefur notið afskaplega mikilla vinsælda að undanförnu, sumum til mikils ama en öðrum til ánægju, eins og gengur. Það er þvi tilvalið að fræðast dulítið um pilt- ana, sem eru, auk þess að vera saman í hljómsveit, bræður og frændur. Þ.e.a.s. tveir eru bræður og sá þriðji er frændinn. Eitthvað svoleiðis. En vindum okkur þá í ýmsar skemmtilegar staðreyndir um Bros. • Matt sagði í ensku blaði fyrir skömmu að hann færi aldrei á klósett. Hann hefði einfaldlega ekki tíma. Ummæli þessi vöktu mikla athygli og fengu sumir aðdáendur Brosara gífurlegt sjokk og vart hug- að andlegt heilbrigði í bráð... • Allir piltarnir, Luke, Craig og Matt kyssa hver annan (líka á myndum). Raddir hafa heyrst um það að þeir séu „hinsegin" en sumir taka ekki svo djúpt ( árina og segja að þeir séu svo vingjarnlegir hver við annan vegna þess að þeir eru jú náskyldir. Hinn hópurinn segir að það geri málið einmitt mun alvarlega... • Alla dreymir piltana um að geta verið ósýnilegir, „til að geta gengið frjálsir um göturnar,” eins og þeir segja. En að auki vill Matt geta flogið. Min skoðun er hins vegar sú, að það sé einum of glannalegt að fljúga ósýnilegur um loftin blá, bað- andi út handleggjunum og með ekk- ert stél. Eða hvað finnst ykkur... • Enginn af Bros-piltunum er með bringuhár og þeir verða hugsjúkir þegar þeir hugsa mikið um það ef þeir stæðu á sviði frammi fyrir aðdáendum George Michael, sem eru ýmsu óvanir þegar bringuhár eru annars vegar... • Alkóhólneysla. Matt segir að hann hafi ekki bragðað áfengi í 7 mánuði. Luke kveðst hafa drukkið töluvert áfengi að undanförnu en án þess að verða fullur. Craig segir aft- ur á móti að allir þrír séu þeir fullir að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. Confused? Það eru eflaust fleiri.... • Nafnið á hljómsveitinni, Bros, er nafn sem einn kennara piltanna fann á þá. Myndir þú nokkurn tím- ann nefna hljómsveit sem þú værir í, nafni sem kennarinn þinn hefði fundið upp á? Ekki ég heldur... • Brosarnir kaupa fötin sín í París. „Það er svo gott tilboðsverð á mörg- um smart fötum þar,“ segir Luke. Um daginn náði hann líka í leður- jakka, hvers verð hafði verið lækkað í 50 þúsund kall... • Að lokum: Matt þolir ekki stúlkur sem tala mikið og getur hreinlega orðið veikur. Ef þú, lesandi góður, værir tælandi stúlka (sem þú kannski ert) og vildir gera Matt grikk, þá gengur þú bara til hans og spyrð hvort hann langi ekki til að verða pabbi fljótlega (og blikkar hann um leið). Þú getur verið viss um það að það þarf að bera hann meðvitundarlausan út í limósin- una... Sæti Vinsældalistar Hljoðbylgjan - vikuna 12/11-19/11 1988 Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (2) l'm gonna be The Proclaimers 2. (3.) (2) Cocomo The Beach Boys 3. (4.) (4) Where did I go wrong UB-40 4. (6.) (3) Domino dancing Pet Shop Boys 5. (5.) (4) De smukke unge mennesker Kim Larsen og Bellami 6. (8) (2) Je ne sais pas pourqoui Kylie Minogue 7. (9.) (3) Desire U2 8. (19.) (2) Groovy kind of love Phil Collins 9. (N) (1) The harder I try Brother Beyond 10. (2.) (6) When it’s love Van Halen Rás 2 - vikuna 11/11-18/11 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (2.) (3) l’m gonna be (500 miles) The Proclaimers 2. (1.) (10) Groovy kind of love Phil Collins 3. (4.) (8) De smukke unge mennesker Kim Larsen 4. (3.) (7) Don't worry, be happy Bobby McFerrin 5. (10.) (3) Handle with care ... Traveling Wilburys 6. (8.) (3) The harder I try Brother Beyond 7. (6.) (7) Where did I go wrong UB-40 8. (5.) (10) Cocomo Beach Boys 9. (7.) (5) Desire U2 10. (11.) (4) Wild wild west íslenski listinn - vikuna 12/11-18/11 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (8) Cocomo Beach Boys 2. (3.) (4) I’m gonna be 500 miles Prodaimers 3. (2.) (9) Dont worry, be happy Bobby McFerrin 4. (6.) (9) Groovy kind of love Phil Collins 5. (4.) (9) Where did I go wrong UB-40 6. (5.) (6) Desiree U2 7. (7.) (7) Push it Salt'n'peppa 8. (13.) (7) Thetwist Fat Boys 9. (19.) (3) Wild west Escape Club 10. (N) (1) Two hearts Phil Collins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.