Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 8
% -"ÖAGDR - 'rö' nötöiffib'éK 1988
Aðalfundur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis:
Ekkí óeðlilegt að finnast
maður vera að missa vitið
- Sr. Sigfmnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur
með gestafyrirlestur um sorgina
Aðalfundur Krabbameinsfélags
Akureyrar og nágrennis verð-
ur haldinn á Hótel KEA á
mánudaginn kemur, 21. nóvem-
ber og hefst kl. 20.30. Þennan
dag verður Krabbameinsfélag-
ið einmitt 36 ára gamalt, en
segja má að starfsemi þess
hafi tekist fjörkipp á síðast-
liðnu ári. Félögum hefur fjölg-
að gífurlega mikið en þeir
eru nú orðnir um 1400 talsins,
sem gerir Krabbameinsfélag
Akureyrar og nágrennis að
stærsta aðildarfélagi Krabba-
meinsfélags Islands.
í byrjun aðalfundar verða
venjuleg aðalfundarstörf, en þá
tekur við gestafyrirlesari
kvöldsins, sr. Sigfinnur Þorleifs-
son sjúkrahúsprestur. Sr. Sig-
finnur hefur starfað mikið með
félögum í samtökum um sorg og
sorgarviðbrögð og heimsótti
hann m.a. Akureyri á síðasta ári
þegar samtökin voru kynnt þar.
Sorgarviðbrögð sterk og
rísa hátt
Dagur sló á þráðinn til séra Sig-
finns og forvitnaðist um hvað
hann ætlaði að fjalla á fundinum.
„Ég mun fjalla almennt um sorg-
ina og hvernig fólk bregst við
missi. Það eru nefnilega sömu
þættir sem einkenna viðbrögð við
mismunandi missi t.d. heilsu-
missi, stöðumissi, eða ástvina-
missi. Þau viðbrögð sem fólk
finnur fyrir eru fullkomlega eðli-
leg, en fyrir þá sem ekki hafa
reynt - eru þau sterk og rísa
hátt.“
Sr. Sigfinnur sagði það ekki
óeðlileg viðbrögð að finnast mað-
ur vera að missa vitið. Það geti
farið svo að fólk festist í því
ástandi og lendi í ógöngum, en
þá þarf það nauðsynlega á utan-
' aðkomandi aðstoð að halda.
Hann ætlar að minnast á helstu
kenningar og nefna nöfn fræði-
manna sem fjallað hafa um þetta
málefni.
Aðspurður um hvernig við-
brögð hann hafi fengið við erind-
um sem þessum sagðist hann
telja þau hafa verið góð. „Ég er
prestur og veit hvenær hlustað er
á mig. Þegar þessi erindi hafa
verið flutt, heyri ég að vel er
hlustað og tek ég það sem stað-
festingu á sterkum viðbrögðum.
Ég vona að sem flestir mæti,
þ.m.t. fólk sem hefur upplifað
sorgina. Þá eru þarfir þeirra sem
eiga e.t.v. ástvini á sjúkrahúsi
ekki síðri en sjúklinganna
sjálfra."
- Nú hefur umræða um sorg-
ina ekki verið opinbert umræðu-
efni fyrr en nýlega, á þetta erindi
upp á yfirborðið?
„Þetta er bara eitt af því sem
hefur verið að gerast í heilbrigð-
ismálum hérlendis, þ.e. öll
umræða stefnir á þessa braut sem
leiðir m.a. til þess að einangrun
fólks á sjúkrahúsum er að ljúka.
Umræða um sorgina á erindi til
allra því þetta er bara einn af
þeim þáttum sem fylgja lífinu."
Gífurleg fjölgun félaga
Krabbameinsfélag Akureyrar var
stofnað 21. nóvember 1952,
þremur árum eftir að Krabba-
meinsfélag Reykjavíkur var
stofnað og ári eftir að Krabba-
meinsfélag íslands var stofnað.
Það var svo ekki fyrr en 1968 að
skipulögð leit að leghálskrabba-
meini hófst á Akureyri og stóð
félagið fyrir henni til ársins 1979,
að Heilsugæslustöðin tók við.
Síðan var starfsemi félagsins í
lægð þar til á síðasta ári, að
ákveðið var á aðalfundi að rífa
félagið upp. Var það gert af mikl-
um krafti, nafni þess breytt í
Krabbameinsfélag Akureyrar og
birgðir
Umræða um sorgina á erindi tii alira, því þetta er bara einn af þeim þáttum
sem fylgja lífinu. Mynd: tlv
nágrennis til þess að sameina
Eyfirðinga í eitt félag og styrkja
starfsemina þar með.
Starfsemi félagsins var víðtæk
á síðasta ári. Haldnir voru 11
fræðslufundir á vegum félagsins
fyrir utan stjórnarfundi. Þá hófst
markviss söfnun nýrra félaga og
stendur enn. Gífurleg fjölgun
félaga hefur átt sér stað á þessum
tíma, en um áramótin 1987-1988
voru 500 manns skráðir í félagið.
A aðalfundi Krabbameinsfélags
fslands í vor, voru þeir orðnir
1350 talsins. í vetur verður
fræðslustarfseminni og félaga-
söfnun haldið áfram af krafti með
fundahaldi og er næst stefnt að
því að heimsækja svokallaða
„karlaklúbba", þ.e. Lions,
Rotary o.s.frv.
Synir kvenna og flestir
giftir þeim
Halldóra Bjarnadóttir er nýráð-
inn starfsmaður Krabbameins-
félags Akureyrar og nágrennis.
Hún er í 60% starfi, en hér er um
tilraunaráðningu að ræða í 9
mánuði. Halldóra hefur, ásamt
Jónasi Franklín formanni
Krabbameinsfélagsins staðið fyr-
ir fræðslufundunum, en þar hafa
þau flutt fyrirlestra um breytinga-
skeiðið; Jónas um konurnar og
Halldóra um karlana.
Halldóra sagði í samtali við
Dag, að karlmenn þurfi ekki síð-
ur að fræðast um breytingaskeið
kvenna en konurnar sjálfar.
„Þeir eru jú synir kvenna og flest-
ir giftir þeim. Það er lítið til um
„Breytingaskeið karla" á prenti
þótt undarlegt megi virðast. Karl-
menn hafa hingað til aðallega
fundið sig knúna til að skrifa um
annað breytingaskeið, nefnilega
breytingaskeið kvenna,“ sagði
hún. Halldóra sagði að í stuttu
máli kæmi hún inn á í fyrirlestr-
inum einkenni, hugsanlegar ástæð-
ur og hinn fræga „gráa fiðring".
Getuleysi nánast alltaf
tengt streitu
„Miðaldra karlmenn eru margir
hræddir við að missa „sjarmann“
þegar hárunum fækkar og þeir
þykkna um miðjuna. Aðrir hafa
áhyggjur af uppkomnum
börnum,‘öldruðum foreldrum og
ógnun eftirlaunaaldursins.
Bandarískur læknir, Kupperman
skilgreinir breytingaskeiðið sem
dvínandi virkni eistnanna af lík-
amlegum orsökum. Þá geti það
einkennst af getumissi, svitakófi
og taugaveiklun, en getuleysi er
nánast alltaf tengt streitu eða of
miklu vinnuálagi, þótt það vanda-
mál geti líka verið af líkamlegum
toga. Hræðsla við að missa get-
una getur t.d. leitt til getuleysis í
lengri eða skemmri tíma.“ Þá
ræðir Halldóra um gráa fiðring-
inn en það hugtak er gjarnan not-
að um karlmenn sem upp úr fer-
tugu fara að huga meira að útliti
sínu en áður, verða frjálslegri í
klæðaburði og sækjast eftir ástar-
samböndum við sér yngri konur.
Eftir fræðsluerindin gefst fólki
kostur á að spyrja nánar út í efni
þeirra. „Það eru alltaf mjög líf-
legar umræður. Um daginn vor-
um við hjá Roundtable klúbbun-
um á Akureyri og þeir buðu kon-
unum sfnum með á fundinn. Það
var svo gaman á fundinum og þar
kom svo skemmtilega í ljós hvað
karlmenn spyrja öðruvísi. Þeir
eru stórskemmtilegir og spyrja
svo eðlilega um hluti sem þeir
hafa ekki hugmynd um en langar
að vita.“
Verða pirraðir og argir
- Eru karlmenn ekki móðgaðir
þegar fjallað er um breytinga-
skeið karla sem þeir viðurkenna
fæstir að sé til?
„Já, það eru sumir sem viður-
kenna alls ekki að þetta sé til, en
aðrir eru ekki hræddir við að
viðurkenna það. Karlmönnum er
bara tamt af uppeldislegum
ástæðum að tala ekki um svona
hluti. í þeim greinum sem ég hef
lesið, er litið á breytingaskeið
kvenna sem eðlilegan hlut, en
breytingaskeið karla sem sjúklegt
fyrirbæri. Auðvitað er misjafnt
hvort menn upplifa þetta tímabil
sterkt, nákvæmlega eins og hjá
konunum. Þær upplifa sitt breyt-
ingaskeið á mjög mismunandi
máta. Þetta kemur bara öðruvísi
fram hjá körlunum - sem meira
stress. Það verða erfiðleikar í
vinnunni, þeir verða pirraðir og
argir. Annars varpa ég boltanum
til karlmanna og spyr; er þetta
staðreynd eða ekki?“
- Hvað er framundan hjá
félaginu?
„Við höldum fræðslustarfinu
áfram og markvissri félagasöfn-
un, en við erum að sanna tilveru-
rétt okkar hér á svæðinu og von-
um að fólk noti sér þá þjónustu
sem upp á er boðið. Éf hópar
óska eftir fyrirlestri um eitthvað
annað en það sem við erum að
fjalla um núna, er það ekkert
vandamál; við þurfum undirbún-
ingstíma og við vitum um lækna
sem eru tilbúnir til þess að koma
og fjalla um hin margvíslegustu
mál. Fyrirlestrarnir fást endur-
gjaldslaust og við erum tilbúin til
að koma nánast hvert sem er.
Þeir sem hafa áhuga geta haft
samband við mig í síma 96-27077
á mánudögum, miðvikudögum
og föstudögum frá 08.00-16.00.“
VG