Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 5
19. nóvember 1988 - DAGUR - 5 Ásgeir Pétur Ásgeirsson, hér- aðsdómari á Akureyri, er í Carmínuviðtali að þessu sinni. Ásgeir er borinn og barnfædd- ur Dalvíkingur eins og fleiri góðir menn. í Carmínu ársins 1964 segir að hann sé fæddur 17. janúar 1944, sonur hjón- anna Þórgunnar Loftsdóttur og Ásgeirs P. Sigurjónssonar, kennara. Að loknu námi við M.A. settist hann í lagadeild í Háskóla Islands. „Við vorum ákaflega samhent- ur hópur á heimavist M. A. í 5. og 6. bekk. Ég var eini Dalvíkingur- inn á vistinni í mínum bekk, með mér voru Siglfirðingar, Sauð- krækingar og aðrir víðar að, auk þess einn Akurnesingur, Þráinn Þorvaldsson, ákaflega traustur maður og „inspector scholae" á þessum tíma. Þórir Dan, skóla- bróðir minn á þessum árum, skrif- aði textann um mig í Carmínu, en við ólumst upp saman til átta ára aldurs í sama húsinu á Dalvík. Þórir er núna prófessor í læknisfræði við Stanford University í Bandaríkjunum. í þá daga var ekki kaffiteríuform á náminu Ég var í heimavist öll árin í M. A. Herbergisfélagi minn þessi fjögur ár var Þór Valtýsson, góður drengur og vinur minn, hann er kennari hér í bæ og mikill skák- maður. Á þessum árum voru menn í skóla til að læra og kom- ast áfram, það var mikill metnað- ur í okkur, held ég, til að standa sigvel. Á sumrin vann ég fyrir náminu hjá útibúi KE á Dalvík, en þar stundaði ég bókhalds- og skrif- stofuvinnu. Þessi sumarvinna var mér mikilvæg því ég kynntist nákvæmnisvinnu og vinnubrögð- um af gamla skólanum. Þetta hefur oft komið sér vel síðar því stundum þarf að sína ýtrustu nákvæmni í vinnubrögðum.“ - Finnst þér markmiðin vera óljósari hjá námsmönnum nútím- ans? „Markmiðin eru kannski ekki óljósari en sú menntun sem við fengum var á hinum gamla, klass- íska grunni, sem átti rætur að rekja alla leið aftur til Bessa- staðaskólans gamla. í máladeild- inni lærðum við mikla latínu og hún var aðalfag okkar. Við lærð- um latínu á hverjum degi, klukkutíma á dag, í þrjá vetur, og það var uppistaðan í tungu- málanámi okkar. Hin málin lærð- um við auðvitað líka en þó var ekki lögð líkt því eins mikil áhersla á þau. Þá var ekki þetta svokallaða kaffiteríuform á skólanámi eins og síðar varð, t.d. skilst mér að með því að fara í meirapróf bifreiðastjóra fái menn einhverja punkta tii stúdents- prófs o.s.frv. Á þessum tíma var búið að sía út með landsprófinu þannig að í menntaskólum var yfirhöfuð töluvert harður kjarni náms- rnanna." - Hvernig gekk þér að læra latínuna? „Mér gekk ágætlega í henni, þótt ég segi sjálfur frá, en ekki meira en það. Eg lagði ekki neina ofuráherslu á latínuna en hafði gaman af henni. Áhugi minn lá frekar til annarra greina, ég hafði og hef t.d. ennþá mikinn áhuga á náttúrufræði og raunar mörgum öðrum greinum. En grunnurinn úr latínunáminu situr eftir. Ég held að það mælti vel færa suint aftur í tímann í skólakerfinu og gera grunn framhaldsmenntunar betri. Ég hef lesið í blöðum um allt að 80% fallhlutfall í lagadeild Háskólans og það segir sig því sjálft að eitthvað er að. Það er ekki hægt að skamma prófessor- ana fyrir þetta heldur hlýtur eitthvað að vera að hjá nemend- unum, það segir sig sjálft." Gluggaði snemma í lagadoðranta - Það er venjan í viðtölum sem þessum að reyna að herma eitthvað upp á þá sem stendur skrifað í Carmínu. Um þig var skrifað að skólafélagar þínir hefðu ekki vitað hvaða fram- haldsnám þú ætlaðir í, en þó er tekið fram að í frístundum hafir þú gluggað í lagadoðranta. „Já, ég held að ég hafi verið þrettán eða fjórtán ára þegar ég var nokkuð ákveðinn í að gerast lögfræðingur. Mig langaði til að fræðast meira um lögin og til að þekkja hvað væri rétt og rangt. Ég taldi að lögfræðin hefði svör við því.“ - Fannst þú svar við spurning- unni um rétt og rangt? „Svör eru alltaf afstæð. Lög- fræðileg hugsun endar alltaf að lokum í heimspekilegum og sið- ferðilegum spurningum. Auðvit- að þarf þjóðfélagið að ganga fyrir ákveðnum leikreglum og það varð manni sífellt ljósara eftir því sem maður komst meira til vits og þroska." - Hér stendur líka skrifað að þú hafir verið mjög virkur í ýms- um félögum? „Já, ég var það á þessum árum. Ég var formaður í málfunda- félaginu Óðni og einhvern tíma „Ég tek alla hluti mátulega alvar- lega og reyni að skyggnast á bak við ytri grimu hlutanna...“ Mynd: ehb var lagt mjög hart að mér að fara í formannsslaginn í skólafélaginu Hugin. Góður vinur minn var í framboði til þessa embættis og vildi ég jtví ekki blanda mér í slaginn. I háskóla var ég virkur í Orator, félagi laganema, og var þar í stjórn. Ég var líka formaður Stúdentafélags jafnaðarmanna um tíma, en það varð sjálfdautt." - En hvað finnst þér um tím- ann í Menntaskólanum þegar þú horfir til baka? „Það var, held ég, sá tími sem mótaði mig mest og kenndi mér mest á lífsleiðinni. Skólanunt var stjórnað í upplýstum og menntuðum anda og átti skóla- meistarinn, Þórarinn Björnsson, þar ekki síst hlut að máli. Það er ungu fólki sent fer úr foreldra- húsum í skóla mjög hollt að fara í heimavist. Það er ómetanlegur skóli því í heimavist lærir maður ákveðna mannasiði; að taka tillit til annarra og gera jafnframt kröfu til þeirra urn hið gagn- kvæma. Menn búa þétt og verða að laga sig að því.“ - Éru þér einhverjir kennarar í M. A. sérstaklega minnisstæðir? „Þeir eru mér eiginlega allir minnisstæðir og ég á ekkert nema mjög góðar minningar um skól- ann og kennarana sem voru, eftir á að hyggja, allir öndvegis- rnenn." „Flýttu þér hægt“ - í Carmínu 64’ stendur skrifað: „Sumir segja ef til vill að hann sé „píetískur". En við, sem höfunt þolað með honum sætt og súrt í fjóra langa vetur, vitum betur, því að bak við gífuryrði er nefni- lega sjaldnast mikil alvara, held- ur birtast þau aðeins, - en hverfa svo skyndilega." Er þetta rétt lýs- ing á þér? „Já, það er nú það. Ég er kannski líkur sumu mínu fólki með það að taka mikið upp í mig í hópi vina og kunningja í matar- og kafiffitímum eða þá í heita pottinum. Þetta er þó meira í gamni en alvöru og gert til að mynda umræðugrundvöll unt málin. Mottó mitt í skólanum, Festina lente, hefur átt við mig alla tíð því ég hef viljað flýta mér hægt að vel athuguðu máli. Lífs- gæfa mín er, held ég, sú að ég hef ekki miklað hlutina fyrir mér. Ég tek allt mátulega hátíðlega og reyni að sjá gegnum grímu hlut- anna. Þessi afstaða bjargar manni frá ýmsum hremmingum og ekki veitir af í þessu starfi. Maður verður að taka hlutunum eins og þeir koma fyrir. Sumt er alvara og annað er ekki hægt að taka alvarlega, eins og gengur. Lögfræði er ekki reglustikufag, hún fer ekki alltaf eftir beinum línunt. Maður verður að geta komist að niðurstöðu í málunum en oft er það gert eftir krókaleið- um. Lögfræðingurinn verður að geta skorið sig í gegnunt ótal smáatriði og aukaatriði til að kornast að kjarnanunt. Þetta fell- ur ntér vel við lögfræðina og eftir á að hyggja held ég að ég hefði ekki getað unað mér í öðru starfi." Að skyggnast inn fyrir hjúpinn - Það er sagt um þig í Carmínu að þú viljir skyggnast inn fyrir hjúpinn? „Yfirborðsmennska og flott- ræfilsháttur er mikið eitur í mín- um beinum. Mér fellur ekki við fólk sem er mikið á ytra borðinu og sjálfur er ég ekki gefinn fyrir að trana minni persónu frani. Við lifum á fjölmiðlaöld og maður sér allt í kringum sig að menn reyna að skapa sér ákveðna ímynd, t.d. í pólitík. Mér finnst stundum að hlutirnir snúist meira um umbúðir sem er verið að reyna að selja en inni- haldið. Sent betur fer eru íslend- ingar þó ekki mjög ginnkeyptir fyrir slíku." - Að lokum, Ásgeir, myndin sem Finnur Birgisson teiknaði af þér sýnir þig með veiðistöng í höndunum. „Ástæðan fyrir því er sú að ég var með ólæknandi silungsveiði- dellu hér áður. Allar frístundir rnínar á suntrin fóru í að veiða, aðallega í Svarfaðardalsánni, og við pabbi áttum ævinlega fullan kofa af reyktum silungi á haustin. Ég er nú að mestu hættur silungs- veiðum en á trillu á Dalvík sem ég ræ á í staðinn. Skipið heitir Forni og heimahöfn er Dalvík." EHB Úr Carmínu: „Ljótt ef satt væri.“ Hversu oft höfum við ekki heyrt Ásgeir Pétur segja þessi stóru orð? - Jú, mjög oft. Sumir segja því ef til vill, að hann sé „píetískur“. En við, sem höfum þolað með honum sætt og súrt í fjóra langa vetur, vitum betur, því að bak við þessi gífuryrði er nefnilega sjaldnast mikil alvara, heldur birtast þau aðeins, - en hverfa svo skyndilega. Ásgeir Pétur fæddist þann 17. janúar 1944 á Dalvík, og eru for- eldrar hans þau Þórgunnur Loftsdóttir og Ásgeir P. Sigurjónsson, kennari. í móðurkyn er hann kominn af hinni ágætu Krossaætt, en í hornfirzkri föðurætt sinni hefur honum tekizt að finna skyldleika við Fransmenn, og af því er hann stoltur. Þess vegna ræðir hann ekki um „question de peau“, spurninguna um hjúpinn, heldur skyggnist inn fyrir og dæmir eftir því. Einmitt í slíkum umræðum kynnumst við honum bezt, viðhorfum hans og skoðunum. Þannig er hann, og þannig þekkjum við hann, heilbrigðan og lausan við flesta hleypidóm. Það er því ekki nema eðlilegt, að slíkur maður hafi jafnan verið driffjöðrin í hinum ólíklegustu félögum, óaldarflokk- um jafnt sem málfundafélögum eins og Óðni. Pétur er alla jafna glaður og reifur í vinahópi, og átakalaust er hann nú meðal okkar, sem hyggjum á lengra nám, en ekki hefur enn fengizt upp úr honum, hvað það verður, því að hann vill vera sínu mottói trúr: Festina lente. Á sumrum hefur hann unnið við bókhald og í frí- stundum gluggað í lagadoðranta - ef til vill bendir það á eitthvað. Viö skulum ekki víla hót, það varla léttir trega. Pað er þó ávallt búningsbót að bera sig karlmannlega. K.N.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.