Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 3
19. nóvember 1988 - DAGUR - 3 Bjarni Magnússon og Svava Vígiundsdóttir í afgrciðslu Hótel Tanga á Vopnafirði. Við reynuni að reka hótelið á sem heimilislegastan hátt og gestir okkar kunna að meta það. Mynd: tlv Þetta gengur með tuttugu og fjögurra tíma vinnudegi - rætt við hjónin Bjarna og Svövu sem reka Hótel Tanga á Vopnafirði „Þetta gengur ágætlega með tuttugu og fjögurra tíma vinnu- degi,“ segja ung hjón á Vopnafirði, þau Svava Víg- lundsdóttir og Bjarni Magnús- son en þau leigja hótelrekstur- inn á staðnum. Hótel Tangi er nafn hótelsins og leigja þau reksturinn af Tanga hf. sem er stærsta fyrirtækið á Vopna- fírði. Á hótelinu eru tólf tveggja manna herbergi auk þess sem þau eiga einbýlishús skammt frá, sem þau leigja út sem orlofshús og nota til að auka gistirými yfír sumartím- ann. Allar almennar veitingar er hægt að fá á hótelinu og þá sjá þau einnig um heimsend- ingarþjónustu á mat, þ.e. skyndiréttum. Þau Bjarni og Svava eiga þrjú börn á aldrin- um frá átta til ellcfu ára. „Það er heilmikil vinna í kring- um reksturinn. Þetta er sjálfsagt meira bindandi heldur en ef við værum kúabændur," segja þau. Undanfarið hafa staðið yfir við- ræður á milli Bjarna og Svövu annars vegar og Tanga hf. hins vegar um hugsanleg kaup á hús- næðinu. Þau segja að ef af kaup- unum yrði myndu þau gera ýmsar breytingar á hótelinu, en það var upphaflega byggt sem verbúð, „og ber þess ýmis merki,“ eins og þau orðuðu það. Salurinn tekur um 55 manns í mat og þau segja að Vopnfirðingar fari talsvert út að borða. Þá hafa þau einnig tek- ið að sér að sjá um veislur fyrir ýmsa aðila og nefndu að þau hefðu jafnvel séð um veislur allt norður til Þórshafnar. „Það kom smávegis bakslag í samningaumleitanir varðandi kaup á húsinu og þá rukum við til og létum teikna hótel. Við sáum þó fljótlega að það var alveg glórulaust að fara út í bygginga- framkvæmdir. Það er bara von- andi að samningar takist. Það er nauðsynlegt fyrir bæ sem er þetta stór að hér sé rekið hótel. Það ber öllum saman um það.“ Þau Bjarni og Svava hafa séð um rekstur hótelsins í sex ár og hafa haft það opið allt árið. Eink- um sögðu þau að á hótelinu dveldi fólk í tengslum við atvinnulífið, verkafólk í fisk- vinnu, viðgerðar- og eftirlits- menn. Geysimiklar rigningar í sumar sögðu þau að hefðu dregið úr ferðamannastraumi til Vopna- fjarðar, en á sumrin byggist reksturinn mikið til upp á ferða- mönnum á eigin vegum, þó væru hópar á skipulögðum ferðum að koma meira til staðarins en verið hefði. Linda Pétursdóttir, sem í fyrrakvöld var kjörin Ungfrú heimur vann á hótelinu síðasta sumar og sögðu þau Bjarni og Svava að það hefði vakið mikla athygli að hafa Ungfrú ísland við vinnu á hótelinu. Þau sögðu að Linda hefði ætlað að vinna hjá sér næsta sumar, en eftir að úr- slitin lágu fyrir er ljóst að hún hef- ur öðrum hnöppum að hneppa. „Við reynum að reka hótelið á sem heimilislegastan hátt og fólk metur það. Hér þýðir ekkert að vera með einhvern sex stjörnu klassa,“ segja þau hjónin. Pers- ónuleg samskipti við gesti segja þau að hafi ávallt fallið gestum vel í geð og nefndu að fjölmargir gestanna sendi þeim jólakort og jafnvel gjafir. „Það voru þýsk hjón hjá okkur eitt sumarið og þau voru mjög ánægð. Þau hringja alltaf í okkur á aðfanga- dagskvöld síðan. Það er mjög ánægjulegt.“ mþþ Húsavík: Skilvís finn- andí á ferð Peningar vaxa víst ekki á tr ján- um og falla því ekki til jarðar með haustlaufunum. Tryggvi Isaksson, Hóli í Kelduhverfí hefur því efalaust orðið tais- vert undrandi er hann fann nokkra peningaseðla liggjandi á götu á Húsavík fyrir skömmu. Tryggvi hefur vafalaust heyrt að lausafjárstaða fyrirtækja í bænum væri slæm og heyrt fjölda einstaklinga kvarta um blank- heit. A.m.k. fannst honum ótrúlegt að einhver sem ekki þyrfti að nota peningana lengur hefði hent þeim þarna á götuna. Tryggvi spurði nærstadda vegfar- endur hvort þeir hefðu orðið var- ir við einhverja í peningaleit á götunni og þegar svo var ekki ákvað hann að fara og skila fundi sínum til lögreglunnar. í sama bili bar þarna að mæðgur í pen- ingaleit. Árný Ósk Hauksdóttir, níu ára er einn blaðbera Dags á Húsavík. Er hún fékk útborgað fyrir blað- burðinn síðast vildi svo óheppi- lega til að hún týndi peningunum sínum á leiðinni heim frá skrif- stofu Dags. Mamma Árnýjar lagði af stað í leitarleiðangur með henni og fljótlega fréttu þær af Tryggva sem væri að leita að fólki í peningaleit. Árný Ósk varð himinsæl er hún fékk kaupið sitt í hendur öðru sinni og þær mæðg- ur komu við á skrifstofu Dags til Árný Ósk Hauksdóttir, einn blað- bera Dags á Húsavík týndi kaupinu sínu en er nýbúin að fá peningana aftur í hendurnar og mjög ánægð eins og sjá má á myndinni. að biðja um að Tryggva á Hóli yrði send kveðja í blaðinu með þakklæti fyrir skilvísina. Þess má geta að Árný var búin að ákveða til hvers hún ætlaði að verja kaupinu þennan mánuð, um leið og hún hljóp á milli húsa og stakk blaðinu inn um bréfalúgurnar lét hún sig dreyma um að eignast hamstur. IM Listin að grenna sig þægilega Við bjóðum einn frían kynningartíma. FLOTTFORM Geislagötu 7, sími 27911 Aku rey r i ngar og nágrannar í tilefni 4ra ára afmælis verslunarinnar Vatnsrúm í Reykjavík verður sölumaður að Hótel KEA frá kl. 14-21 laugardaginn 19. nóvember nk.r með myndir og bæklinga til sýnis. 15% staðgreiðsluafsláttur. 7% afsláttur af greiðslukjörum - Lánstími allt að 12 mánuðir. 60 daga skilafrestur og 5 ára ábyrgö á dýnum og hitara Verslunin Vatnsrúm hf. Rúmgott sf. Borgartúni 29, sími 91-621622 •85 Armúla 4, sími 91-689477.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.