Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 19. nóvember 1988
,4 CHICOGO
Snvrtivörur í úrvali -
TSiodroqa
í BII cosmetics Snyrtivörudeild
Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali
Ármann Pórðarson, bæjarfulltrúi í Ólafs-
firði, mótfallinn úthlutun lóðar á horni
Ægisgötu og Aðalgötu til Skeljungs hf.:
Eldfim bensínstöð
skal í alfaraleið
Olíufélagið Skeljungur hf. hef-
ur sótt um 2500 fermetra lóð á
horni Aðalgötu og Ægisgötu í
Olafsfirði til byggingar nýrrar
bensínstöðvar. Skeljungur hf.
hefur til margra ára rekið
bensínstöð og söluskála í
Olafsfirði og segir Bjarni Snæ-
björn Jónsson, markaðsstjóri
Skeljungs hf., að ekki séu að
svo stöddu fyrirhugaðar breyt-
ingar á starfsemi söluskálans í
Olafsfirði ef byggingarleyfi
fæst. Hann segir Ijóst að kom-
inn sé tími á viðhald núverandi
söluskála Skeljungs hf. auk
þess sem hann sé kominn úr
leið.
„Ef við endurnýjum okkar
aðstöðu að einhverju eða öllu
leyti teljum við æskilegt að gera
það í samræmi við aðstæður í
dag. Því teljum við þessa lóð vera
heppilega til byggingar nýrrar
bensínstöðvar,“ segir Bjarni
Snæbjörn. Aðspurður segir hann
ekki tímabært að ræða um ein-
staka tímasetningar varðandi
hugsanlegar byggingafram-
kvæmdir í Ólafsfirði
„Það verður einhvern tímann
að taka á málum og stjórna þeim.
Það verður að stjórna málum
hvort sem mönnum líkar betur
eða verr,“ segir Ármann Þórðar-
son, bæjarfulltrúi í Ólafsfirði, en
hann hefur lýst sig mótfallinn
úthlutun nefndrar lóðar til olíu-
félagsins Skeljungs.
Ármann telur alrangt að nýta
þetta svæði undir bensínsstöð,
nær væri að þar yrði staðsett ein-
hver önnur þjónusta fyrir vax-
andi íbúðabyggð á Flæðum, t.d.
verslun. Þá segir Ármann að
bæjarstjórn hafi einu sinni tekið
þá afstöðu að bensínstöðvar
skyldu færðar út úr þéttbýlinu.
Bygginganefnd afgreiddi
erindi Skeljungs hf. um 2500 fer-
metra lóð á áðurgreindu horni í
Ólafsfjarðarbæ á þann veg að
samþykkt var að veita umsækj-
anda vilyrði fyrir þessari lóð,
„enda skili umsækjandi hug-
myndum sínum um skipulag lóð-
arinnar til bygginganefndar."
Um málið hefur verið fjallað í
bæjarstjórn Ólafsfjarðar og
komu þar fram nokkuð skiptar
skoðanir bæjarfulltrúa. Sigurður
Björnsson sagðist styðja veitingu
þessarar lóðar og benti hann á að
þetta svæði hafi verið hugsað fyr-
ir þjónustu- og verslunarbygging-
ar. Þá sagði Sigurður að ekki
mætti gleyma því að bæjarsjóður
fengi tekjur af úthlutun lóðarinn-
ar. Bæjarstjórn samþykkti að
vísa málinu til bæjarráðs og má
vænta þess að það verði tekið fyr-
ir á næstunni. óþh
Fast þeir sækja sjóinn, Raufarhafnartrillukarlar.
um til messu?
En skyldu þeir sækja kirkju sína svo fast að þcir fari bcint af sjón-
Mynd: TLV
Fasteignamarkaðurinn á Akureyri:
Fólk fer varlega í
strangar skuldbindmgar
- þegar það er búið að missa yfirvinnuna,
segir Pétur Jósepsson
Reytingur var oröiö sem Björn
Kristjánsson og Pétur Jóseps-
son notuðu yfir fasteignamark-
aðinn á Akureyri þessa dag-
ana. Markaðinn segja þeir
nokkuð þungan, en hafa þó oft
upplifað hann þyngri. Þessi
Linda Pétursdóttir Ungfrú heimur:
Fegursta kona heims
kom frá Vopnafirði
- Mér fannst að hún myndi verða ofarlega,
segir amma Lindu
„Þakka þér fyrir, ég hef bara
varla við að svara í símann,“
sagði Sigríður Sigurbjörns-
dóttir, önnur amma Lindu
Pétursdóttur þegar blaða-
maður hringdi og óskaði
henni til hamingju með dótt-
urdótturina. Linda var kjörin
fegursta kona heims í Royal
Albert Hall í London á
fimmtudagskvöld. „Það eru
allir hér mjög ánægðir með
úrslitin, hún átti þau fyllilcga
skilið," sagði Bjarni Magnús-
son hótelstjóri á Hótel Tanga
á Vopnafírði, en Linda vann
á hótelinu nú í sumar.
„Það er auðvitað dálítið
leiðinlegt að hún skuli ekki vera
hjá okkur næsta sumar, hún er
svo indæl stelpa,“ sagði Bjarni.
„Þetta var mjög gaman, og hér
eru allir himinlifandi með sigur-
inn.“ Bjarni sagði að vart hefði
sést köttur á kreiki á Vopnafirði
á meðan á keppninni stóð, allir
hefðu setið við sjónvarpið og
stemmningin verið góð eftir að
sigurinn var í höfn. „Við vorum
bjartsýn, áttum alveg eins von á
Linda Pétursdóttir fegursta kona
heims árið 1988.
þessu því það var búið að spá
henni góðu gengi.“
„Við sátum í rólegheitum við
sjónvarpið,“ sagði Sigríður
amma Lindu, en hún fylgdist
með keppninni ásamt börnum
sínum og fjölskyldum þeirra.
„Mér fannst að hún myndi
verða ofarlega," sagði hún
aðspurð um hvort úrslitin hefðu
komið henni á óvart. „Við vor-
um afskaplega ánægð hérna
þegar hún var valin ein af þeim
tíu sem komust í úrslit. Linda
hefur mjög gaman af ferðalög-
um og virðist vera mjög dugleg.
Ég held að það hafi hjálpað
henni mikið varðandi málið og
fleira að hún er búin að vera
skiptinemi úti í Bandaríkjun-
um.
Linda er rétt að verða 19 ára,
er fædd 27. desember 1969 á
Húsavík, en fluttist til Vopna-
fjarðar 10 ára gömul. Hún
stundar nám við Fjölbrauta-
skólann í Ármúla. mþþ/IM
tími árs er frekar slakur varð-
andi sölu fasteigna, en miðað
við það og ástandið í þjóð-
félaginu yfírleitt er óvenjumik-
ið að gera á fasteignasölunum.
Björn Kristjánsson hjá Fast-
eignatorginu sagði að tilfærsla
eigna væri alltaf nokkur, en lang-
mest væri um eignaskipti enda
peningahallæri í landinu. Flestir
leituðu að íbúðum með miklu af
áhvílandi lánum, sérstaklega frá
Húsnæðisstofnun. Hann sagði að
margir væru að leita sér að íbúð-
um nú, en enn væri ekki búið að
úthluta miklum lánsloforðum á
þessu svæði.
Björn sagði að í haust hefði
hann orðið var við vaxandi eftir-
spurn íbúa af höfuðborgarsvæð-
inu eftir íbúðum á Akureyri.
„Mér virðist sem menn séu í tölu-
verðum mæli að sækja út á lands-
byggðina," sagði hann. Björn
sagði einnig að skortur á leigu-
húsnæði í bænum ylli því að
margir færu út í íbúðarkaup frek-
ar heldur en að borga háa leigu.
Pétur Jósepsson hjá Fasteigna-
og skipasölu Norðurlands sagði
að sér virtist sem fólk væri orðið
varfærnara varðandi fjárhags-
áætlanir sínar. „Fólk er að upp-
lifa að það er að missa yfirvinn-
una og þá þorir það ekki að gera
strangar skuldbindingar langt
fram í tímann," sagði Pétur.
Framboð af minni eignum, 4-5
herbergja íbúðum, sagði hann
ekki mikið þessa stundina og
vantaði slíkar eignir á söluskrá.
Talsvert sagði hann til af einbýlis-
húsum og stórum eignum, en þar
er markaðurinn eflaust hvað
þyngstur. Sagði Pétur að dálitið
spilaði þar inn í að aldraðir íbúar
bæjarins sem hyggjast flytja sig í
Víðilundinn séu að koma með
íbúðir sínar á söluskrá.
Verð á íbúðum á Akureyri hef-
ur hækkað um 12-15% á síðustu
12 mánuðum, að sögn Péturs.
Hann sagði íbúðaverð ekki hafa
hækkað undanfarið. mþþ
36. þing A.S.Í.:
Gefur Þóra
kost á sér?
36. þing Alþýðusanihands
íslunds verður sett á mánudag-
inn í íþróttahúsi Digranesskóla
í Kópavogi. Þing sem þessi eru
haldin á fjögurra ára fresti og
eru þau æðsta valdastofnun
A.S.I.
Þóra Hjaltadóttir, formaður
Alþýðusambands Norðurlands,
sagði að þingið starfaði í fimm
daga, og lýkur því föstudaginn
25. nóvember. Á þinginu verður
kosið um næsta forseta Alþýðu-
sambandsins og fer sú kosning
fram á miðvikudag. Uppstill-
ingarnefnd gerir tillögu um for-
mannskjörið og einnig eru frjáls-
ar uppástungur framan úr sal. Að
öðru leyti eru kjaramálin; efna-
hags- og atvinnumál almennt til
umfjöllunar á þinginu. Stærstu
mál þingsins eru, auk formanns-
kjörsins, skipulagsmál A.S.Í., líf-
eyrismál, jafnréttismál o.fl.
Þóra Hjaltadóttir vildi hvorki
játa því né neita að hún gæfi kost
á sér til kjörs í embætti næsta
forseta A.S.Í. EHB