Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 19.11.1988, Blaðsíða 9
19. nóvember 1988 -DAGW -.0 Kynning á ensku liSunum Newcastle seldi ársmiöa á deildaleiki sína fyrir um eina milljón punda í sumar og sýnir þaö vel hve hinir tryggu fylgis- menn félagsins bundu miklar vonir viö liöið eftir öll þau mannaskipti sem gerö voru áöur en leiktímabilið hófst. Mikl- ar vonir voru einnig bundnar viö unglinginn Michael O’Neill sem keyptur var fyrir £80.000 frá Coleraine í fyrra og varð marka- hæsti leikmaður liösins meö 12 mörk í 21 leik auk þess sem hann vann sér sæti í landsliði N.-írlands. Mörk hans áttu mik- inn þátt í því aö tryggja liðinu 8. sætið í 1. deild á síöasta leik- tímabili, en þaö var besti árang- ur liðsins í 11 ár. Liðið tapaði aðeins tveimur af síðustu ellefu leikjum sínum og í þeim skoraði O’Neill 10 mörk. Á þessum lokaspretti var liðið án brasil- íska landsliðsmannsins Mirand- inha, en ungir leikmenn fengu tækifæri og stóðu sig vel, Anth- ony Lormor 17 ára framherji, Brian Tinnion 20 ára bakvörður úr unglingalandsliði Englands, Darren Jackson sem lék einnig með landsliði Skotlands 21 árs og yngri og lan Bogie 20 ára miðvallarleikmaður sem talið var að tæki við stöðu Paul Gascoigne. Þessir efnilegu leik- menn ásamt þeim sem keyptir voru í sumar fylltu aðdáendur liðsins bjartsýni og ekki skemmdi fyrir að opnuð var ný £4 milljón punda áhorfenda- stúka á leikvanginum. En draumurinn breyttist fljótt í martröð, 0:4 tap í fyrsta leik gegn Everton og í kjölfarið fylgdu önnur slæm úrslit. Liðið hefur verið við botn 1. deildar það sem af er leiktímabilinu, auk þess sem 3. deildar lið Shef- field Utd. sló Newcastle út úr deildabikarnum. Liðið sýndi þó hvers það er megnugt á góðum degi þegar Newcastle sigraði Liverpool á Anfield á 45 ára afmælisdegi þáverandi fram- kvæmdastjóra Willie McFaul. Meiðsli hafa hrjáð ýmsa leik- menn, t.d. fyrirliðann Glenn Roeder og Mirandinha auk þess sem hinir nýkeyptu leik- menn hafa að mestu brugðist þeim vonum sem við þá voru bundnar að markverðinum Dave Beasant undanskildum. Gamli baráttujaxlinn David McCreery hefur leikið vel á miðjunni, en unglingarnir hafa enn ekki náð að sýna sitt rétta andlit og allt útlit fyrir að New- castle eigi langan og erfiðan vetur fyrir höndum sem gæti hæglega endað með því að lið- ið félli í 2. deild. Það virðist greinilegt að félagið mátti alls ekki við að missa þá leikmenn sem seldir voru í sumar. New- castle hefur orðið Englands- meistari fjórum sinnum, árin 1905, 1907, 1909 og 1927. Sigraði i 2. deild 1965, Evrópu- keppni félagsliða 1969 og Char- ity Shield 1909. Það er hins vegar í FA-bikarnum sem liðið hefur staðið sig best og sigrað sex sinnum, það var árin 1910, 1924, 1932, 1951, 1952 og 1955. Þ.L.A. Aftasta röð f.v.: Archie Gourlay, Mark Gill, Graeme Carter, Anth Lormor, David Robinson, David Hallam, David Roche, Craig Chapman, Phil Coxall. Miðröð: Derek Wright, Paul Stephenson (nú Millwall), Tommy Wright, Dave Beasant, Kevin Scott, John Cornwell, Peter Jack- son (nú Bradford), Brian Tinnion, Andy Thorn, Martin Thomas (nú Birmingham), Gary Kelly, John Anderson, John Pickering. Fremsta röð: Colin Suggett (framkv.stjóri), Darren Jackson, Michael O'Neill, John Robertsson, Ken Wharton, Glenn Roeder, Willie McFaul, Mirandinha, David McCreery, Hendrie, lan Bogie, Albert Craig. Framkvœmdasljórinn Willie McFaul hóf leiktímabilið sem framkvæmdastjóri félags- ins. Hann tók við þeirri stöðu í ágúst 1985 er hann tók við af Jackie Charlton. McFaul var markvörður og var keyptur frá Linfield fyrir £7.000 fyrir 22 árum. Hann lék 290 deildaleiki með Newcastle og var í liðinu sem sigraði í Evrópukeppninni 1969. Hann lék einnig 6 lands- leiki fyrir N.-írland áður en hann hætti að leika og gerðist þjálfari hjá Newcastle þar til hann tók við framkvæmdastjórastöðunni. land og W.B.A. auk Norwich og Newcastle. Hann var þjálfari vara- og unglingaliðsins þegar McFaul var rekinn, en hans bíður mjög erfitt verk að verja liðið falli í 2. deild og rífa það upp úr þeirri lægð sem það hef- ur nú sokkið í. Þ.L.A. Colin Suggett. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Aðstoðarmaður hans var John Pickering sem um tíma var leikmaður hjá Newcastle. Rétt áður en leiktímabilið hófst gerði McFaul nýjan þriggja ára samning við Newcastle sem gaf honum £150.000, en þrátt fyrir það var hann rekinn frá félaginu aðeins viku eftir að liðið sigraði Liverpool á Anfield. Mjög slök byrjun liðsins í haust varð hon- um að falli ásamt getuleysi (þ.e. í knattspyrnu) þeirra leikmanna sem hann hafði keypt í sumar. Nokkrar vikur liðu án þess að félagið fyndi eftirmann hans, Howard Kendall fyrrum fram- kvæmdastjóri Everton var efst- ur á lista og einnig David Hay sem áður var við stjórn hjá Celtic, en þeir bitu ekki á agnið. Það fór því svo að Colin Sugg- ett sem hafði stjórnað liðinu til bráðabirgða var ráðinn í starfið. Hann kom til félagsins sem leikmaður frá Norwich árið 1978 og gerðist þjálfari er hann hætti að leika, en hann var kunnur miðvallarleikmaður hjá Sunder- Magnús vann og skorar á Pál Magnús Aðalbjörnsson yfirkennari sigraði Sigurð Davíðsson. kennara í seinustu viku. Magnús var með sex rétta en Sigurður fjóra. Yfirkennarinn hefur því skorað á Pál Pálsson, eiganda Nætursölunnar, sem er einn stærsti söluaðili getrauna og lottó- seðla á landinu. Magnús: Arsenal-Middlesbro 1 Aston Villa-Derby 2 Everton-Norwich 1 Luton-West Ham 2 Man.Utd.-Southampton x Millwall-Newcastie 1 Nott.For.-Coventry 1 Q.P.R.-Liverpool x Wimbledon-Charlton 1 Bournemouth-Man.City 2 Bradford-Chelsea 1 Sunderland-W.B.A. 1 Páll: Arsenal-Middlesbro 1 Aston Villa-Derby 1 Everton-Norwich x Luton-West Ham 1 Man.Utd.-Southampton 1 Millwall-Newcastle 1 Nott.For.-Coventry x Q.P.R.-Liverpool 2 Wimbledon-Charlton 1 Bournemouth-Man.City 2 Bradford-Chelsea 2 Sunderland-W.B.A. 2 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Kaup og sölur Það voru stórar upphæðir sem fóru í gegnum hendur gjaldkera félagsins í sumar. Miðherjinn John Robertson var keyptur frá Hearts í Skotlandi fyrir £750.000, en hann var þriðji markhæsti leikmaðurinn í skosku deildinni á síðasta keppnistímabili. Útherjinn John Hendrie var keyptur frá Brad- ford fyrir £500.000 til að styrkja sóknarleikinn. Þá keypti liðiðtvo af bikarmeisturum Wimbledon til að styrkja varnarleikinn, markvörðinn Dave Beasant og miðvörðinn Andy Thorn. Beas- ant átti stórleik á Wembley er Wimbledon sigraði Liverpool í úrslitaleik FA-bikarsins sl. vor og varði þá m.a. vítaspyrnu frá John Aldridge. Það kom í hans hlut að taka við bikarnum sem fyrirliði liðsins, hann kostaði Newcastle £850.000 og hefur nú nýlega verið valinn í landslið Englands. Thorn kostaði einnig £850.000 mjög snjall leikmaður sem hefur leikið með landsliði Englands 21 árs og yngri. En það voru einnig seldir leikmenn og það mjög snjallir spilarar. Paul Gascoigne sem var valinn efnilegasti leikmaður Englands í fyrra var seldur til Tottenham fyrir £2 milljónir, miðherjinn Paul Goddard var seldur til Derby fyrir £425.000 og hægri bakvörðurinn Neil McDonald fór til Everton fyrir £525.000. Marg- ir voru óánægðir með söluna á Gascoigne, en tóku þó gleði sína að nýju er félagið notaði peningana til kaupa á nýjum leikmönnum. Auk þessara stór- karla var miðvallarspilarinn Andy Thomas seldur til Brad- ford fyrir £80.000 og hinn gamalkunni bakvörður John Dave Beasant markvöröur er sá eini af nýju leikmönnunum Newcastle er hefur staöið sig vel. Bailey fékk frjálsa sölu. Eftir að leiktímabilið hófst var miðvörður- inn Peter Jackson seldur til Bradford fyrir £300.000 eftir að hafa misst sæti sitt í liðinu til Andy Thorn og markvörðurinn Martin Thomas var seldur til Birmingham fyrir £75.000. Liðið keypti hins vegar vinstri útherj- ann Lee Payne frá utandeilda- liðinu Barnet á £125.000. Það má búast við fleiri breytingum á næstunni, t.d. er talið að John Robertson verði seldur fljótlega aftur til Skotlands og Beasant markvörður er farinn að efast um ágæti þess að hafa komið til Newcastle. Nýjustu sölufréttir frá Newcastle eru þær að liðið seldi Paul Stephenson, ungan miðvallarleikmann til Millwall fyrir £300.000, en keypti í stað- inn Liam O’Brian frá Manchest- er Utd. fyrir £100.000. Þ.L.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.