Dagur - 19.11.1988, Síða 13

Dagur - 19.11.1988, Síða 13
Aí'9. ’ nóvémbér 1S88 - DÁGUft - t3 Hólar í Hjaltadal: Unnid hörðum höndmn \ið að gera ldrkjuna Mára - vígð 4. desember nk. eftir niiklar endurbætur - 225 ár liðin á morgun frá vígslu kirkjunnar, 20. nóvember 1763 Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum í Hóladómkirkju að innan. Framkvæmdir hófust í byrjun janúar sl. og hefur verið unnið sleitulaust síðan. Kirkjunni hefur verið umturnað að innan, nánast skipt um allt sem fyrir var í henni. Kirkjan verður vígð, eftir breytingarnar, sunnudaginn 4. desember nk. Á morgun, sunnudaginn 20. nóvember, eru nákvæmlega 225 ár liðin síðan Hólakirkja var vígð, eða 20. nóvember 1763. Á næsta ári er síðan stefnt að því að endurbæta kirkjuna að utan, svo og umhverfi hennar. Á morgun, 20. nóvember, verða liðin 225 ár frá því Hóladómkirkja var vígð, árið 1763. Kirkjan verður vígð, eftir niiklar endurbætur og breytingar, 4. desember nk. með mikilli viðhöfn. Mynd: KGA Fyrir nokkru var blaðamaður Dags á ferðinni í Hjaltadal og kom m.a. við á Hólum og leit inn í kirkjuna. Smiðir frá Trésmiðj- unni Borg hf. á Sauðárkróki voru þar að störfum og verið var að undirbúa komu nýju kirkju- bekkjanna. Þeir voru smíðaðir hjá Borg hf., sem og aðrir kirkju- munir sem þurfti að endursmíða, og fluttir nýmálaðir frá Sauðár- króki að Hólum. Ekki var síður vandasamt að mála bekkina, en að smíða þá, og var ekki betur hægt að sjá en að vel hafi til tekist. Byrjað á að hreinsa allt út úr kirkjunni Blaðamaður Dags hitti að máli í kirkjunni Björn Björnssoii frá Trésmiðjunni Borg, sem hefur verið yfirsmiður á Hólum á með- an endurbætur á kirkjunni hafa $taðið yfir. Björn var einnig yfir- smiður á meðan endurbætur á Hólaskóla fóru fram, þannig að síðustu tvö ár hefur Björn verið að vinna samfleytt á Hólum, auk nokkurra tímabila áður, eða frá því endurbygging Hólastaðar hófst fyrir nokkrum árum. Það eru því nokkur skiptin sem Björn hefur þurft að keyra á milli Sauð- árkróks og Hólastaðar. Aðspurð- ur sagðist hann þó ekki vera á þeim buxunum að flytja til Hóla. Við endurbæturnar á kirkjunni hafa að staðaldri unnið 5-10 manns. Björn var fyrst fenginn til að segja frá því hvað búið væri að gera við kirkjuna að innan undanfarna mánuði. „Það var auðvitað byrjað á að hreinsa allt út úr kirkjunni. Síðan var allur múr brotinn af veggjum og neðan úr loftinu. Timbrið var tekið neðan úr loftinu líka, allt hreinsað niður. Svo var múrað með gömlu aðferðinni allt upp á nýtt. Það var skipt utn alla glugga, þeir smíðaðir upp á nýtt og sett tvöfalt gler í. Gluggarnir eru geysilega mikil framkvæmd. Það hefur orðið mikil og góð breyting á þeim að mínu mati. Fyrir voru járngluggar með ein- földu gleri.“ Allt klárt fyrir 4. des. - Var ekki líka skipt um allt í gólfinu? „Jú, það var allt grafið upp, skipt um jarðveg svona 40-50 cm niður. Þegar verið var að grafa fyrir stokkum kom í ljós tölu- vert af mannabeinum. Gólfið var svo steypt og að því loknu var Hólakirkjusmiðir frá Trésmiðjunni Borg hf. á Sauðárkróki. Frá vinstri: Skúli Skúlason, Björn Björnsson yfirsmið- ur, Kári Þorsteinsson og Jens Kristjánsson. Mynd: -bjb farið í að leggja steinflísarnar. Þær voru unnar úr grjóti sem fengið var í Hólabyrðu í sumar. Lagning steinflísanna tók langan tíma, rúman mánuð, var lokið um miðjan október. Steinflísarnar koma í krossinn, á kirkjugólfið, frammi í forkirkjunni, í kringum kórinn og legsteininn og inn í öll gluggaskot. Síðan verður timb- urgólf undir öllum bekkjunum. Þegar við verðum búnir að koma bekkjunum fyrir, förum við í gólfbríkina og klárum í kringum altarið. Þá er uppsetningu á þess- um föstu munum lokið, og þá verða lausu munirnir eftir. Þann- ig að þetta er allt á góðri leið og við verðum búnir fyrir 4. des- ember nk., það er alveg klárt.“ Kirkjubekkirnir bornir inn í kirkjuna, en þeir voru fluttir frá Sauðárkróki þar sem þeir voru smíðaðir og síðan málaðir. Mynd: -bjb Allt fært í upprunalegt horf - Fjölgar kirkjubekkjum eitt- hvað eftir breytinguna? „Þeim fjölgar ekki, gæti fækk- að um einn bekk sitt hvorum megin við krossinn. Þetta er allt fært í upprunalegt horf, gólfið fært neðar um rúma 20 sentímetra eins og það var fyrst. Það er verið að reyna að halda kirkjunni mikið eins og hún var, og færa hana til betri vegar.“ Þá var Birni þakkað spjallið, Maggi Svavars var mættur með kirkjubekkina á vöruflutninga- bílnum, þannig að blaðamaður dró sig í hlé og vildi ekki trufla smiðina meir við störf. Þeir fóru í það að bera bekkina inn í kirkj- una og komu sumum þeirra fyrir á rétta staði. Kom þá í ljós að fremsti bekkurinn sneri á móti Kirkjugólfið gert klárt fyrir bekkina. A krossinn og altarið voru settar stein- flísar, sem unnar voru úr grjóti úr Hólabyrðu, fjallinu fyrir ofan staðinn. Mynd: -bjb hinum og þótti okkur þetta furðulegt. „Svona á þetta víst að vera,“ sagði einhver, þannig að menn veltu þessu ekki meir fyrir sér. Án efa verður skringilegt að sitja á þessum bekkjum, með bakið í altarið, en það venst eins og allt annað. Framkvæmdir gengið mjög vel Vegna framkvæmdanna í Hóla- kirkju var skipuð sérstök Hóla- nefnd af ráðherra kirkjumála. Fyrsta verk nefndarinnar var að ráða framkvæmdastjóra og í það starf var ráðinn Guðmundur Guðmundsson framkvæmda- stjóri Trésmiðjunnar Borgar hf. Hafði hann yfirumsjón með verk- inu. Að hans sögn hafa fram- kvæmdir í kirkjunni gengið mjög vel og nokkurn veginn eftir áætl- un. Þegar kirkjan verður vígð 4. desember nk. verða liðnir nákvæmlega 11 mánuðir frá því byrjað var á að rífa út úr kirkj- unni. í fyrstu voru menn að gæla við þá hugmynd að geta lokið framkvæmdum fyrir 20. nóvem- ber, á 225 ára afmæli kirkjunnar, og vígt hana þá. En síðar kom í ljós að það yrði ómögulegt. í Hólanefnd eiga sæti sr. Siguröur Guðmundsson vígslu- biskup, Jón Bjarnason skóla- stjóri Bændaskólans á Hólum, sr. Hjálmar Jónsson prófastur á Sauðárkróki og Trausti Pálsson formaður sóknarnefndar Hóla- kirkju. Hönnuðir á breytingun- um og yfirumsjón höfðu arkitekt- arnir Þorsteinn Gunnarsson og Ríkharður Kristjánsson. Hita- lagnir teiknaði Kristján Flygering og hönnun raflagna var í höndum Egils Skúla Ingibergssonar. Arki- tekt breytinganna á Hólakirkju að utan og umhverfi hennar er Árni Ragnarsson. Verktakar við endurbætur á Hólakirkju hafa verið nokkrir. Sem fyrr segir var það Trésmiðj- an Borg hf. sem sá um tréverk, raflagnir voru í höndum Rafsjár hf. Sauðárkróki, hitalagnir sá Blikksmiðjan Höfði Reykjavík urn, Hörður Ólafsson var í pípu- lögnum, Baldur Haraldsson var í múrverkinu og stóð í grjótflutn- ingunum úr Hólabyrðu í surnar og öll málningarvinna var í hönd- um Sigurðar Snorrasonar málara- meistara og hans manna. Að lok- um skal þess getið að uppgröftur úr gólfi Hólakirkju var í umsjá Þjóðminjasafns íslands. -bjb

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.