Dagur


Dagur - 26.11.1988, Qupperneq 2

Dagur - 26.11.1988, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 26. nóvember 1988 Allir vilja gera það gott Hallfreður Örgúmleiðason: Góðan dag ágætu íslendingar, nær og fjær. Vonandi eruð þið bærilega ánægðir hvort sem þið eruð í námi eða starfi, eða fetið aðrar lífsins brautir. Væntanlega hafa flestir það fyrir stafni sem þeir helst vildu en þó læðist að mér sá grunur að ekki séu allir á réttri hillu í lífinu. Maður hefur kynnst „fagmönnum“ sem greinilega hefðu átt að mennta sig í öðru fagi og ófaglærðu fólki sem ofmetur hæfileika sína. Hægt er að tína til treggáfaða alþing- ismenn, málhalta útvarps- menn, fúskara í læknastétt, lögfræðinga sem hefðu átt að verða glæpamenn, geðveika kennara og vonlausa iðnaðar- menn í hinum ýmsu greinum. Ég ætla þó ekki að fara nánar út í þessa sálma. Tískan er harður húsbóndi. Ásókn í læknanám hefur verið gífurleg, en varla getur maður ímyndað sér að það krukk og pot sem Iæknar taka sér fyrir hendur sé beinlínis aðlaðandi atvinna. Enda kom það ein- hvers staðar fram að það er gróðavonin sem rekur æsku Islands í þetta stranga nám. Svo fara þessir efnilegu nemendur til útlanda í fram- haldsnám og koma ekki aftur því við höfum ekkert við alla þessa lækna að gera. Hugsið ykkur bara ef ekki væru hinar knöppu fjöldatakmarkanir í tannlæknadeild Háskólans. Tvílík mergð af tanntosandi skúrkum myndi flæða yfir þjóðfélagið. Mýgrútur fólks streymir í tölv- unarfræði og á tölvunámskeið, sem horfir upp á þessa enda- leysu. Fjölmiðlafræðin er enn eitt tískufyrirbærið. Það nám fer að mestu fram í Bandaríkjun- um og á Norðurlöndunum og búast má við offramboði á þessum fræðingum innan tíðar. Ég tala nú ekki um það þegar fjölmiðlafræðin verður orðið fullgilt BA nám í Háskóla Islands. Þá verða á skömmum tíma nokkur hundruð manns til viðbótar á markaðinum sem sérhæfðir blaða-, útvarps- eða sjónvarps- menn. Alltaf þurfa menn að fylgja einhverri tísku. Leiðin til æðri menntunar hef- ur orðið æ greiðari með árun- um, sérstaklega eftir að stúd- entsprófið fór að jafngilda gagnfræðaprófi. Nú geta flest- ar skólastofnanir sem vilja brautskráð stúdenta og eftir það fylla þessir nemendur hin- ar ýmsu tískudeildir á háskóla- stigi. Já, ær er ég bæði og örvita og enga ró ég finn. Furðu lostinn og frávita, fatt’ekki lífsganginn. Varúð! Pistill þessi er aðeins til umhugsunar. í honum er ekki að finna óhrekjanlegar stað- reyndir, frekar en í öðrum ámóta skrifum mínum..Hér er ekki verið að vega að einstök- um þjóðfélagshópum eða pers- ónum. Ef einhver þykist kann- ast við ákveðna manneskju í þessum pistli er það algjörlega á hans ábyrgð. Bless. Nú vilja allir verða flugvirkjar og allir fá lán til náms erlendis þótt örfáir fái síðan vinnu við fagið hérlendis. þjóðfélaginu til lítils gagns, og hvað eigum við að gera við alla þessa viðskiptafræðinga sem koma á færibandi út úr Háskólanum? Ekki geta þeir allir sest að í Reykjavík og grætt peninga. Og þegar fólk flykkist til fjarlægra landa í eitthvert tískunám fer málið að verða enn alvarlegra. Allt þetta unga fólk þarf nefnilega námslán, sem það líka fær þrátt fyrir að það sé borin von að blessað fólkið fái vinnu hér á landi sem hæfir þessu námi. Dæmi: Tugir ef ekki hundruðir nemenda eru nú í Bandaríkj- unum að bisa við að verða flugvirkjar. Hvar í ósköpunum eiga allir þessir flugvirkjar að fá atvinnu? Þetta er auðvitað fráleitt, en enginn grípur í taumana og allir fá svimandi námslán til þess að stunda gagnslaust nám í Bandaríkjun- um. Frelsið er algert, nema þegar óviðbjargandi fyrirtæki eru að fara á hausinn. Pá kepp- ast lánastofnanir við að útvega þeim fé svo gjaldþrotið geti orðið enn glæsilegra þegar að því kemur. Annað tískufyrirbrigði er hótelrekstrarfræði. Rosalega hljótum við að hafa mikla þörf fyrir slíka fræðimenn sem tug- um saman stunda þetta nám úti í hinum stóra heimi. Afskaplega hlýtur hótelrekstur að vera viðamikil atvinnugrein á íslandi, hugsar fólk með sér heilsupósturinn Umsjón: Siguröur Gestsson og Einar Guömann Ekki er allt sem sýnist Slappaðu af! Allir verða að einhverju leyti var- ir við stressið sem hrjáir hvern og einn af og til. Sértu á leið í mikil- vægt viðtal, lendir á eftir sunnu- dagsrúntara á föstudegi í umferð- inni, eða ert í spennandi keppni, þá verðurðu var við stressið. Haf- ir þú hins vegar nokkrar sekúnd- ur aflögu þá geturðu losnað und- an þessu hroðalega stressi með einfaldri aðferð sem Dr. Charles Srtoebel prófessor í sálfræði við háskólann í Connecticut mælir með. Taktu fyrst eftir líkamlegum áhrifum taugaspennunar. Vöðva- spennu, kvíða, svita, örum andardrætti og fleiru. Minntu síðan sjálfan þig á að líkaminn geti verið slakur þótt hugurinn sé á fullu. Andaðu síðan djúpt að þér og frá þér og slakaðu um leið á í kjálkavöðvunum og tungunni, og láttu axlirnar verða máttlausar þegar þú andar frá þér. ímynd- aðu þér að heit og þung tilfinning flæði í gegnum þig. Þetta er hægt að gera á 6-10 sekúndum og þegar það er gert ætti taugaspennan að hafa minnkað ef ekki hreinlega horfið algerlega. Prófaðu! Kvenfólk á pillunni slappara? Kvenfólk sem notar pilluna og stundar einhverjar íþróttir gæti orðið vart við minnkandi orku til æfinga. Rannsókn sem gerð var við háskólann í Saiford í Eng- landi leiddi í ljós að getnaðar- varnapillan minnkaði hæfileika líkamans til súrefnisnýtingar allt að 11% sem dró verulega úr þoli og krafti. í sumum einstaklingum reyndist pillan leiða til örari andardráttar þegar fengist var við að lyfta miklum þyngdum. Pillan olli einmg aukinni mjólkursýru- myndun sem varð til þess að draga úr virkni vöðva. Hins vegar kom í ljós í rann- sókmnni í Salford, að þær sem -Verða konur sem nota pilluna slappari en þær sem ekki nota hana? hættu að taka pilluna nýttu fljót- lega súrefnið eðlilega að nýju. Það er progesteronið í pillunni sem veldur þessum breytingum. Salatbarir og meðalvegurinn Fólk sem leggur mikið á sig til þess að halda hitaeiningunum í skefjum prísar sig oft sælt með að fara á salatbarinn í stað þess að panta safaríka steik og kartöflu drukknaða í smjöri þegar komið er á veitingastað. Þarna er hins vegar blekkingin eins og hún ger- ist best. í boði eru jafnan hin margvíslegustu salöt með öllu til- heyrandi. Salatbarirnir eru hins vegar orðnir skrípamynd af holl- ustufæði nútímans. Vilji einhver fá sér spergilkál og pasta þá er það löðrandi í kryddolíu eða sósu. Úr egginu ágæta er búið að gera eggjasalat þar sem majones er uppistaðan. Vandasamt er að komast yfir salatblað sem ekki er búið að troða á majonési, sósu eða einhverju álíka. Svipað hefur gerst með jógúrtið okkar góða sem getur talist gulls ígildi sem hollustuvara. Framleiddar eru hinar margvíslegustu jógúrtteg- undir sem í hefur verið sett sykur í miklum mæli, bragðefni og ýmislegt fleira. Það er því alls ekki sjálfgefið að allt sem heitir jógúrt sé næringarlega jafn gott. Á salatbarnum er ekki óalgengt að það grænmeti sem sloppið hef- ur við að vera sett í sósur eða majones sé sett í skál fulla af vatni. Það leiðir hins vegar til þess að vatnsleysanleg næringar- efni eins og kalíum tapast. Hvar er þá hinn gullni meðalvegur kynni einhver að spyrja? Þó að hann sé erfitt að feta svo ekki bregði út af, þá er vitað mál að þær fæðutegundir sem ekki er búið að vinna mikið, eru betri en þær sem gengið hafa í gegnum óendanlega mörg vinnsluþrep þar sem þá er í það minnsta vitað hvað haft er í höndunum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.