Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 26. nóvember 1988 Kristinn G. Jóhannsson skrifar Bakþankar Nú er nokkuö um liöiö síöan Hálfdán á Felli ætlaði aö hjálpa bóndanum í Málmey aö heimta frúna sína úr tröllahöndum í Múlanum. Þeir félagar riðu sjó- veg og bönkuðu upp á þar sem síðan heitir Hálfdánarhurð. Víst kom Málmeyjarkonan til dyra meö stöllum sínum en var þá þannig til líkamans að bónda þótti ekki fýsilegt aö biöja hana aö koma og hokra meö sér áfram. Þannig endaði sá hjú- skapur og hurðin féll aö stöfum. Hálfdánarhurð hefur síðan ekki veriö brúkleg til inngöngu í Múl- ann svo vitað sé. Nú hefur hins vegar brugðiö svo við að Málm- eyjarkonan fékk á dögunum lánsloforð frá Húsnæðisstofnun og er nú aldeilis aö stækka við sig. Er þegar byrjað að sprengja fyrir bakdyrainngangi fyrir hana og gott ef ekki á að koma garðskáli líka. Þá verður nú aldeilis uppi á henni tippið eins og á öllum hinum Ólafsfirð- ingunum. En þessi formáli helgast nú af því að ég var á leið með ykkur í Ólafsfjörð að rifja upp sögu sem vinkona mín þar sagði mér á dögunum. Og hún er svona: Eitt sinn bar það við að maður einn í Ólafsfirði kemur heim úr slarksamri vinnu og er þreyttur og einkum þó svangur en þá vildi svo til að konan hans var ekki heima, eins og hún átti þó að vera, fannst honum. Eftir hljómnum í sögunni eins og mér var sögð hún mátti skilja að hann væri því vanastur að kon- an sæi um alla matseld á því heimili og er þaö allt eins og vera ber. En nú var úr vöndu að ráða, mikil svengd en engin kona. Hann tekur þá það til bragðs sem nærtækast er í svona hallæri og gramsar í skápum og skúffum í leit að ein- hverju saðsömu en einföldu í matreiðslu. Þar endar leitin er hann finnur í afviknu skúffu- horni alls konar bréfpoka, þunna með skrautlegum myndum utan á sér. Þetta fannst honum matarlegt og taldi að þar væru komnar svokallaðar skyndi- súpur sem hræra mátti út ser- emoníulítið í drykkjaríláti. Hann verður allshugar feginn maður- inn. Nú sýður hann vatnið, hellir í könnuna sína, opnar einn pokann, þann sem honum sýndist saðsamastur að utan og hrærir nú vel saman þessum efnum. Honum fannst liturinn ekkert sérstakur en vildi þó ekki dæma þessa fæðu fyrirfram af útlitinu einu, enda fordómalaus maður með öllu. Þegar hann síðan sýpur á hrærunni kemur í Ijós að bragðiö er engu tilkomu- meira en útlitið. Honum finnst þetta sem sagt vond súpa og skilur ekkert í blessaðri konunni sinni að kaupa svoddan mat- vöru og minnist þess heldur ekki að hún hafi nokkru sinni borið slíkt á borð fyrir sig. En sem fyrr segir er hann aldeilis glorhungraður svo hann lætur sig hafa það að Ijúka við þenn- an ósjálega drykk og er að renna niður dreggjunum þegar konan hans snarast heim og inn. Hann segir henni umbúða- laust að þetta séu ómekilegar súpur sem hún hafi lúrt á þarna í skúffunni og engum manni bjóðandi. Blessuð konan verður hálf hissa enda ekki vön því að fá mann sinn svo snjakillan heim. Hún fer þess vegna að skoða umbúðirnar af því sem maðurinn hafði látið ofan í sig og sér þá að í stað þess að brugga sér súpu hafi hann hellt úr gerbréfi í könnuna sína og drukkið. Þá sagði hún sisona: „Heldurðu að þú farir þá ekki bráðum að hefa þig vinur minn?" Þessi örlagasaga úr hvers- dagslífinu kemur mér og ýms- um öðrum framsóknarmönnum oft í hug upp á síðkastið. Það er vegna þess að þegar nýja ríkis- stjórnin okkar tók við völdum, góðu heilli, á haustdögum voru ráðherrarnir voða duglegir að gefa yfirlýsingar út og suður og út á hlið um aðgerðir og bjarg- ráð við hverjum vanda. Þá fannst okkur svo undur gaman enda mundu nú íhöldin aldeilis fá fyrir ferðina og upphefjast gróandi þjóðlíf með lánsfé og lukkulega lausafjárstöðu um land allt. Svo stórfenglegar voru yfirlýsingarnar stundum að við fengum það á tilfinninguna að kannski hefðu þeir látið ofan í sig mörg gerbréf. Eftir því sem lengra hefur lið- ið virðast þeir hins vegar verða æ hissari á ástandinu. Það er í sjálfu sér skiljanlegt þar sem þeir eru nýbyrjaðir í pólitík og ekki við því að búast að þeir séu kunnugir ómerkilegum kvörtunarefnum þegnanna eða vandamálum í svokölluðum þjóðarbúskap. Og þótt við séum nú þolin- móðir, framsóknarmenn og seinþreyttir til vandræða er þó ekki laust við að svo sé komið fyrir okkur þegar við horfum á alla þessa framsóknarráðherra úr þremur flokkum að við séum farnir að spyrja eins og vinkona mín forðum: Skyldu þeir nú ekki fara að hefa sig? Kr. G. Jóh. Adventuhátíð í Vín suxinudLacrinn 27. nóvember Kaffihlaðborð. Ingimar Eydal leikur ljúfa aðventutónlist. Jólamarkaður hyrjar um iielgrina. Allt til aðventu- og jólaskreytingra. Ojpið aiia daga og öll kxröld til kl. 22.00. Blómaskáli við Hrafnagil. Sími 31333 Það kemst til skila T Degi Áskrift og auglýsingar ® (96) 24222^^ Félagsmálaráðuneytið úrskurðar um oddvitamálið á Skagaströnd: Oddvitinn skuli sitja út kjörtímabilið - þrátt fyrir að hann sé í minnihluta innan hreppsnefndarinnar Harðar deilur hafa að undan- förnu staðið innan hrepps- nefndar Höfðahrepps (Skagastrandar) og er löngu orðið ijóst að oddvitinn er orð- inn í minnihluta innan hrepps- nefndar. Meirihluti nefndar- innar hefur ítrekað krafist þess að Adolf Berndsen, oddviti, viki og efnt verði tií oddvitakosninga á þessu ári. Oddvitinn hefur alfarið neitað að víkja þrátt fyrir andbyr innan nefndarinnar og þann 12. okt. sl. skrifaði hreppsnefndin bréf til féiagsmálaráðuneytisins þar sem óskað var eftir að ráðuneytið úrskurðaði um hvort réttmætt væri að efnt yrði til oddvitakosn- inga nú eða ekki fyrr en samfara næstu sveitarstjórnarkosningum. í upphafi hreppsnefndarfundar sem haldinn var þann 17. þ.m. las oddvitinn svarbréf félagsmála- ráðuneytisins. Niðurstaða þess er sú að oddvitinn skuli sitja út kjörtímabilið og oddvitakjör eigi fara fram fyrr en að loknum sveitarstjórnarkosningum nema því aðeins að sæti oddvita verði laust, t.d. ef hann biðst lausnar. Ekki dugði úrskurður ráðu- neytisins til að lægja öldur innan hreppsnefndarinnar og lagði meirihluti nefndarinnar fram eftirfarandi bókun vegna bréfs félagsmálaráðuneytisins. „Þrátt fyrir þá niðurstöðu ráðuneytisins að oddvitakjör í Höfðahreppi eigi ekki að fara fram fyrr en að loknum sveitarstjórnarkosning- um er ljóst að fylgi oddvitans inn- an hreppsnefndar hefur ekki breyst og situr hann því í and- stöðu við vilja meirihlutans. Það er því skýlaus krafa okkar að framvegis hafi sveitarstjóri fullt samráð við meirihlutann um málefni sveitarfélagsins.“ Undir bókunina skrifa Magnús Jónsson, Ingibjörg Kristinsdóttir og Axel Hallgrímsson. Magnús lét ekki þar við sitja og lagði fram ályktun þess efnis að við þessar aðstæður gæti ekki tal- ist eðlilegt að oddviti sé fulltrúi sveitarfélagsins út á við, heldur sá sem til þess er kjörinn af hreppsnefnd hverju sinni. Tillaga Magnúsar var sam- þykkt af sömu fulltrúum og undirrituðu bókunina, gegn atkvæðum Adolfs Berndsen, oddvita og Sigrúnar Lárusdóttir. Oddvitinn óskaði eftir að bók- að yrði að hann mundi í engu fara eftir þessari tillögu þar sem völd oddvita séu ótvíræð. fh „Hroki og hleypidómar“ Bókaútgáfa Máls og menningar hefur sent frá sér skáldsöguna Hroki og hleypidómar eftir ensku skáldkonuna Jane Austen, í þýð- ingu Silju Aðalsteinsdóttur. Þessi saga kom fyrst út árið 1813 og hefur löngum verið talin til sígildra bókmennta í Bret- landi. Hún er öðru fremur ástar- saga og hefur orðið fyrirmynd margra slíkra, en hún varpar líka merkilegu ljósi á enskt mannlíf og samfélag í upphafi 19. aldar. Jane Austin tilheyrði þeim raun- sæishöfundum sem vildu gefa sem heillegasta mynd af umhverfi sínu, sýna fólk í daglegu lífi þess, gera sem besta grein fyrir sið- venjum manna. I eftirmála við bókina segir þýðandinn, Silja Aðalsteinsdóttir: „Söguefni hennar er ævinlega margvísleg samskipti í daglegu lífi og rauði þráðurinn ástir og örlög ungra kvenna, ævinlega séð frá kími- legri hlið. Sögurnar eru „gaman- sögur“ á sama hátt og Draumur á Jónsmessunótt og mörg önnur leikrit Shakespeares eru „gaman- leikir“,“ Samkoma í Hvíta- sunnukirkjunni Sunnudaginn 27. nóv. kl. 16.00 heldur Samhjálp hvítasunnu- manna samkomu í Hvítasunnu- kirkjunni v/Skarðshlíð (vestan Veganestis) og kynnir þar starf- semi Samhjálpar sem er heimili fyrir drykkjusjúka. Söngkonan Gunný Óladóttir syngur einsöng og forstöðumaður Samhjálpar, Óli Ágústsson, predikar Guðs orð. Allir sem áhuga hafa á að kynnast starfsemi Samhjálpar eru hjartanlega velkomnir. Samkomugestum er boðið upp á kaffiveitingar að samkomu lok- inni. Einnig verður barnapössun á meðan samkoman stendur yfir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.