Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 11
26. nóvember 1988 - DAGUR - 11 Hún steindrap féð - Manstu eftir niðurskurðinum vegna mæðiveikinnar sem þú minntist á áðan? „Ég var strákur þá og man að það voru tíl níu ær hér, þegar skorið var niður um haustið, af þeim 150 sem voru til þegar veik- in kom, hún steindrap féð svona. Þá fengu menn smábætur fyrir það fé sem þeir áttu eftir og þeir sem voru búnir að missa minnst fóru best út úr því. Þetta var mik- ið hrun sem kom misjafnt niður á bæjunum.“ - Hvernig upplifðir þú þessa reynslu? „Ég fór að hafa áhuga á sauðfé strax og ég man eftir mér, enda var mér gefin gimbur í skírnar- gjöf. Það komu hér tveir menn að vetrarlagi og voru að athuga með mæðiveikina, þeir skáru hérna tvær ær sem þeir töldu lík- legar og hafa sennilega ætlað að senda sýni úr þeim til rannsókn- ar. Önnur rollan var þessi skírnargjöf mín, frá Laufeyju í Fagranesi, og ég var mjög sár við þessa menn. Annars gerði ég mér ekki svo mikla grein fyrir þessu því það komu lömb strax sama haustið, eftir tvær eða þrjár vikur. Það þurfti ekki svo mikið að gera við húsin í millitíðinni, mig minnir að þau hafi bara verið kölkuð en samt kom veikin hvergi upp aftur.“ - Það eru heldur meiri kröfur gerðar um hreinsun húsa þar sem skorið hefur verið niður vegna riðu. Viltu lýsa því sem gera þurfti eftir að féð var farið? „Við vorum beðnir að brenna öllu timbri sem í húsunum var. Þessi hús voru byggð 1960 og það var- allt tirobur hreinsað út úr þeim og brennt neroa stoðirnar undir sperrunum, þær voru þvegnar og borðið á þær tjöru- efni sem drepa á bakteríur. Ég gerði meira en gera þurfti vegna riðunnar, af því farið var að rífa þetta á annað borð, ég endurnýj- aði og einangraði þakið, breytti svolitlu og byggði nýjan stafn. Svo var allt saman þvegið og það tók hálfan mánuð, steypan í hús- unum var gróf og erfitt að ná úr henni. Eftir sápuþvott var joði sprautað á og síðan var allt málað en ég holufyllti með sementi svo betra væri að mála. Allur trjávið- ur úr húsunum og aukatrjáviður sem ég átti úti fór á eldinn og ég átti ekki eina einustu spýtu til. Það var ekki búmannlegt. Þær eru þungar og feitar En svo var keypt nýtt efni í þetta allt saman og byggt upp. Það gerðum við allt sjálfir með smáhjálp gesta sem hér hafa verið.“ - Og nú er aftur komið fé í endurbyggð húsin, hvað er það margt? „Ég er kominn með 156 gimbr- ar og 6 hrúta. Þetta fé sóttum við um mánaðamótin september- október í Svalbarðshrepp í Þistil- firði. Við vorum allir saman í mjög góðu skapi þegar bændúrn- ir fyrir austan voru að reka féð inn f húsin sín fyrir okkur, það var að sjá eins og breiður sem - ég get ekki lýst því með orðum,“ segir Baldur með hrifn- ingu í svipnum og réttir síðan út hendurnar eins og laxveiðimaður sem er að lýsa þeim stóra sem slapp ekki. „Þegar bræðurnir í Holti voru að reka inn sínar gimbrar komu þær vaggandi á móti manni og það var eins og jörðin bylgjaðist undan hópnum - þetta var fallegur hópur og ákaflega samstilltur. Gimbrarnar eru gæfar, þær eru með lítinn haus og lítil horn en vöxturinn þéttur. Það hreif mann að sjá þennan lambahóp og féð var svipað á hinum bæjunum sem við fengum féð frá. Það er afskaplega góð tilfinn- ing að vera búinn að fá þennan hóp og mér líður óskaplega vel síðan. Ef til vill fer einum of mik- ill tími hjá mér í að vera úti í fjár- húsum. Gimbrarnar hafa verið afskaplega hraustar en svolítið ber á því að þær leggist afvelta því þær eru þungar og feitar, en ég fylgist vel með þeim og hýsi þær annan hvern dag.“ - Ég sá áðan að þú varst að ala upp hvolp, er það nýr hundur fyr- ir nýtt fé? „Tíkin hefur átt hvolpa en það hefur ekkert orðið úr þeim með- an ekkert fé var til að æfa þá í.“ - Hvernig líst þér á framtíð- ina núna með nýjan fjárhóp? „Ég er mjög bjartsýnn maður og hef trú á að sauðfjárræktin eigi eftir að rétta sig betur úr kútnum en sennilega þarf hugar- farið hjá mönnum eitthvað að breytast. Ég kann illa við þegar verið er að kaupa menn til að framleiða ekki eða viðurkenna menn fyrir að hætta og skera nið- ur sinn bústofn. Mér finnst þetta óskaplega óeðlilegt því á meðan heyrir maður að fleiri milljónir líði hungur og ég skil ekki af hverju ekki er hægt að bjarga einhverjum með þeirri fæðu sem við erum að framleiða. Þetta dæmi getur víst ekki gengið upp svo það þýðir ekki að ræða það.“ Hið opinbera staðið sig með afbrigðum - Er enginn ótti í ykkur sem vor- uð að fá fé á ný að riðan komi upp aftur hjá ykkur? „Jú, það er smáótti. Maður er bara að reyna að telja sér trú um að það sé engin hætta, en hún er fyrir hendi. Veikin á sjálfsagt eft- ir að koma upp þótt maður sé að vona að svo verði ekki. Ef svo færi þá yrði maður nú ansi lágt settur eftir að vera búinn að leggja í svona óskaplegan kostnað. Ég keypti t.d. efni upp á tæpa milljón til að endurbyggja húsin. Veikin hefur komið upp á þrem bæjum síðan við skárum niður, síðast í Laxárdal í vor. Einnig kom veikin upp á einum bæ í Mývatnssveit og það stakk okkur mest því fimm ár voru lið- in frá því skorið var niður á ein- um bæ þar og þá getum við búist við því sama hér eftir svona lang- an tíma. En við ætlum að vera bjartsýnir, erum búnir að fá geysi- lega góðar gimbrar og ef við höldum vel á spöðunum verðum við eftir tvö til þrjú ár búnir að fá jafngóðar ær og við áttum áður.“ - Ertu sáttur við þá fjárhags- legu aðstoð sem bændur sem skera þurftu niður vegna riðunn- ar fengu frá ríkinu? „Já, mjög sáttur og fannst hún frekar meiri en minni. Við feng- um smástyrk frá Búnaðarsam- bandinu viðvíkjandi endurnýjun á timbrinu. Hið opinbera hefur staðið sig alveg með afbrigðum í þessu sambandi. En ég er ekki sáttur við að verið sé að kaupa menn til að hætta sauðfjárrækt- inni, þótt við þurfum að borga eitthvað með kjöti sem flutt er út þá fáum við gjaldeyri fyrir það.“ Hættulegt að girða - Gróðureyðing og ofbeit hefur verið mjög til umræðu undanfar- in missiri og sitt sýnist hverjum. Hvert er þitt álit? „Ég hef aldrei verið fylgjandi þessum óskapa friðunaraðgerð- um. Ofbeit, þetta orð sem er móðins núna, ég kenni kindinni alls ekkert um hana. Það eru veðurguðirnir og svo mennirnir sem valda þessu. Til dæmis er hættulegt að setja upp girðingu, þá myndast alltaf einhverjar hindranir og lokanir fyrir sauðfé sem er að ferðast um. En ég vil að tekið sé miklu fastar á því að hefta uppblásturinn og loka börðum sem myndast. Til dæmis er brennt tugum tonna af rusli úr heyi sem er það besta sem fæst til að loka sárum. Það er kannski dýrt að gera þetta en þegar nóg er til af farartækjum til að komast að þessum stöðum held ég að nota ætti tækifærið til að nýta þennan úrgang. En ég held að ekki sé hætta á landeyðingu hér og hún hefur ekki aukist á Reykjaheiði í mínu minni." - Að lokum Baldur, ef bónd- anum veitast tómstundir frá búskapnum hvernig verðu þeim þá? „Tómstundir hafa alltaf verið töluverðar þó að mikið sé unnið stundum. Ég hef svolítið tekið þátt í félagsmálum og síðustu árin hefur mikill tími farið í Karlakórinn Hreim, svo syng ég í kirkjukórnum og hef gert í ein 30 ár. Við höfum ferðast með Hreim bæði til Færeyja og Noregs, auk ferða innanlands t.d. til Skagafjarðar og helgar- ferð til Suðurnesja. Fyrsta söng- æfing vetrarins er í kvöld og það er alveg nauðsynlegt fyrir hvern og einn að taka þátt í einhverju svona. Mitt stóra áhugamál á verklega sviðinu er hitaveita. Nokkrir bændur í Hvömmunum ætluðu að leggja hitaveitu frá Hveravöll- um núna í haust en við vorum stoppaðir af með það af hreppnum. Það er þó ekki frestur nema til vors á þessum fram- kvæmdum, því þegar til kom vildi hreppurinn taka þátt í þessu með okkur og gefa íbúum á stærra svæði tækifæri á að vera með. En ef þeir verða ekki búnir að Ijúka sínum málum við undir- búninginn í vor förum við af stað með okkar áætlun, sem var alveg tilbúin." Er mjög hamingjusamur - Ég hef heyrt að þú sért mikill hestamaður, syngurðu á hest- baki? „Þegar ég er kominn frá bæ, hestar eru alveg dásamleg farar- tæki. Eins og er á ég 11-12 hesta, ég hef aldrei ræktað hesta en allt- af keypt af sama manninum, Guömundi Sigfússyni sem kenndur er viö Eiríksstaði en búsettur á Sauðanesi. Mér finnst gaman að ferðast upp til heiða á hestum ef maður getur gefið sér tíma til þess.“ - Baldur, ertu hamingjusamur í dag, þegar þú getur á ný stússast í kringum fé, brugðið þér á hest- bak og svo á söngæfingu í kvöld? „Já, ég er mjög hamingjusam- ur, það hefur ekkert komið upp á svo slæmt að ég labbaði út fyrir horn. Það er ágætt að búa í dag ef maður hefur ekki verið í stórum framkvæmdum síðustu árin. Það er allt í lagi með okkur sem byggðum fyrir ’80, við þurfum ekkert að barma okkur. En það þarf að passa allan rekstur, þenn- an eins og annan.“ - Hvað finnst þér um tog- streituna milli þéttbýlis og dreif- býlis? „Ég held að hún sé aðallega í fjölmiðlunum og það sé ekkert mikill rígur á milli. Kaupstaða- búar hafa mjög ganian af að koma út í sveitirnar og sveita- fólkið að bregða sér í bæina. Fjármagnsmyndunin í atvinnu- greinunum er langmest úti á landi og okkur finnst kannski stundum að við fáum ekki nógu mikið aft- ur til baka en fólk á þéttbýlis- stöðunum njóti góðs af. En það þarf ekki að vera neinn rígur á milli, við þurfum að vera bundin hvert öðru, flest þorp hafa byggst upp af sveitunum í byrjun en síð- an hafa fleiri atvinnugreinar þró- ast þar. Það er allt í lagi að stunda búskap eins og ástandið er í dag en við megum ekki við að fá viðreisnarstjórn,- af því höfum við slæma reynslu.“ IM Gimbrunum hleypt út til beitar. Sex hrútar úr Þistilfirði komu með 156 gimbrum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.