Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - 26. nóvember 1988 poppsíðan lj Umsjón: Valur Sæmundsson. Sitthvað um Pet Shop Boys sem þú hefðir kannski áhuga á Fyrri hluti í dag skulum viö fjalla dulítið um diskó. Einna fremstir i þeim bransa eru þeir fóstbræöur í Pet Shop Boys, sem hafa sent frá sér einar fjórar plötur, þar af tvær á þessu ári, þar af eina fyrir afskaplega stuttu. Platan sem kom út fyrr á þessu ári er ekta dansplata, inniheldur 6 af lögum dúettsins, í sérstökum dans- útgáfum. Tvö lög af nýju plötunni hafa komið út á smáskífu, Domino Dancing og Left to my own devices, sem er nýkomið út og spáð afar miklum vinsældum. Frá upphafi hafa þeir Chris Lowe og Neil Tennant, dúettinn Pet Shop Boys, aðeins haft eitt mottó: Að gera góðar plötur. Og ekkert annað. Afskaplega einföld viska í sjálfu sér, sem þó er ekki án erfiðleika. Þeir hafa nefnilega snúið bakinu í afganginn af tónlistarbransanum. Þeir hafa engan áhuga á popp- stjörnupartíunum og þeir neita að brosa eins og heilalausir smá- stelpnaguðir á myndum og hafa raunar skorið niður samskipti við fjölmiðla eins og kostur er. Þessi afstaða hefur gert þá afar óvinsæla meðal starfsbræðra og einnig skap- að þeim óheppilega ímynd út á við, sem köldum, leiðinlegum og frá- hrindandi bissnessmönnum. (mynd sem fyrst núna nýlega dofnaði dálít- ið þegar þeir komu óvænt fram á tónleikum, sem haldnir voru til að mótmæla nýjum lögum í Bretlandi um réttindi kynhverfra. „Fólk segir að við séum undarlegir og heldur að við séum eitthvað dul- arfullir, eins og t.d. New Order eru sagðir vera. Málið er hins vegar að poppstjörnuklíkan þar sem allir þekkja alla er okkur á móti skapi. Um daginn fórum við t.d. á tónleika með Madonnu og þurftum auðvitað að vera á þartilgerðum stað eins og aðrar Mikilvægar Persónur. Það var afskaplega þvingað og við vildum miklu heldur vera meðal venjulegra áhorfenda og dansa og djöflast," segja Chris og Neil. „Við viljum heldur aldrei tala um einkalíf okkar í viðtölum. Ekki út af því að við ger- um eitthvað hneykslanlegt af okkur sem ekki má fréttast, heldur þvert á móti. Eins og Boy George sagði um Prince: Ég skil vel af hverju Prince veitir aldrei viðtöl. Þegar þú hittir hann, sérðu að hann er bara venjulegur, leiðinlegur maður. Þannig er nú það. Okkar einkalíf er enginn blaðamannamatur," segja þeir. - En af hverju eru Pet Shop Boys svona tregir til að fara í hljómleika- ferðir? „Okkurfinnst báðum að hljómleikar séu frekar leiðinlegir. Við vildum mun frekar vera á diskóteki þar sem verið væri að spila lag með Samönthu Fox, heldur en að fara á U2 hljómleika á Wembley." Neil segir: „Þegar ég vann á poppblað- inu Smash Hits, fór ég á fjölda tón- leika. Yfirleitt voru allir poppskríb- entarnir komnir á barinn eftir fimm mínútur, þar sem við stóðum og kjöftuðum saman. Það var lang- skemmtilegasti hluti tónleikanna. En auðvitað höfum við hugleitt það að fara í hljómleikaferð. En það eru hins vegar bara hugleiðingar enn sem komið er.“ En eins og kom fram hér áðan er ekki mjög langt síðan Pet Shop Boys komu fram á tónleikum sem haldnir voru gegn nýjum lögum í Bretlandi, sem færa stöðu kyn- hverfra mörg ár aftur í tímann og sagt að samkynhneigð sé afbrigði- leg og fleira í þeim dúr. T.d. er kennurum bannað að tala um sam- kynhneigð við nemendur sína og þar fram eftir götunum. Þetta ætla ég að láta duga I bili en sennilega verður framhald á umfjölluninni í næstu viku og þá rætt um mjög merkilegt efni, nefni- lega áhrif Pet Shop Boys á aðrar hljómsveitir, t.d. New Order. Það er ansi merkilegt... Vinsældalistar Hljóðbylgjan - vikuna 19/11-26/11 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (3) l'm gonna be .. The Proclaimers 2. (2.) (5) Kokomo .. The Beach Boys 3. (9.) (2) Harder I try .... Brother Beyond 4. (6.) (3) Je ne sans pas pourquoi Kylie Minogue 5. (?■) (4) Desire U2 6. (3.) (5) Where did I go wrong UB-40 7. (8.) (3) Groovy kind of love Phil Collins 8. (14.) (3) You are the one A-ha 9. (5.) (5) De smukke unge mennesker Kim Larsen 10. (4.) (4) Domino Dancing Pet Shop Boys Rás 2 - vikuna 18/11-25/11 1988 Sæt Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1) (4) l’m gonna be (500 miles) .... The Prodaimers 2. (3.) (9) De smukke unge mennesker Kim Larsen 3. (5.) (4) Handle with care . Traveling Wilburys 4. (6.) (4) The harder I try Brother Beyond 5. (7.) (8) Where did I go wrong UB-40 6. (2.) (11) Groovy kind of love Phil Collins 7. (10.) (5) Wild wild west Escape Club 8. (8.) (11) Kokomo Beach Boys 9. (4.) (8) Don’t worry, be happy Bobby McFerrin 10. (11.) (4) Orinocoflow Enya íslenski listinn - vikuna 19/11-25/11 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1-) (9) Kokomo Beach Boys 2. (2.) (5) I’m gonna be 500 miles Prodaimers 3. (3.) (10) Dont worry, be happy ... Bobby McFerrin 4. (10.) (2) Twohearts Phil Collins 5. (4.) (10) Groovy kind of love Phil Collins 6. (6.) (7) Desiree U2 7. (9.) (4) Wild wild west Escape Club 8. (5.) (10) Where did I go wrong UB-40 9. (11.) (4) Niður Laugaveg Strax 10. (21.) (4) Girl You know it’s true Sérvitringarnir í poppinu: Pet Shop Boys. Gleðitfðindi fyrir unnendur góðrar tónlistar: Útvarp Ólund tekur til starfa Að öllu forfallalausu hefði ný útvarpsstöð átt að hefja göngu sína á Akureyri í gær. Þarna er ég að ræða um Útvarp Ólund en ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi um nýju stöðina en lítið sem ekkert af áreiðanlegum heimildum. Ástæðan er sennilega sú að aðstandendur stöðvarinnar hafa viljað vera öruggir um að allt myndi smella saman áður en þeir færu að láta nokkuð leka út. En nú er semsagt allt klárt og fyrsta útsendingin var áformuð í gærkvöld. Það sem þessi stöó hefur fram yfir aðrar stöðvar tónlistarlega séð, er heilmargt, enda fer lítið fyrir vandaðri tónlist á íslenskum útvarpsstöðvum, að rásum ríkisins undanskildum. í Útvarpi Ólund skilst mér að megináherslan verði lögð á góða og sjaldheyrða tónlist það er að segja þegar tónlist verður á dagskránni en aðeins helmingur útsendingartímans verður tónlist en 50% verða í formi talaðs máls. Á dagskránni verða t.d. þættir um þungarokk, djass og fönk, pönk og hvers konar sjaldheyrð tónlist á greiðan aðgang að dagskránni. Ég ætla ekki að hætta mér lengra í þessari umfjöllun að sinni, en fá þess í stað útvarpsstjóra Ólundar, hinn unga athafnamann Kristján Ingimarsson, bóksala, í dulítið spjall um tónlistarstefnu stöðvarinnar, og get ég lofað því að það kemurýmis- legt forvitnilegt í Ijós.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.