Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 13
barnasíðan ?________________________ (llmsjón: Stefán Sæmundsson. Nonni stelpustrákur Þessi saga gerðist fyrir skömmu í kaupstað á Norðurlandi. Jón Guð- jónsson, 4ra ára strákur, Guðjón pabbi hans og Sæbjörg mamma hans eru aðalsöguhetjurnar. Þau bjuggu í sannkölluðu barnahverfi og þar var mikið fjör. Jón var ósköp þægur drengur og hann lék sér mik- ið inni. Uppáhaldsleikfangið hans var dúkka sem hann kallaði Lottu. - Svona Lotta mín, farðu nú að sofa, sagði Jón og breiddi yfir dúkk- una sína. Hann átti líka fleiri leik- föng; bíla, kubba, púsluspil, liti, bolta og fleira, en hann var mest upptek- inn af Lottu sinni. Einn daginn komu tveir strákar úr hverfinu í heimsókn. Þetta voru þeir Gunni, sem var 4ra ára eins og Jón, og Halldór, en hann var orðinn fimm ára. - Megum við koma inn og leika við Nonna? spurðu þeir þegar Sæbjörg opnaði fyrir þeim. Jú, hún leyfði þeim að koma inn til Nonna, en Jón var gjarnan kallaður Nonni. Strákarnir þrír fóru nú að leika sér. Gunni og Halldór fóru strax í bílaleik en Nonni ákvað að sýna þeim dúkk- una sína. Þeir höfðu aldrei séð hana, enda var Nonni nýlega fluttur í hverfið. Það kom kindarlegur svipur á strákana þegar þeir sáu Nonna leika sér með dúkkuna. Þeir urðu rauðir í framan og þurftu svo óskap- lega mikið að hlæja, að það endaði með því að þeir kvöddu og hlupu út. Næsta dag, sem var laugardagur, sögðu Sæbjörg og Guðjón við Nonna að hann skyldi fara út og leika sér í góða veðrinu. Hann var til í það og spurði hvort hann mætti ekki taka Lottu með sér. Eftir að hafa fengið leyfi til þess klæddi hann dúkkuna í útifötin og fór út til krakk- anna. En um leið og hinir krakkarnir sáu hann gerðist dálítið ægilegt. - Ha, ha, ha, hí. Strákur sem leik- ur sér með dúkku. Hí á þig. Nonni stelpustrákur, Nonni stelpustrákur. Ha, ha, he, ho, hí aaahaha. Allir strákarnir veltust um af hlátri og stríddu Nonna, sem hljóp skælandi inn. - Buuhuu, veheee, strákarnir eru að stríða mér, grenjaði hann og kall- aði á mömmu og pabba. - Þeir segja að það sé asnalegt að strákur leiki sér að dúkku, veehee, íeeeh. Þeir kalla mig stelpustrák. - Svona, svona Nonni minn, sagði Guðjón pabbi hans huggandi. - Láttu ekki þessa vitleysu hafa áhrif á þig. Segðu bara við strákana: Já, ég leik mér með dúkku. Eigið þið enga dúkku? Strákar og stelpur mega að sjálfsögðu leika sér að sömu leikföngunum. Þetta eru börn og leikföng eru fyrir börn. Nonni harkaði af sér og fór aftur út. Sami stríðniskórinn byrjaði að baula á hann en þá sagði Nonni það sem pabbi hans hafði ráðlagt honum. Þögn sló á strákahópinn. Það var ekkert gaman að stríða Nonna lengur af því að hann fór ekki Nokkrar gátur 1. Hvað er það sem er hræddara við einn skógarþröst en þúsund manns? 2. Hvaða fata getur aldrei orðið full, hversu mikið sem maður hellir í hana? 3. Hver hefur munninn fyrir ofan nefið? 4. Hvaða fólk setur fæturna upp í sig? 5. Hvað er það fyrsta sem maður gerir á morgnana þegar maður vaknar? 6. Bræður báru nöfn sín á fingrun- um. Hvað hétu þeir? 7. Hvaða spurningu getur þú ekki svarað játandi? 8. Hvernig var Jón þegar hann datt í fyrsta skipti í poll? 9. Ein gæs gekk á undan tveimur gæsum. Ein gæs gekk á milli tveggja gæsa og ein gæs gekk á eftir tveimur gæsum. Hvað voru þetta margar gæsir? 10. Á hvað fellst maðurinn alltaf? Lausnir JB6u!QjÁ||ni u|6!3 oi. J?íJc| '6 jninBig q í,ncjjn*8S L 'uuj8is 6o jn6uuH '9 un6nB JBudo 9 J!ddB|BQ!AS BQJOq UJ8S Jjðcj 'V snBq e jnpuais luas bs £ •BIBIHPIOO z \in>|QBiuBuy i. Mannrán Þetta er leikur sem stundaður var í „gamla daga“ og eru þátttakendur 10-16. Þeim er skipt í tvo flokka og stendur hvor flokkur í röð eftir núm- erum bak við krítarstrik, sem dregin Þessa mynd teiknaði Katrín, en hún er aðeins 3ja ára og býr á Akureyri. 26. nóvember 1988 - DAGUR - 13 Steina, 4ra ára stúlka, teiknaði þessa mynd. Kannski er þetta Nonni stelpustrákur. að grenja. Stelpurnar sem voru þarna úti sögðu: - Þetta er alveg rétt hjá Nonna. Strákar mega alveg leika sér með dúkkur, bollastell og Barbie, alveg eins og stelpur mega leika sér með bíla, bolta og He-Man. Ég hef það fyrir satt, að margir strákar í þessu hverfi eigi nú dúkkur og börnin leika sér saman með sams konar leikföng, hvort sem þau eru stelpur eða strákar. Eða eru nokkuð til strákaleikföng og stelpuleikföng? < eru u.þ.b. þrjá metra frá stöfnum sal- arins, eða leiksvæðið afmarkað á annan hátt. Leikurinn byrjar þannig, að fyrsta barnið í annarri röðinni hleypur fram að hinni röðinni, þar sem öll börnin rétta annan hand- legginn fram og snúa lófunum upp. Barnið á nú að slá 3 greinileg högg á 3 lófa og hlaupa svo sem skjótast aftur heim til sín. Sá sem síðastur var sleginn á að elta það og reyna að ná því áður en það kemst alla leið. En takist það ekki verður hann fangi þess, sem flýði, og á að taka sér stöðu bak við hann. Leikurinn heldur þannig áfram að fyrsta barnið í hinni röðinni hleypur fram á sama hátt og sá sem byrjaði leikinn. Næst kemur svo nr. 2 í fyrstu röð fram o.s.frv. Leikurinn heldur áfram þar til allir eru teknir til fanga í annarri röð- inni. Leikurinn getur því staðið all lengi yfir þar eð hægt er að frelsa fangana, svo þeir fái að fara til síns flokks aftur og taka þátt í leiknum. Þeir verða frjálsir ef sá sem náði þeim verður tekinn til fanga. Krakkar - Takið eftir Barnasíðan er blaðsíðan ykkar. Sendið okkur teikningar, skrýtlur, eða annað skemmtilegt efni. Munið að láta nafn fylgja með. Biðjið mömmu og pabba að hjálpa ykkur með utanáskriftina sem er: Dagur - Barnasíða Pósthólf 58 602 Akureyri. Brandarar Ókunnugur maður: - Þér sýnduð sannarlega snarræði þegar þér stunguð yður af bryggjunni og björguðuð barninu úr sjónum. Björgunarmaðurinn: - Það getur vel verið, en ég vildi gjarnan fá að vita hver henti mér út í. - Hefur þú verið að blaðra um það að ég sé ríkur? - Nei, alls ekki. Ég hef bara sagt að þú sért ríkari af peningum en viti í kollinum. Tilkynning í dagblaði: - Jón Jónsson frá Jónsnesi vill þakka þeim sem höfðu með andlát og útför konu hans að gera. Sér- staklega þakkar hann læknun- um. - Er Sally Field (fýld) eða glöð? - Er Don Johnson eða Nixon? - Er Karl prins eða froskur? - Er prins Karl eða kona? - Það er spurning hvort Arnfinnur eða týnir. - Lafði Díana eða hékk? - Er Eðvarð Þór eða Óðinn? - Er George Bush (runni) eða tree (tré)? - Voru Stuðmenn eöa dýr? - Hvað er að sjá þetta! sagði tón- listarkennarinn. Þú kemur til mín með vélbyssu í fiðlukassanum. - Æ, hver skrambinn, sagði Nonni. Þá er pabbi með fiðluna mína í bankanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.