Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 6
'C _ JSH'AAC! .. AJJOridH'Dmrör* 6 - DAGUR - 26. nóvember 1988 Helga Kristjánsdóttir skriíár Ítalíuferd 14.09. Pennan morgun var hald- ið inn í Rómaborg miðja þar sem glæstar byggingar frá því á dögum heimsveldisins blöstu við hvert sem litið var. Einbýlishús hins forna aðals eru meistara- verk, með innfelldum styttum á hornum o.s.frv., svo ekki sé minnst á kirkjurnar og hofin en þar ber Péturskirkjuna, stærstu kirkju heims, hæst, Við fórum að sjálfsögðu í Péturskirkjuna, eins og allir ættu að gera sem fara til Rómar. Einnig fórum við í „The Colosseum“ sem var hringleikahús Rómverja til forna og síöasta glæsilega bygging þeirra sem hönnuð var fyrir hrun heimsveld- isins. Sumir fóru líka í Vatikanið og skoðuðu hið merka safn þess. Eftir að hafa komið við á þess- um stöðum var frjáls tími til kvölds. Margir fóru þá að versla og þá kom að siestunni...þá var að fá sér að borða eða fylgjast með umferðinni. Pað er athygl- isvert að fylgjast með umferðinni í Róm, en hún rennur áfram stjórnlaust eftir því sem maður best fær séð og síðan leggur fólk bílunum þvers og kruss, á götu- horn og hvar sem er - og lokar þannig hvert annað inni á stæð- unum. Eftir kvöldmat á hótelinu var haldið í gönguferð um Róm og Trevigosbrunnarnir (Fontana de Trevi) skoðaðir meðal annars. Katakomburnar 15.09. Pennan morgun var haldið í eina af katakombunum en það eru neðanjarðargrafhýsi frum- kristinna manna, skammt fyrir utan Róm. Kristin trú var eitt sinn bönnuð í Róm og óheimilt var að grafa meðlimi hennar inn- an borgarmúranna. Grafhýsin eru margar hæðir niður í jörðina. Að lokinni heimsókn í kata- komburnar var haldið inn í Róm þar sem „The Pantheon" bygg- ingin, draumur allra arkitekta og byggingameistara, var skoðuð. Síðan var komið við í verslunar- götunum. Á diskótek Þetta kvöld sameinaðist hópur- inn um að fara á diskótek, eins og við átturn oft eftir að gera. Við fórum á diskótekið „New Life“ í miðri Róm. Diskótekin á Ítalíu eru yfirleitt mjög tlott og þetta er engin undantekning. Á svona diskótekum reyndust vera ansi margir „einmana ítalir“ sem hugsuðu sér gott til glóöarinnar þegar allar þessar „beautiful b!onds“ birtust - en íslenska kvenþjóðin fékk fljótt leið á þeim. ítalirnir voru nú ekki bara ástleitnir á diskótekum, sæju þeir kvenmann sem þeim leist vel á var ekkert tvínónað við hlutina, blístur og læti. - Pannig að fyrsta boðorðið hjá mörgum stelpunum var; „Aldrei að brosa framan í Itala...“ ítalirnir skömmuðust sín ekkert fyrir það hvernig þeir létu. 16.09. Nú rann upp „frjáls dagur“ í Róm sem margir voru fegnir eftir allar skoðunarferðirn- ar. Flestir héldu inn í miðborgina enda er alltaf hægt að taka eftir einhverju nýju í Róm. Um kvöldið fórum við síðan aftur á New Life. Sorrento 17.09. Nú var vaknað snemma og ekið til Sorrento, ferðamanna- bæjar við sunnanverðan Napólí- flóann. Þar dvöldum við í þá 12 daga sem við áttum eftir á Italíu. Á leið okkar til Sorrento komum við m.a. við í bænum Cassino við fjallsrætur vestanverðra Appen- inafjalla. Sum hús bæjarins eru byggð uppi í fjallshlíðinni fyrir ofan hann sjálfan en efst uppi í þverhníptri hlíðinni stendur munkaklaustrið fræga, Monte Cassino. Við gátum því miður ekki skoðað klaustrið, svo það var bara að tylla sér inn á næsta matsölustað og panta enn eina pizzuna. Síðan litum við á þorps- markaðinn þar. Markaðurinn er mjög stór og þar fæst allt græn- meti, ávextir, kjöt o.fl. Sumir ávaxtasalarnir stóðu yfir opnum ávaxtakössunum reykjandi og Séð inn einn ganginn í katakombun- um. Á Péturstorginu. Síðarihluti Björg o.fl., á útsýnispalli í Róm. þrifnaðurinn virtist víða vera í lágmarki. Á leiðinni til Sorrento ókurn við einnig í gegnum milljóna- borgina Napólí. Þar urðum við vitni að hámarki fífldirfskunnar í akstri en á allri Ítalíu er Napólí með lökustu umferðarmenning- una. Vonbrigdin Þegar við komum til Sorrento síðdegis þennan dag olli það okk- ur ómældum vonbrigðum að hópnum ætti að skipta niður á tvö hótel þá 12 daga sem við áttum eftir að vera þarna. Við fengum þessu ekki breytt, því miður. í Sorrento er fjöldinn allur af hótelum og mörg þeirra hlið við hlið. Hópurinn skiptist þannig að tæplega helmingur hans var niðri í bænum en hinn helmingurinn var á hóteli uppi í hlíðinni fyrir ofan bæinn. - Þetta kom sér sér- lega illa fyrir „hlíðarbúana“ þegar þeir voru að koma af öldurhúsum bæjarins á nóttunni og allir leigu- bílstjórar voru löngu hættir störfum. Hópurinn í hringleikahúsinu. Hótelið sem gist var á í Róm. 18.09. Nú var það fri'r dagur í Sorrento, þessum 16000 manna bæ við Napólíflóann. Sorrento stendur við klettaströnd svo ekki er hægt að liggja á ströndinni þar - en sólbaðsbryggjur hafa verið reistar við ströndina og hægt er að leigja sér sólbekk á þeim og skella sér svo í sjóinn af og til, þrífa sig á hjólabát eða synda. Einfaldast er auðvitað að flat- maga á sólbekkjunum við sund- laugar hótelanna eða liggja á svölunum eða þakinu. Sólin skein nú ekki nógu glatt fyrstu dagana ef hún skein þá eitthvað. Þá var að versla og skoða bæinn, leigja sér vespu og fara eitthvað á henni, nú eða drífa í því að skrifa kort heirn. Capri 19.09. Þennan dag var siglt til Capri, eyjarinnar sem rís líkt og hvítur klettur upp úr Tyrrenahaf- inu, skammt fyrir utan Napólí- flóann. Eyjan hefur löngum verið talin mjög rómantískur staður, hins vegar hefur dregið mikið úr rómantíkinni þar eins og á öðrum yfirfullum ferðamanna- stöðum á Ítalíu. Við fórum þenn- an venjulega ferðamannarúnt á eyjunni, keyrðum mjóa vegi í snarbröttum hlíðunum, litum á ferðamannamarkaðinn, sáum sumarbústaðahverfið með bústöðum auðmanna og sumir gengu „hring“ um eyjuna. Ekki sáum við bláu hellana og mörg- um fannst ferðin lítilfjörleg. 20.09. Þennan dag var ekkert planað svo við tókum því rólega, ekki var sólbaðsveðrið mikið svo menn fóru að óttast að þeir kæmu hvítir heim. Færi maður að versla þýddi oft lítið að tala ensku svo þá reyndi á fingramálið. Úrvalið var frekar lítið og afgreiðslufólkið var oft ekkert áfjáð í að afgreiða þessa hálfberu Þjóðverja (við vorum yfirleitt stimpluð sem Þjóðverjar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.