Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 17
sakamálasago
Stórþjófurimi Hitler
Barón von Rothschild
Hitlerfyrirskipaði, að sérstakar
hvelfingar skyldu innréttaðar í
loftvarnabyrgjum Munchen til
að hýsa Linz-safnið til bráða-
öirgða, því að sérsveitirnar voru
á fullu við að „gera upptækar“
eignir gyðinga. Eitt fyrsta fórn-
arlamb þeirra var barón Louis
von Rothschild, ríkasti maður-
inn í Austurríki. Rothschild var
tekinn til fanga af Gestapo og
yfirheyrður af sérstökum gull-
og listaverkamatsmanni Hitlers,
dr. Hans Posse frá listasafninu í
Dresden.
Af Luis baróni var hirt allt, sem
hann átti, sem lausnargjald fyrir
að hann og fjölskyldan fengju
að fara úr landi og losna undan
ofsóknum nasista. Hirt var af
honum ómetanlegt myntsafn og
dýrmæt listaverk, meðal annars
málverk eftir Van Dyck,
Holbein, Tintoretto og
Gainsborough.
Nasistar höfðu af að leggja hald
á geypileg verðmæti áður en
þeir réðust yfir landamæri
Hollands, Belgíu og Frakk-
lands. Ofsahræðsla greip ríka
og ráðsetta yfirstétt Evrópu,
hvört heldur það voru gyðingar
eða ekki. Hús og eignir voru
seld á spottprís og rýrnandi
auður kaupmannastéttarinnar
streymdi inn í banka í landi
hlutleysisins Sviss.
Martin Bormann fékk það verk-
efni að hafa í hótunum við sviss-
neska bankastjóra, ef þeirgæfu
ekki eftir innistæður þær, sem
þýska stjórnin hafði ákveðið að
væru þýsk eign, en þeir gerðu
gys að öllu saman og varðveittu
bankaleyndina betur en nokkru
sinni. í sjálfu sér máttu margir
af forkólfum nasista, sem bölv-
uðu þeim þá í sand og ösku,
þakka fyrir fordæmið nokkrum
árum síðar.
Herir Hitlers streymdu yfir Evr-
ópu og í kjölfar þeirra komu
sérlegir „matsmenn verðmæta“
eins og hrægammar. En starfs-
hópur vegna sérverkefnis í Linz
átti í erfiðleikum. Brátt vissu
menn ekki, hvað ætti að gera
við öll þau auðæfi, sem hrúguð-
ust upp í loftvarnabyrgjunum í
Múnchen. Allt var sett á fullt til
að byggja nýjar geymslur þegar
Hér sjáið þið sjálfan Hermann Göring,
Seirnii hluti
mestu auðæfin á einum stað
féllu í hendur nasista - í París.
Stríðsgæfan snýst
Linz var bókstaflega komin í
kaf í gulli og listaverkum. Auk
þess bættust nú við ómetanlegt
ríkidæmi Louvre-safnsins, höll-
in í Versölum og verðmætin í
bankahvelfingum franska ríkis-
bankans. Meira að segja sjálfur
yfirræninginn, Hans Posse, vissi
ekki, hvað gera ætti. Þá mynd-
uðu nasistar annan starfshóp,
sem fékk það verkefni eitt að
annast ránsfenginn frá París.
Listfræðingurinn Alfred Rosen-
berg varð yfirmaður hópsins og
skipunin, sem hann fékk, var að
flytja öll þjóðarverðmæti
Frakka til Þýskalands.
Rosenberg, sem var skósmiðs-
sonur frá Eistlandi, hóf verkið
af miklum krafti. En fljótlega
fór yfirmaður flughersins, sá
gírugi Hermann Göring, að
skipta sér af starfseminni. Hann
stóðst ekki þá freistingu, að
næla sér í hluta af auðnum og
lét breyta áfangastað heilu lest-
arfarmanna af gulli og listaverk-
um, svo þeir höfnuðu á einka-
setri hans, Karinhall, rétt hjá
Berlín.
í fjögur ár stálu nasistar öllu,
sem hönd á festi. Frá Rússlandi
komu dýrgripirnir úr höll Alex-
anders keisara og Katrínar keis-
araynju. Meðan stórskotaliðið
svalt og fraus í hel við að reyna
að leggja undir sig Stalingrad og
Leningrad, þá tæmdu sérsveit-
irnar 427 söfn og banka. Mán-
aðarlega fóru 50 sérlestir full-
hlaðnar ránsfeng til Berlínar.
Bankahvelfingar í Póllandi og
Tékkóslóvakíu voru tæmdar og
2/3 af þjóðarauði Hollands og
Belgíu stálu nasistar. Talið er,
að á árinu 1944 hafi verið rænt
frá herteknu löndunum verð-
mætum að upphæð 15 milljarð-
ar punda. Frá Frakklandi einu
var rænt 21.903 listaverkum.
Þá snerist stríðsgæfan Þjóðverj-
um í óhag.
Draumar Hitlers um heimsveld-
issafn í Linz tóku að hrynja þeg-
ar sprengjuflugvélar Banda-
manna hættu sér æ lengra inn
yfir Þýskaland. Þegar ósigurinn
blasti við, varð nasistum brátt
að koma herfangi sínu undan.
Saltnámur í afskekktum aust-
urrískum bæ, Alt Ausee, voru
fylltar af listaverkum og gulli,
klaustrið í Hohenfurth, rétt inn-
an landamæra Tékkóslóvakíu
var gert að demantageymslu og
til hallarinnar Neuschwanstein
nærri Fussen í Bayern var skip-
að ókjörum af gulli í stöngum.
Foringinn, farinn á geðsmun-
um, átti sér enga undankomu-
leið eða athvarf, en þeir af
æðstu samstarfsmönnum hans,
sem töldu möguleika á að
bjarga eigin skinni, hittust á
laun í Berlín og stofnuðu leyni-
félagsskapinn Odessa til að
hjálpa eftirlýstum stríðsglæpa-
mönnum að komast undan.
Félagið hafði yfir geypilegum
auðæfum að ráða. Menn eins og
Bormann, Josef Mengele yfir-
læknir útrýmingarbúðanna og
forstöðumenn þeirra, Adolf
Eichman og Walter Rauff gátu
nú ekki nógsamlega lofað þagn-
arskyldu svissneskra banka.
Með því að hagnýta sömu
aðferðir og fórnarlömbin
nokkrum árum áður, gátu félag-
ar í Odessa nú, með hjálp fjár
af leynireikningum, keypt sér
nýja „persónuleika" og öryggi í
Suður-Ameríku. Víða í Arg-
entínu, Bólivíu, Paraguy og
Chile risu stórhýsi og búgarðar
með aðstoð ránsfengsins.
Odessa eyddi miklum fjárhæð-
um í að bjarga félögum sínum,
en þrátt fyrir það eru örugglega
mikil verðmæti ennþá falin hér
og hvar á meginlandi Evrópu.
Árið 1982 reyndu kafarar úr
danska flotanum að finna nas-
istagull í Ornsö á Jótlandi, en
urðu frá að hverfa vegna skot-
hríðar. Lögreglan telur, að
skyttan hafi verið fyrrum
gestaponjósnari, sem var
hræddur um, að ránsfengurinn
kæmi upp um þátttöku hans við
rán í dönskum bönkum.
Bankarán í Berlín
Fáránlegasta bankarán sögunn-
ar átti sér þó stað í maí 1945,
þegar Hitlersstjórnin engdist í
fjörbrotunum. Amerískar og
rússneskar hersveitir kepptu þá
um, hverjir næðu fyrstir mið-
borg Berlínar. Eisenhower
hershöfðingi gaf sínum mönn-
um skipun um að hertaka ríkis-
bankann, brjóta upp hvelfing-
arnar og koma með innihald
þeirra á öllum tiltækum farkost-
um yfir fyrir víglínu Ameríkan-
anna. Hermennirnir létu ekki
segja sér það tvisvar. En af
ókunnum ástæðum hvarf um
200 milljóna punda verðmæti af
gulli og söluhæfum svissneskum
verðbréfum á leiðinni frá
bankahvelfingunum og í her-
búðirnar. í apríl 1979, 35 árum
síðar, voru þrír menn hand-
teknir í Ontario í Kanada, þeg-
ar þeir reyndu að selja nokkur
af verðbréfunum horfnu. Einn-
ig er vitað, að ameríkanskir
hermenn og þýskir liðhlaupar
náðu um 90 milljóna punda
verðmæti af gullstöngum,
erlendri mynt og gimsteinum af
verðmætum ríkisbankans. Ekki
hefur fundist eyrisvirði af þess-
um feng og enginn hermann-
anna var ákærður fyrir þjófnað.
Suður-Ameríka var ekki eina
endastöð nasistagullsins. Bæði í
Bandaríkjum Norður-Ameríku
og í Evrópu eru í blóma virð-
ingarverð fyrirtæki, sem stofn-
uð eru með afrakstri ránsferðar
nasista í síðari heimsstyrjöld-
inni. Samt hafa Bandamenn
ákveðið, að opinbera enga
vitneskju um mesta óupplýsta
afbrot sögunnar. í safni bresku
leyniþjónustunnar og þeirri
deild Þjóðskjalasafnsins í
Washington, sem geymir skjöl
um heimsstyrjöldina síðari, má
finna nöfn verstu afbrotamann-
anna og smáatriði um afbrot
þeirra. En þessar upplýsingar
eru leynistimplaðar að minnsta
kosti til aldamóta og verða það
sjálfsagt lengur.
„Rímabókm“
- eftir Ralph Blum
Iðunn hefur gefið út Bókina um
rúnir eftir Ralph Blum. Þetta er
sérstæð bók með sjaldséðum
fylgihlutum, því henni fylgja tutt-
ugu og fimm rúnasteinar, sem
lesandinn getur notað til leið-
sagnar og til að svara ýmsum
spurningum.
Rúnaristur eru flestum íslend-
ingum kunnar úr sögunni. Þeir
eru þó sennilega færri sem vita
hversu fjölbreyttu hlutverki rún-
irnar gegndu í lífi manna fyrr á
öldum, þegar menn leituðu leið-
sagnar í táknum þeirra. Menn
gátu nýtt þær sér til uppbygging-
ar, til að velja réttar leiðir og til
að öðlast aukna reynslu og
þroska. Notkun þeirra færist nú
sífellt í vöxt í hinum vestræna
heimi og rúnasteinarnir skjóta æ
víðar upp kollinum. Og það þarf
engan að undra, því rúnirnar
geta verið allt frá skemmtilegum,
slakandi leik til djúpstæðrar
speki til íhugunar fyrir einstakl-
inginn, eftir því hvernig notkun-
inni er háttað.
Bókin sjálf skýrir á afar
aðgengilegan hátt tákn steinanna
og hvernig hver og einn getur
fært sér þessi fornu fræði í nyt,
jafnt í lcik sem leit að veigamikl-
um svörum og leiðsögn.
Bókin er þýdd af Þorbjörgu
Jónsdóttur.
„Að lokum“
- Síðasta kvæðabók
Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar
Bókaútgáfa Máls og menningar
hefur sent frá sér síðustu kvæða-
bók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar,
sem hlotið hefur nafnið Að lok-
um. Þegar Ólafur Jóhann lést
sviplega síðla á liðnu sumri,
skildi hann eftir sig handritið að
þessum kvæðum. Það var þá full-
búið til prentunar að tveimur
kvæðum undanskildum, sem birt
eru í bókinni með þeim fyrirvara,
að höfundur hafði ekki lokið
þeim að fullu.
Bókin geymir 21 kvæði og
skiptist í fjóra hluta. Síðasta
hlutanum hafði höfundur gefið
nafnið Að lokum, og hefur sonur
hans, Ólafur Jóhann Ólafsson,
sem bjó handritið til prentunar,
kosið að gefa bókinni það heiti.
Yrkisefni Ólafs Jóhanns eru sem
fyrr íslensk náttúra og sam-
kenndin með henni, svo og hlut-
skipti mannúðar og mannlegra
verðmæta á viðsjárverðum
tímum. í síðasta hlutanum yrkir
hann um forgengileika mannlegr-
ar tilveru, hugurinn hvarflar til
liðinna daga og þeirra endaloka
sem í vændum eru.
Ólafur Jóhann Sigurðsson er
öðru fremur þekktur sem sagna-
skáld, hann samdi fjölmargar
skáldsögur og smásögur. En
hann gaf líka út nokkrar ljóða-
bækur, og fyrir þær hlaut hann
bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs árið 1976, fyrstur
íslendinga. Það er von útgefanda
að lesendum hans muni þykja
góður fengur að þessum síðustu
kvæðum skáldsins.