Dagur - 26.11.1988, Page 5

Dagur - 26.11.1988, Page 5
26. nóvember 1988 - DAGUR - 5 sögubrot „Blessuð sé Hstin, liinu góði heimur Guðsw - sögubrot af Huldu og skáldskap hennar Skáldkonan Hulda hét réttu nafni Unnur Benediktsdóttir. Hún var fædd á Auðn- um í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu þann 6. ágúst 1881. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Benedikt Jónsson, sem gjarnan var kenndur við bæinn og nefndur Benedikt á Auðnum, og Guðný. Halldórsdóttir. Hulda er í Sögubroti í dag, en í upphafi skulum við kynnast foreldrum hennar nánar. Hin unga skáldkona fær hlýjar móttökur Hulda (Unnur Bencdiktsdóttir Bjarklind) fékk lilvjur móttökur þegar hún læddi Ijóðum sinuni að hjarta þjóðarinnar. Benedikt var sonur Jóns Jóa- kimssonar óðalsbónda á Þverá í Laxárdal og konu hans Herdísar Ásmundsdóttur frá Stóruvöllum í Bárðardal. Þverárheimilið var þekkt fyrir regluscmi og híbýla- prýði og dvöldu eriendir ferða- menn þar löngum. Benedikt lærði þannig að tala og rita erlend mál, en Jón lét kenna honum og systkinum hans dönsku. Þýsku, ensku og frönsku lærði Benedikt að mestu af sjálfsdáðum og hann hafði tök á því að eyða fé og tíma í bókakaup og nám. Guðný móðir Huldu ólst fyrst upp hjá föðursystur sinni á Húsa- vík, en síðar hjá afa sínum, séra Jóni Jónssyni á Grenjaðarstað, en hann var fræðimaður mikill. Hún var námshneigð og fékk að læra tungumál og fleira sem sjaldgæft var þegar stúlkur áttu í hlut. Þingeysk lista- og menningarvakning Benedikt og Guðný kynntust á unga aldri, enda mikill samgang- ur milli Þverár og Grenjaðar- staðar, helstu menningarsetra í sýslunni. Þau reistu bú að Auðn- um, næsta bæ við Þverá, og eign- uðust fimm dætur. Hulda er næst yngst af þeim. Skáldgáfan var rík í ættinni og ólust stúlkurnar upp við góðan bókakost og þær fengu að læra allt sem kostur var á. Í þingeysku ljóðasafni sem gefið var út 1940 eiga tvær systur Huldu, Aðalbjörg og Bergljót, fögur kvæði. Benedikt á Auðnum gekkst fyrir stofnun Sýslubókasafns Þingeyinga ásamt öðrum merkis- manni, Pétri Jónssyni á Gaut- löndum, sem síðar varð ráð- herra. Benedikt gegndi starfi bókavarðar af óbilandi elju allt til dauðadags, en framan af var bókasafnið geymt að Auðnum. Undanfari Sýslubókasafnsins var lestrarfélag sem stofnað var að frumkvæði Benedikts, en félagið stóð fyrir bókakaupum og vörslu, og þetta starf varð til þess að Þingeyingar þóttu skara fram úr hvað menntun og menningu varðaði á seinni hluta nítjándu aldar, er raunsæisstefnan nam land. Þessi vakning vakti mikla athygli, enda voru þarna saman komnir miklir gáfumenn og má nefna auk Benedikts og Péturs skáldið Þorgils gjallanda, Jakob Hálfdánarson, er tók þátt í stofn- un fyrsta kaupfélags á íslandi, Magnús Þórarinsson, sem fyrstur manna sigldi til að læra ullariðn- að, Steinþór Björnsson, fyrsta lærða brúarsmið landsins, Kristján Jónsson Fjallaskáld, Arngrím Gíslason málara, Sigurð Jónsson á Ystafelli og Árna prófast á Skútustöðum. Hulda naut einnig ágætrar menntunar utan foreldrahúsa, en um tvítugt fór hún að heiman til náms, fyrst til Akureyrar, síðan Reykjavíkur. Um þetta leyti birt- ust „Þrjú smákvæði“ eftir hana í kvennablaðinu Framsókn. Þótt ekki séu kvæðin stórbrotin kem- ur fegurðin berlega í ljós og þýð- legt tungutak skáldkonunnar. Sem dæmi má nefna fyrstu vísur kvæðisins „Þar uni eg bezt“, en þar er víða skáldlega til orða tekið: Bezt cg uni allar stundir - yndi fann eg hvergi meira - þar, sem grænum gróðraörmum grasið vefur hlíðargeira. Par, sem háir hamradrangar horfa þöglir fram í dalinn; þar, sem lindin Ijúfa niðar lágt í svölum skugga falin. Eftir prentun þessara fyrstu kvæða fór Hulda að birta ljóð í dagblöðum, einkum Ingólfi í Reykjavík. Þegar kvæði hennar höfðu birst um nokkurt skeið orti stórskáldið Einar Benediktsson fallegt kvæði til hennar, sem birt- ist undir dulnefninu „Ármann“. Þar er að finna glöggan skilning á list og lífsviðhorfi huldukonunn- ar: Pú gleðst eins og hjartað sjálft þér segir, og syngur með náttúrubarnsins rödd, þú vilt að þig leiði listanna vegir til Ijóssins áttar - til þess ertu kvödd.■ Þulurnar snertu þjóðarsálina Ljóð Huldu féllu í frjósaman jarðveg, en Einar víkur í loka- erindinu að þeirri spurningu hver dyljist á bak við Huldu-nafnið, en almenningur fékk enga vitn- eskju um það fyrr en Þorsteinn Erlingsson Ijóstraði því upp í „Huldupistli" sínum í Þjóðviljan- um 1905. Þorsteinn ritar þar af djúpum skilningi um kvæöi henn- ar og skáldskap almennt og er þetta það áhrifaríkasta sem um Huldu hcfur vcrið skrifað. Þorsteini verður tíðrætt um þulur skáldkonunnar í pistli sínum, enda snertu þær strengi þjóðarsálarinnar og Hulda varð skjótt eftirlætisbarn Ijóðelskandi karla og kvenna. Ein fallegasta þula Huldu er „Ljáðu mér vængi“: Grágæsamóðir! Ijáðu mér vængi, svo ég geti svifið suður um höf. Bliknuð hallast blóm í gröf, byrgja Ijósið skugga tröf; ein eg hlýt að eiga töf eftir á köldum ströndum, ein eg stend á auðum sumarströndum. Langt í burt eg líða vil, Ija mér samfylgd þína! Enga vængi á eg til, utan löngun mina, utan þrá og æskulöngun mína. Lofmér við þitt létta fley lítið far að binda; brimhvít höfeg óttast ei eða stóra vinda. Okkar bíður blómleg ey, bak við sund og tinda, bak við sæ og silfurhvíta tinda. Eftir mér hún ekki beið, - yzt við drangann háa sá eg hvar hún leið og leið langt í geiminn bláa, langt ígeiminn vegalausa, bláa. „Það eru yndisómarnir úr þul- um okkar og þjóðkveðskap, þeir, sem allra sætast hafa bergmálað í innstu og viðkvæmustu hjarta- strengjum okkar allra, sem höf- um elskað þá, og þó man ég hvergi eftir að ég hafi heyrt þá svo hreina sem hér og lausa við alla truflandi aukahljóma úr ósamræmi daglegs lífs,“ segir Þorsteinn. Ritstörf í hjáverkum Ritstörf Huldu eru unnin í hjá- verkum frá húsmóðurstöðunni. Síðla ársins 1905 giftist hún Sig- urði Sigfússyni Bjarklind frá Halldórsstöðum í Reykjadal, og áttu þau lengst af heima á Húsa- vík. Sigurður var framkvæmda- stjóri Kaupfélags Þingeyinga, en þau fluttust síðar til Reykjavík- ur. Hulda og Sigurður eignuðust tvo syni og eina dóttur. Hulda var afkastamikill rithöf- undur þótt ekki gæti hún helgað sig þeim störfum og þrátt fyrir að hún ætti stundum við vanheilsu að stríða. Auk ljóðasafna samdi hún smásögur, ævintýri, greinar og langa skáldsögu. Verk hennar eru fjölbreytt og hún lagði svo sannarlega sitt af mörkum til bókmenntasögu þjóðarinnar. í ritdómum um verk Huldu kemur greinilega fram að menn hrífast af fegurð og hreinleika Ijóðanna og segir Matthías Joch- umsson m.a. í Norðra 1909: „Er það minn dómur, að falskir tónar finnist færri í Ijóðum Huldu, en í kveðskap nokkurra annarra skálda hér á landi, síðan Jónas Hallgi ímsson leið. Tónblærinn er og víða hans, og þó engin stæling. og hjartalagið sviplíkt - með minni hrifni þó og afli. en meiri innileik, auðlegð og næm- leik kvenhörpunnar, sem ómar í heimahögum sínum og fjarri skarkala lífsíns.“ Hulda haslaði sér líka völl í óbundnu rnáli og fór hún mynd- arlega af stað með smásögum sín- um í „Æskuástum I". Stórvirki hennar er skáldsagan „Dalafólk" og kom hún út í tveimur bindum. Hið fyrra tæpar 400 blaðsíður og hið seinna um 350 bls. Hulda lýs- ir dalafólkinu, íslensku sveitalífi og menningu frá því á seinni hluta 19. aldar og langt fram eftir 20. öldinni. „Blessuö sé listin“ í þessu Sögubroti hef ég stuðst við bókina „Hjá sól og bil", en þar er að finna sjö þælti ásamt formála eftir Dr. Richard Beck. í þáttum Huldu er að finna helstu höfundareinkenni hennar. Lítið á þessa náttúrulýsingu: „Kvöldsólin skín á grænt þakið og hvítar burstirnar á prestssetr- inu. Gulvíðirunnarnir í garöinum standa gljábrúnir og reiðubúnir að springa út eftir næstu skúr. Lambagrasið angar úti í mónurn og spóinn vellur. Hundarnir sofa sætt í skininu vestan undir viöar- kestinum á bæjarhólnum. Gegn- um svefninn berst þeirn dimmt hljóð, sem færist nær og nær.“ (Gaukurinn spáir, hls. 103). í þessari lýsingu eru litir, ang- an og hljóð. Hið sígilda einkenni náttúrunnar. Fegurðin, hrein- leikinn, sakleysið er alltaf til staðar hjá Huldu: „Því að hún vildi mér ekkert illt - það er ég viss um. Og ekki sveik hún unnusta sinn.“ (Drífa, bls. 67). Og hve farsæl var Hulda ekki að alast upp við svo ríkan menn- ingarlegan aðbúnað sem raun ber vitni: „Blessuð sé listin, hinn góði heimur Guðs. Blessaðir þessir unaðslegu tónar úr ríki allrar fegurðar. Blessuð sértu, himn- eska, blæjum sveipta Bil, mána- dís. (Frjáls, bls. 120). Frásögn Huldu er einstaklega ljóðræn, stundum eins og prósi: „í kvöld kemur hann. Eg hefi klætt mig í kjól, sem er léttur eins og sumarský. Og látið verndar- gripinn minn um hálsinn, dálítið gullmen með hárlokki af barni innan í - hið eina, sem ég á til minja um horfinn engil. Þegar ég hefi það um hálsinn má sólin skína og skúrir dynja. Ég brenni mig varla né skaða.“ (Almar Brá, bls. 127). Auðvitað bregður fyrir döpr- urn myndum, erfiðleikar steðja að, hið illa krælir á sér, en vonin er vopn Huldu: „Og yfir öllu ljómar stjarna vonarinnar, sem aldrei slokknar." (1 sálförum, bls. 263). SS (Heimild: Hulda - Hjá sól og bil, Akur- eyri, MCMXLI) Hulda orti um fegurð landsins og ekki síður fegurð sálarinnar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.