Dagur - 29.11.1988, Síða 1

Dagur - 29.11.1988, Síða 1
r 71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 29. nóvember 1988 227. tölublað Smóking Kjólföt M HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Fækkun á vinnumarkaði á Húsavík um 122 heil störf: „Skattkerfisbreyt- ingamar hafa veruleg áhrif‘ - segir Bjarni Þór Einarsson bæjarstjóri Samkvæmt atvinnumálakönn- un sem gerð var á Húsavík og sýnir stöðu fyrirtækja 1. okt. sl. hefur fækkað um 122 heil störf í bænum á síöasta ári, og Húsavík: Fjárhagsáætlun endurskoðuð - heildarijárvöntun 16 milljónir Endurskoðun fjárhagsáætlun- ar bæjarsjóðs Húsavíkur fyrir árið 1988, ásamt endurskoðun á fjárhagsáætlun hafnarsjóðs, hitaveitu, rafveitu og vatns- veitu, liggur fyrir til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar Húsavík- ur sem hefst kl. 14 í dag í Fé- lagsheimili Húsavíkur. Upphafleg endurskoðun á fjár- hagsáætlun var lögð fram í sept- ember en ákvarðanatöku frestað þar til upplýsingar um stað- greiðslu útsvara lægju fyrir. Samkvæmt hinni endurskoðuðu áætlun er heildarfjárvöntun tæp- lega 16 milljónir króna. Sú hug- mynd er lögð fyrir bæjarstjórn að verkefni verði skorin niður um tæplega 7,7 milljónir og síðan verði bilið brúað með skammtíma- lántöku að upphæð tæplega 8,3 milljónum króna. IM atvinnurekendum hefur fækk- að um 14. Við þjónustustörf vinna 53,96% Húsvíkinga en 46,04% við framleiðslu- og úrvinnslustörf. Heildarstarfsmannafjöldi 1. okt. var 999, en var 1121 fyrir ári síðan og hefur því fækkað um 122 heil störf. Atvinnurekendum hefur fækkað um 14, þeir eru 161 en voru 175 fyrir ári síðan. „Fækkunin virðist aðallega verða í frumvinnslugreinum og þjónustan vex því hlutfallslega, um 4% af heildinni. Eðlilegt er að menn spyrji hverju þessi fækk- un sætir þar sem atvinnu- leysisdagar fyrstu níu mánuði ársins eru 319 færri en sömu mán- uði í fyrra,“ sagði Bjarni Þór Ein- arsson bæjarstjóri, aðspurður um líklegar orsakir fyrir þessunt niðurstöðum. „Sá mikli samdráttur sem hér kemur fram, og þær ótryggu horfur sem lesa má út úr þessari samantekt, á rætur sínar að rekja til óhagstæðra ytri skilyrða atvinnulífsins. Þar sem skráð atvinnuleysi hefur ekki aukist fyrstu níu mánuði ársins, er eðli- legt að draga þá ályktun að þær breytingar á skattkerfinu sem urðu urn síðustu áramót hafi hér veruleg áhrif.“ Þann 1. desember 1987 voru 2502 íbúar á Húsavík en 1. okt. sl. voru þeir 2482, aðeins 20 færri en árið áður. 1M Það var heldur betur fjör hjá börnunum á barnahcimilinu Flúðum á Akureyri sl. föstudag. Þá var slegið þar upp villtu náttfataballi. Gleðin skcin úr hverju andliti. enda slík uppákoma ekki daglegur viðburður. Náttfataballið var góð upphitun fyrir komandi vikur, en nú fer að verða tímabært að hefja undirbúning jólanna. Mynd. tlv Amsterdam eða Illugastaðir um jólin? StórQölskyldan fer til Kanarí uni jólin Þeir eru til sem kjósa að leggj- ast í ferðalög yfir jólin, en eftir líflegt haust í utanferðum landsmanna virðist sem nokk- ur ró sé að færast yfir mann- skapinn og margir ætli sér að eida heima þessi jólin. Talsvert af fólki verður þó á faraldsfæti og ber mönnum saman um að Kanaríeyjar fari fremstar meðal jafninga hvað vinsældir snertir. Gísli Jónsson hjá Ferðaskrif- stofu Akureyrar segir fólk sækja mikið í sólina og sé ásókn í hana svipuö og undanfarin ár. Þá segir hann að lengri ferálr séu cinnig á dagskránni hjá fólki og eitthvað sé um að fólk leggi iand undir fót og fari alla leið til Austurlanda fjær. Hefðbundnar ferðir til vina og ættingja á erlendri grundu séu einnig á döfinni hjá hópi fólks. Kanaríeyjarferðirnar eru vinsæl- astar og er á þær komin ákveðin hefð. Einkum er það fjölskyldu- fólk sem sækir eyjarnar heim yfir 7,23% samdráttur í innveginni mjólk fyrstu tvo mánuði verðlagsársins: Ástæða til að hafa áhyggjur af birgðastöðu næsta haust segir Gísli Karlsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins Á fyrstu mánuðum yfirstand- andi verðlagsárs, september og október, varð veraiegur samdráttur í innveginni mjólk miðað við sömu mánuði verð- lagsárið 1987-1988. Á ÖUu landinu nemur samdrátturinn 7,23%. Þessar tölur koina nokkuð á óvart og hafa menn áhyggjur af of litlum birgðum mjólkurvara, einkum smjörs, í upphatl næsta verðlagsárs. Samdráttur í innveginni mjólk er mismikil! í mjólkur- samlögunum. Hjá Mjólkursam- lagi KEA var 6,39% minna magn mjólkur lagt inn í sept- ember og október miðað viö sömu mánuði í fyrra. Samdrátt- urinn var 1,74% á Húsavík, 8,09% á Blönduösi, 8,95% í Borgarnesi, 7,09% á Selfossi og 11,37% á Sauðárkróki. Gtsli Karlsson, framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbún- aðarins segir að þessar tölur kotni mönnum nokkuð á óvart. Ekki hafi veriö búist við svo miklum samdrætti. „Ég hef ekki tiltækar skýringar á þessu ennþá,“ segir Gísli. Viðmælendur Dags nefna nokkrar hugsanlegar skýringar á samdrættinum. Nefnd er til- færsla á burði kúa, minni kjarn- fóðurgjöf, slæmt tíðarfar og að bændur rniði framleiðslu í rík- ara mæli viö það sem er innan verðábyrgðar samkvæmt bú- vörusanmingi. Hvað Eyjafjarðarsvæðið varðar virðist sú skýring líkleg- ust að slæmt tíðarfar sl. haust hafi orsakað verulegan sam- drátt. September var leiðinleg- ur mánuður veðurfarslega og þann mánuð var 9% samdráttur í innveginni mjólk hjá Mjólk- ursatnlagi KEA miðað við santa mánuð í fyrra. Samdrátturinn í október var hins vegar 3%. Sala á kjarnfóðri frá fóðurvörudeild KEA styður þessa veðurfars- kenningu. f september nam aukning í kjarnfóðursölu 30% miðað við september 1987. í október sl. var 12% minni kjarnfóðursala hjá KEA en í sama múnuði í fyrra. Gísli Karlsson scgir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þessari þróun mála ef fram fer sem horfir. Hann segir þó ekki ástæðu til hræðslu við mjólkur- skort þegar líða taki á veturinn en ekki sé ósennilegt að þurfi að miðla neyslumjólk milli lands- hluta. Til þess hefur ekki þurft að koma í mörg ár en flutningur á rjóma frá mjólkurbúum Norðanlands, t.d. Sauðárkróki og Akureyri, á höfuðborgar- svæðið hefur vsrið árviss við- burður á liðnum árum bæði um jól og páska. Guðlaugur Björg- vinsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar, segir áætlanir ekki liggja fyrir um þörf höfuð- borgarsvæðisins á norðlenskum rjóma um þessi jól, tölur um það verði væntanicga ljósar á næstu dögunt. Guðíaugur Björgvinsson seg- ir að menn setji spurningamerki við birgðastöðu mjólkurvara á næsta hausti. „Óvenju miklar birgðir af mjólkurdufti hjáipa til eins og er. Það er notað í hinar ýmsu vinnsluvörur, eins og jógúrt og skyr. Með þessu móti ættu endar að nást satnan í vetur.“ Gísli Karlsson tekur undir orð Guölaugs um ötta við birgðastöðu við upphat' næsta verðlagsárs. „Við erum ekki með það miklar birgðir að við getum staðið þetta af okkur ef neyslan samsvarar 102 milljón- um lítra eins og reiknað er með. Það er t.d. full ástæða til þess að óttast aö ekki verði nægilegar birgðir af smjöri næsta haust.“ óþh hátíðina og töluvert er um það að stórfjölskyldan; með afa, ömmu og öllum hinum, fari árlega til Kanarí. „Það verður ekki mikið um jólaferðir hjá okkur,“ segir Ásdís Árnadóttir hjá Samvinnuferðum- Landsýn á Akureyri. Flogið veröur til Kanaríeyja og Flórida auk þess sem boðið verður upp á svokallaða borgarpakka. Uppselt er í ferðina til Kanaríeyja og öll sæti full í Flórídaferð. „Fólk er fariö að róast mikiðr“ segir Ásdís og vísar til liressilegs hausts hvað utanferðirnar varðar. Hún segir að hátt á fjórða hundrað manns hafi siglt utan lil borga í Evrópu í haust og trónir Amsterdam þar efst á vinsældarlistanum. Af innlendum vettvangi segir Hákon Hákonarson formaður stjórnar orlofshúsanna á Illuga- stöðum staðinn eiga vaxandi vin- sældum að fagna yfir vetrarmán- uðina og talsverður hópur fólks hafi dvalið þar á milli jóla og nýárs í fyrra. Enn er fólk ekki farið að panta afnot af orlofshús- unum um þessi jól, en þau standa mönnum til boða. mþþ Lögreglan: Róleg helgi Liðin helgi var fremur tíðinda- laus á Akureyri og í nágranna- byggðum. Hjá lögreglunni á Akureyri fengust þær upplýsing- ar að ökumenn hafi sýnt var- kárni um helgina og því aðeins orðið minniháttar umferðar- óhöpp. Tveir ökumenn voru teknir um helgina grunaðir um ölvunarakstur í Suður-Þingeyjarsýslu voru fjórar útafkeyrslur aðfaranótt laugardags og á laugardag. Öku- tækin skemmdust töluvert en ekki urðu slys á fólki. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.