Dagur - 29.11.1988, Side 7
29. nóvember 1988
308} *#,S?Uwf/i;ö'VOn .W
-DAGUR
Búseta án verslunarþjónustu óhugsandi
Nú liggur í augum uppi að fólk í dreifbýli þarf á verslunar-
þjónustu að halda á sama hátt og það þarf heilbrigðisþjón-
ustu og menntunaraðstöðu. Búseta, án verslunarþjónustu í
hæfilegri fjarlægð, er nánast óhugsandi. Pað hlýtur að
verða hlutverk þjóðfélagsins að leysa þessa þörf á sama
hátt og þjóðfélagið leysir önnur viðfangsefni íbúanna.
Það gengur ekki að verslunaraðilar reki dreifbýlis-
verslunina árum saman með tapi, það þýðir einfaldlega að
hún leggst niður.
^ Því er óhjákvæmilegt að á íslandi, eins og í öðrum
þróuðum löndum, séu gerðar ráðstafanir af hálfu opin-
berra aðila til að dreifbýlisverslun geti haldist við lýði. Þá
kemur margt til álita. I fyrsta lagi verður að leiðrétta sölu-
laun fyrir landbúnaðarvörur. Þá vil ég benda á að ríkið
veiti stofnstyrki til nýrra verslana, sem talin er þörf fyrir í
dreifbýli. Ég mæli með því að ríkið hlutist til um að dreif-
býlisverslun fái vaxtaívilnun og innheimtulaun af sölu-
skatti. Þar að auki hef ég hreyft þeirri hugmynd að ríkið
stofni eins konar úreldingarsjóð fyrir húsnæði dreifbýl-
isverslunar þar sem verslun er í hættu með að leggjast nið-
ur vegna langvarandi tapreksturs. Slíkur úreldingarsjóður
gæti lánað húsnæðið endurgjaldslaust til áframhaldandi
reksturs ef það er mat stjórnvalda að dreifbýlisverslun
verði að haldast.
Ég hef hreyft þeirri hugmynd að sjóðurinn verði fjár-
magnaður með örlitlu prómilli af verslunarveltu í landinu
og vil í því sambandi benda á að verslanaveltan á að þola
það í ljósi þess að vöruverð hefur í raun lækkað mikið með
samþjöppun verslunarþjónustunnar á stóra þéttbýlisstaði.
Það er því sanngirnismál að prómill-álag komi til við stofn-
un slíks sjóðs. Vitanlega þarf að móta hugmyndir sem þess-
ar nánar og útfæra þær í framkvæmdinni en aðalatriðið er
að gera upp við sig hvort menn vilja fara þessa leið. Þá er
ekki mikill vandi að finna heppilegar framkvæmdaleiðir,
t.d. hvaða stefnumark eigi að gilda varðandi þær byggðir
sem undir þetta myndu falla. Þetta yrði ekki margbrotnara
en að mynda úreldingarsjóði fyrir fiskiskip og sláturhús -
eins og búið er að gera - eða mjólkurstöðvar, eins og verið
er að tala um að gera.“
Nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða
í efnahagsmálum
- Grundvallaratvinnuvegir landsmanna hafa verið reknir
með tapi um langt skeið og staða þeirra er talin mjög erfið.
Gengið hefur þegar verið fellt um 20% á árinu en samt eru
inörg fiskvinnslufyrirtæki, svo dæmi séu tekin, að komast í
þrot. Til hvaða aðgerða telur þú að þurfi að grípa til að
rétta hag útflutningsgreinanna?
„Staða útflutningsatvinnuveganna er hrikalega slæm.
Þessir atvinnuvegir hafa búið við langvarandi taprekstur,
fyrst og fremst vegna misvísunar í þróun gengis og tekna
annars vegar og í þróun framleiðslukostnaðar hins vegar.
Inn í þetta dæmi koma að sjálfsögðu mjög stór atriði sem ég
ætla ekki að tíunda, en t.d. er um að ræða gífurlega hækk-
un á fjármagnskostnaði, sölutregðu erlendis ásamt verð-
falli o.fl. Þessa misvísun er liægt að leiðrétta, aðallega með
tvennu móti: Annaðhvort með því að fara svokallaða
niðurfærsluleið eins og rætt var um síðasta sumar, eða með
því að fara svonefnda uppfærsluleið með gengisfellingu. Ég
var fyrir mitt leyti mjög hlynntur því sl. sumar að niður-
færsluleiðin yrði farin, en svokölluð forstjóranefnd lagði
þaö til. Því miður brást pólitísk forysta þannig aö niður-
færsluleiðin var ekki farin. Þess í stað var gengið fellt í
haust og reyndar fyrr á árinu en þá voru nauðsynlegar
hliðarráðstafanir ekki gerðar. Gengisfellingarnar runnu
því út í sandinn og bættu ekki hag útflutningsgreina til
neinnar frambúðar. Það stendur óbreytt að annaðhvort
veröur að fara niðurfærsluleið, sem ekki virðist vera.
pólitfskur vilji fyrir í landinu, eða þá að fara uppfærsluleið
með stórri gengisfellingu, tíu til tuttugu prósent; - ég
nefndi fimmtán prósent á flokksþingi Framsóknarflokks-
ins. Slík gengisfelling gagnar ekki nema að með henni séu
gerðar mjög öflugar hliðarráðstafanir. Ég nefndi sérstak-
lega á tlokksþinginu að til þess að gengisfellingin kæmi
útflutningsgreinunum að gagni þyrfti að taka allar vísitölur
úr sambandi þannig að gengisfellingin yrði ekki til þess að
spinna hlutfallslega upp innlendan framleiðslukostnað.
Erlend skuldasöfnun
Ég vil reyndar í þessu sambandi leggja áherslu á að leið-
rétting af þessu tagi í efnahagskerfinu er ekki eingöngu
gerð fyrir útflutningsatvinnuvegina, heldur er hún bráð-
nauðsynleg fyrir þjóðarbúið í heild. íslendingar hafa á
undanförnum þremur árum safnað um 30 milljörðum í nýj-
um erlendum skuldum. Það segir okkur að þjóðin hefur
eytt 30 milljörðum króna umfram aflafé. íslendingar hafa
nteð þessu ávísað stórkostlegum böggum til greiðslu kom-
andi kynslóða og þar með skapað lakari lífskjör í framtíð-
inni en vera þyrfti. Ég er þeirrar skoðunar að við getum
ekki leyft okkur þetta. Efnahagslegt sjálfstæði íslands er í
stórhættu með sama áframhaldi. Róttækra efnahags-
aðgerða er þörf og þær þola enga bið. Ég tel að stofnun
Atvinnutryggingasjóðs sé mjög af hinu góða. Tilkoma hans
ætti að geta orðið til þess að fleyta atvinnuvegunum yfir
erfiðasta hjallann, meðan verið er að skapa undirstöðu-
atvinnuvegunum viðunandi rekstursskilyrði.
Að lepja dauðann úr skel
Ég vil að lokum leggja áherslu á það að ástandið í grund-
vallaratvinnuvegunum er hrikalegt og ef ekki verður gripið
til leiðréttingar á rekstursgrundvellinum, munu þýðing-
armiklir þættir atvinnulífsins fara í strand og víðtækt
atvinnuleysi verða. í því sambandi er kannski rétt að rifja
það upp að greinilega eru til sterk öfl í þjóðfélaginu, sem
vilja mæta sveiflum í efnahagslífinu, eins og t.d. þeirri
niðursveiflu, sem nú hefur orðið, með því að láta fyrirtæki
verða gjaldþrota, fara á hausinn og skapa atvinnuleysi, sem
síðan yrði notað til þess að þvinga fram samninga um eins
konar niðurfærsluleið. Ég fyrir mitt leyti er ekki hlynntur
slíkum aðferðum. Ég tel að miklu heppilegra sé fyrir
íslendinga að mæta sveiflum í efnahagskerfinu með gengis-
leiðréttingu þannig að rekstur grundvallaratvinnuveganna
sé tryggður á hverjum tíma, fólk geti haldið sinni atvinnu,
þótt það verði að sæta tímabundinni lækkun á lífskjörum.
Slíkt verður miklu réttlátara. Það gengur jafnt yfir alla
og er mun heppilegra í okkar litla þjóðfélagi, heldur en að
sumir haldi öllu sínu en aðrir verði atvinnulausir og lepji
dauðann úr skel.“
BB/EHB