Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Eindaga söluskatts seinkað um 7 daga: Skapar svigrúm til frekari vaxtalækkana - segir Ólafur Ragnar Grímsson prmálaráðherra Þórarinn Jónsson vann í gær aö því að merkja 274 kassa með Álafoss-teppum. Á límmiðum, sem settir voru á kass- ana stendur: „Government of the Soviet union, aid for the Armcnian people.“ Baldvin Stefánsson er til hægri á myndinni. Mynil: TLV 3400 Álafoss-teppi flutt frá Akureyri í gær: Send til bágstaddra í Araieníu Ólafur Ragnar Grímsson, fjárinálaráðherra, ákvað í gær að breyta eindaga söluskatts frá og með næstu áramótum til 2. hvers mánaðar, þ.e. færa eindaga aftur um 7 daga. Þetta þýðir að eindagi söluskatts verður sama dag og kredit- kortafyrirtækin gera upp við verslanirnar en vaxandi við- skipti með greiðslukort hafa haft í för með sér miklar lausa- fjárþrengingar hjá versluninni um hver mánaðamót. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í gær að þessi aðgerð ætti að skapa meira svigrúm til vaxta- lækkunar þar sem eftirspurn eftir lánsfé minnki verulega. Verslun- in hafi í auknum mæli þurft á lán- um að halda til að brúa þetta bil og auk þess hafi sala á kredit- kortamiðum með miklum afföll- um átt sinn þátt í að þrýsta vöxt-' um upp á við. Þessi breyting getur haft í för með sér 70-100 milljóna útgjalda- Hreppsnefnd Hrafnagilshrepps ákvað á fundi í liðinni viku að nýta forkaupsrétt til kaupa á jörðinni Árbæ, sem átti að fara á þriðja nauðungaruppboð þann 23. nóvember sl. Með þeirri samþykkt gekk Hrafna- gilshreppur inn í gerðan kaup- samning milli Kristins Jóns- sonar, fyrrum ábúanda í Árbæ, og Benedikts Hjalta- sonar, bónda á Hrafnagili. Sá kaupsamningur var undirritað- ur 30. nóvember sl. auka fyrir ríkissjóð. Ástæðurnar eru þær að tekjur af söluskatti koma seinna inn til ríkissjóðs og því vex yfirdráttur í Seðlabanka. Hins vegar telur fjármálaráð- herra að vaxtalækkun sem komi í kjölfar þessara aðgerða muni vega þennan kostnað upp. Segir Ólafur Ragnar að ekki sé óeðli- legt að ríkissjóður taki á sig kostnað til að þessi breyting geti átt sér stað. Fulltrúar kaupmanna, kredit- kortafyrirtækjanna og bankanna hafa fagnað þessari ákvörðun fjármálaráðherra. Magnús Finnsson, formaður kaupmanna- samtakanna, segir að hér sé loks komin lausn á áragömlu baráttu- máli kaupmanna sem leiði til eðlilegri viðskiptahátta. í sama streng tók Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Visa Island í gær. „Við höfum lengi stutt versl- unaraðila í þessu máli og teljum þetta heillavænlega ákvörðun hjá fjármálaráðherra.“ JÓH „Við teljum best þjóna hags- munum sveitarfélagsins að nýta forkaupsrétt á Árbæ. Fyrir þeirri ákvörðun eru ríkar ástæður og þeirra vegna telur hreppsnefnd Hrafnagilshrepps það réttlætan- legt að ganga inn í kaup á jörð- inni. Ég hef ekkert frekar um málið að segja,“ sagði Haraldur Hannesson, oddviti hreppsnefnd- ar Hrafnagilshrepps, spurður um ástæður þess að hreppsnefnd ákvað að nýta forkaupsrétt á Árbæ. Þegar Dagur hafði síðast spurnir af í gær hafði Hrafna- gilshreppur ekki gengið frá fyrstu Ákveöiö hefur verið að senda 3400 teppi frá Álafossi hf. til jarðskjálftasvæðanna í Arm- eníu. Að sögn Sigríðar Guð- mundsdóttur, framkvæmda- stjóra Hjálparstofnunar kirkj- unnar, er um að ræða aðra vörusendinguna frá íslandi til útborgun samkvæmt ákvæði kaupsamningsins um greiðslu við undirritun. Kristinn Jónsson lét þau orð falla í samtali við Dag að ef ekki rættist úr með greiðslu á allra næstu dögum væri ekki um annað að ræða en að rifta gerðum kaupsamningi. Haraldur Hannesson segir að ekki liggi fyrir ákvörðun af hendi hreppsnefndar um hvernig Árbæ verði ráðstafað. Hann segir að ekki hafi verið tekin afstaða til endursölu jarðarinnar eða sölu tæpra 90 þúsund lítra fullvirðis- réttar hennar. óþh Sjá nánar á blaösíðu 2. bágstaddra í Armeníu. Unnið var að því í gær hjá Álafossi hf. á Akureyri að lesta flutninga- bíl frá Dreka hf. Áætlaö var að flytja teppin til Reykjavíkur í gærkvöldi. Farmurinn fer síð- an um borð í flugvél Flugleiöa sem flytur hann til Oslóar nk. laugardag. Þar verða teppin færð yfir í flugvélar sovéska flugfélagsins Aeroflot, sem flytja þau áfram til Armeníu á laugardag og sunnudag. Að sögn Sigríðar Guðmunds- dóttur hafði Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss hf., frumkvæði að teppasendingunni. Nokkur fyrirtæki lögðu lóð á vogarskálar með fjárframlögum, sem í allt nema 1600 þúsundum. Þessi fyrirtæki eru: Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Bifreiðar og land- búnaðarvélar, Síldarútvegs- nefnd, Sjávarafurðadeild Sam- bandsins, Olíufélag íslands og Skeljungur. Hjálparstofnun kirkjunnar nýtir þessa peninga til að greiða til Álafoss hf. fyrir teppin. Að sögn Kolbeins Sigur- Uppboði á lausamunum þrota- bús Pólarprjóns hf. sem átti að fara fram sl. miðvikudag var frestað þar sem 5 millj. króna tilboð hafi þá borist í „allan pakkann". Tilboðið sem var frá Zophon- íasi Zophoníassyni og Ellert Pálmasyni var skilyrt og var farið fram á frestun uppboðsins á með- an tilboðið væri kannað nánar. í samtali við Dag sagði Zophonías að það skilyrði sem hefði falist í tilboðinu væri að Blönduósbær útvegaði ábyrgð fyrir láni til kaup- anna. Á því myndu vera anmark- ar vegna lagasetningar frá því í fyrra sem bönnuðu, eða settu, bæjar- og hreppsfélögum hörnlur björnssonar hjá Álafossi hf. eru teppin seld á kostnaðarverði og því má líta svo á að í krónum tal- ið sé framlag fyrirtækisins til hjálparstarfsins verulegt. Megnið af teppunum eru ný. Kolbeinn segir að þau séu vclflest stór og efnismikil. Sigríður Guðmundsdóttir segir að Álafoss-teppin muni koma að góðum notum í Armeníu. Hún segir að ofan á allar hörmungarn- ar í kjölfar jarðskjálftanna á dögunum hafi miklir kuldar hamlað björgunarstörfum. Teppunum sem fóru frá Akur- eyri í gær var pakkað í 274 kassa. Þeir fylltu stóran flutningabíl auk tengivagns frá Dreka hf. Flutn- ingur Dreka hf. og Flugleiða er endurgjaldslaust framlag þcssara fyrirtækja til hjálparstarfsins í Armeníu. Kolbeinn Sigurbjörns- son sagðist vilja láta þess getið að báðir þeir aðilar sem annast vöruflutninga milli Reykjavíkur og Akureyrar hafi verið meira en fúsir að flytja teppin endurgjalds laust til Reykjavíkur. óþh með að ganga í slíkar ábyrgðir. Hann sagði að þetta væri allt í athugun og kvaðst ekki vita hvort þetta lægi ljóst fyrir ennþá. Zophonías sagði að allt væri á huldu með hvort starfsemi Pól- arprjóns hf. yrði sett af stað aftur að svo stöddu en tilboðið hefði verið lagt fram með því hugarfari að reyna að koma í veg fyrir að tæki fyrirtækisins yrðu flutt burt úr héraðinu. „Það eru ekki uppi önnur áform en að stöðva flutning á tækjum í burtu því að mínu mati kemur þetta ekki heim í héraðið aftur ef það á annað borð er farið,“ sagði Zophonías. fh Árbær í Hrafnagilshreppi. Mynd: gb Sala á jörðinni Árbæ í Hrafnagilshreppi: Hreppurinn gekk inn í gerðan kaupsanrning „þjónar best hagsmunum sveitarfélagsins,“ segir Haraldur Hannesson oddviti Pólarprjón á Blönduósi: Uppboði á lausapr- munum frestað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.