Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 20
Akureyri, finuntudagur 15. desember 1988 Steinullarverksmiðjan hf.: Tilboði hennar tekið í einan un hitaveitu- lagnar frá Nesjavölliun til Reykjavíkur Á fundi borgarráðs Reykjavík- ur sl. þriðjudag var ákveðið að taka tilboði Steinullarverk- smiðjunnar hf. í einangrun hitaveitulagnarinnar frá Nesja- vallavirkjun til Reykjavíkur. Lögnin er 23 kílómetrar að lengd og í einangrunina fara 850 tonn af steinuli. Gert er ráð fyrir að steinullin afhendist á 2 árum, 60% 1989 og 40% 1990, annars fer afhendingin eftir því hvernig verkið mun ganga. Steinullarmagnið sem þarna um ræðir er um 20% af - 20% af ársframleiðslu verksmiðjunnar fara í lögnina ársframleiðslu verksmiðjunn- ar. Tilboð verksmiðjunnar hljóðaði upp á rúmar 40 millj- ónir króna, en alls bárust til- boð frá 14 aðilum. Steinullar- verksmiðjan var eini innlendi aðilinn. Norska fyrirtækið Elkem bauð lægst, eða 37 milljónir króna í Yerkið, en tilboð Steinullarverk- smiðjunnar var talið betra vegna þess að hún bauð hagstæðari greiðslu- og afhendingarskilmála. Tilboð annarra aðila voru mun hærri en þessara tveggja. Þess má geta að það var fyrirtækið Elkem sem seldi Steinullarverksmiðj- unni brennsluofn. Engin kostn- aðaráætlun var gerð vegna þessa verks hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Hún, og Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, voru búnar að mæla með tilboði Steinullarverk- smiðjunnar og var málið afgreitt snurðulaust í borgarráði. „Við erum mjög ánægðir með að hafa fengið þetta verk, við hefðum orðið mjög svekktir ef svo hefði ekki farið. Ársfram- leiðsla verksmiðjunnar er nú 4300 tonn, þannig að þetta er Hávaðarok á Norðausturlandi: Bflar ftiku sem fls væru og bflskúr færðist úr stað - 15 vindstig „léku“ um íbúana Lögreglu- og björgunarsveitar- menn á Raufarhöfn og Þórs- höfn höfðu í nógu að snúast aðfaranótt þriðjudagsins, en þá gerði „hávaðadjöfulsins- rok“ svo notuð séu orð lög- reglumanns á Þórshöfn. Bílar ultu, trilla sökk og þök fuku, svo mikill var veðurofsinn. Ekki var nákvæmlega vitað um tjón af völdum óveðursins, en það mun vera nokkurt. Trilla sökk í höfninni á Raufarhöfn, en annarri var bjargað á síðustu stundu. Helmingur þaksins yfir gamla kaupfélagshúsinu fauk og lenti á skrokk tíu tonna plastbáts og dreifði sér síðan eitthvað víð- ar um þorpið. Við bæinn Nes, sem er um 5 kílómetra utan við bæinn valt húsvískurflutningabíll og voru björgunarsveitarmenn ásamt lögreglu um fimm tíma að koma honum á réttan kjöl. Davíð Geir Gunnarsson lýsti aðstæðum á vettvangi svo að ekki hafi verið stætt utandyra, í verstu hriðunum héldu menn sig inni í lögreglubílnum „og það var eins og að vera úti á rúmsjó“. Fólksbíll fauk út af veginum inni í þorpinu og rafmagnið fór af hluta bæjarins. Á Þórshöfn einkenndist ástandið af fjúkandi þökum og svo' rammt kvað að Kára, að bílskúr tók sig upp og fauk af grunni sínu. Þak skúrsins hafnaði á bifreið sem skemmdist töluvert. í bílskúrnum voru þrír snjósleðar og fjórhjól og komust þau að mestu klakklaust frá flutningi skúrsins. Þá fauk gamalt og lúið þak af öðrum skúr og með snar- ræði björgunarsveitarmanna og trésmiða kaupfélagsins tókst ekki bjarga viðbyggingu sláturhússins, en þak þess hafði mjög hugsað sér til hreyfings. Bifreið sem ekið var frá Rauf- arhöfn áleiðis til Þórshafnar fauk út af veginum við Ytri-Hálsa og Bráðabirgðatölur Fiskifélags íslands: Botnfiskaflinn fyrstu ellefu mánuðina - svipaður og í fyrra Samkvæmt bráöabirgðatölum Fiskifélags íslands sem gefnar voru út í gær er heildarþorsk- afli fyrstu 11 mánuði ársins lít- ið eitt minni en á sama tímabili í fyrra eða 343 þúsund tonn. Heildarafli á þessu 11 mánaða tímabili þessa árs er rúmiega 1.540.500 tonn samanborið við 1.400.900 tonn á sama tíma í fyrra. í auknum heildarafla vegur þyngst aukning loðnuafla. í lok nóvember var heildarloðnuafli á árinu orðinn 140 þúsund tonnum meiri en í fyrra eða um 800 þús- und tonn. Sé litið á aðrar tegundir kemur í ljós að aukning er á ýsu-, skar- kola-, karfa- og steinbítsafla en auk minni þorskafla hefur ufsa-, rækju- og hörpudisksafli dregist saman. Grálúðuafli er mjög svip- aður og í fyrra. Heildarbotnfiskafli á árinu 1988 er því orðinn unt 625 þús- und tonn en var á sama tíma í fyrra orðinn 622 þúsund tonn. JÓH niður um rúmlega 100 metra snarbratta hlíð. Jón Stefánsson lögregiumaður á Þórshöfn sem fór á staðinn sagði mestu rnildi að ekki fór verr fyrir ökumanni, en hann meiddist lítilsháttar. Davíð Geir sagði að í mestu vindhviðunum hafi mælst 14-15 vindstig á Raufarhöfn og Jón kollegi hans á Þórshöfn hafði eft- ir vaktmanni Stakfellsins, sem mældi vindhraðann í hnútum, að þegar mest var liafi vindurinn far- ið upp í 90 hnúta og skal þess þá getið að 64 hnútar eru 12 vind- stig. mþþ verulegur pakki fyrir okkur,“ sagði Einar Einarsson fram- kvæmdastjóri Steinullarverk- smiðjunnar í samtali við Dag. Steinullarverksmiðjan á í við- ræðum við þrjá erlenda aðila um kaup og dreifíngu á steinull, en þær viðræður eru á frumstigi. Er jafnvel verið að tala um að þessir aðilar gerist hluthafar í verk- smiðjunni. Að sögn Einars eru þessar viðræður á algjöru byrjun- arstigi og lítið hægt að segja um hvað úr verður. -bjb Þeir Gylfi Jónasson og Pétur Kelly voru önnum kafnir við vinnu í dvalar- heimilinu Hlíð í gær en þeir vinna ásamt fleirum við breytingarnar á húsinu. Mynd: EHB Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri: Framkvæmdir hafnar vegna nýrra hjúkrunardeilda Miklar framkvæmdir . standa yfir í Dvalarhcimilinu Hlíð á Akureyri um þessar mundir. Verið er að breyta eldra hús- næðinu með þarfir hjúkrunar- heimilis í huga. íbúar í Hlíð hafa sumir hverjir flutt í nýju þjónustuíbúðirnar en aðrir hafa flust um set innan eldri hlutans vegna breytinganna. Guðbjörg Vignisdóttir hefur gegnt starfi forstöðumanns dval- arheimilanna frá því um miðjan ágúst. Hún sagði að samkvæmt samkomuiagi við heilbrigðisráðu- neytið hefði fengist leyfi fyrir því að breyta eldri hluta Hlíðar í hjúkrunarheimili, en það var löngu orðið tímabært því mikill hörgull var orðinn á rými fyrir aldraða íbúa heimilisins. Hjúkr- unarþyngd var orðin mikil og því var samþykkt heimild til greiðslu sjúkradaggjalda fyrir fleiri aldr- aða í Hlíð. Breytingarnar eru á þá lund að böð verða stækkuð og snyrting- um fjölgað. Vaktherbergi verða innréttuð fyrir efri og neðri ganga í austurhluta hússins. Nauðsyn- legt reyndist að fækka herbergj- um fyrir heimilisfólk því pláss var tekið fyrir þjónustustarfsemi við hjúkrunarsjúklinga. Frá því í september hefur íbúum í eldri hluta dvalarheimilisins því fækk- að og ekki hefur verið tekið við nýju fólki í Hlíð frá því í haust. Að sögn Guðbjargar þá hófust framkvæmdir um síðastliðin mánaðamót. Arkitektastofan við Ráðhústorg teiknaði verkteikn- ingar en byggingaeftirlit annast húsameistaraembætti Akureyrar- bæjar. Verktaki er Aðalgeir Finnsson hf. Ekki er vitað hve- nær lokið verður við að breyta öllum fjórum göngunum en það verður væntanlega næsta vor. Breytingin á starfsemi Hlíðar hefur áhrif á starfsemina í Skjald- arvík því þaðan verða hjúkrunar- sjúklingar fluttir þegar hjúkrun- ardeildirnar í Hlíð taka til starfa. Þar af leiðandi verður hressara fólk í Skjaldarvík og hjúkrunar- þyngd minni þar. Ljóst er að starfsfólki mun fjölga talsvert í Hlíð eftir breytinguna. Bjarni Kristjánsson tekur við starfi deildarstjóra öldrunarmála 1. janúar. Guðfinna Thorlacius tók við starfi upplýsingafulltrúa þjónustuhóps aldraðra 1. nóv. og hefur hún aðsetur í Hlíð. Edda Bolladóttir, forstöðumaður heimilisþjónustunnar, hefur einnig aðsetur í Hlíð ásamt Önnu Guðrúnu Jónsdóttur, forstöðu- manni þjónustumiðstöðvar aldr- aðra, og Helgu Frímannsdóttur forstöðumanni félagsstarfs aldr- aðra. Alls dvelja nú 30 manns í nýja hluta Hlíðar en þar er einnig rekin dagvistun. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.