Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 15
15. desember 1988 - DAGUR - 15 \I hér & þar /j Pabbi ekki stökkva! Þessar ótrúlegu myndir voru teknar þegar örvinglaður maður fyrirfór sér á Ítalíu í haust. Hann leiddi hjá sér grátbænir barnshaf- andi eiginkonu sinnar og barna og stökk í opinn dauðann niður af hárri brú. Atburðurinn átti sér stað þann 2. september sl. í nágrenni Bucine á Ítalíu þegar hinn fimmtugi Alberto Rossi klifraði upp á járn- brautarbrú. Lögregla, félagsráð- gjafar og fjölskylda hins atvinnu- lausa manns, söfnuðust saman og reyndu að telja hann af því að stökkva (mynd 1), en hann sagð- ist kjósa dauðann vegna þess að hann fullyrti að konan hans hefði haldið framhjá honum. „Gerðu það, ekki gera þetta,“ kallaði konan hans til hans. „Hugsaðu um börnin okkar og það sem ég ber undir belti. Ég sver í nafni barna okkar að ég hef aldrei haldið framhjá þér. Við þörfnumst þín, ekki gera þetta!“ Og Rossi, 3ja ára gamall sonur hans grét á meðan 5 ára dóttir hans snökti, „pabbi við elskum Þ'g“- Aðra ættingja mannsins bar að og reyndu þeir að sannfæra hann um að taka ekki sitt eigið líf. Þeg- ar spennan hafði varað í 5 klukkustundir, gáfu yfirvöld upp alla von og báðu eiginkonuna og börnin að yfirgefa staðinn svo þau þyrftu ekki að verða vitni að sjálfsmorði Rossi. Síðasta tilraunin sem gerð var til þess að bjarga honum var, að yfirvöld reyndu að nálgast hann, en þá færði hann sig nær miðju brúarinnar og klifraði niður rör sem hefur að geyma rafmagns- víra (mynd 2). Enn á ný, báðu félagsráðgjaf- arnir Rossi að hætta við þetta. Slökkviliðið var mætt á staðinn með net, en þorði ekki að opna það fyrirfram, því Rossi hótaði að stökkva strax ef hann sæi ein- hver merki um að reyna ætti að bjarga honum, en slökkviliðs- mennirnir bjuggust við að geta opnað það nægilega tímanlega ef Rossi stykki snögglega. En Rossi kom þeim á óvart og stökk í átt frá þeim; með útréttar hendur féll hann í grasið undir brúnni (mynd 3). Rossi var enn lifandi þegar lækni bar að nokkrum mínútum seinna (mynd 4), en því miður lést hann í sjúkrabílnum á leið- inni á sjúkrahúsið. Verðkönnun á brauði og kökum Neytendafélag Akureyrar og nágr. kannaði verð á brauðum seinni hluta nóvembermánaðar. Þrjú bakarí voru heimsótt á Akureyri og Víkurbakarí á Dalvík. Öll þessi bakarí eru búin að notfæra sér leyfi til hækkunar á brauðum og kökum sem Verðlagsstofnun gaf. x merkir lægsta kílóverö. TEGUND BRAUÐS BRAUÐGERÐ KR.JONSS.& CO BRAUÐGERÐ KEA EINARSBAKARl VlKURBAKARÍ MISMUNUR A MIS þyngd veró kiló þyngd veró kiló þyngd veró kiló þyngd veró kiló HÆSTA OG LÆG- MUN gr. st. verð gr. st. veró gr. st. veró gr. st. veró STA VERÐI % Formbrauó óskorió 590 94.- 159.32 605 78,- 128.92 570 71 .- 124.56X 550 69.-125.45 34.76 27.9 Formbrauð skorió 585 101.- 172.64 585 85,- 145.29 585 71.- 121,36X 550 80.-145.45 51.28 42.2 Þriggjakornabrauó óskorið 585 105.- 179.48 528 107,- 202.65 560 97.-173.21X 29.44 16.9 Þriggjakornabrauó skorió 585 113,- 193.16 605 108.- 178.51X 560 107,- 191.07 555 104.-187.38 14.65 8.2 Sojabrauó óskorió 585 105.- 179.48 576 101.- 175.34 546 71 .- 130.00X 450 66.-146.66 49.48 38.0 Sojabrauó skorió 585 113.- 193.16 598 108.- 180.60 575 71,- 123.47X 440 75.-170.45 69.69 56.4 Runstykki m/birki 45 24.- 533.33X 42 24.- 571.42 40 24 600.00 39 22.-564.10 66.67 12.5 Gróft rúnstykki 75 27.- 360.00 54 24 .- 444.44 75 25.- 333.33X 111.11 33.3 Vinarbrauó 100 52.- 520.00 105 50.- 476.19 110 50.- 454.54X 82 49.-597.56 143.02 31.4 Sérbakað vinarbrauó 100 58.- 580.00 87 58,- 666.66 120 52.- 433.33X 100 59.-590.00 233.33 53.8 Kleina 50 34.- 680.00 42 27,- 642.85 65 24.- 369.23X 60 28.-466.66 310.77 84.1 Kleinuhringur 40 24.- 600.00 47 22. - 468.08 45 20 •" 400.00X 50 21.-420.00 200.00 50.0 Kleinuhringur m/súkklaói 45 30.- 666.66 60 26.- 433.33X 55 22 - 444.44 62 27.-435.48 233.33 53.8 Tebolla 105 64.- 609.52 113 64.- 566.37 135 50.- 370.37X 100 50.-500.00 239.15 64.5 Snúóur 150 52.- 346.66 181 56.- 309.39 214 50.- 233.64X 140 53.-378.57 144.93 62.0 Kringla 70 24.- 347.85X 59 24.- 480.00 65 24 .- 369.23 52 20.-384.61 137.15 40.0 Djöflaterta 915 384.- 419.67 1.077 380.- 352.83X 785 405.- 515.92 855 352.-411.69 163.92 46.5 Jólakaka 525 217.- 413.33 483 212.- 438.92 450 165.- 366.66X 508 197.-387.79 72.26 19.7 Sandkaka 505 244.- 483.16. 472 239.- 506.35 415 165.- 397.58X 490 228.-465.30 108.77 27.3 Laufabrauó 30.- 29.- 27.-» 30.- 3.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.