Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 15. desember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Atviimiimöguleikar kvenna í dreifbýli Nýlega lögðu 6 þingmenn Framsóknarflokksins fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að efla atvinnu fyrir konur í dreifbýli. í geinargerð með tillögunni er vísað til þeirra miklu breytinga sem átt hafa sér stað í landbunaði hér á landi. Þar er ekki aðeins um að ræða gjörbreytingu á atvinnu- háttum, heldur einnig á félagslegri stöðu sveita- fólks. Stórfelldust er þó e.t.v. sú breyting, sem orðið hefur á stöðu sveitakonunnar, sem áður stýrði stóru búi, oft með fjölda manns í vinnu, en situr nú í mörgum tilvikum uppi með takmörkuð verkefni á eigin búi. í greinargerðinni eru nefndar helstu ástæður þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á starfs- vettvangi sveitakonunnar. Þar er bent á að aukin vélvæðing í sveitum hefur orðið til þess að karlar sinna nú mörgum þeim störfum, sem áður voru hefðbundin kvennastörf, svo sem mjöltum og ýmsu sem viðkemur heyskap. Fólksfækkun í sveitum landsins hefur líka haft mikil áhrif. Þar eins og í bæjum hefur fjölskyldan minnkað og börn og unglingar eru að heiman mikinn hluta dagsins og í sumum tilfellum mikinn hluta vik- unnar vegna skólagöngu sinnar. Vinnukonan, vinnumaðurinn og kaupakonan eru horfin og mjög hefur færst í vöxt að aldraðir dveljist á vist- heimilum eða sjúkrastofnunum. Síðast en ekki síst hefur orðið gífurlegur samdráttur í bú- vöruframleiðslu á undanförnum 8-10 árum og hefur það dregið mjög úr tekjumöguleikum þeirra sem vinna við þessa framleiðslu. I greinar- gerð með tillögunni kemur einnig fram að á um 40% allra búa í landinu er einungis vinna fyrir einn aðila. Aðrir verða annaðhvort að leita vinnu utan bús - sé slíka vinnu að fá - eða sætta sig við skerta atvinnumöguleika. Ljóst er af þessu að mikið skortir á að næg atvinna sé fyrir allt það fólk sem nú stundar hefðbundna búvöruframleiðslu. Það sem gerir þessa stöðu mun alvarlegri en ella og undirstrik- ar aðstöðumun sveitafólks og þeirra, sem í þétt- býli búa, er sú staðreynd að afkoma flestra heim- ila í landinu byggist á vinnu tveggja einstakl- inga. Þingsályktunartillagan um eflihgu atvinnu- möguleika kvenna í dreifbýli snýst því í raun um þann grundvallarrétt hvers einstaklings að fá vinnu við sitt hæfi, hafa tækifæri til að þroska hæfileika sína og afla sér tekna. Eða eins og seg- ir í greinargerðinni: „Ef sveitir landsins eiga áfram að vera lifandi samfélög verður að skapa þar fjölbreytta atvinnu fyrir konur á öllum aldri. “ Þingsályktunartillagan er lögð fram gagngert til að hvetja til umræðu um þetta mikilsverða mál. Ljóst er að sameina þarf krafta þeirra stofn- ana, félaga og einstaklinga sem þessum málum eiga og vilja sinna. Að öðrum kosti verður enn frekari fólksfækkun í sveitum landsins í náinni framtíð. BB. Hermann Sveinbjörnsson: Uni samvinnumál á SvaJbarðseyri - félagslega ábyrgð og fleira Á stjórnarfundi í Sambandinu þann 14. nóvember sl. var sam- hljóða samþykkt að koma til móts við þá sem höfðu gengið í persónulegar ábyrgðir vegna skuldbindinga Kaupfélags Sval- barðseyrar. Skyldi það gert með þeim hætti að Sambandið greiddi þeim lánastofnunum sem kröf- urnar áttu einn þriðja hluta þeirra, að því tilskildu að lána- stofnanirnar féllu sjálfar frá þriðjungi, en ábyrgðarmennirnir greiddu þriðjung. Átti það að Sestu manna yfirsýn að vera við- ráðanlegt fyrir þá, enda fengju þeir lán til langs tíma, allt að 15 árum, sem þýddi að hámarks- greiðsla þeirra sem í mestum ábyrgðum væru færi ekki yfir 200 þúsund krónur á ári. Þessi ákvörðun var tekin, þrátt fyrir að Sambandinu bæri engin skylda til þess, en vegna sérstöðu málsins og þar sem sjáanlegt var að þessir einstaklingar gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Sambandið sjálft á ekki lengur beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta vegna þessa máls. Það hefur þegar tapað gífurlegum fjárhæðum vegna gjaldþrots Kaupfélags Svalbarðseyrar og þess hvernig þar var staðið að málum í rekstri og fjárfestingum. Upphaf ábyrgðanna Vegna fyrirhugaðra kaupa Kaup- félags Svalbarðseyrar á kartöflu- verksmiðju gaf félagið út skuldabréf-í júní 1982 til Útvegs- banka íslands að fjárhæð 150 þúsund sterlingspund, vegna erlends láns sem bankinn hafði milligöngu um að taka. Sam- vinnubankinn hljóp undir bagga, en kaupfélagsmenn sóttu það mjög fast að fá umrætt lán, og tókst hann á hendur sjálfsskuld- arábyrgð á skuldinni ásamt vöxt- um og dráttarvöxtum, þannig að Útvegsbankinn yrði skaðlaus af þessum viðskiptum. Þrír stjórnarmenn ásamt Jóni G. Sólnes, sérstökum fjármála- ráðunaut vegna kaupanna á verk- smiðjunni, tókust á hendur pers- ónulega ábyrgð gagnvart Sam- vinnubankanum með því að gefa út og ábekja víxil. Kaupfélags- stjóri sendi Samvinnubankanum víxileyðublaðið með fjárhæðinni 150 þúsund sterlingspund og í meðfylgjandi bréfi segir kaupfé- lagsstjórinn að víxill þessi sé sett- ur bankanum sem trygging vegna ábyrgðar þeirrar sem Samvinnu- bankinn hafi tekið á áðurnefndu skuldabréfi. Greiðslur af skuldabréfi kaupfélagsins byrj- uðu að falla á Samvinnubankann strax 1983. Bankinn taldi það allsendis ófullnægjandi að ábyrgðin tryggði aðeins höfuðstól lánsins og féllust kaupfélagsmenn á það og rituðu nöfn sín á ný á annað víxileyðublað, en að þessu sinni án fjárhæðar. í janúar 1986 sendi bankinn ábyrgðarmönnum yfirlit yfir inn- leystar ábyrgðir ásamt greinar- gerð um eftirstöðvar, jafnframt því sem tekið var fram að Sam- vinnubankinn áskildi sér allan rétt til að innheimta skuldina hjá ábyrgðarmönnum. Ekki var hreyft neinum andmælum við því að þeir bæru ábyrgð. Þann 28. ágúst 1986 var Kaup- félag Svalbarðseyrar tekið til skiptameðferðar sem gjaldþrota. Farið fram á aðstoð - en ábyrgðum neitað Eftir að kaupfélagið varð gjald- þrota fóru þeir félagsmenn sem voru í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldum í Samvinnubanka og Iðnaðarbanka fram á að Sam- bandið létti af þeim ábyrgðunum. Eftir mikla umfjöllun m.a. í stjórn Sambandsins var ákveðið að Sambandið tæki á sig og greiddi bönkunum 'A hluta af kröfunum, eða um 16,5 milljónir króna, og eftir því var leitað að bankarnir felldu niður sama hlutfall, en þriðjung greiddu ábyrgðarmenn sjálfir. Bankarnir féllust á þessa lausn. Eftir að viðræður hófust milli Sambandsins og ábyrgðarmann- anna um leiðir til að létta byrðar af þeim, fengu lögmenn þeirra þá hugmynd að ábyrgðarskjölum sem Samvinnubankinn hefði undir höndum væri formlega ábótavant og vegna þessa form- galla myndi Samvinnubankinn ekki geta fengið dóm á hendur ábyrgðarmönnum. Nú er það ljóst að Samvinnu- bankinn hefur ekki viljað lög- sækja ábyrgðarmennina til greiðslu skuldbindinga þeirra. Bankinn hefur m.a. sýnt þetta í verki með því að fara ekki fram á fjárnám í persónulegum eigum þeirra, eins og Iðnaðarbankinn lesendahornið Kaupum flugelda af Hjálparsveitinm Akureyringar: Læsið bílunum! „Ég vil vara Akureyringa við því að skilja bílana sína eftir ólæsta. Ég bý í Munkaþverárstræti og er vön að læsa bílnum mínum yfir nóttina. Síðastliðið fimmtudags- kvöld var hins vegar talsvert frost og læsingin á framhurðinni far- þegamegin stóð eitthvað á sér, þannig að ég gat ekki læst. Þegar ég kom að bílnum um morguninn voru báðar dyrnar opnar og aug- ljóst að einhver hafði farið inn í bílinn, væntanlega í leit að verð- mætum. Þjófarnir höfðu á brott með sér tvo litla bangsa, sem voru í bílnum. Þá lágu tvær kassettur, sem ég kannast ekki við, framan við bílinn. Líklega eru þær úr einhverjum öðrum bíl og hafa næturgestirnir misst þær við iðju sína. Mér er kunnugt um að farið var inn í annan bíl við Munka- þverárstrætið þessa nótt og rótað í honum, án þess að nokkru væri stolið. Ég held að þessi óskemmtilega næturiðja sé alltaf að aukast og vil þess vegna ítreka það að öku- menn ættu ekki að skilja bílana sína eftir ólæsta að næturþeli." Bíleigandi Þóra hringdi og sagði að sér fyndist fáránlegt af íþróttafélögunum á Akureyri að ætla að fara að keppa við Hjálparsveit skáta um flugelda- sölu nú um áramótin. „Mér finnst íþróttafélögin ekk- ert eiga með það að fara inn á þetta svið, sem Hjálparsveitin hefur setið ein að til þessa. Ég veit að mjög margir eru sama sinnis. íþróttafélögin hafa ýmsar aðrar fjáröflunarleiðir, en flug- eldasala er hins vegar eina fjár- öflun Hjálparsveitar skáta á Akureyri. Hjálparsveit skáta á Akureyri hefur kappkostað að koma sér upp fullkomnum tækjabúnaði til að geta brugðist skjótt og vel við þegar einhver þarf á aðstoð hennar að halda. Þetta uppbygg- ingar- og hjálparstarf getur sveit- in ekki unnið án stuðnings okkar, íbúanna á Akureyri. Ég vil því hvetja bæjarbúa til að kaupa flugelda af Hjálpar- sveitinni, nú eins og endranær."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.