Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 19

Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 19
íþróttir 15. desember 1988 - DAGUR - 19 l Sund: Svavar með þrjú ný Akureyrarmet - Ómar með íslandsmet sveina Elsa, Svavar og Birna voru áberandi á Akureyrarmótinu. Síðari hluti Akureyrarmóts í sundi fór fram um helgina 10. og 11. desember. Mörg ágæt afrek voru unnin á mótinu og má þar t.d. nefna að Ómar Arnason setti nýtt íslandsmet sveina í 50 m flugsundi og synti á 32,52. Svavar Þór Guðmundsson setti nýtt Akureyrarmet í sama sundi og synti á 28,12. Hann setti einnig Akureyrarmet í 50 m baksundi og í 50 m skriðsundi. í baksundinu synti hann á 31,09 og í skriðsundinu á 26,69. Sölvi Már Sveinsson setti nýtt HSÞ-met í 50 m bringusundi og synti á 35,74. Elsa M. Guðmundsdóttir setti Akureyrarmet kvenna og stúlkna í 50 m bringusundi og synti á 38,02. Einnig setti hún Akureyr- armet í 50 m baksundi og synti á 36,04. Ómar Árnason setti þar að auki met í 50 m baksundi og synti á 37,03. 50 m flugsund karla: sek. 1. Svavar Þór Guðmundsson, Óðni 28,12 2. Hilmar Ágústsson, HSÞ 29,94 3. Ottó K. Túliníus, Óðni 31,48 50 m flugsund kvenna: sek. 1. Elsa M. Guðmundsdóttir, Óðni 32,81 2. Birna H. Sigurjónsdóttir, Óðni 36,03 3. Vala Magnúsdóttir, Óðni 36,90 50 m bringusund karla: sek. 1. Svavar Þór Guðmundsson, Óðni 34,32 2. Sölvi Már Sveinsson, HSÞ 35,74 3. Ottó K. Túliníus, Óðni 37,70 Ómar Árnason setti íslandsmet sveina. 50 m bringusund kvenna: 1. Elsa M. Guðmundsdóttir, Óðni 2. Birna H. Sigurjónsdóttir, Óðni 3. Svava Magnúsdóttir, Óðni 50 m baksund karla: 1. Svavar Þór Guðmundsson, Óðni 2. Pétur Pétursson, Óðni 3. Hilmar Ágústsson, HSÞ 50 baksund kvenna: 1. Elsa M. Guðmundsdóttir, Óðni 2. Hrafnhildur Örlygsdóttir, Óðni 3. Birna H. Sigurjónsdóttir, Óðni 50 m skriðsund karla: 1. Svavar Þór Guðmundsson, Óðni 2. Ottó K. Túliníus, Óðni 3. Hilmar Ágústsson, HSÞ 50 m skriðsund kvenna: 1. Elsa M. Guðmundsdóttir, Óðni 2. Birna H. Sigurjónsdóttir, Óðni 3. Vala Magnúsdóttir, Óðni sek. 38,02 40,20 40.91 sek. 31,09 33,75 34.92 sek. 36,04 39,73 40,25 sek. 26,69 27,87 28,11 sek. 30,16 30,89 32,55 Þessi mynd var tekin af Ingibjörgu fyrir tveimur árum í knattspyrnuleik KA og Tindastóls. Þar var hún að sjálfsögðu að keppa með strákum. KAvffl Ingibjargarmálið: vísa málinu M - vegna formgalla KA vill aö kæru Framara gegn félaginu vegna spilamennsku Ingibjargar H. Ólafsdóttur í 5. flokki karla verði vísað frá vegna formgalla. KA bendir á aö kæran hafi komið of seint fram og þar að auki hafi for- ráðamenn Fram ekki gert athugasemd fyrir leikinn og undirritað leikskýrslu möglun- arlaust. Aö sögn forráðamanna KA telja þeir einnig að hefð sé komin á þátttöku Ingibjargar í karla- flokkum. Benda þeir á að hún hafi leikið handknattleik allan seinasta vetur, án nokkurra athugasemda. Kæran var þingfest fyrir dóm- stól HSÍ á þriðjudaginn og var þá KA gefinn kostur á skila inn greinargerð í málinu innan viku. KA sendi þessa greinargerð í fyrradag og má þvf búast við að dómstóllinn fundi öðrum hvorum’ megin við helgi og má þá búast við niðurstöðu í málinu. Það liggur ljóst fyrir að reglur HSÍ eru skýrar í þessu máli, þ.e. að strákur megi ekki spila með stelpuflokki og öfugt. Ef hins vegar rök KA, að kæran hafi komið of seint fram, verða tekin til greina mun dómstóllinn vísa kærunni frá og þar með mun KA halda sæti sfnu í 1. deild. Þar sem Framarar kæra ein- ungis leik KA og Fram er ljóst að KA mun einungis, í versta falli, tapa 1. deildarsæti sínu, og ekki er hætta á því að félagið falli nið- ur í 3. deild. Stjórn KA hefur í hyggju að sækja um undanþágu til stjórnar Handknattleikur: KA komst ekki suður vegna veðurs Fresta þurfti leik KA og Gróttu í 1. deildinni vegna jþess að KA-liðið komst ekki suður. Einnig þurfti að fresta leik Breiðabliks og Vest- Imannaeyja vegna þess að Eyjamenn komust ekki upp á meginlandið. Duranic þjálfari KA var ósköp ánægður með að leiknum var frestað. Bæði leist honum ekki á veðrið og það sem meira var að Axel Stefánsson markvörður liðsins lá heima í flensu og hefði ekki komist með. Rætt var um í gær að ieikurinn yrði jafnvel í kvöld en þó var tal- ið líklegra að hann yrði á sunnu- daginn. Leik FH og Fram, sem vera átti í gær, var einnig frestað að ósk FH-inga, en þeir eiga að leika í Evrópukeppninni á föstu- dagskvöldið við rúmenskt lið. HSÍ þannig að Ingibjörg geti leikið áfram með strákunum í 5. flokki. Það þýðir, ef HSÍ sam- þykkir þá málaleitan, að ekki verður að hægt að kæra KA fyrir að nota hana í leikjum með strákunum. Mál Ingibjargar hefur vakið mikla athygli og eru menn yfir- leitt sammála að kæra Framara sé félaginu til skammar. í greinar- gerð KA segir að „meðal barna á þessum aldri, á að ríkja jafnrétti til þátttöku í handknattleik, sama hvers kyns þau eru og hvar á landinu þau eru.“ Það er athyglisvert að þetta mál teygir anga sína víða. Fram- arar hafa reynt að ná fótfestu í hinu nýja hverfi í Grafarvogi í Reykjavík, en þar var stofnað ungmennafélag, Fjölnir, á sein- asta ári. Á almennum borgara- fundi í hverfinu fyrr í vikunni voru þessi mál rædd og þar kom fram hjá einum fundarmanni að hann vildi ekki fá félag í hverfið sem stæði í því að kæra 10 ára stúlku í íþróttakappleik! Aðalfundur Knattspymu- deildar l>órs Aðalfundur Knattspyrnu- deildar Þórs veröur haldinn í Glerárskóla laugardaginn 17. desember og hefst kl. 13.00. Allir Þórsarar eru hvattir til að mæta, en á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Hópur frá Sundfélaginu Óðni er nú í Kiel í V.-Þýskalandi og tekur þar þátt ■ alþjóðlegu sundmóti á sunnudaginn. Hér sést hópurinn ásamt Önnu og Wolfgangi Shar fararstjórunum fyrir brottförina í gær. Mynd: tlv Blak: Þróttur Nes. kom, sá og sigraði - dapur árangur KA íslandsmót í blaki 3. flokks karla og kvenna fór fram í íþróttahúsi Sauðárkróks um síðustu helgi. Þar átti KA tvö lið, eitt karlalið og eitt kvenna- lið. Það er skemmst frá því að segja að KA-stúlkur töpuðu öllum sínum sex leikjum og strákarnir unnu einn leik en töpuðu fimm. Það voru krakk- arnir frá Neskaupstað sem komu, sáu og sigruðu, þau unnu báða flokkana með miklum yf- irburðum. Mótið fór fram á laugardegi og sunnudegi og auk KA og Þróttar Neskaupstað sendu Fram, HK, Stjarnan, Þróttur Reykjavík og UBK lið til keppninnar. Það er greinilega mikil gróska í blakinu á Neskaupstað um þessar mund- ir, Þróttur sendi a- og b-lið í bæði karla- og kvennaflokki. Úrslit leikja KA-manna urðu sem hér segir: Karlaflokkur: KA-Fram 2:1 KA-HK 0:2 KA-Stjarnan 1:2 KA-Þróttur N a 0:2 KA-Þróttur N b 1:2 KA-Þróttur R 1:2 Kvennaflokkur: KA-Fram 1:2 KA-HK 0:2 KA-UBK a 0:2 KA-UBK b 0:2 KA-Þróttur N a 0:2 KA-Þróttur N b 0:2 -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.