Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 11
15. desember 1988 - DAGUR - 11 ðstöð á Hólum r á skipan prófastsdæma og prestakalla á Hólum er í fullu samræmi við tillögu sem samþykkt var á kirkjuþingi árið 1986 um eflingu kristilegs starfs og trúar li kristnitökunnar árið 2000.“ stofnana í Evrópu. Samkvæmt kenningu Lúthers skiptir starf hins kristna manns verulegu máli. Maðurinn á að þjóna Guði með því að þjóna öðrum mönnum, þ.e.a.s. starfið á að vera slík guðsþjónusta. Pess vegna lögðu akademíurnar áherslu á að kalla starfsstéttirnar saman því þannig má gera leik- menn virkari en áður og hæfari til starfa. Efling kristilegs starfs og trúar í landinu megin- markmið hátíðarhalda vegna þúsund ára afmælis kristnitökunnar Hugmyndin um menningarmið- stöð á Hólum er í fullu samræmi við tillögu sem samþykkt var á kirkjuþingi 1986 og er bent á hana sem hugsanlegan farveg ■ hugmyndarinnar, ef svo má að orði komast. Kirkjuþing 1986 ályktaði á þessa leið: „Efling kirkjulegs starfs og kristinnar trúar hér á landi nú og á komandi árum skal vera megin- markmið hátíðarhalda vegna þúsund ára afmælis kristnitök- unnar.“ í sömu ályktun er vikið að eflingu menningarstarfs á hin- um fornu biskupsstólum í Skál- holti og á Hólum. Það er því augljóst að sú tillaga sem hér er sett fram um kirkjulega menning- armiðstöð á Hólum er í fullu samræmi við tillögur kirkjuþings frá 1986.“ - Pú nefndir í upphafi spjalls okkar að þú værir ekki ánægður með þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpi til þingsályktunar um breytingu á skipan presta- kalla og prófastsdæma? 25 mótmæli vegna hugmynda um breytingar á prestaköllum „Já, það er rétt, ég er ekki sáttur við það sem kemur fram í þessari tillögu. En ég er ekki einn um þessa skoðun því 25 mótmæla- bréf og skeyti bárust kirkjuþingi frá sóknarnefndum úr prestaköll- um sem leggja átti niður, víðs vegar um landið. Víða ríkir mikil óánægja meðal safnaða þar sem á að leggja prestssetur niður og ótt- ast margir að þjónusta kirkjunn- ar dragist aftur úr og minnki verulega í hinum dreifðu byggð- um. Við fjórmenningarnir rituðum nöfn okkar undir eftirfarandi athugasemd til kirkjuþings vegna þessa frumvarps: „Margt í framangreindu frum- varpi miðar að því að fella starfs- hætti kirkjunnar að breyttum aðstæðum og aðlaga þá nútíman- um. Á það einkum við hvað varðar prestakallaskipan á suð- vesturhorni landsins. í því sam- bandi má benda á nauðsyn þess að stofna nýtt prestakall í Reykjavík og tilfærslu sókna þar og á Reykjanesi, m.a. vegna hinna öru búferlaflutninga þang- að á undanförnum árum. Fleira mætti nefna þessu frumvarpi til ágætis, m.a. það sem miðar að betri og virkari starfsháttum, svo sem grein 6.6. um samstarf presta og gr. 6.7. um niðurfellingu á tvímenningsprestaköllum o.m.fl. Aftur á móti gegnir öðu máli um hvað varðar landsbyggðina. Við erum því andvígir að fækkað verði fleiri prestaköllum en orðið er. í því sambandi viljum við benda á þá staðreynd að í stað niðurlagðs prestsembættis úti á landsbyggðinni skapast autt rúm í starfsmannahóp kirkjunnar sem ekkert kemur í staðinn fyrir. í annan stað er það skilningur okk- ar að kirkjunni beri eigi síður skylda til að þjóna hinum fá- mennari en hinum fjölmennari sóknum. Söfnuðum dreifbýlisins sem og öllum þjóðræknum íslendingum er mjög í mun að prestssetur sem um aldaraðir hafa varpað ljóma á sögu lands og þjóðar fái að halda stöðu sinni með þjóðinni, þrátt fyrir tímabundið fámenni í sveit- um landsins. Hins vegar viljum við benda á að nauðsyn getur rekið tii þess að færa til sóknarmörk þar, eins og á þéttbýlisstöðum landsins, en þá eingöngu með vilja meirihluta safnaða og presta. Við teljum versnandi aðstæður í landsbyggðarmálum eigi gefa tilefni til fækkunar starfsmanna hins opinbera úti á landsbyggð- inni. Firra aö kirkjan skuli vilja veikja stööu sína í sveitunum Við viljum benda á, að til lausnar á þeim ákvæðum frumvarpsins sem kveða á um fækkun presta, beri að fela prestum þeim, sem skipa fámennustu prestaköllin, aukin verkefni í fjölmennustu prestaköllum prófastsdæmanna, til þess m.a. að nýta starfskrafta þeirra og spara útgjöld ríkis- sjóðs. Einnig gæti komið til nokkur kennsluskylda í kristin- dómsfræðslu. Við lýsum furðu okkar á þessu frumvarpi, hvað varðar fækkun starfsmanna kirkjunnar úti um hinar dreifðu byggðir landsins. Pykir mönnum það koma úr hörðustu átt að kirkjan sjálf skuli hafa frumkvæði að þeirri firru að veikja stöðu sína í sveitum lands- ins á sama tíma og þessum sókn- um er meiri þörf á andlegum styrk og trúarlegum bakhjarli en nokkru sinni fyrr, þar eð að þeim er vegið bæði félagslega og efna- hagslega. Við leggjuni megin áherslu á að engin breyting verði gerð á skipan prestakalla og prófasts- dæma nema með samþykki meirihluta safnaða og presta. Þegar liggja fyrir mótmæli fjölda safnaða og presta hvað varðar róttækar breytingar sem frum- varpið gerir ráð fyrir á lands- byggðinni.“ EHB Borgarbíó Alltaf nýjar myndir Símsvari 23500 Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þórs verður haldinn í Glerárskóla laugardaginn 17. des- ember og hefst kl. 13.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Tækjaleiga, jarðvegsskipti, holræsagerð, múrbrot. Snjómokstur Tökum að okkur snjómokstur á stórum og smáum plönum, hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Húsasmíði, innréttingar, glugga- og hurðasmíði. Ál- og járnsmíði - Hurðasmíði og fleira. Tökum að okkur stór og smá verk. Leitið tilboða. VOR” BÁTASMIÐJA Óseyri 16, Akureyri, símar 96-21782 og 96-21777.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.