Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 7
15. desember 1988 - DAGUR - 7 Nýr Skinfaxi 5. tölublað Skinfaxa, tímarits ungmennafélaganna, er komið út. Skinfaxi er að nokkrum hluta tileinkaður ungmennafélaginu Tindastól á Sauðárkróki en íþróttafólk þaðan stendur nú framarlega á landsvísu. Nefna má meistaraflokkslið Tindastóls í körfuknattleik sem er nú komið í Úrvalsdeildina, en viðtöl eru við Val Ingimundarson, þjálfara og leikmann með liðinu og Eyjólf Sverrisson. Knattspyrnumenn Tindastóls eru í 2. deild og síðast en ekki síst má nefna Lilju Maríu Snorradóttur sem stóð sig frábær- lega fyrir stuttu á Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul. í Skinfaxa er einnig sagt frá undirbúningi fyrir 20. Landsmót UMFÍ sem verður haldið að Varmá í Mosfellsbæ árið 1990 og margt margt fleira. Bridgefélag Sigluíjarðar: Sveit Ásgríms sigraði í svæðamóti Svæðamót í sveitakeppni var haldið á Skagaströnd helgina 19.-20. nóvember með þátttöku 9 sveita. Sveit Ásgríms Sigur- björnssonar varð í 1. sæti og sveit Valtýs Jónassonar í 2. sæti, báðar frá Siglufirði og unnu sér þar með rétt til þátt- töku í undanúrslitum Islands- mótsins í sveitakeppni. Lokið er fjögurra Barometer keppni úrslit urðu þessi: 1. Anton Sigurbjörnsson og Bogi Sigurbjörnsson. 2. Björk Jónsdóttir og Valtýr Jónasson. 3. Reynir Pálsson og Stefán Benediktsson. 4. Ásgrímur Sigurbjörnsson og Jón Sigurbjörnsson. 5. Guðmundur Árnason og Níels Friðbjarnarson. 6. Sigurður Hafliðason og Sigfús Steingrímsson. 7. ísak Ólafsson og Viðar Jónsson. Bókaútgáfan Iðunn: Nýjar kennslu- bækur Hjá bókaútgáfunni Iðunni eru komnar út fjórar nýjar kennslu- bækur í íslensku, ætlaðar skólum og almenningi. Allar miðast þær við að svara sem flestum þeirra spurninga sem upp hafa komið í víðtækum umræðum um stöðu ís- lenskrar tungu og málþróunar. „Eitt verð ég að segja þér...“ - Listin að segja sögu - er eftir Ásgeir S. Björnsson og Baldur Hafstað- Handbók um ritun og frágang er eftir Ingibjörgu Axelsdóttur og Þórunni Blöndal. Mál og samfélag eftir Indriða Gíslason, Baldur Jónsson, Guðmund B. Kristmundsson og Höskuld Þráinsson er tvíþætt verk. Fyrri hluti bókarinnar fjall- ar um ýmsar aðferðir til að skoða tungumálið í samhengi við þjóð- félagið. Þar eru kynnt ýmis hug- tök sem snerta málnotkun og málstefnu. Þennan hluta hefur Indriði Gíslason prófessor skrifað. Síðari hluti bókarinnar er partur af álitsgerð höfundanna um íslenska málstefnu og mál- rækt. Um þýðingar er eftir Höskuld Þráinsson og Heimi Pálsson. I bókinni er leitast við að setja fram einfaldar Qg skýrar leiðbein- ingar fyrir þá fjölmörgu sem fást við þýðingar erlendra texta á íslenska tungu. lesendahornið Þá tók nú steininn úr I Morgunblaðinu þriðja des. mátti lesa eftirfarandi orð sögð af Ólafi M. Jóhannessyni um leikritið „Dag vonar" eftir Birgi Sigurðs- son. „Mikið er nú gaman þegar allir leggjast á eitt að skapa lista- verk.“ Þá tók nú steininn úr, fannst mér, er ég las þetta, því frá því ég opnaði sjónvarpið 1. des. og lenti á þessu leikriti hefi ég verið að hugsa um að kvarta yfir því opin- berlega. Þetta var vissulega það við- bjóðslegasta klám og óhroði sem ég hefi nokkurn tíma heyrt í útvarpi eða sjónvarpi frá því mér var gefið útvarp í fermingargjöf fyrir tugum ára. Ég ákvað að hlusta á það til enda til að vita hvað þeir hjá Sjónvarpinu væru langt leiddir. Þeir virtust ekki eiga sér nokkur viðmiðunarmörk í mannasiðum sínum. Já, það þarf vissulega mikla lyst til að gleypa slíkan hráka sem þetta leikrit er og spýta honum svo aftur yfir alla þá sem álpuðust til að opna sjónvarpstæki sín þetta kvöld. Hvar í ósköpunum lærði höf- undur allt þetta ógeðslega klám, gekk hann í einhvern klámskóla eða nam hann það „þegar sviptur öllum sút sat . . . hann barn með rauðan vasaklút?" Hann hefir svo sannarlega ekki grafið pund sitt í jörðu svo mörgum börnum og unglingum hefir hann gefið tækifæri til að nenia af sér þetta kvöld og heyja sér orðaforða til að ávarpa mæður sínar með í framtíðinni eins og pilturinn í leikritinu. Ef til vill finnst yngra fólki það ótrúlegt að blótsyrði hafi verið sjaldgæf í útvarpinu áður fyrr, ekki af því að menn kynnu þau ekki heldur hugsa ég að forráða- menn við þá stofnun hafi ekki tal- ið þau til menningarauka. Nú skal allt skarn í Tótu. Rithöfund- ur krossbölvandi upp úr ritverk- um sínum í útvarpi, blautlegar Meira um sirkus- auglýsingar Sibbi Þór hringdi vegna aug- lýsinga frá sirkusi þeim spænska er hingað kom síðasta sumar og skemmti Akureyr- ingum. „Ég er orðinn ferlega þreyttur á þessum skærbleiku auglýsing- um sem enn eru uppi hangandi. Mér eru enn í fersku minni ummæli forráðamanns sirkusins: Ég hleyp ekki frá þessu, sagði hann. Þessar auglýsingar eru ansi hreint áberandi og einhverra hluta vegna fara þær í skapið á mér. Hvernig er staðan; á ekki að fara að fjarlægja ófögnuðinn? Þessu svarar Stefán Gunn- laugsson formaður knatt- spyrnudeildar KA: „Við tókum það verk að okkur að fjarlæga umræddar sirkusauglýsingar og höfum þegar hreinsað í burtu bróðurpart þeirra. Það eru örfáar auglýsingar eftir og verður farið í það næstu daga að koma þeim í burtu. Það er dálitlum erfiðleik- um bundið að fjarlæga þessar auglýsingar og sú auglýsing sem er hvað mest áberandi er í Mið- bænum, á húsi við Skipagötu 12. Ef okkur tekst ekki að fjarlægja hana með háþrýstitækjum, höf- um við verið að velta því fyrir okkur að mála hreinlega yfir hana.“ innlendar senur hafa birst um árarnót í sjónvarpi, manndráp og samfarasenur og annar hunda- skítur frá Ameríku og öðrum löndum daglegt brauð. Ekki að undra að oftar en ekki sé látið í það skína, að maður fái nú mikið fyrir lítið. Já, ég fæ meira en nóg oft, er með mikinn kvóta ónýttan og er ekki ein um það. Svo maður víki aftur að þessu dæmalausa leikriti. Það má vel vera list en nytjalist er bað ekki að sýna fólk velkjast í hafróti sor- ans hafandi enga von um björg- un, engin björgunarleið sýnd, hverjum hjálpar það? Er þetta gert til að hjálpa höfundi til að losna við innri spennu? Eða er þetta það sem upp úr stendur af ísjakanum sem sýnir hvert straumurinn liggur í framvindu vestrænnar siðmenningar? Þeim er nokkur vorkunn hjá Sjónvarpinu þegar allur jarðveg- ur heilbrigðrar viðmiðunar er fokinn á haf út og þeir standa eft- ir á berri klöppinni. Þrátt fyrir allt má þó þakka fyrir margt gott í ríkisfjölmiðlunum en ég vildi óska að þeir gerðu meiri leit að skemmtilegu fólki með raunveru- lega kímnigáfu og hæfileika til þess að fá fólk til að brosa en kaffæri það ekki í skít og óþverra svo það fái vart dregið andann er það skríður úr haugnum. Með þökk fyrir birtinguna. Þóra Pálsdóttir. F|arstreyim ur bænum „Fyrir stuttu birtist í Degi les- endabréf, þar sem leitað var álits formanns Kaupmannafélags Akureyrar á fjárstreymi úr bæn- um gegnum Hagkaup á Akur- eyri. Formaðurinn hefur enn ekki svarað. Hann hefur, með réttu, haft áhyggjur af fjárstreymi úr bænum, t.d. vegna verslunar- ferða bæjarbúa til útlanda. Sér hann ekki eftir því fjármagni, sem hverfur úr bænum til Reykjavíkur í gegnum Hagkaup? Éinnst formanni Kaupmanna- félags Akureyrar ekki, eins og mér, að bæjarbúar eigi að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja í eigu heimamanna?" Akureyringur Lesendur! Skrifið eða hringið Athygli lesenda skal vakin á því að lesendabornið er kjör- inn vettvangur fyrir þá sem vilja tjá hug sinn um einstök málefni, lofa eða lasta eftir atvikum. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nafn, nafnnúmer/ kennitala og heimilisfang verður að fylgja öllu efni til þáttarins, þó svo höfundur óski nafnleyndar. Skrifið eða hringið. Útanáskriftin er: Dagur, Strandgötu 31, Póst- hólf 58, Akureyri. Síminn er 96-24222. Einnig er tekið á móti lesendabréfum á skrif- stofum Dags á Blönduósi, Húsavík, Reykjavík og Sauð- árkróki. CASIO ® hljómborð í miklu úrvali I Verð frö kr. 3.980.- Jólagjöf sem gleður unga sem aldna AKURVIK % ÍS HF. - GLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233 éy Nýjar vörur - vandaðar vörur Kaupmannafélag Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.