Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 9
15. desember 1988 - DAGUR - 9
Hafralækjarskóli:
Amal og nœturgestimir að Ýdölum
Undanfarnar vikur hefur ein-
söngur, kórsöngur og hljóð-
færaleikur hljómað í ótaldar
stundir frá félagsheimilinu
Ýdölum í Aðaldal. Þar æfa
kennarar og nemendur Hafra-
lækjarskóla, ásamt foreldrum
barnanna, óperuna Amal og
næturgestina eftir Gian Carlo
Menotti. Um 60 manns taka
beinan þátt í flutningi verks-
ins: Sex einsöngvarar, sex
hljóðfæraleikarar skipa hljóm-
sveitina og 46 manns syngja í
kórnum, auk þess sem nokkrir
kórfélaganna eru jafnframt
dansarar. Verkið verður frum-
sýnt 17. desember, en 18. og
19. des. verða önnur og þriðja
sýning.
Það var Robert Faulkner, tón-
listarkennari við Hafralækjar-
skóla, sem átti hugmyndina að
vali verkefnisins. Sigmar Ólafs-
son skólastjóra mun í mörg ár
hafa dreymt um að ráðast í verk-
efni af þessari stærðargráðu, í
samvinnu skólans, barnanna og
foreldranna. Tónlistarstjórar eru
Robert og Juliet Faulkner, leik-
stjórar: María Kristjánsdóttir og
Sigurður Hallmarsson, Einar
Þorbergsson hefur samið og
stjórnar dansatriðum í verkinu
og Sigrún Valtýsdóttir hannar og
sér um gerð búninga.
Blaðamaður Dags sem leit inn
á æfingu að Ýdölum sl. sunnudag
varð svo til orðlaus við að sjá hve
viðamikið verkefni ráðist er í
miðað við fólksfjölda í sveitarfé-
lögunum sem að skólanum
standa, en það eru á að giska 700
Gunnlaugur Arnasou, þjónninn í
fullum skrúða.
Sigurður Hallmarsson leikstjóri á
þönum.
manns. En það ríkti sérstakur
andi í húsinu, fallegu lögin úr
verkinu sköpuðu vissa jóla-
stemmningu og fólkið var greini-
lega að vinna saman að verkefni
sem það langaði til að vinna, af
ómældum áhuga og dugnaði.
Sigurður Hallmarsson fræðslu-
stjóri og leikstjóri var spurður
hvernig honum líkaði að vinna að
þessu verkefni: „Alveg einstak-
lega vel, það er mjög skemmti-
legt og notalegt. Fólkið er allt
frumsýning á laugardag
mjög jákvætt og vill leggja sig
fram um að gera þessa sýningu
veglega. Þetta er einstakt tæki-
færi til að fá að taka þátt í virku
samstarfi nemenda og foreldra."
- Nú er verkefnið mjög stórt,
miðað við fólksfjöldann í sveitar-
félögunum, er það ekki einsdæmi
að ráðist sé í svona stórt verkefni
í slíku byggðarlagi eða er þetta
ekkert mál?
„Þetta er ekkert mál þegar allir
leggjast á sömu árina. Þetta sveit-
arfélag og þessi skóli eru einstak-
lega vel í stakk búin til að fást við
nokkuð stór verkefni, vegna þess
að þarna eru góðir fagmenn að
verki og áhugafólk með mikla
hæfileika. Ég vona og veit að ef
áhorfendur njóta verksins eins
vel og ég, þá er betur af stað farið
en heima setið. Verkið er sýnt á
þeim tíma sem allir eru mjög
uppteknir af sínum eigin jólaund-
irbúningi en þrátt fyrir það trúi
ég því að aðsókn verði mjög góð.
Mér finnst þetta verk vera mjög
falleg og hugljúf jólahugvekja."
Það er engum blöðum um það
að fletta að það er ómæld vinna
sem liggur á bak við að taka verk-
ið Amal og næturgestina til sýn-
inga. Auk þess sem verkið er til-
valið til að koma fólki í hið sanna
jólaskap, er vel vandað til upp-
setningar þess og flutningur á efn-
inu þeim til sóma sem að standa.
Óhætt er því að hvetja fólk til að
staldra við í jólaannríkinu, bregða
sér í hin fötin og skreppa að
Ýdölum. Við að sjá sýningu
Hafralækjarskóla á Amal og næt-
urgestunum rifjast upp, af hverju
verið er að halda þessi jól. IM
Margrét Bóasdóttir, Valur Klemensson, Baldvin Baldvinsson, Baldur Krist-
jánsson, Baldur Baldvinsson og Gunnlaugur Árnason, í hlutverkum sínum.
Robert Faulkner stjórnandi, Juliet Faulkner píanó og hljómsveitin.
Gjafir vitringanna tilbúnar á borði, gull, reykelsi og myrra og svo er húfa af Sigrún Valtýsdóttir átti veg og vanda af búningahönnun.
ungum Aðaldælingi, sem tekinn var með á æfingu, hjá.
Æfing á dansatriðunum.
Sigmar Ólafsson skólastjóri Hafra-
lækjarskóla.
Kór og einsöngvarar.