Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 18

Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - 15. desember 1988 En lífið heldur áfram og það var sem kallað inn á biðstofuna: Næsti maður. Allir kunnugir héldu sig sjá að næst yngsti drengur þeirra Arnbjargar og Baldurs væri líklegastur næsti bóndi á þeim Grýtubakka líka af því hvað hann var líkastur föður sínum þeirra bræðra en ekki var hann þó nema sextán ára gamall. Menn þekkja það hvað ungir menn verðaioft snögglega full- orðnir í sveitinni þegar reynslan kallar að. Kannski fyrir mannleg mistök lauk Jón Karl ekki undir- búningi skólabarna að fullu en hann hvarf þó til Bændaskólans á Hvanneyri sautján ára gamall þar sem hann stundaði nám sitt tvo vetur 1980-1982 með tilskildu verklegu námi, og kom svo heim í vorið á Grýtubakka og orðinn bóndi við hlið móður sinnar, þó ekki mætti vara svo lengi sem vænst var. Jón Karl stóð ekki yfir miklu landi svo grannur hann var, en hávaxinn og beinn, sem horfði til manns með stakri góðvild eins og faðir hans hafði gert, enda voru þeir svo líkir feðgarnir að fátt skildi þá að nema ólíkur tími sem þeim féll í hlut, en tímaleys- ið var samt við sig sem skóp þeim þetta bága deilingardæmi, sem ýmsum öðrum í skiptin við skylduverkin með sína hagnýtu búsýslu, til afkomu, og skiptin við tóninn-tóninn sem hljómaði veglaust frá Mýri í Bárðardal til Grýtubakka í Höfðahverfi eða hvar sem bergmál finnst. Og þó hann sé æðstur allra lista getur hann fallið að hljómkviðu starfsins þar sem lotið var að gjafmildri jörð í félagi grasa, dýra og fugla. Hinn ungi bóndi Jón Karl lék af fingrum fram á orgel afa síns á Mýri áttatíu ára gamals, eins og faðir hans hafði áður gert. Sá arfur hefir slegið sama hljóm þriggja kynslóða, hugmynda sinna og hjarta á þetta áttatíu ára hljóðfæri. Jörðin fagra og sveitin og félagarnir, sem höfðu öll kjörið þennan unga mann til verka og til ráðuneytis um búgreinaval eins og horfði, og enn heyrist sem kallað fram í bið- stofuna: Næsti maður. Það var bústin og frjálsleg sú hjörð sem heimajörðin fagnaði í haust kom- in ofan af heiðum og utan af sjó, nú hverfur hún á vald forgengi- leikans og framleiðnisjóða, um vetrarsólhvörf. Það var drungalegt um Greni- vík þar sem fólkið fyllti kirkjuna og stóra bílinn úti og hrökic þó ekki til. Það var 12. nóvember jarðarfarardagur Jóns Karls frá Grýtubakka og kirkjukórinn söng frá loftinu: Á hendur fel þú honum sem himna stýrir borg, og um blómstrið eina. Séra Bolli Gústavsson leiddi texta orðsins í táknmálum og staðreyndum til líknarverka meðal lifandi fólks. Enn var húsfyllir heima á Grýtu- bakka þar sem frændur og vinir styrktu samstöðu sína þessa dimmu daga og einnig þegar upp hefir birt því alltaf á maður von á góða vorinu fyrir börnin og for- eldrana, ömmurnar og afana. Ég bið góðviljaðan Guð að hlúa að fólkinu hans Jóns Karls á Grýtubakka og ekki minna öðr- um þeim, sem tengjast þessum bága hlut sem við fengum. Og gefa okkur öllum gleðileg jól. 28. nóvember 1988. Jón Jónsson, Fremstafelli. enn færri hverju hann kostaði til. Baldur lést sem slys hefði orðið, í miðju starfi, þegar hann hné örendur fram á hljómborð orgelsins í Grenivíkurkirkju þar sem hann spilaði við hátíðar- messu. Kirkjukórinn hljóðnaði um stund, sá sem Baldur hafði lengi gert héraðskunnan af radd- fegurð og fágun, en við jarðarför Baldurs hinn 21. apríl 1979 sem var gerð frá hinni sömu kirkju varð bráðkvaddur elsti bróðir hans Karl frá Mýri, og það var eitt áfallið til. í kjörbúðum KEA Tilboðl I Tilboð III Diet pepsi, 7-up og Hólfur lítri af malti', appelsín í 2ja Itr. fl. appelsíni eða pilsner Tilboð II Tilboð IV "“WSl Fimm lítrar af jólaöli á Kr/^+U QC;7 Jólakassinn í ár! Kr. ZlO M 24 dósir af ýmsum gos- og 2,5 lítrar á tegundum (0,33 Itr.) 1 m Kr. 1^+0 Þessi verð gilda í öllum kjörbúðum KEA á félagssvœði DAGUR Húsavík S 96-41585 Norðlcnskt dagblað t Minningarorð og kveðja: Jón Karl Baldursson bóndi á Grýtubakka Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Eins konar texti sem ég heyrði stundum ungur vitnað til, en skildi aldrei inntak hans, en aftur á móti því betur hitt að þeir sem ungir deyja eiga sér og með sér, mikla elsku. Það var síst undantekning þar frá, þegar lést í umferðarslysi frændi minn, Jón Karl Baldursson bóndi á Grýtu- bakka í Höfðahverfi, sunnudags: morgun þess 6. nóvember sl. nýlega orðinn 25 ára. Það mun ekki sækja að neinum að skrifa bók um þennan unga mann, þó mörgum verði minna að bókar- efni. Jón Karl var fæddur á Grýtu- bakka í Höfðahverfi 7. septem- ber 1963 og var næst yngstur níu systkina sem fæddust þar og nutu bernsku sinnar, fimm systur og fjórir bræður, en yngstur þeirra er Guðmundur rétt orðirin tutt- ugu ára og er við n.ám í Garð- yrkjuskóla ríkisins. Foreldrar þessara barna eru Arnbjörg Aradóttir fædd á Grýtubakka og hefir átt þar sitt einasta heimili og Baldur Jónsson frá Mýri í Bárð- ardal kominn til Arnbjargar þar sem þau hófu búskap árið 1947 þá nýgift á ættaróðali hennar um nær hundrað ár. Höfðu þau áður átt samleið á Laugaskólunum, hann á Alþýðuskólanum, hún á Húsmæðraskólanum og síðast staðið þar fyrir mötuneyti skólans, hún sem ráðskona, hann sem bryti. Það gefur nóga upplýsingu hvað þau Grýtubakkahjón höfðu við að sýsla, barnahópur þeirra, hvað þá að þau máttu ekki öll fá fulla hreysti til sjálfsbjargar og eljustarfa sem flestum er þó út- hlutað, en fengu þó hlut í ættar- óðali Arnbjargar, Grýtubakka í Höfðahverfi, frábærri og kosta- ríkri bújörð, sem býður flest gæði fram ef eftir er sótt, og sker ekk- ert við nögl, en gerir eigi síður miklar kröfur um ástundun, ráð- deild og metnað, sem varla er minna en afreksverk að standa undir. Þó Arnbjörg sé af mann- eskju að vera nærri því ráðgáta, með vinnuþrek sitt, ró sína og jafnvægiskennd og trúartraust sitt, hvað sem að höndum ber, og hvað sem svonefnd forsjón víkur til hennar af hlutverkum að skila, líka virðist samstaða fjölskyld- unnar óbifanleg. Og Baldur var með sínum bestu eðliskostum: Góðvildina, listhneigð en þó brennandi framkvæmdahug og framkvæmdaþrek með ólíkind- um, með heilsubilun í brjósti sínu frá æsku, sem margir kannski vissu ekki gjörla um, og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.