Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 5
15. desember 1988 - DAGUR - 5 gerði. Því ráða félagsleg viðhorf, en ekki neinar efasemdir um að kröfurnar séu lögmætar og án formgalla. Kröfurnar standast Lögfræðingar Sambandsins og Samvinnubankans hafa sýnt fram á haldleysi þeirra fullyrðinga að kröfurnar standist ekki. Ef Sam- vinnubankinn þyrfti að lögsækja ábyrgðarmennina til viðurkenn- ingar á ábvrgð þeirra koma tvær leiðir til greina. Önnur er sú að höfða almennt mál til viðurkenn- ingar á efni og inntaki ábyrgðar- innar. Það leikur ekki vafi á því hver niðurstaða þess málarekst- urs yrði - ábyrgðirnar eru í fullu gildi. Hin leiðin, sem er bæði ein- faldari og fljótvirkari, væri sú að reka málið á grundvelli víxilrétt- ar. Sú leið er einnig fyllilega fær, gagnstætt því sem lögmenn ábyrgðarmanna halda fram. Hér eru ekki tök á því að fara út í flóknar lögfræðilegar skýringar, en þess aðeins getið að fordæmi eru fyrir því bæði í bankavið- skiptum almennt svo og úr dómum, bæði undirréttar og Hæstaréttar, að þegar víxill er afhentur án þess að hann sé að öllu leyti útfylltur, „felist í afhendingunni umboð til víxil- hafa til að fylla út í eyðuna“. (Dómur bæjarþings Reykjavíkur 11.6. 1985, ennfremur Hrd. 1986:1413 og Hrd. 1950:173.) Félagsleg og fjár- hagsleg ábyrgð Hér í lokin langar mig að viðra persónulegt viðhorf mitt til þessa máls, en mál þetta hefur verið skekkt og skrumskælt í viðtölum við fyrrum stjórnarmenn Kaup- félags Svalbarðseyrar, bæði í Ríkissjónvarpinu og dagblöðum. Endalok Kaupfélags Sval- barðseyrar voru öllum samvinnu- mönnum mikið áfall. Það verður hins vegar að segjast eins og er, að stjórnendur þess stóðu ekki vel að málum. Þeir fóru út í vafa- sama fjárfestingu á kartöfluverk- smiðju og það var flestum ljóst þegar unnið var að því máli. Verksmiðjan var banabiti kaup- félagsins. Engum öðrum en stjórnendum kaupfélagsins, þ.m.t. stjórnar- mönnum, átti að vera þetta betur ljóst. Þeir hefðu því átt að sýna meiri aðgæsju og varúð þegar þeir voru að skrifa undir pers- ónulegar ábyrgðir. Þeim hlýtur að hafa verið það ljóst, að menn afsala sér ekki persónulegri ábyrgð méð því einu að ganga í kaupfélag. Þeim hlýtur einnig að hafa verið það ljóst, að þeir báru ekki bara ábyrgð gagnvart lánardrottnum með undirskriftum sínum, heldur einnig gagnvart félagsmönnum kaupfélagsins, sem höfðu kosið þá til þessara trúnaðarstarfa. Á hinn bóginn má benda á það að þessir menn tókust á hendur þessa ábyrgð í þeirri trú, að þeir væru að vinna félagsmönnum, sveitungum sínum og byggðarlagi vel, með því að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu. Víðar samvinnumenn en á Svalbarðseyri Það eru takmörk fyrir því hversu langt Sambandið, Samvinnu- bankinn og samvinnuhreyfingin almennt geta gengið í þessu máli. Forystumenn þessara aðila bera ábyrgð gagnvart fleirum en sam- vinnumönnum á Svalbarðseyri einum saman. Bændur við Eyjafjörð, sem er eitt búsældarlegasta hérað landsins, hafa hingað til ekki ver- ið taldir til neinna ölmusumanna. Lausn sú sem Sambandið bauð í þessu máli felur ekki í sér meiri fjárhagsskuldbindingar fyrir ábyrgðarmennina en sem nemur því er hver og einn húsbyggjandi síðustu ára hefur þurft að setja sig í. Greiðslubyrði þeirra sem í mestum ábyrgðum eru yrði ekki meiri en sem nemur um 200 þús- und krónum á ári í 15 ár. Þar sem þessir menn voru öðr- um þræði að gangast i þessa ábyrgð vegna sveitunga sinna, eins og áður er að vikið, mætti einnig hugsa sér það að íbúarnir almennt fyndu blóðið renna sér til skyldunnar og dreifðu þessum þriðjungi skuldbindinganna sín á milli. Það væri samvinnuhugsjón og náungakærleikur í verki. Þá sýndi sig að margar hendur vinna létt verk - máttur hinna mörgu. Það verður að skrifast á reikn- ing ábyrgðaraðila sjálfra og þeirra ráðgjafa, ef lausn þessa svokallaða Svalbarðseyrarmáls næst ekki með þeim hætti sem Sambandið lagði til og bæði Sam- vinnubankinn og Iðnaðarbank- inn hafa samþykkt. Með samvinnukveðju, 9. desember 1988. Hermann Svcinbjörnsson, kynningarstjóri Sambandsins. Um jólatréð á Ráðhústorgi - og hlutverk 25 akureyrskra krakka sem voru úti í Randers þegar tréð fór af stað Foreldri hafði samband við blaðið vegna athafnarinnar er Ijós voru kveikt á jólatrénu við Ráðhústorg á Akureyri. „Tréð er sem kunnugt er gjöf til Akureyringa frá vinabænum Randers í Danmörku. Svo skemmtilega vildi til að þegar jólatréð var sent af stað hingað frá Randers voru 25 akureyrskir krakkar staddir úti í Randers. Þessir krakkar tóku óformlega við trénu fyrir okkar hönd. Þegar svo tréð er komið til Akureyrar og farið er að undir- búa athöfnina, er þessum krökk- um sagt að mæta. En hvað gerist við athöfnina, krakkanna er í engu getið. Ég veit að það eru fleiri en ég óánægðir vegna þessa,“ sagði foreldrið. Þessu svarar Arni Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar: Það voru send inn tilmæli til allra skóla og dag- heimila um að krakkarnir tækju þátt í athöfninni. Hins vegar var ekki fyrirfram áætlað að krakk- arnir sem voru úti í Randers kæmu sérstaklega fram. Það voru ákveðnir ræðumenn sem fluttu ávörp og einnig var þarna kór og hljómsveit. Fleira hafði ekki ver- ið ákveðið að gera. Það var í rauninni tilviljun að krakkarnir voru staddir úti í Randers þegar tréð var sent af stað. Það er mjög gaman að krakkarnir skyldu vera þarna, en vera þeirra úti var ekki í beinum tengslum við afhend- ingu jólatrésins. Núna eru krakk- ar í öllum skólum bæjarins að senda af stað kort til þeirra í Randers og þakka fyrir tréð. Viðskiptavimr athugið! Vöruafgreiðsla á Akureyrarflugvelli verður opin til kl. 17.00 á laugardögum til jóla. FLUGLEIDIR Skautar stœrðír 36-41. Verð kr. 2.765.- Póstsendum. Sími 41337. Akureyringar! Stækkað og betra kjötborð í Hagkaup Hangikjöt Hangilæri 1/i.................. Kr. 647.00 kg. Hangilæri úrbeinað............. Kr. 947.00 kg. Hangiframpartur úrbeinaður..... Kr. 802.50 kg. Hangiframpartur í bitum ....... Kr. 674.00 kg. Léttreykt lambakjöt Londonlamb læri ............... Kr. 895.00 kg. Londonlamb frampartur.......... Kr. 646.00 kg. Lambahamborgarhryggur.......... Kr. 564.00 kg. Svínakjöt Svínakambur reyktur............ Kr. 840.00 kg. Svínabógur reyktur úrbeinaður . Kr. 722.00 kg. Svínabógur reyktur hringskorinn. Kr. 532.00 kg. Svínalæri reykt ............... Kr. 570.00 kg. Hamborgarhryggur .............. Kr. 920.00 kg. Bayoneskinka .................. Kr. 765.00 kg. Bautabúriö Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina september og október er 15. desember. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtu- manns ríkissjóðs, f Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Opið hús í Hafnarstræti 90, laugard. 17. desemberfrá kl. 15-18. Akureyringar og nágrannar! Lítið inn og fáið ykkur hressingu. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.