Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 15.12.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 15. desember 1988 Kirkjuleg menningarmU - rætt við sr. Árna Sigurðsson um framtíð Hólastaðar og frumvarp um breytingai Á 19. kirkjuþinginu sem haldið var fyrr í vetur flutti séra Árni Sigurðsson tillögu til þingsályktunar um kirkjulega menningarmiðstöð á Hólum í Hjaltadal. Sr. Árni hefur um langt árabil verið áhugasamur um endurreisn Hólastaðar. Hefur hann unnið að því máli innan Hólafélagsins, á kirkjuþingum og á annan hátt í ræðu og riti reynt að vekja áhuga stjórnvalda og kirkjuyfirvalda fyrir uppbyggingu menningarmiðstöðvar að Hólum sem væri í eigu þjóðkirkjunnar. „Ég tel versnandi aðstæður í landsbyggðarmálum eigi gefa tilefni til fækkun- ar starfsmanna hins opinbera úti á landsbyggðinni. Kirkjan má ekki veikja aðstöðu sína í sveitunum frá því sem nú er.“ - Séra Arni Sigurðsson á Blönduósi. Blaðamaður hitti Sr. Árna að máli fyrir skömmu og ræddi við hann um hugmyndir hans að frekari starfsemi á Hólum. Auk þess var komið inn á umræðuna um frumvarp til laga um breyt- ingu á skipan prestakalla og próf- astsdæma, en Árni er ekki sam- mála þeirri breytingu sem þar er boðuð. Undirritaði hann, ásamt þeim Halldóri Finnssyni, Jóni Guðmundssyni og Sigurjóni Ein- arssyni, athugasemdir til kirkju- þings vegna þessa lagafrumvarps og verða því máli gerð nánari skil hér. Sr. Árni sagði í upphafi að mikill og almennur áhugi.væri meðal fólks víða á Norðurlandi fyrir uppbyggingu Hólastaðar sem kirkjulegrar menningarmið- stöðvar. Benda mætti á að þrátt fyrir uppbyggingu á Hólum í þessa veru þá muni Langamýri gegna vaxandi hlutverki í fram- tíðinni sem dvalar- og orlofsstað- ur fyrir aldraða, en fjöldi þeirra mun sem kunnugt er vaxa stór- lega á næstu árum og áratugum. Starfsemin á Hólum og Löngu- mýri myndi því alls ekki skarast heldur vera sitt á hvoru sviðinu. Menningarmiðstöð á Hólum hefði margþættan tilgang - En hvernig er tillagan um upp- byggingu Hóla? „Tillagan um menningarmið- stöð á Hólum er byggð á nefnd- aráliti sem á sínum tíma var sent biskupi íslands og kirkjuþingi til umsagnar. í nefndarálitinu kom fram að margir möguleikar eru til uppbyggingar starfsemi á Hólum í anda kirkjunnar, og eru þeir möguleikar sem hér verða nefnd- ir aðeins tillögur. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að á Hólum verði komið á fót kirkjulegri menningarmiðstöð eða evangelískri akademíu, er vinni í kirkjulegum og þjóðlegum anda. Reynt verði að ná til sem flestra þjóðfélagshópa án tillits til stjórnmálaskoðana, kirkjudeilda eða kynþátta. í öðru lagi er gerð tillaga um að menningarmiðstöðin á Hólum verði þing- og námsstaður í bein- um tengslum við þjóðkirkjuna. Starfið verði í anda umburðar- lyndis og kristilegrar ábyrgðar, sem verði hornsteinar þess. í þriðja lagi segir að starfsemin fari fram í stofnun sem reist verði á vegum þjóðkirkjunnar og kost- uð af ldrkjunni, ríkisframlögum, þátttökugjöldum og frjálsum framlögum. Stofnunin verði und- ir beinni yfirstjórn þjóðkirkjunn- ar og sérstakrar nefndar, skipaðri fulltrúum frá Kirkjuráði, Presta- félagi hins forna Hólastiftis, Hólafélaginu, Fjórðungssam- bandi Norðlendinga og sóknar- prestinum á Hólum. Fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar skal nefndur skólameistari og fari hann með yfirumsjón og allan daglegan rekstur starfseminnar. Varðandi aðrar hliðar á starf- seminni er þess getið að hlutverk menningarmiðstöðvarinnar sé að stuðla að gagnkvæmum skilningi milli hinna ýmsu þjóðfélagshópa með því að gefa þeim tækifæri til að hittast og kynnast við skoðanaskipti og starf. Til að framkvæma þetta áform skuli menningarmiðstöðin beita sér fyrir þinghaldi um ýmis mál, umræðum og námskeiðum í tengslum við skóla, stéttarfélög, æskulýðshópa, félög aldraðra og innlenda sem erlenda ferðahópa. Endurreisn Hóla sem andlegrar iniðstöðvar í Hólastifti Stofnunin vinni einnig að eflingu íslenskra fræða og þjóðræknis- kenndar, náttúruskoðun, nor- rænum samskiptum og kristilegu uppeldi æskunnar. Þá skal stofn- unin stuðla að listastarfsemi með fyrirlestrum um listgreinar, myndlistarsýningum og hljóm- leikum. Lögð skal áhersla á að á Hól- um geti orðið aðalfundarstaður presta sem þjóna innan hins forna Hólastiftis, svo og aðstaða til annarra fundahalda og sam- veru presta og leikmanna er starfa á vegum kirkjunnar. Stofn- unin skal vinna að stefnumálum Hólafélagsins þannig að endur- reisn biskupsstólsins að Hólum renni stoðum undir Hólastað sem kirkjulega og andlega miðstöð Norðurlands á nýjan leik. Að lokum er bent á að stofn- unin skuli gefa hinum ýmsu þjóð- félagshópum kost á ódýrri dvöl á staðnum. Hún sé starfrækt allt árið og gefa skuli út starfsskrá hvers árs fyrir sig, í grófum drátt- um a.m.k. Stofnunin vinni í anda lýðræðis og leggi áherslu á frelsi einstaklingsins og andlegt frelsi. Undir nefndarálit þetta rituðu þeir Árni Sigurðsson, Gunnar Gíslason og Jóhann Salberg Guðmundsson.“ - Geta menningarmiðstöð og bændaskóli farið saman? „Hólar í Hjaltadal eru fornt menningar- og menntasetur. Þar var m.a. fyrsti tónskóli þjóðar- innar settur á stofn, þegar á fyrstu tímum biskupsstólsins. Árið 1882 var bændaskóla komið á stofn á Hólum og hefur skólinn starfað óslitið síðan, í meira en heila öld. Þótt skólinn væri ekki helgaður kirkju eða kristni þá varð hann í mörgu til þess að halda uppi veg og virðingu stað- arins. Hólar féllu því aldrei í sömu lægð og Skálholtsstaður á sama tíma. Eins og kunnugt er keypti Skagafjarðarsýsla Hóla árið 1881. Ari síðar var bændaskólinn stofnaður. Tel ég því að nýtt endurreisnartímabil hefjist í sögu staðarins við þessa atburði. Árið 1802 höfðu skólinn og kirkju- stóllinn verið lagðir niður og aliar eignir staðarins seldar, svo og Hólastaður sjálfur. Með tilkomu bændaskólans öðlaðist Hólastað- ur nýjan sess í vitund Norðlend- inga og hefur blómlegt skólastarf viðhaldið reisn hans þannig að hann féll ekki í sömu niðurlæg- ingu og Skálholt. Árið 1972 var gerð, fyrir frum- kvæði Hólafélagsins, „Greinar- gerð með lauslegri tillögu að skipulagi,“ ásamt uppdrætti af staðnum, á vegum skipulags- stjóra ríkisins. Þar var lögð áhersla á að ganga endanlega frá skiptingu staðarins milli bænda- skólans og kirkjulegrar starfsemi áður en hafist yrði handa um uppbyggingu stofnana á staðn- um. Með stofnun Hólafélagsins var ákveðið að ræða nánar og kanna möguleika á stofnun skóla á Hól- um í anda norrænu lýðháskól- anna. í lögum félagsins segir að það skuli beita sér fyrir samtök- um meðal þjóðarinnar um efl- ingu Hólastaðar á sem víðtækast- an hátt. Höfuðáherslu skuli leggja á endurreisn biskupsstóls- ins á Hólum og eflingu staðarins sem skólaseturs. Við hlið bænda- skólans rísi nýjar menntastofnan- „Hugmyndin um menningarmiðstöð i hér á landi, í tilefni af 1000 ára afma ir sem hæfi þessu forna mennta- setri. Að því skal stefnt að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og miðstöð kirkjulegrar starfsemi í Hólastifti. Auðvelt að reisa menn- ingarmiðstöð á Hólum Það skal tekið fram að hugmynd- in um lýðháskóla, sem hér er hreyft, er ekki lengur beinlínis á dagskrá heldur hefur hún verið útfærð frekar, þannig að reiknað er með starfsemi menningarmið- stöðvar á Hólum, t.d. með því skipulagi sem lýst var hér að framan.“ - Hver er reynslan af menn- ingarmiðstöðvum annars staðar í heiminum? „Margar nágrannaþjóðir okkar hafa öðlast mikla reynslu af kirkjulegum menningarmið- stöðvum. Auðvelt ætti að vera að koma slíkri stofnun á fót á Hól- um með tiltölulega litlum breyt- ingum. Þess má geta í því sam- bandi að í Skálholti hefur verið gengist fyrir ráðstefnum og þing- um með mjög góðum árangri allt frá árinu 1981 og er þar nú vax- andi menningarstarfsemi á veg- um kirkjunnar. Menningarmiðstöðvar eru víða um lönd reknar í sambandi við mótmælendakirkjur. Stofnanir þessar hafa á að skipa góðu og fjölhæfu starfsliði en umfang starfsins fer eftir efnahag þeirra og stærð. Þekkt dæmi eru um slíkar stofnanir í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Þá eru margar sam- bærilegar stofnanir starfræktar í Hollandi, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Austurríki og víðar. í Bandaríkjunum eru starfrækt kirkjuleg menningar„athvörf“ fyrir ungt fólk en flestar eru stofnanir þessar án efa í Vestur- Þýskalandi og þar eiga þær sér lengsta sögu. Menningarmiðstöðvar þýsku mótmælendakirkjunnar eru fyrir- mynd annarra sambærilegra Hólar féllu aldrei í sömu niðurlægingu og Skálholt á síðari hluta 19. aldar og fyrstu áratugum þeirrar 20., fyrst og fremst vegna bændaskólans sem tók til starfa árið 1882.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.